Morgunblaðið - 25.09.2013, Síða 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2013
Erlendir aðilar, sem eiga um 340
milljarða króna í ríkisbréfum og á
innistæðureikningum, skipta ekki
öllum þeim vaxtagreiðslum sem
þeir fá í sinn hlut yfir í gjaldeyri
til að fara með úr landi heldur
leita þeir aftur með hluta upphæð-
arinnar í innlenda ávöxtun.
Þetta kemur fram í markaðs-
punktum greiningardeildar Arion
banka, en þar segir að erlendum
aðilum hafi áskotnast 21,5 millj-
arðar króna í vexti á árinu 2012 og
fyrstu sex mánuðum þessa árs. Á
sama tíma fóru þeir einungis með
um tvo þriðju þeirrar upphæðar út
á gjaldeyrismarkað. Sú staðreynd
að þeim virðist ekki liggja svo
mikið á að komast úr landi með
gjaldeyri í skiptum fyrir þær
krónur sem þeir fá í vexti dregur
úr þrýstingi á gengi krónunnar.
Heimilt er að skipta samnings-
bundnum afborgunum og vöxtum í
gjaldeyri.
Samkvæmt nýlegum upplýsing-
um frá Seðlabanka Íslands fóru
erlendir aðilar með um tæpa átta
milljarða á gjaldeyrismarkað á
árinu 2012. Þá fóru þeir með um
5,7 milljarða úr landinu á fyrri
hluta ársins í ár. Samtals fóru er-
lendir aðilar með tæplega 14 millj-
arða á gjaldeyrismarkað af þeim
21,5 milljarða vöxtum sem féllu
þeim í skaut. Því er „nokkuð ljóst
að erlendum aðilum hefur ekki
legið mikið á að komast úr land-
inu“, segir greiningardeildin.
Ræður ekki gengisþróun
Greinendur Arion banka benda
ennfremur á að gengi krónunnar
hefur að sama skapi ekki tekið
ítrekað fyrirsjáanlegum breyting-
um í aðdraganda eða kjölfar gjald-
daganna þar sem vaxtagreiðslur
falla í skaut erlendra aðila. Að
mati greiningardeildarinnar er það
til marks um að vaxtagreiðslurnar
séu ekki ráðandi þáttur um geng-
isþróun krónunnar í bráð eða
lengd.
Það vekur einnig athygli, að því
er segir í markaðspunktum Arion
banka, að þegar horft er til krónu-
eignar erlendra aðila hefur staða
þeirra í ríkisbréfum aukist um tvo
milljarða frá ársbyrjun 2012. Á
sama tíma hefur heildarkrónus-
tabbinn minnkað um 83 milljarða
króna. Samdrátturinn stafar því af
lækkun í innistæðum (34 milljarð-
ar) og íbúðabréfum (51 milljarður).
Erlendir krónueigendur leita
áfram fyrst og fremst í stystu rík-
isbréfaflokkanna en hafa þó und-
anfarið sýnt verðtryggðum bréfum
meiri áhuga. hordur@mbl.is
Liggur ekki mikið á
að komast úr landi
Fóru með tvo þriðju vaxtagreiðslna út á gjaldeyrismarkað
Krónustabbi
» Erlendir aðilar fengu 21,5
milljarða króna í vaxta-
greiðslur á árinu 2012 og
fyrstu sex mánuði þessa árs.
Samkvæmt lögum um gjald-
eyrismál mega þeir skipta
þeim greiðslum í gjaldeyri og
fara með úr landi.
» Einungis tveir þriðju þeirrar
upphæðar – um 14 milljarðar
– leituðu hins vegar út á gjald-
eyrismarkaðinn á tímabilinu.
Erlendir aðilar fara minna með vaxtagreiðslur í
gegnum gjaldeyrismarkaðinn
Upphæðir eru í milljörðum króna
Heimild: Útreikningur greiningardeildar Arion banka, Lánamál, Seðlabanki Íslands, Hagstofan og Íbúðalánasjóður
Krónustabbi erlendra aðila hefur minnkað talsvert
Upphæðir eru í milljörðum króna
Heimild: Seðlabanki Íslands
7
6
5
4
3
2
1
0 1.F ‘12 2.F ‘12 3.F ‘12 4.F ‘12 1.F ‘13 2.F ‘13 3.F ‘13 4.F ‘13
Gjaldeyrisviðskipti Vextir og verðbætur
700
600
500
400
300
200
100
0
Vaxtagreiðslur
og verð-
bætur m.v.
eignastöðu í
lok ágúst
De
s.
‘0
8
Ap
ríl
‘0
9
Ág
ús
t ‘0
9
De
s.
‘0
9
Ap
ríl
‘10
Ág
ús
t ‘1
0
De
s.
‘10
Ap
ríl
‘11
Ág
ús
t ‘1
1
De
s.
‘11
Ap
ríl
‘12
Ág
ús
t ‘1
2
De
s.
‘12
Ap
ríl
‘13
Innstæður Ríkisbréf og víxlar Íbúðabréf
Frá ársbyrjun 2012 hefur
staðan lækkað um 83 ma. kr.
Væntingar íslenskra neytenda voru
talsvert minni á 3. ársfjórðungi en á
fyrri helmingi ársins. Þá hyggja
færri á stórkaup á næstunni en
raunin var í sumarbyrjun.
Þetta kemur fram í morgunkorni
Greiningar Íslandsbankan, en þar
segir að þetta bendi til þess, ásamt
öðrum nýlegum hagvísum, að
einkaneysla vaxi hægt þessa dag-
ana og að vöxtur hennar á seinni
hluta árs kunni að verða hægari en
vænst var.
Capacent Gallup birti í gærmorg-
un Væntingavísitölu Gallup fyrir
septembermánuð. Vísitalan hækk-
ar um 7,4 stig frá fyrri mánuði og
mælist nú 73,7 stig. Hækkunin kem-
ur eftir mikla lækkun í sumar, en í
júlí og ágúst lækkaði vísitalan sam-
tals um þriðjung, og fór úr 100,6
stigum í júní niður í 66,3 stig í
ágúst. Þrátt fyrir hækkunina nú er
gildi vísitölunnar það næstlægsta
það sem af er ári.
Vísitala fyrir mat á núverandi
ástandi mælist 39,1 stig og hækkar
um 2,7 stig frá ágúst. Mat á at-
vinnuástandi hækkar um 9 stig og
mat á efnahagslífinu um 3 stig.
Minni væntingar
Íslenskir neytendur eru talsvert
svartsýnni en þeir voru fyrr á árinu
Morgunblaðið/Eggert
Dregur úr bjartsýni Væntingar neytenda hækkuðu mikið eftir kosningar.
Iðnaðarryksugur
NT 25/1 Eco
Ryksugar blautt
og þurrt
Fylgihlutir
Barki 35mm 2,5m,
málmrör, 30mm
gólfhaus og mjór
sogstútur.
F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð
Skeifan 3 E-F • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is
NT 55/1 Eco
Ryksugar blautt og þurrt
Fylgihlutir
Barki 35mm 2,5m, málmrör, 30mm
gólfhaus og mjór sogstútur.
Þegar gerðar eru hámarkskröfur
Sjálfvirk
hreinsun á síu
Miðvikudags-
PIZZA-TILBOÐ
Ögurhvarfi 2 • 203 Kópavogi • Sími 567 1770 • Opið alla daga kl. 10 -23
Þú hringir
Við bökum
Þú sækir
12“ PIZZA, 3 áleggstegundir
og 1l Coke
1.290 kr.