Morgunblaðið - 25.09.2013, Síða 25

Morgunblaðið - 25.09.2013, Síða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2013 Fegursta orðið Leit hugvísindasviðs Háskóla Íslands að fegursta orði íslenskrar tungu hófst í anddyri skólans í gær þegar börn úr leikskólanum Hagaborg nefndu fegurstu orðin að þeirra mati. Kristinn Sú ágæta leik- húskona, Charlotte Bö- ving, ritaði nýlega tímabæra hugvekju um kvikmyndamenningu Íslendinga og benti meðal annars á þann ljóta ósið að gefa ekki upp réttan byrj- unartíma kvikmynda- sýninga, en láta áhorf- endur sitja undir stundarfjórðungs dembu af háværum amerískum bang-bang-stiklum, þar sem eina huggunin er að þetta kæfir nokkurn veginn skrjáfið af óskilj- anlegu poppkornsáti. Stór hluti menntunar minnar fór forðum tíð fram í kvikmyndasafninu franska í París og við hjónin erum frá gamalli tíð í hópi þeirra sem þykir gaman og eðlilegt að fara í bíó, og við höfum til dæmis gert okkur það að reglu að sjá allar íslenskar myndir sem á markað koma. En við erum í æ fámennari hópi í bílósölunum, kannski vegna bang-bang-stiklanna, sem ekki höfða til minnar kynslóðar. Þeir fáu sem enn fara í bíó eru yfirleitt komnir vel á miðjan aldur, unga kynslóðin leitar sinna mynda eftir öðrum leiðum og er það lífsins gangur. En nú orðið leitum við einna helst hinnar göfugu kvikmyndalistar í Bíó Paradís. En bíðum við! Það eru nokkur ár síðan ég uppgötvaði það sem vegur á móti þeirri eyðimörk sem val dreifing- arfyrirtækja kvikmyndanna hefur verið árum saman. RIFF! Kvik- myndahátíð sem gleður okkur í regndrunga haustsins. Mér þykir satt að segja með ólík- indum, hversu fjölbreyttur sá kostur er sem boðið hefur verið upp á af þessu tilefni undanfarin ár. Í fyrsta lagi er maður minntur á hversu mikið er framleitt af úrvalsefni sem aldrei ratar inn í íslensk kvikmyndahús, frá ýmsum löndum. Í ann- an stað hversu ólík efni þar eru til umfjöllunar og hversu ólíkum list- rænum aðferðum er beitt. Í þriðja lagi að þar er minnt á að kvik- myndalistin, ekki síður en aðrar listir, er þátt- takandi í þeirri umræðu sem stöðugt á sér stað um skilyrði mannlífsins, óréttlæti, heimsku, græðgi, eða réttvísi og mannúð. Í fjórða lagi hversu vel hef- ur tekist til að höfða til allra aldurs- hópa með ólíkan smekk og ólík sjón- armið. Það blasir nefnilega við, þegar maður sækir sýningar á RIFF, að þangað ratar ungdómurinn; salirnir eru yfirleitt fullir og ekki síst af ungu fólki. Ekki sakar það að forráðamenn hátíðarinnar sýna okkur þá lág- markskurteisi að kynna verkin með íslensku heiti, en ekki á ensku líkt og sumar sjónvarpsstöðvar og dreifing- arfyrirtæki telja sér sæma. Og nú er að bresta á enn ein RIFF-hátíðin. Þessar línur eru skrif- aðar í þakklætisskyni fyrir und- anfarnar hátíðir og til að lýsa til- hlökkun yfir því að eiga enn í vændum að sjá vandaðar, metn- aðarfullar myndir, sem er eitt af því skemmtilegasta sem maður getur tekið sér fyrir hendur í haustregninu. Tilhlökkunar- efnið RIFF Eftir Svein Einarsson Sveinn Einarsson »Mér þykir satt að segja með ólík- indum, hversu fjöl- breyttur sá kostur er sem boðið hefur verið upp á af þessu tilefni undanfarin ár. Höfundur er fv. þjóðleikhússtjóri. Meirihlutinn í Reykjavík er áhuga- laus um að taka rekstur og útfærslu þjónustunnar í Reykjavík til skoð- unar. Engu að síður eru mörg teikn um að slíkt sé algjörlega nauðsynlegt til þess að hægt verði að veita lögbundna þjón- ustu í næstu framtíð. Ljóst er að ánægja með þjónustuna stenst hvergi samanburð við önnur sveit- arfélög og gagnrýni hags- munaaðila er áberandi. Óheillaþróun Mikill skortur á þjónustu ein- kennir málefni fatlaðra, aldraðra og annarra sem þurfa aðstoð. Ljóst er að mikil eftirspurn er eftir þjónustu sem er þess eðlis að notandinn getur ákveðið hvar, hvernig og hvenær hún skuli veitt í stað þess að hann sætti sig við það skipulag sem hannað er á skrifstofum borgarbatterísins. Fatlaðir með mikla þjónustuþörf hafa verið á biðlista eftir húsnæði vegna þess að búseta í tilteknu húsnæði hefur virst eina leiðin til þess að þeim bjóðist nauðsynleg þjónusta. Þessi óheillaþróun hefur þrýst á um að útbúið sé sérstakt húsnæði þar sem þjónusta við ein- staklinga fylgir eftir tilskildum reglum. Þetta kerfi krefst mikillar uppbyggingar, er svifaseint og mjög kostnaðarsamt og langir bið- listar myndast. Það sama á við um þjónustu á heimilum. Reykjavík- urborg hefur ekki verið í stakk búin til að mæta þeirri þörf af nægilega mikilli skilvirkni, biðlist- ar eru langir og notendur sem vilja búa í eigin hús- næði en engu að síð- ur með þörf fyrir þjónustu geta ekki treyst því að borgin stígi inn þrátt fyrir mikla þörf. Dæmi eru um að fólk hafi þurft að bíða mán- uðum saman eftir stuðningsþjónustu heim. Burt með biðlistana Ávísanakerfi eins og notað er í leikskólum borg- arinnar þar sem fé fylgir barni hefur reynst vel. Fé fylgir þannig barni til þess skóla sem foreldrar velja. Slíkt kerfi þar sem fé fylgir þeim sem þurfa á þjónustu að halda er gott fyrirkomulag. Þann- ig geta notendur ákveðið sjálfir hvert skuli leita og velja þá þjón- ustuaðila sem þeir telja að sinni best þörfum þeirra. Þannig má einnig koma í veg fyrir að fólk sitji fast á biðlistum eftir þjón- ustu. Reyndar hefur þetta verið notað í Reykjavík í ákveðnum til- vikum en umsókn að slíku er ekki aðgengileg né gilda um hana sér- stakar reglur, þetta er því frekar undantekning en hitt. Um leið og ávísanakerfi er innleitt þarf ekki lengur að bíða eftir því að um- setnar stofnanir borgarinnar geti séð um viðkomandi heldur má leita til annarra þjónustuaðila sem hafa áhuga á því að sinna fólki á þeirra eigin forsendum. Þeir aðilar sem sinna slíkri þjón- ustu geta boðið fólki upp á fjöl- breyttari þjónustu og veitt not- endum meira val. Aukum skilvirkni þjónustunnar Sumir trúa því að einkarekstur sé af hinu illa því að aðilar vilji græða í viðskiptum. Þeir trúa því að aðeins hið opinbera geti veitt góða þjónustu. Slíkar hugmyndir eiga ekki við rök að styðjast og nauðsynlegt er að láta þær ekki koma í veg fyrir eðlilega framþró- un. Stór hluti heilbrigðisþjónust- unnar á Íslandi er rekinn af einka- aðilum. Víða hefur gengið vel í þeim efnum. Þrátt fyrir linnu- lausan hræðsluáróður gegn því að einkaaðilar taki að sér slíkan rekstur er athyglisvert að síðustu ríkisstjórn þótti engin ástæða til að draga úr því fyrirkomulagi. Í Svíþjóð hefur ávísunarkerfi reynst vel. Nú þrýsta hagsmunasamtök á um breytingar. Breytingar sem hafa í för með sér að lögð sé áhersla á sjálfsákvörðunarrétt fólks, ekki sé lögð áhersla á hópa- lausnir, dregið sé úr stofn- anahugsun og miðstýringu. Lausn- irnar eru til og hafa verið notaðar með góðum árangri. Meirihlutinn í Reykjavík sýnir hins vegar enga tilburði til að gera nauðsynlegar breytingar og virðist hræddur, hræddur við að breyta, hræddur við að útfæra þjónustu á annan hátt til að auka skilvirkni. Mjög nauðsynlegt er að fá þeirri afstöðu breytt. Hlusta þarf á kröfur notenda, gera breyt- ingar svo hægt sé að koma til móts við þær og tryggja betri þjónustu í Reykjavík hratt og örugglega. Fé fylgi þörf – einnig til aldraðra og fatlaðra Eftir Áslaugu Maríu Friðriksdóttur »Mikill skortur á þjónustu einkennir málefni fatlaðra, aldraðra og annarra sem þurfa aðstoð. Áslaug María Friðriksdóttir Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.