Morgunblaðið - 25.09.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.09.2013, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2013 ✝ Ingunn Guð-rún Guð- mundsdóttir fædd- ist á Grund í Stykkishólmi 10. júlí 1926. Hún lést á Landspítalanum 15. september 2013. Foreldrar Ing- unnar voru Guð- mundur Gíslason, f. í Stykkishólmi 2. ágúst 1893, d. 28. maí 1983, og Jóhanna Sveinsína Sveinsdóttir, f. á Gaul í Staðarsveit, Snæ- Kristbjörgu, f. 14.6. 1952, Þór- unni, f. 24.11. 1955, og Sigþór Pétur, f. 22.9. 1959. Afkom- endur Ingunnar eru 27. Ingunn fluttist 19 ára gömul til Reykjavíkur. Hún starfaði í Sandholtsbakaríi þar til hún og maður hennar eignuðust sitt fyrsta barn. Þau hófu búskap á Háteigsvegi 18, en fluttu þaðan í eigið húsnæði í Skaftahlíð 33. Seinna fluttust þau í Árbæj- arhverfið, en þá var Sigurður orðinn heilsulítill og lést hann aðeins 41 árs gamall. Ingunn var þá komin aftur á sinn gamla vinnustað, þ.e. Sand- holtsbakarí, og var þar til 67 ára aldurs, eða í rúm þrjátíu ár. Útför Ingunnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 25. sept- ember 2013, kl. 13. fellsnesi 12. nóv. 1896, d. 8. apríl 1970. Systkini Ing- unnar eru Sigríður Friðborg Guð- mundsdóttir og Geir Ólafur Odds- son. Ingunn giftist árið 1948 Sigurði Kristófer Sigþórs- syni, f. í Ólafsvík 7. okt. 1922, d. 14. júlí 1964. Ingunn og Sigurður eignuðust fjögur börn, þau Jó- hönnu Guðrúnu, f. 13.2. 1948, Við kveðjum í dag tengdamóð- ur mína Ingunni Guðrúnu Guð- mundsdóttur. Þetta var óvænt, ekki vegna aldursins en hún var í reynd við ágæta heilsu. Það er orðið 41 ár síðan ég var svo heppinn að kynnast konunni minni henni Kibbu. Ég hitti Ing- unni þegar ég kom fyrst í heim- sókn með Kibbu minni dauðfeim- inn en það var auðvelt að kynnast henni, alltaf þægileg og jákvæð í fari og notaleg í umgengni. Það var ekki auðvelt líf hjá Ingunni. Hún var aðeins 38 ára þegar hún verður ekkja eftir langvarandi veikindi eiginmanns- ins með fjögur börn og þurfti að framfleyta fjölskyldunni af verkamannalaunum. Maður heyrði hana hins vegar aldrei kvarta yfir hlutskipti sínu heldur sá hún jákvæðu hlutina í tilverunni hverju sinni. Hún var ekki mikið út á við en undi sér best heima og vildi helst hafa alla ættingjana í heimsókn, mat eða kaffi öllum stundum. Heimili hennar bar vott um góðan smekk og staka snyrti- mennsku. Sjálf var hún falleg kona og lagði mikið upp úr að vera vel tilhöfð. Hún var vel haldin andlega en orðin ansi slitin og léleg til gangs enda ekki lítið álag á fætur að standa við afgreiðsluborðið í bak- aríinu í tæp 40 ár. Ég tel mig afar heppinn að hafa fengið að kynnast og um- gangast Ingunni og eiga hana að í lífi okkar fjölskydunnar. Ég vil að leiðarlokum þakka fyrir einstaka viðkynningu við einstaka konu og samfylgdina síðustu 40 árin. Hún var yndisleg amma og langamma sem skilur eftir söknuð og ljúfar minningar. Hvíl þú í friði Ingunn mín. Þinn tengdasonur, Sindri Sindrason. Það er svosem langt síðan hún vann í bakaríinu, en þannig kynnti maður hana oft fram á daginn í dag; „hún amma í bak- aríinu“, eða jafnvel „amma kleina“. En nú er hún farin, hún amma kleina. Það var fastur liður fyrir alla sem til hennar þekktu að heim- sækja hana á Laugaveginn í bak- aríið, og iðulega gekk gesturinn út með eitthvert gotterí. Mitt uppáhald voru bleikir maren- stoppar og enn í dag minna þeir á bakarísheimsóknirnar til ömmu. En þótt hún ynni ekki lengur í bakaríinu sá hún vel um að fóðra okkur á gotteríi áfram. Það fór enginn svangur frá Ingu ömmu. Það besta sem hún vissi var að fá fólkið sitt í heimsókn og fá að elda ofan í okkur og sú setning sem söng í eyrunum á þér á meðan á heimsókninni stóð var „elsku, fáðu þér meira“. Þegar hún flutti á Dalbrautina, þar sem hún bjó síðustu árin, hafði hún til að byrja með miklar áhyggjur af því að geta ekki fætt okkur nógu vel – eldhúsið var svo lítið. En auðvitað tókst henni það og maður valt út eftir hverja heimsókn með stútfullan maga af einhverju afbragðsgóðu. Henni leið aldrei betur en með allt sitt fólk í kringum sig, og hafði mikið gaman af að vera bæði amma og langamma, og við barnabörnin og barnabarnabörn- in vorum heppin að eiga hana Ingu ömmu. Hennar verður sárt saknað, það er alveg víst. Elsku besta amma mín. Mikið er ég heppin að hafa átt einmitt þig fyrir ömmu, og einmitt þig sem langömmu barnanna minna. Takk fyrir að vera einmitt þú. Þín Ingunn Dögg (Inga Dögg). Elsku amma mín hún Ingunn Guðrún Guðmundsdóttir er látin, 87 ára að aldri. Tvennt kemur helst upp í hugann þegar ég minnist duglegu ömmu minnar sem stóð vaktina í Sandholtsbak- aríi í yfir þrjá áratugi, alltaf með bros á vör. Annars vegar er það rétturinn hennar, kjöt í myrkri, en lengi vel gerði óformlegur samningur okkar á milli ráð fyrir að á laugardagsmorgnum kæmi ég yfir með blóm, hún yrði mjög hissa, færi beint inn í eldhús til að búa til réttinn sem síðar kom í ljós að var gúllas í brúnni sósu. Sósan var svo dökk að móðir mín gerði alltaf ráð fyrir að amma hefði misst matarlitinn ofan í pottinn. Þvílíkur réttur. Maður borðaði og borðaði en alltaf kom setningin: „Elsku Sindri minn, reyndu að borða eitthvað, fáðu þér meira, er þetta nokkuð vont?“ Auðvitað var þetta alltaf gott. Eftir matinn var spilað og ef við vorum í stuði endurhönnuðum við stofuna saman. Þetta fannst okkur alltaf jafnskemmtilegt. Hitt sem kemur upp í huga mér eru ótal samtöl okkar ömmu um Stykkishólm en þó svo hún hafi búið lengst af í Reykjavík er hún fædd og uppalin þar í bæ. Varla hefur Stykkishólmur átt betri talsmann og var hún fljót að hækka róminn ef einhver hall- mælti bænum. Maður gerði það því ekki. Amma var mikill húm- oristi og mér fannst alltaf jafn- gaman að segja henni óviðeigandi brandara. Og alltaf var svarið eins. Skellihlæjandi sagði hún: „Sindri, þú ert agalegur.“ Ég benti henni þá réttilega á að ef hún hefði sómatilfinningu hefði hún ekki hlegið. Þá hló hún enn meira enda um að ræða konu sem kallaði mig alltaf litla skítahlunk- inn sinn. Nú vitið þið hvernig amma var. Elsku amma mín. Takk fyrir allar góðu stundirnar okkar sam- an. Ég mun aldrei gleyma þeim eða þér. Þinn Sindri Sindrason. Aðfaranótt sunnudags 15. sept. fékk ég hringingu um að amma mín hefði dottið og væri mikið slösuð. Fljótlega kvaddi hún þennan heim í faðmi okkar sem þar voru viðstödd. Er ég sér- staklega þakklát fyrir að hafa fengið að vera hjá þér elsku amma á þessari örlagaríku stund. Elsku fallega amma mín, ég kveð þig með miklum söknuði en jafnframt þakklát fyrir allar þær yndislegu minningar sem ég á um þig. Þegar ég hugsa til baka þá gæti ég verið endalaust að skrifa um þig. Í hátt í 40 ár vannst þú í Sandholtsbakaríi og þar varstu þekkt fyrir geislandi útlit og ein- lægni og gleymum ekki hárinu sem var óaðfinnanlegt. Enskan þín var kannski ekki sú besta en þú náðir samt alltaf að redda þér og þá með því að „tala hátt og mjög skýra íslensku“ og það var ótrúlegt hvað útlendingarnir skildu þig. Við máttum nú alltaf velja okkur eitthvað gott en í pokanum var yfirleitt sérbakað vínarbrauð sem þú varst búin að vera að plokka í. Ég var svo lánsöm að eiga gott samband við þig og gat alltaf leit- að til þín þegar bjátaði á í mínu lífi og alltaf stóðst þú með mér. Sem krakki komstu alltaf til mín þegar ég var veik með nammi og annað skemmtiefni. Sama hvort ég var krakki eða fullorðin, orðin sjálf mamma, var ég alltaf sama litla stelpuskottið. Eini fasti liðurinn á hverjum degi var að hringja í þig og spjalla og eftir stundum langt spjall heyrðist svo í þér: „Nei nei, það er svo sem ekkert að frétta.“ Þessara orða mun ég sakna mik- ið. Þú varst baráttukona og þurft- ir að ganga í gegnum margt en alltaf stóðstu með bakið beint. Ég er svo stolt að vera barnabarn þitt og þú verður ávallt mín fyr- irmynd. Mikill söknuður ríkir í hjarta mínu, ég lofa þér því, amma mín, að halda kaffiboð eins og þú gerð- ir og ná fjölskyldunni saman, það eru ógleymanlegar stundir sem við áttum hjá þér í gegnum árin. Þú stóðst svo vel hjá okkur elsku amma mín og veit ég að móðir mín, dóttir þín, á eftir að sakna allra þinna heimsókna til sín á Grensás. Þú ert mín íslenska kona. Megi allar vættir vernda þig og varðveita minningu þína. Elska þig. Þitt barnabarn, Hólmfríður (Fríða). Ömmu Ingu á ég eftir að sakna alla ævi, enda man ég eftir henni síðan úr æsku, hún hefur alltaf verið mér við hlið síðan ég man eftir mér. Það var alltaf jafngott að koma til hennar í heimsókn, hún var alltaf til staðar fyrir mig, hvort sem það var til að spjalla um daginn og veginn eða til að segja helstu fréttir. Heimsókn- irnar hjá ömmu voru alltaf svo mikill miðpunktur hjá allri fjöl- skyldunni. Ég man fyrst eftir ömmu Ingu síðan í Danmörku þar sem hún kom með íslensk páskaegg um páskana. Svo þegar við fluttum heim var alltaf fastur liður að fara í heimsókn til Ingu ömmu a.m.k. einu sinni í viku, sem var viðburður sem maður hlakkaði alltaf til. Amma var alltaf svo góð við allt og alla, hún bar ekkert nema kærleika með sér, húmor- inn vantaði ekki og slegið var á létta strengi sem oftast. Strætó- ferðirnar í Mjódd á æskuárum voru ófáar, þær enduðu oft með því að fara á veitingastaðinn (bakaríið) þar sem við fengum okkur Berlínarbollu. Amma var alltaf svo dugleg fram eftir öllum aldri að rifja upp minningar héðan og þaðan. Ýmist sagði hún frá æskuárum sínum eða talaði um tíma sem ég sjálf var búin að gleyma úr eigin æsku, en það var svo dásamlegt hvernig amma mundi alltaf allt. Amma hélt svo vel utan um fjölskylduna, hún sá alltaf til þess að maður fylgdist með. Ég man aldrei eftir því að amma hafi einhvern tímann verið þung á brún, hún lét aldrei nei- kvæða hluti hafa áhrif á sig. Amma var alltaf með eindæmum jákvæð í minni minningu, hún var alltaf svo góð, og ég minnist hennar svo sterkt þannig, að hún var alltaf svo góð. Ég sé núna að ég veit ekki hvað ég hefði oft gert ef ég hefði ekki haft manneskju eins og þig, ég var alltaf svo velkomin, og allt- af jafnnotaleg tilfinning að vera hjá þér. Ég hefði ekki getað óskað mér betri ömmu, mun sakna þín alltaf og geymi þig í hjarta mínu. Særós. Kveðja frá systur Elsku systir mín Ingunn Guð- rún, eða Inga eins og hún var allt- af kölluð. Inga lést snögglega sunnudaginn 15. september síð- astliðinn. Nú er ekkert ljós leng- ur í glugganum þínum sem ég gat séð úr eldhúsglugganum mínum en það var bara gatan á milli okk- ar. Sérstaklega fannst mér nota- legt að sjá ljós í glugganum þín- um eftir að Sigurður flutti á Hrafnistu og ég varð ein eftir heima. Það var passlegur göngu- túr á milli okkar og það var alltaf kaffi á könnunni hjá þér. Gátum við þá talað um gamla daga og fengið fréttir af fjölskyldum okk- ar. Við vorum þrjú systkinin, öll fædd í litla húsinu á Grund í Stykkishólmi. Við eigum yndis- legan bróður, hann Geir, sem er yngstur og hefur alltaf verið mik- il vinátta á milli okkar systkin- anna. Í Stykkishólmi áttum við okkar æskuár og þar leið okkur vel en nú er húsið Grund orðið gamalt eins og svo margt fleira eða um það bil 100 ára. Stykk- ishólmur er yndislegur bær, við vorum frjáls og áttum marga góða vini. Síðan koma fullorðins- árin svo ótrúlega fljótt. Svona gengur lífið og margt breytist, við verðum fullorðin, stofnum heimili og förum í gegnum gleði og sorgir. Inga giftist Sigurði Kristófer Sigþórssyni og eignuð- ust þau fjögur yndisleg börn. Inga systir varð ung ekkja og hafa börnin staðið þétt við hlið móður sinnar eftir fráfall Sigurð- ar. Þessar línur áttu ekki að vera margar en margs er að minnast og kveð ég systur mína með fyrsta versi úr þessum fallega sálmi sem er eftir Sigurð Krist- ófer Pétursson. Elsku systir, ég þakka þér samfylgdina í gegnum árin og elskulegum börnunum þínum flyt ég okkar bestu kveðjur. Bestu þakkir fyrir allt, kæra systir. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, – Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sigurður Kristófer Pétursson) Þín systir, Sigríður, Sigurður og dætur. Í dag kveðjum við systur Ing- unni Guðmundsdóttur. Við minn- umst Ingunnar úr fjölskyldu okk- ar frá því að við vorum börn. Hún var mágkona móður okkar, Þór- heiðar Sigþórsdóttur, sem lést fyrir átta árum. Ingunn hafði ung giftst Sigurði móðurbróður okkar og þær móðir okkar voru alla tíð nánar og þeim þótti mjög vænt hvorri um aðra. Móðir okkar átti þrjá bræður, en hinir bræðurnir tveir létust báðir af slysförum ungir menn. Sigurður var því eini bróðirinn sem hún átti eftir að hún varð fullorðin, en þau áttu tvær eldri systur. Sigurður var yngsti bróðir hennar og þau móð- ir okkar voru alltaf mjög náin. Þetta fólk okkar var vestan af Snæfellsnesi, móðir okkar og systkin hennar úr Fróðárhreppi og Ingunn úr Stykkishólmi. Amma okkar, Kristbjörg, og móðir okkar voru mjög ánægðar með Ingunni sem tengdadóttur og mágkonu og Ingunn var Sig- urði manni sínum ástkær eigin- kona. Eftir að Sigurður lést fyrir aldur fram var hún ein með fjögur börn þeirra sem hún ól upp með sóma. Með brotthvarfi Ingunnar slitnar hlekkurinn sem tengir okkur systur við þá kynslóð og þann tíma sem við ólumst upp við. Við vottum börnum hennar, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarnabörnum innilega samúð. Bergþóra og Júlíana Gottskálksdætur. Dauðinn er lækur, en lífið er strá, skjálfandi starir það straumfallið á.“ (Matthías Jochumsson) Kæra Inga. Nú ert þú farin til feðra vorra, megir þú njóta sam- vista hjá himneskum föður með vinum og vandamönnum sem á undan eru gengnir. Ingu kynntist ég fyrir langa- löngu þegar verið var að opna bakaríið eftir sumarlokun, að fað- ir minn tjáði mér að von væri á ungri konu sem hefði hug á að starfa með okkur. Stuttu síðar kom hún róleg, yfirveguð og hæg í fasi með þetta mikla rauða, upptúperaða hár og skágerðar augabrýr, sem ég, ungi drengur- inn, hafði aldrei séð fyrr. Samstarf okkar náði til starfs- loka hennar. Hún var eitt af and- litum og stolti Sandholtsbakarís á Laugaveginum í öll þessi ár. Ég gleymi ekki þegar ég sótti hana til vinnu á sunnudags- morgnum upp að stíflu. Alltaf tilbúin og vel tilhöfð. Þá var ekki strætó. Þá var kyrrð og ró yfir öllu. Þetta var fallegur staður og mér fannst alltaf vera sól. Inga mín, megir þú hvíla í friði sem fyrr í faðmi hans. Börnum þínum, tengda- og barnabörnum sendi ég og fjöl- skylda mín innilegustu samúðar- kveðjur með þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta starfskrafta þinna og vináttu. Stefán H. Sandholt. Það minnast margir Ingunnar þar sem hún stóð brosmild og hnarreist með fallega rauða hárið sitt bak við búðarborðið í bakarí- inu. Alltaf var hún vel tilhöfð. En Ingunn tók ekki bara vel á móti viðskiptavinum bakarísins, mót- tökur á heimili hennar voru ógleymanlegar. Hjarta hennar var stórt og hlýjan mikil. Þar var alltaf nóg pláss þótt húsnæðið væri þröngt. Stundirnar yfir góð- gæti í skemmtilegu spjalli gleym- ast aldrei. Hún Ingunn var sann- kölluð hvunndagshetja. Takk fyrir allt. Hvíl í friði, kæra vinkona. Elsku Kibba og fjölskylda, innilegar samúðarkveðjur. Guð veri með ykkur. Borghildur Pétursdóttir (Bobba). Ingunn Guðrún Guðmundsdóttir ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, PÉTUR ÞORBJÖRN KRISTJÁNSSON, Borgarholtsbraut 66, Kópavogi, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 17. september. Jarðarför fer fram frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 1. október kl. 13.00. Laila Helga Schjetne, Guðrún Pétursdóttir, Lárus Hjörtur Helgason, Þorbjörn Pétursson, Kristín Helgadóttir, Harpa Pétursdóttir, Þórarinn Helgi Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elsku faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, GRÉTAR HARALDSSON, Seljalandi 7, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans sunnu- daginn 22. september. Hann verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 1. október kl. 13.00. Margrét Grétarsdóttir, Gunnar Halldórsson, Jóna Björk Grétarsdóttir, Grétar Ómarsson, Sveinbjörn Snorri Grétarsson, Irena Ásdís Óskarsdóttir, Ólafur Haraldsson, Haraldur Haraldsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, EINAR VILHJÁLMSSON rafeindavirki, Marbakkabraut 18, Kópavogi, sem lést föstudaginn 13. september, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 26. september kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Barnaspítala Hringsins. Ester Jónsdóttir, Jón Þór Einarsson, Þóra Elísabet Kjeld, Eyjólfur Einarsson, Jóna Einarsdóttir, Vilhjálmur Einarsson, Ester Sif Harðardóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.