Morgunblaðið - 25.09.2013, Síða 34

Morgunblaðið - 25.09.2013, Síða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2013 Menn sem bera marga hatta hafa gjarnan tíma til alls og þaðmá til sanns vegar færa þegar Björn Th. Árnason er ann-ars vegar. Hann er framkvæmdastjóri, skólastjóri og for- maður Félags íslenskra hljómlistarmanna auk þess sem hann spilar golf í frístundum og fylgist með fótboltanum úr fjarlægð. „Ég er fyrst og fremst KR-ingur,“ segir kappinn sem var bak- vörður í Íslandsmeistaraliði KR 1968 og fagnaði enn einum Íslands- meistaratitli fyrir framan sjónvarpið í stofunni heima sl. sunnudag. „Það var yndislegt að fylgjast með þessu og sjá alla gleðina. Um- gjörðin er æðisleg og ég hefði viljað sjá svona umgjörð fyrir fjölda- mörgum árum. Það er líka gaman að fylgjast með því hvað klúbb- urinn er stór og öflugur.“ Björn er 63 ára í dag en hann segir að nóg sé að gera í vinnunni og ekki tími til þess að halda upp á afmælið. „Það er heldur ekki ástæða til þess því ég er svo ungur ennþá,“ segir hann. Bætir við að hann þurfi að reka öflugan tónlistarskóla og standa í stéttarbaráttu fyrir tónlistarfólk í landinu. Ef veður leyfir skellir hann sér líka kannski út á golfvöll eftir vinnu. „Mér fannst golf alltaf fyrst og fremst vera sport fyrir gamalmenni og lata einstaklinga en nú finnst mér þetta vera æðislegt sport fyrir alla, hvort sem viðkomandi er ungur og efnilegur eða bara gamall.“ steinthor@mbl.is Björn Th. Árnason 63 ára Kylfingur með meiru Björn Th. Árnason, framkvæmdastjóri Félags íslenskra hljóðfæraleikara, er með 17 högg í forgjöf í golfinu. Golfið jafnt fyrir unga sem gamla Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Reykjavík Birgir Aðalsteinn fæddist 26. janúar kl. 0.47. Hann vó 3.320 g og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Gróa Rán Birgisdóttir og Ásgeir Krist- insson. Nýir borgarar Akureyri Elsa Margrét fæddist 4. jan- úar kl. 18.13. Hún vó 3.440 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Katrín Björnsdóttir og Aðalgeir Sigur- geirsson. S igríður Ragna fæddist í Höfn á Selfossi og ólst þar upp. Hún lauk stúd- entsprófi frá MR 1964, kennaraprófi frá KÍ 1965 og sótti fjölda kennsl- unámskeiða. Sigríður Ragna var kennari við Álftamýrarskóla 1965-74 og við Melaskólann 1981-84, var önnur af tveimur fyrstu þulunum við Sjón- varpið 1966-72, vann við kynningar og gerð barnaefnis fyrir Sjón- varpið 1978-79 og var yfirmaður barnaefnis þar 1985-2011. Sigríður Ragna sat í sam- norrænni nefnd um barnamenn- ingu á vegum norrænu ráðherra- nefndarinnar 1983-87, starfaði í Children and Youth Expert Group samstarfsnefnd evrópskra sjón- varpsstöðva, EBU, og stóð fyrir framleiðslu fjölda íslenskra barna- mynda sem margar hverjar hlutu verðskuldaða viðurkenningu á kvikmyndahátíðum víða um heim. Sigríður Ragna stóð fyrir kynn- ingu á íslenskri ull og heimilisiðn- aði, víðs vegar um Bandaríkin og Kanada, á vegum Rammagerð- arinnar, Módelsamtakanna, Hótel Loftleiða, Hildu og Útflutnings- miðstöðvar iðnaðarins 1976-84. Sigríður Ragna sat í stjórn For- eldrafélags Melaskóla 1980-82, var formaður Barn og kultur, nefndar á vegum Norrænu ráðherranefnd- arinnar, sat í Skólasafnanefnd Reykjavíkurborgar 1982-86, í skólanefnd Fjölbrautaskólans við Ármúla frá 1994 og formaður 2004- 2012, í stjórn Miðskólans í Reykja- vík 1992-96. formaður Þjóðhátíð- arsjóðs 2002-2005, formaður nefnd- ar um Hvatningarverðlaun Menntaráðs Reykjavíkur 2006- 2010, sat í Pisa nefnd Reykjavík- urborgar 2008-2010, í stjórn Neyt- endasamtakanna 2010-11, í stjórn Hverfisráðs Vesturbæjar 2006- 2008 og var varaformaður Prýði- félagsins Skjaldar, hverfafélags Skerfirðinga, sunnan flugvallar. Sigríður Ragna var varafor- maður Hvatar um skeið, formaður Félags sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi 1995-2000, sat í kjör- nefndum Sjálfstæðisflokksins vegna framboðslista í borg- arstjórnar- og alþingiskosningum, Sigríður R. Sigurðardóttir, fyrrv. yfirm. barnaefnis RÚV – 70 ára Ljósmynd: Erla Stefánsdóttir. Brúðkaup Hrefnu og Björns Frá vinstri: Bjarni, Kristín Martha, afmæl- isbarnið, Björn, Hrefna Þorbjörg, Hákon, Sigurður Óli og Sveinbjörg. Fyrsta sjónvarpsþulan horfir lítið á sjónvarp Á skíðum Hjónin eru mikið skíðafólk en Hákon er fyrrv. formaður Skíða- sambands Íslands. Hér eru þau í Ölpunum í Sviss með Matterhorn í baksýn. Laugarásvegi 1 • 104 Reykjavík Sími: 553 1620 • laugaas.is KÓNGABORGARI (120 g safaríkt nautakjöt) með osti, iceberg, sósu, frönskum og kokkteilsósu Árin segja sitt „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.