Morgunblaðið - 25.09.2013, Síða 38

Morgunblaðið - 25.09.2013, Síða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2013 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Margir af reynslumestu rithöf- undum Forlagsins senda frá sér nýj- ar bækur fyrir komandi jól. Í þeim hópi er Arnaldur Indriðason, en nýj- asta bók hans Skuggasund kemur samtímis út á spænsku og íslensku 1. nóvember, en bókin hlaut nýverið hin virtu glæpasagnaverðlaun Pre- mio RBA de Novela Negra 2013. Sagan gerist bæði í nútímanum og á árum síðari heimsstyrjaldar. Ein- stæðingur finnst látinn í íbúð sinni og gamlar blaðaúrklippur í fórum hans vekja forvitni lögreglunnar, en þar segir frá óhugnanlegu morði við Þjóðleikhúsið snemma árs 1944. Þöggun í kjölfar ofbeldis Dísusaga: konan með gulu töskuna nefnist ný skáldævisaga Vigdísar Grímsdóttur. Sagan gerist í Norðurfirði á Ströndum í janúar og febrúar á þessu ári og er því bæði fortíðar- og nútíðarsaga. Samkvæmt upplýsingum frá Forlaginu er hér um að ræða magnaða frásögn af stúlku sem tíu ára gömul verður fyr- ir ofbeldi og lokast inni í dýflissu þöggunar og feluleikja. Í fimmtíu ár sér hún enga útgönguleið, en dag einn fær hún frelsi hjá kúgara sínum og fyrrverandi bjargvætti til að skrifa, þó aðeins í tvo mánuði. Bókin kemur út síðla októbermánaðar. Um svipað leyti kemur út spennu- sagan Grimmd eftir Stefán Mána, sem hverfist um sannsögulega at- burði. Góðborgarafjölskylda í Reykjavík stendur ráðþrota þegar mánaðargömlu barni er rænt og lög- reglan getur lítið aðhafst. Loks berst hjálp úr óvæntri átt. Sjón sendir frá sér nýja bók Fimm ár eru liðin frá því að rit- höfundurinn Sjón gaf út skáldsög- una Rökkurbýsnir en hún hefur bor- ið hróður hans víða og skáldsagan verið tilnefnd til virtra alþjóðlegra bókmenntaverðlauna. Í nóvember kemur út eftir hann bók sem ber tit- ilinn Mánasteinn: drengurinn sem aldrei var til. „Árið er 1918. Úti í heimi geisar fyrri heimsstyrjöldin, á Íslandi litar eldgos í Kötlu himininn og spænska veikin stráfellir lands- menn. Í iðu tímanna leitar ungur maður skjóls í töfrum kvik- myndanna. Það loftar milli heima og mörk draums og veruleika, lífs og dauða, mást út,“ segir í upplýsingum frá Forlaginu. Árni Þórarinsson rær á ný mið á höfundarferli sínum í meitlaðri og áleitinni sögu um afdrifaríkan sólar- hring í lífi fjölskyldu. Skáldsagan Glæpurinn: ástarsaga er dramatísk samtímasaga sem tekur á málum sem mikil bannhelgi hefur hvílt yfir. Látið síga piltar er fyrsta skáld- saga Óskars Magnússonar sem áður hefur gefið út sagnasöfn. Í skáld- sögunni segir frá daglegu lífi bænda og búaliðs í Hlíðardal, þar sem und- ir sakleysislegu yfirborði leynast hremmilegir atburðir, ástir, slark, áföll og hroðalegir glæpir. Í sögunni vegast á ljúfar frásagnir og lýsingar sem ekki henta viðkvæmum. Undir og yfir svífur hárbeitt háð sem eng- um hlífir. Skáldsagan kemur út í nóvember. Ný rödd fram á sjónarsviðið Halldór Armand Ásgeirsson er ný og nýstárleg rödd í íslenskum bók- menntum. Hann hlaut Nýrækt- arstyrk Miðstöðvar íslenskra bók- mennta í sumar og gefur í október út sína fyrstu bók, Vince Vaughn í skýjunum. Þetta eru tvær nóvellur beint úr samtímanum og fjalla báð- ar um skyndilega og óvænta frægð. Stúlka með maga: skáldættarsaga eftir Þórunni Erlu Valdimarsdóttur geymir áhrifamikla sögu móður hennar, Erlu Þórdísar Jónsdóttur og hennar fólks. Í frásögn hennar lifna þau dánu þegar ættarmein og leyndarmál koma úr glatkistunni. Dómur í yfirrétti, skipskaði, heims- styrjaldir, afleiðingar sýfiliss og hversdagsleikinn blár af fjarlægð fléttast saman af skáldlegri hug- kvæmni. Bókin kallast á við sögu Þórunnar Stúlku með fingur frá árinu 1999. Bókin kemur út í nóv- ember. Viðburðir í Lærða skólanum Í sama mánuði sendir Guð- mundur Andri Thorsson frá sér sögulega skáldsögu um nokkra daga í Lærða skólanum í Reykjavík vet- urinn 1882 þar sem þeir takast á Benedikt Gröndal og Björn M. Ól- sen um framtíð sautján ára pilts sem uppvís hefur orðið að þjófnaði. Sæmd er saga um glæp og refsingu, hugrekki, hlutverk skáldsins – og sæmd. Edda Andrésdóttir vitjar liðinna tíma í bók sinni Til Eyja. Annars vegar til þess þegar hún var stelpa á sjötta og sjöunda áratugnum hjá ömmu sinni á Kirkjubæ í Vest- mannaeyjum. Hins vegar til þess þegar hún flaug þangað gosnóttina 1973, nýlega orðin blaðamaður á Vísi, og fylgdist með húsi ömmu og fjölmörgum öðrum hverfa undir hraun og ösku. Skáldævisögur og glæpasögur áberandi  Forlagið gefur út verðlaunabók Arnaldar 1. nóvember nk. Arnaldur Indriðason Árni Þórarinsson Vigdís Grímsdóttir Óskar Magnússon Stefán Máni Halldór Armand Ásgeirsson Sjón Þórunn Erlu Valdimarsdóttir Edda Andrésdóttir Guðmundur Andri Thorsson Dægurvísur nefnist yfirlitssýning Kristjáns Jóns Guðnasonar sem opn- uð hefur verið í Listhúsi Ófeigs. Á árunum 1961-67 nam Kristján Jón við Handíða- og myndlistarskólann og Handverks og kunstindustriskole í Oslo. Á sýningunni gefur að líta glaðlegar myndir þar sem fólk spilar og skemmtir sér, auk þess sem sjá má mynd af 1. maí- og jafnrétt- isgöngum. Samkvæmt upplýsingum sýningarhaldara er list Kristjáns Jóns í anda alþýðulistamanna. Sýn- ingin stendur til 16. október. Græna rútan Eitt verka Kristjáns Jóns. Kristján Jón sýnir í Listhúsi Ófeigs The Tunnel nefnist frönsk/bresk sjónvarpsþáttaröð sem frumsýnd verður á bresku sjónvarpsstöðinni Sky Atlantic í næsta mánuði. Þátta- röðin byggist á fyrstu þáttaröðinni af dönsk/sænsku seríunni Brúnni (Broen). Meðan upprunalega þáttaröðin fjallar um morð á Eyrarsunds- brúnni milli Danmerkur og Svíþjóð- ar, fjallar The Tunnel um morð sem framið er í lestargöngunum undir Ermarsundinu, þ.e. milli Frakk- lands og Bretlands. Sagan er eftir sem áður sú sama, þ.e. tveir mjög svo ólíkir rannsóknarlögreglumenn frá sitt hvoru landinu neyðast til að vinna saman að lausn morðgát- unnar. Í aðalhlutverkum eru leik- arinn Stephen Dillane sem þekkt- astur er úr Game of Thrones og leikkonan Clémence Poésy sem lék m.a. í Harry Potter-myndunum. Brúnni breytt í Ermarsundsgöng Ljósmynd/Carolina Romare Töff Kim Bodnia og Sofia Helin í hlut- verkum Martins Rohde og Sögu Norén. Í tilefni Evr- ópska tungu- máladagsins efn- ir Stofnun Vigdísar Finn- bogadóttur í er- lendum tungu- málum til hátíðardagskrár á morgun, fimmtudaginn 26. september kl. 16 í Bratta, fyrirlestrasal Mennta- vísindasviðs HÍ í Stakkahlíð. Yfir- skrift dagskrárinnar er „Tungu- málakennsla í takt við tímann“ og er hún haldin í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðu- neytið og STÍL – Samtök tungu- málakennara á Íslandi. Meðal frummælenda eru Vigdís Finnbogadóttir sendiherra tungu- mála hjá UNESCO, Illugi Gunn- arsson mennta- og menningar- málaráðherra, Sólveig Simha, frönskukennari við Háaleitisskóla, Linda Rós Michaelsdóttir, kon- rektor MR, Michael Dal dósent í dönsku á Menntavísindasviði HÍ, Brynhildur A. Ragnarsdóttir, for- maður STÍL, Ida Semey og Ásdís Þórólfsdóttir, spænskukennarar við MH, og Björn Gunnlaugsson, skólastjóri grunnskólans á Dalvík. Aðgangur er ókeypis. Tungu- málakennarar og áhugafólk um tungumál og kennslu þeirra er sér- staklega hvatt til að mæta. Tungumálakennsla í takt við tímann Vigdís Finnbogadóttir Páll Óskar verður gestur Jóns Ólafssonar í tónleikaröðinni Af fingrum fram í Salnum fimmtu- daginn 26. september og föstudag- inn 27. september kl. 20.30. Yf- irskrift tónleikanna er „Allt fyrir ástina og Jón“. Samkvæmt upplýs- ingum skipuleggjenda er um að ræða einstaka spjalltónleika þar sem áhorfendur komast í nálægð við tónlistarmenn sem aldrei fyrr. „Páll Óskar vann hug og hjarta áheyrenda á fernum tónleikum með Jóni síðastliðinn vetur. Húm- or og hispurs- leysi einkenndi samleik þeirra félaga og mátti heyra hlátra- sköllin upp í Há- degismóa. Tón- leikarnir verða nú endurteknir vegna fjölda áskorana og er von á góðu. Með þeim leikur Ró- bert Þórhallsson á bassa,“ segir í tilkynningu. Páll Óskar Páll Óskar og Jón Ólafs af fingrum fram Konfúsíusarstofnunin Norðurljós sýnir kvikmyndina Kyrralíf eftir Jia Zhangke í kvöld kl. 19.30 í st. 101 í Odda. Kvikmyndin var tekin upp í þorpinu Fengjie við bakka Langafljóts sem eyðileggst hægt og bítandi vegna byggingar Þriggja gljúfra stíflunnar. Kvikmyndin hlaut Gyllta ljónið á kvikmyndahá- tíðinni í Feneyjum árið 2006. Stilla Brot úr myndinni Kyrralíf. Verðlaunamyndin Kyrralíf til sýnis Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | Sími 551 6646 Opið virka daga frá 10-18, laugardaga frá 11-15 VEGGFÓÐUR Í MIKLU ÚRVALI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.