Morgunblaðið - 25.09.2013, Síða 40

Morgunblaðið - 25.09.2013, Síða 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2013 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Cold Turkey, stuttmynd eftir Fann- ar Þór Arnarsson, hefur verið valin til sýningar á hátt í 50 kvikmynda- hátíðum víða um heim. Fannar mun brátt ljúka námi við Boston Uni- versity, nemur þar kvikmyndagerð með áherslu á leikstjórn og fram- leiðslu kvikmynda og sjónvarps- efnis. Hann tók myndina upp í sum- ar hér á landi og hefur hún þegar unnið til verðlauna, m.a. sem besta mynd nemanda á alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni New Jersey Int- ernational Film Festival og er auk þess í und- ankeppni á kvik- myndahátíð sem fram fer á netinu, First Glance Short Online Contest, ásamt 18 öðrum stutt- myndum. Valið á bestu myndinni er í höndum notenda vefjarins og hlýt- ur sigurvegarinn, höfundur mynd- arinnar sem flest atkvæði fær, 2.000 dollara í verðlaun auk þess sem myndin hans verður sýnd á First Glance Film Festival-hátíðinni í Hollywood. „Þessi mynd fjallar um ungan ís- lenskan táning sem heitir Adam og vonlausa baráttu hans við skrímsla- legar langanir sínar,“ segir Fannar um efni myndarinnar og má við það bæta að Adam er mannæta. Aðal- leikari Cold Turkey er Brynjar Hlöðversson, einn af bestu vinum Fannars, og þreytir hann í mynd- inni frumraun sína í kvikmyndaleik. Fannar segir að sig hafi lengi grun- að að Brynjar byggi yfir miklum leiklistarhæfileikum og því hafi hon- um þótt tími til kominn að draga þá fram í dagsljósið. „Að mínu mati fer þarna einhver allra efnilegasti leik- ari Íslands og hvet ég íslenska kvik- myndaframleiðendur til að hafa hann í huga fyrir framtíðarverk- efni,“ segir Fannar um vin sinn Brynjar. Dreifingaraðili áhugasamur – Þú segir að myndin hafi vakið gríðarlega athygli víða um heim, gætirðu nefnt dæmi um þá athygli? „Já, Cold Turkey hefur ekki ein- ungis verið valin til sýningar á tugi hátíða hérna í Bandaríkjunum held- ur einnig í ýmsum löndum víða um heim. Þar má nefna lönd eins og Portúgal, Spán, Eistland, Þýska- land, Ítalíu, Taíland, Ástralíu, Eng- land, Úrúgvæ og Kína. Þá hefur bandarískur dreifingaraðili, sem ég get ekki nefnt á þessum tímapunkti, sýnt áhuga á því að dreifa myndinni hérna í Bandaríkjunum með fjöl- mörgum sýningum í bíósölum víða um landið,“ segir Fannar. Ef af því verði muni hann sækja sýningar á myndinni víða um Bandaríkin og svara spurningum gesta að sýn- ingum loknum. „Það mun svo allt fara eftir velgengni myndarinnar á þessum sýningum hvort hún fer á netið og verður til sýningar hjá öðr- um fyrirtækjum sem eru í atvinnu- sambandi við dreifingaraðilann, en þar má nefna Netflix, Itunes og önnur stór fyrirtæki.“ – Myndin hefur verið valin til sýn- ingar á tugum hátíða og hlotið verð- laun. Hvaða hátíðir eru þar helstar og hvaða verðlaun? „Ein helstu verðlaun Cold Turkey til þessa er Best Student Film á New Jersey International Film Festival. Hún hefur einnig unnið til fleiri verðlauna hérna í Bandaríkj- unum, var m.a. valin uppáhalds- stuttmynd áhorfenda á Film Dayton Festival. Myndin hefur einnig unnið til verðlauna sem besta stuttmyndin á evrópskum kvikmyndahátíðum á Spáni og Ítalíu og ég hef hlotið ein- staklingstilnefningar fyrir bestu leikstjórn stuttmyndar á ástralskri hátíð sem heitir Colortape Inter- national Film Festival og banda- rískri hátíð sem nefnist Fear Fete Film Festival,“ segir Fannar. Þá hafi Brynjar einnig verið tilnefndur sem besti leikari stuttmyndar á síð- astnefndu hátíðinni. Raunir mannætu  Stuttmynd Fannars Þórs Arnarssonar, Cold Turkey, hefur verið valin á tugi kvikmyndahátíða og hlotið verðlaun Mannætumartröð Stilla úr stuttmyndinni Cold Turkey sem segir af mann- ætunni Adam sem ákveður að breyta um mataræði, hætta að borða fólk. Fannar Þór Arnarsson First Glance Short Online Contest lýkur 13. október og þeir sem vilja styðja Fannar og kjósa Cold Tur- key geta gert það á www.indiepix- films.com/videocontest_sv/ FIRST-GLANCE/ 73535169. þjófinn og verður hann ástfanginn af samstarfskonu sinni, Lucy, í leit þeirra að glæpamanninum. Sá ræn- ir skósveinum Gru, breytir þeim í her fjólublárra skrímsla og hyggur á heimsyfirráð. Aulinn ég 2 er fínasta skemmtun fyrir börn og fullorðna, líkt og fyrri myndin þó að hún nái ekki alveg sömu hæðum. Aulinn ég bauð upp á eitthvað nýtt og spennandi, bráð- skemmtilegt illmenni, furðuverur og frábæra tónlist eftir snillinginn Pharrell Williams. Framhalds- myndin kemur ekki á óvart að neinu leyti en er samt sem áður lífleg og hröð, nóg af gríni og fíflalátum sem ættu að halda athygli bíógesta á öll- Aulinn ég 2, Despicable Me2 á frummálinu, er fram-hald afar vel heppnaðrarog skemmtilegrar teikni- myndar frá árinu 2010. Í henni sagði af ofurglæpamanninum Gru sem tókst með aðstoð skósveina sinna að stela tunglinu. Gru ætt- leiddi þrjár ungar stúlkur og notaði þær sem tálbeitu til að stela appa- rati sem hann síðan notaði til að smækka tunglið. Undir lok mynd- arinnar lét hann af illvirkjum og fann í sér föðureðlið. Í framhaldsmyndinni er Gru nýr og betri maður og í stað þess að fremja glæpi býr hann til ávaxta- hlaup. Líkt og í fyrri mynd er hann með hundruð gulra og smávaxinna skósveina í vinnu hjá sér og halda þeir fjörinu uppi í myndinni með skondnum uppátækjum. Í upphafi myndar er heilli rannsóknarstöð stolið af norðurpólnum en í henni hefur skelfilegt eitur verið þróað sem breytir mönnum og dýrum í skrímsli. Gru er fenginn til að að- stoða við rannsókn málsins, finna um aldri. Hún missir aðeins damp- inn um miðbikið þegar ástarsaga Gru og Lucy er í öndvegi, saga sem höfðar líklega frekar til fullorðinna en barna. Handritið er frekar þunnt á heildina litið og fyllt upp í eyð- urnar með uppátækjum gulu skó- sveinanna sem fá mun stærra hlut- verk í þessari mynd en þeirri fyrri og stela senunni. Aulinn Gru er auk þess aðeins of sætur, sá súri var öllu skemmtilegri. Fínasta bíóskemmt- un, engu að síður, stórkostleg að mati tveggja sex ára drengja sem sáu myndina með þeim er hér rýnir. Og íslenska talsetningin er afbragð með Pétur Jóhann Sigfússon fremstan í flokki, í hlutverki Gru. Aulinn Gru með nokkrum af skósveinum sínum í Aulanum ég 2. Gulir stela senunni Sambíóin, Laugarásbíó, Háskólabíó og Borgarbíó Aulinn ég 2 bbbmn Leikstjóri: Chris Renaud. Bandaríkin, 2013. 98 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Komið í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • fastus@fastus.is • www.fastus.is Í öll betri eldhús Blandari • Töfrasproti Handþeytari • Safapressa Turmix eru hágæðavörur frá Sviss fyrir þá sem gera miklar kröfur í eldhúsi. Tækin eru ekki aðeins vönduð og sterk heldur er einnig mikið lagt upp úr glæsilegri hönnun og vönduðu útliti. Tæki fyrir þá alkröfuhörðustu. Turmix vörurnar fást m.a. í Búsáhöld, Kringlunni. Veit á vandaða lausn LifunTíska og förðun –– Meira fyrir lesendur : Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Tísku og förðun föstudaginn 11. október 2013. SÉ RB LA Ð Tíska & förðun Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 7. október. Í blaðinu verður fjallað um tískuna haust/vetur 2013 í förðun, snyrtingu og fatnaði, fylgihlutum auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.