Morgunblaðið - 25.09.2013, Page 44
MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 268. DAGUR ÁRSINS 2013
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. Létu blekkjast af „auglýsingu“
2. Óöruggur að vera veikur á Íslandi
3. Hvíta ekkjan frá Banbridge
4. 500 fm 2007-villa við Kópavogsbakka
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Meðlimir Íslensku kvikmynda- og
sjónvarpsakademíunnar, ÍKSA, völdu
kvikmyndina Hross í oss, eftir leik-
stjórann Benedikt Erlingsson, sem
framlag Íslands til Óskarsverð-
launanna á næsta ári fyrir bestu kvik-
mynd á erlendu tungumáli. Kvik-
myndin hlaut meirihluta atkvæða
meðlima ÍKSA í rafrænni kosningu.
Hross í oss framlag
Íslands til Óskarsins
Laurent Cantet
og James Gray
eru meðal þeirra
erlendu leikstjóra
sem sækja munu
Alþjóðlega kvik-
myndahátíð í
Reykjavík, RIFF,
sem hefst á
fimmtudaginn.
Þeir hafa sýnt því áhuga að skoða
mögulega tökustaði úti á landi og því
aldrei að vita nema Íslandi bregði fyr-
ir í næstu kvikmyndum þeirra.
Cantet og Gray skoða
mögulega tökustaði
Framleiðslufyrirtækið ZikZak hefur
tryggt sér kvikmyndaréttinn að
Harmsögu, leikriti Mikaels Torfason-
ar sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu
síðasta föstudag. Leikstjóri kvik-
myndarinnar verður Þór Ómar Jóns-
son og mun handrit hennar vera svo
til fullklárað. Elma Stef-
anía Ágústsdóttir og
Snorri Engilbertsson
fara með
aðalhlutverkin í leik-
ritinu og stendur
þeim til boða að
fara með þau í
myndinni.
ZikZak kaupir rétt-
inn að Harmsögu
Á fimmtudag Suðaustan 3-8 m/s, en norðaustan 8-13 á Vest-
fjörðum. Rigning um land allt og hiti 3 til 10 stig, svalast við norð-
vesturströndina.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 8-13 m/s, rigning vestantil á
landinu og einnig austanlands síðdegis. Hægari og styttir upp
vestantil í kvöld. Hiti 3 til 10 stig.
VEÐUR
„Ég geri mér grein fyrir að
það sem ég gerði var
rangt og andstætt reglum.
Hins vegar er ég ósáttur
við að það sama gekk ekki
yfir alla á þessum tíma,“
sagði kanadíski sprett-
hlauparinn Ben Johnson
m.a. þegar hann heimsótti
Ólympíuleikvanginn í Seo-
ul í fyrsta sinn réttum 25
árum eftir sögulegt hlaup
þar sem hann taldi sig
hafa unnið ÓL-gull. »1
Johnson í Seoul
25 árum síðar
Katrín Jónsdóttir, fyrirliði kvenna-
landsliðsins í fótbolta, hugsaði sig
tvisvar um áður en hún
tók boði nýs landsliðs-
þjálfara um að spila einn
leik til viðbótar með
landsliðinu gegn
Sviss í und-
ankeppni HM
2015 á morgun.
Katrín kvaddi
á EM í Svíþjóð
fyrr í sumar.
»2
Katrín Jónsdóttir spilar
annan kveðjuleik
„Þetta er virkilega stórt tækifæri að
fá að keppa á heimsmeistaramóti,“
segir Norma Dögg Róbertsdóttir við
Morgunblaðið en hún hélt utan til
Belgíu í morgun ásamt fjórum öðrum
fimleikamönnum sem taka þátt í
heimsmeistaramótinu í áhaldafim-
leikum. Mótið fer fram í Antwerpen
en íslensku keppendurnir verða í eld-
línunni í byrjun næstu viku. »3
Fimm Íslendingar keppa
á HM í fimleikum
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
„Mér líður mjög vel að vera kominn
heim,“ sagði Símon Halldórsson,
skömmu eftir að hann hjólaði úr
Norrænu á Seyðisfirði í gærmorgun
og áður en hann lagði á Fjarðarheið-
ina. „Ekki það að mér hafi verið
byrjað að leiðast, en það er gaman
að hitta fjölskyldu og vini á ný.“
Undanfarna 18 mánuði hefur
Hafnfirðingurinn hjólað víða um
heim á leið sinni til Kína, heimsótt 20
lönd eftir að hann fór frá Íslandi og
sum tvisvar, og áætlar að ljúka ferð-
inni sunnudaginn 6. október í Hafn-
arfirði, þar sem hún hófst. Þá hefur
hann hjólað um 26.500 km í ferðinni.
Fór þetta á þrjóskunni
Símon, sem er einhleypur 37 ára
vélaviðgerðamaður hjá Ístaki, segir
að þrá ferðamannsins hafi ýtt við
sér. Sem unglingur hafi hann hjólað
á Þingvöll og fyrir um 19 árum hafi
hann hjólað hringveginn á Íslandi,
en lengri ferð hafi blundað í sér. „Ég
veit ekki til þess að Íslendingur hafi
hjólað svona langt, en markmiðið
var ekki að komast í heimsmetabók
heldur að njóta þess að ferðast,“
segir hann. „Það er líka flott að geta
sagt að ég hafi hjólað til Kína.“
Ferðin gekk samkvæmt áætlun,
en þó ekki vandræðalaust. „Þetta
snýst svolítið mikið um þrjósku og
það að ætla sér, fyrir utan andlegt
atgervi, að vera tilbúinn til þess,“
segir Símon og áréttar að hann hafi
aldrei hugsað um að hætta og gefast
upp. „Það væri samt ekki gaman ef
engin væru vandræðin,“ heldur
hann áfram og bætir við að hjólið
hafi einu sinni bilað, í Íran, en hann
hafi fengið sendan varahlut til Ús-
bekistan og því ekki tafist að ráði.
Hann hafi yfirleitt hjólað í sex til 10
tíma á dag, um 80 til 120 km á venju-
legum degi, en stundum tekið rútu.
Einu sinni hafi hann þurft að bíða
eftir vegabréfsáritun og tafist þess
vegna en annars hafi ferðin verið
ánægjan ein. „Íran er til dæmis ger-
ólíkt því sem flestir Vesturlandabú-
ar halda, mjög gestrisið og fínt fólk,
með því besta sem ég hef hitt.“
Eðlilega þarf að undirbúa svona
ferð vel og segir Símon að til dæmis
geti tekið tvo mánuði að fá áritun til
sumra landa. „Með smáyfirlegu
gengur þetta allt upp,“ segir hann.
Kappinn segir að hjólið með farangri
hafi vegið mest um 75 kg en yfirleitt
hafi það verið léttara. Hann hafi
kynnst mörgu skemmtilegu fólki á
leiðinni, tekið sér frídaga til þess að
gera sér glaðan dag og mest stoppað
í 12 daga í Suður-Kína um jólin. „Við
fórum nokkur saman á sænska jóla-
skemmtun,“ segir hann.
Hjólaði um Ísland og til Kína
Hefur verið um
18 mánuði í ferð-
inni um 21 land
Hjólreiðamaður Símon Halldórsson hitti þetta fólk í Túrkmenistan, þegar hann var á leiðinni til Kína.
Í tilefni heimkomunnar hafði Símon Halldórsson samband við SOS-
barnaþorpin á Íslandi og vildi styrkja starfsemina með því að koma af
stað áheitasöfnun í tengslum við síðasta hluta ferðarinnar. „Mig langaði
allan tímann til þess að gera eitthvað í þessa veru en fannst ég ekki vera
tilbúinn til þess fyrr en núna,“ segir hann. „Ég hugsaði um þetta í upphafi
ferðar en þá var ég ekki viss um að mér tækist að hjóla til Kína, hélt jafn-
vel að ég kæmist ekki einu sinni til Þýskalands.“
Símon segir að ferð hans um Asíu hafi styrkt hann enn frekar til þess
að gefa af sér til SOS-barnaþorpanna. „Styrkurinn fer meðal annars í það
að reisa skóla fyrir krakka sem hafa ekki annað að leita,“ segir hann.
Með því að hringja í 907 1001 gefur fólk 1.000 kr. í málefnið.
Söfnun síðasta spölinn
STYRKIR SOS-BARNAÞORPIN Á ÍSLANDI