Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.9. 2013
„Það er merkilegt hvað útrás ís-
lenskra og annarra norrænna glæpa-
sagna hefur undið upp á sig. Fyrst
var þetta bara Þýskaland og það mál-
svæði en nú eru þessar bækur farnar
að fara mun víðar,“ segir Katrín Jak-
obsdóttir, alþingismaður og bók-
menntafræðingur, en síðar í haust
mun hún einmitt sækja norræna
glæpasagnahátíð í París.
Spurð um skýringar kveðst Katrín
ekki hafa þær á reiðum höndum en
bendir á að stundum sé sagt í þessum
fræðum að norrænar glæpasögur séu
samviska heimsins. „Í þessum sögum
er verið að fást við skuggahliðar sam-
félagsins og leita
skýringa og ein
kenningin er sú að
viljir þú lesa eitt-
hvað raunsætt um
samfélagið sé best
að lesa norræna
glæpasögu. Það er
ekki verri skýring
en hver önnur.
Meðan aðrir höf-
undar fást við annars konar frásagn-
arlist hafi norrænu glæpasagnahöf-
undarnir sótt í raunsæið en um leið
tekist að búa til spennandi frásögn.
Fólk hefur alltaf þörf fyrir að lesa um
sitt samfélag.“
Skrifa góðar sögur
Árið 1997 markar upphafið að ís-
lenska glæpasagnavorinu en þá kom
fyrsta skáldsaga Arnaldar Indr-
iðasonar, Synir duftsins, út. Katrín
bendir á að fram að því hafi þetta
meira verið stakar bækur og fáir höf-
undar haft úthald, að Birgittu Hall-
dórsdóttur undanskilinni. „Þetta er
ekki gömul hefð en ástæðan fyrir
þessum góða árangri er ekki síst sú
að höfundarnir vanda sig vel og skrifa
góðar sögur. Stundum heldur fólk að
glæpasögur hljóti að vera illa skrif-
aðar. Það er misskilningur. Auðvitað
eru þetta upp að vissu marki form-
úlubókmenntir en þær eru vel skrif-
aðar. Það er lykilatriði,“ segir Katrín.
Hún segir aðra kenningu um vin-
sældir glæpasagna vera á sál-
fræðilegu nótunum og byggja á því að
lestur glæpasagna uppfylli þær hvat-
ir hjá fólki að vera í senn fórnarlamb,
glæpamaður og sá sem refsar. Þann-
ig fái fólk útrás fyrir alls kyns hvatir
undirmeðvitundarinnar með lestr-
inum einum. „Þannig að það eru ýms-
ar skýringar á vinsældum glæpa-
sagna almennt.“
Katrín sér ekki annað en íslenskar
glæpasögur haldi áfram að fara um
víðan völl í náinni framtíð. „Það var
vendipunktur þegar Arnaldur fékk
Gullrýtinginn á sínum tíma og komst
þar með inn á hinn engilsaxneska
markað. Það er venjulega stærsta
hindrunin. Nú hangir framhaldið
bara á höfundunum. Þeir þurfa að
halda áfram að skrifa góðar glæpa-
sögur.“
Frá bókastefnunni í Frankfurt.
Samviska
heimsins
Katrín
Jakobsdóttir
Arnaldur Indriðason og Yrsa
Sigurðardóttir bera höfuð og
herðar yfir aðra íslenska
spennu- og glæpasagnahöf-
unda þegar kemur að bókum
þýddum á erlend tungumál.
Samkvæmt upplýsingum frá
Miðstöð íslenskra bók-
mennta hafa bækur Arnaldar
verið þýddar á 39 mál-
svæðum og Yrsu á 31 mál-
svæði.
Aðrir höfundar í útrás eru:
Árni Þórarinsson (12 mál-
svæði); Stefán Máni (9 mál-
svæði); Viktor Arnar Ingólfs-
son (7 málsvæði); Jón Hallur
Stefánsson og Ævar Örn Jós-
epsson (5 málsvæði); Óttar
Norðfjörð (3 málsvæði);
Stella Blómkvist (2 málsvæði);
Lilja Sigurðardóttir og Ragnar
Jónasson (1 málsvæði).
Arnaldur hefur komið út í
löndum á borð
við Eþíópíu,
Armeníu, Líb-
anon, Make-
dóníu og Ta-
ívan og Yrsa
í Egypta-
landi, Rúm-
eníu og
Serbíu.
Það er frábært að fylgjast meðvelgengni íslenskra spennu-og glæpasagnahöfunda á er-
lendri grundu, sérstaklega Arnaldar
Indriðasonar. Árangur hans er al-
gjörlega á heimsmælikvarða,“ segir
Egill Örn Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri Forlagsins, sem gefur
bækur Arnaldar út hér á landi.
Egill segir áhuga útlendinga á ís-
lenskum bókmenntum yfirhöfuð
hafa aukist mjög á undanförnum tíu
til fimmtán árum og velgengni Arn-
aldar Indriðasonar orðið til þess að
ryðja brautina enn frekar fyrir ís-
lenska spennu- og glæpasagnahöf-
unda. „Björk ruddi brautina fyrir
íslenskt tónlistarfólk, sama hefur
Arnaldur gert fyrir íslenska rithöf-
unda. Arnaldur er Björk okkar
bókafólksins.“
Arnaldur á fremsta bekk
Hann bendir á, að skandinavískt
glæpasagnaflóð hafi skollið á Evr-
ópu og Bandaríkjunum undanfarin
ár með höfundum á borð við Stieg
Larsson og Henning Mankell. „Arn-
aldur hefur skipað sér á fremsta
bekk glæpasagnahöfunda frá Norð-
urlöndum og áhuginn á hans verk-
um verið mikill. Eins hefur kynn-
ingarátakið sem tengdist því að
Ísland var gestaþjóð á Bókastefn-
unni í Frankfurt verið okkur mjög
mikil lyftistöng. Við njótum
þeirrar kynningar enn í dag.“
Málsvæðin eru mörg og
áhuginn virðist vera á
heimsvísu, alltént hafa
bækur Arnaldar komið út
á tugum tungumála. Að
sögn Egils fyrirfinnst
varla það land í heiminum, þar sem
ekki er hægt að finna bók eftir
hann. Bækur Arnaldar hafa nú selst
í yfir tíu milljónum eintaka um
heim allan.
Gæðin eru mikil
Spurður um skýringu á því hvers
vegna íslenskar glæpasögur virðist
hitta svona vel í mark erlendis
svarar Egill: „Íslendingar hafa stað-
ið framarlega þegar kemur að ritun
bóka og glæpasögur eru þar engin
undantekning. Það sjáum við best á
verðlaunum og viðtökum sem þessir
höfundar okkar hafa hlotið á er-
lendri grundu. Gæði íslenskra höf-
unda eru mikil. Þeir standa erlend-
um kollegum sínum fyllilega
jafnfætis og jafnvel gott betur. Þeg-
ar maður er með gott efni er leiðin
oft greið.“
Það eru ekki bara gæðin. Egill
telur ekki ósennilegt að tónninn í
verkum íslenskra glæpasagnahöf-
unda höfði til fólks á framandi
menningarsvæðum. „Það eru svo
sem engin ný tíðindi, við getum far-
ið allt aftur til Snorra Sturlusonar
til að finna efni sem virkar víðar en
á Íslandi. Ég held að það sé engin
einhlít skýring á því. Það er sam-
bland margra þátta.“
Hærri morðtíðni
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höf-
uðborgarsvæðisins, segir gott gengi
íslenskra glæpasagna helgast fyrst
og síðast af því að þær séu alla
jafna raunsæjar og vel unnar. „Ég
er duglegur að lesa þessar bækur
og finnst þær mjög fínar að öllu
leyti. Þessir höfundar ná almennt
mjög vel utan um þetta verkefni,
það er að lýsa þessum heimi með
sannfærandi hætti og svo hefur
þetta klárlega bókmenntalegt gildi
líka,“ segir Stefán.
Að hans dómi er lykillinn að vel-
gengninni sá að sögurnar hljóma
ekki einkennilega eða ótrúlega.
„Það vekur samt athygli að tíðni
morða á Íslandi er mun meiri í
þessum bókum en í veruleikanum.
Sem betur fer er hún ekki há.
Þannig að þetta er bara jákvætt.“
Stefán staðfestir að algengt sé að
glæpasagnahöfundar, bæði inn-
lendir og erlendir, hafi samband við
lögreglu meðan á ritun bóka stend-
ur til að fá upplýsingar um eitt og
annað sem snýr að rannsókn saka-
mála. „Þetta gera menn vegna þess
að þeir vilja hafa smáatriði á
hreinu. Það gefur þessum bókum
ótvírætt gildi enda þekkjum við að
það getur truflað þegar maður les
um eitthvað sem maður þekkir vel
til og hlutirnir eru ekki alveg eins
og þeir eiga að vera,“ segir Stefán.
Hann segir fyrirspurnir vera af
ýmsum toga og lögregla leggi sig
fram um að greiða götu höfund-
anna, eins og hægt er.
Íslenskar glæpasögur eiga góðu gengi að fagna víða um lönd. Myndin er sviðsett.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ÞÝDD Á YFIR 30
MÁLSVÆÐUM
Yrsa
Sigurðardóttir
Glæpasaga til næsta bæjar
ÍSLENSKU GLÆPASÖGUNNI HEFUR VAXIÐ FISKUR UM HRYGG Á UMLIÐNUM ÁRUM OG ÚTRÁSIN Í ALGLEYMINGI. RBA
NOVELA NEGRA-VERÐLAUNIN, SEM ARNALDUR INDRIÐASON HLAUT Í VIKUNNI, ERU ENN EIN RÓSIN Í HNAPPAGATIÐ.
Stefán
Eiríksson
Egill Örn
Jóhannsson
* Síðan fannst mér líka tími til kominn að búa tilspennu í íslenskar skáldsögur.Arnaldur Indriðason í samtali við Morgunblaðið
eftir að fyrsta bók hans, Synir duftsins, kom út, 1997.
Þjóðmál
ORRI PÁLL ORMARSSON
orri@mbl.is