Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Blaðsíða 63
15.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 63 BUMBUNA BURT!K YNN ING Þarmaflóran í venjulegri manneskju inniheldur hundruð mismunandi tegunda gerla og baktería. Jafnvægi þessara baktería getur raskast vegna veikinda, inntöku sýklalyfja, kaffidrykkju og margra annarra orsaka í umhverfi okkar. Próbíótísku gerlarnir, þar með talið asidófílus, losa okkur við slæmu bakteríurnar og koma á nauðsynlegu jafnvægi í þörmunum. Nú hefur komið í ljós að þessir vinveittu gerlar geti líka hjálpað til við að minnka kviðfitu. Undraverður árangur Nýleg rannsókn (sjá: www.consumerlab.com) á japönskum karl-mönnum sem allir voru of þungir sýndi að með því að gefa þeim stóra skammta af próbíótískum gerlum í 12 vikur minnkaði kviðfitan um 4.6%. Viðmiðunarhópurinn sem fékk lyfleysu sýndi hins vegar engan árangur. Virkni próbíótískra gerla felst m.a. í því að þeir koma jafnvægi á hormónabústapinn okkar. Sérstaklega á hormónin leptin og ghrelin sem senda skilaboð til heilans um hvort við séum svöng eða södd. Þegar þarmagerlarnir eru í jafnvægi senda þeir “eðlileg” skilaboð um hvort við séum södd eða svöng en ef ójafnvæg- is gætir á þessum hormónum geta skilaboðin brenglast með þeim afleiðingum að við finnum fyrir hungurtilfinningu án þess að vera í raun svöng og höfum því tilhneigingu til að borða of mikið. Með því að borða of mikið eyðum við einnig of mikilli orku í meltinguna sem verður til þess að orkan minnkar sem í framhaldi leiðir til minnkaðrar hvatar til að hreyfa sig. Minni hreyfing getur svo stuðlað að því að við fitnum meira. Heilbrigð þarmaflóra minnkar einnig upptöku kolvetna í smáþörmunum, sem annars breytast í kviðfitu, með því að hreinlega éta þessi kolvetni. Rannsóknir hafa að auki sýnt að slæmar bakteríur, sem fyrirfinnast í þörmum þar sem ójafnvægi baktería og gerla ríkir, framleiða eiturefnin lipopolysac- cardies (LPS) sem geta framkallað insulín-ónæmi eða undanfara áunnar sykursýki (sykursýki týpu 2). Sýru- og gallþolnir gerlar Mikilvægt er að gerlarnir sem teknir eru séu sýru- og gallþolnir því maginn inniheldur mikla sýru og próbíótísku gerlarnir eiga mjög erfitt með að lifa af í því háa sýrustigi sem fyrirfinnst í maganum. En ekki má gleyma því að maginn á að vera súr. Þörfin fyrir góðgerlana er í smáþörmunum og því þurfa þeir að lifa af ferðina í gegnum súran magann. Dr. S.K. Dash, höfundur Prógastró DDS+3 hefur þróað tækni sem gerir alla hans gerla sýruþolna. Prógastró DD+3 eru því bæði gall- og sýruþolnir ásamt því að vetra einn öflugasti asídófílusinn á markaðnum í dag. Hann inniheldur fjórar tegundir af góðgerlum sem margfalda sig í smáþörmunum og koma þeim í frábært jafnvægi. Prógastró DDS+3 þarf ekki nauðsynlega að geyma í kæli þ.a. á sumum sölustöðum finnst hann í hillum en samt er ráðlagt að geyma í kæli eftir opnun. Hægt er að kaupa Prógastró DDS+3 í öllum helstu apótekum, Heilsuhúsinu, Lifandi Markaði, Krónunni, Hagkaupum og Fjarðarkaupum. Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is. Heimildir: www.naturalnews.com www.livescience.com www.consumerlab.com www.drhyman.com Nýjar rannsóknir sýna fylgni milli inntöku próbíótískra gerla og minnkaðrar kviðfitu Hljómar frá Keflavík léku óvænt á balli í Keflavík hinn 5. október 1963 eftir að hljómsveit úr Reykjavík hafði forfallast. Með tímanum varð sveitin ein sú vinsæl- asta á landinu og lög eins og Þú og ég, Bláu augun þín, Ég elska alla, Fyrsti kosinn og fleiri hafa orðið langlíf. Sléttum fimmtíu árum eftir fyrsta ball- ið verða stórtónleikar haldnir í Eldborg í Hörpu þar sem sérstakir gestir verða hinir upprunalegu Hljómar Engilbert Jen- sen, Gunnar Þórðarson og Erlingur Björnsson auk Júlíusar Freys Guðmunds- sonar, en hann er sonur Rúnars Júl- íussonar heitins. Tónlistarstjóri er Eyþór Gunnarsson en Stefán Hilmarsson, Valdimar Guðmunds- son, Unnsteinn Manuel og Ágústa Eva Erlendsdóttir taka þátt í að flytja hin ódauðlegu lög Hljóma. Miðar á tónleikana eru fáanlegir á Miði.is. Pétur Östlund, Engilbert Jensen og Gunnar Þórðarson á tónleikum 1981. Engilbert og Gunnar ásamt Erlingi Björnssyni koma fram í Hörpu en með þeim verður Júlíus Freyr Guðmundsson. STJÖRNUM PRÝDDIR HLJÓMATÓNLEIKAR Hálf öld af Hljómum HINN 5. OKTÓBER VERÐUR NÁKVÆMLEGA HÁLF ÖLD LIÐIN FRÁ ÞVÍ AÐ HLJÓMAR SPILUÐU Á SÍNU FYRSTA BALLI Í KROSSINUM Í KEFLAVÍK. STÓRTÓNLEIKAR VERÐA HALDNIR Í ELDBORGARSAL HÖRPU TIL AÐ FAGNA TÍMAMÓTUNUM. Tónlistarfólkið Unnsteinn Manuel Stefánsson, Ágústa Eva Erlendsdóttir og Stefán Hilmarsson eru meðal flytjenda á Hljómatónleikunum í Hörpu hinn 5. október næstkomandi. Danski leikstjórinn Søren Kragh-Jacobsen er einn af þeim sem mæta með sína nýjustu mynd á Alþjóðlega kvikmyndahátíð, RIFF. Myndin heitir Stund gaupunnar og er sálfræðitryllir. Kragh-Jacobsen hefur verið lengi að og ein af þekktari myndum sem hann hefur leikstýrt er Gúmmí-Tarsan eftir sögu Oles Lunds Kirkegaards árið 1981. RIFF fer fram dagana 26. september til 6. október næstkomandi og má nálgast dag- skrána í heild og upplýsingar um einstaka viðburði á vef hátíðarinnar, www.riff.is. Kvikmyndin um Gúmmí-Tarsan naut mikilla vin- sælda á níunda áratug síðustu aldar. Leikstjóri Gúmmí- Tarsans til landsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.