Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Blaðsíða 38
*Föt og fylgihlutir Nú er í fínu lagi að fara á sloppnum út í búð sé tekið mið af nýjustu straumum tískunnar »40 Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum? Ég tók eftir því um daginn þegar ég tók til í fataskápnum mínum að stíllinn minn hefur breyst mikið á sl. árum. Ég klæddist mun fleiri litum en nú er flest í svörtum, hvítum og gráum tónum með örfáum litum og hlébarðamunstri inni á milli. Flest fötin mín eru klassísk en samt með smá tvisti og ég spái meira í það hvað ég er að versla mér og hvernig það passar við restina í fataskápnum en ég gerði. En ætli stíllinn minn sé ekki stílhreinn og klassískur. Áttu þér uppáhalds flík eða fylgihlut? Ekki beinlínis, það eru yfirleitt nýjustu kaupin sem eru í uppáhaldi. Núna er það svört PS1 leðurtaska frá Proenza Schouler sem ég keypti mér á tískuvik- unni í Kaupmannahöfn í sumar. Svo á Cabas Chic taskan mín frá YSL alltaf sérstakan stað í hjarta mínu. Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? Fyrirsætan Anja Rubik er með mjög flottan stíl, hráan og töffaralegan en ég kann líka að meta stíl- inn hjá Miroslava Duma sem er dömulegur og mjög litríkur. Hvaða vetrartrend ætlar þú að tileinka þér? Stóra síða ullarfrakka og þykkar oversize peysur, get ekki beðið eftir að pakka mér inn í þannig flíkur. Mig langar líka að eignast falleg leðurstígvél sem ná upp yfir hné, ég rétt missti af þeim sem H&M komu með fyrir haustið en þau voru fullkomin! Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó, þegar kemur að fatakaupum? Öfugt við marga aðra þá segi ég að ef þú ert í vafa, kauptu þá hlutinn! Ég hef aldrei séð eftir að hafa keypt eitthvað, þá sel ég það bara aftur eða gef. Aftur á móti get ég séð eft- ir því mánuðum og jafnvel árum saman ef ég hef sleppt einhverju sem ég hefði átt að kaupa mér. En svo er líka alltaf gott ráð að kaupa frekar færri og vandaðari hluti sem geta enst manni út lífið. Nota síðan ódýrari verslanirnar meira fyrir trend sem stoppa stutt. Áttu þér einhvern uppáhaldsfatahönnuð? Ég á ekki neinn uppáhalds hönnuð. Ég skoða frekar línur hönnuðanna fyrir hverja árstíð og met þá út frá þeim. Það eru samt alltaf nokkrir hönnuðir og hönn- unarhús sem ég býð spenntust eftir, þar á meðal Proenza Schouler, Tibi, Alexander Wang, Stella McCartney, Céline og Isabel Marant. Hvar kaupir þú helst föt? Hérna á Íslandi versla ég mest í Zöru, GK Reykjavík og hjá Sævari Karli. En mér finnst líka mjög gaman að komast í verslanir erlendis. Ég er alveg dugleg að kaupa mér föt. Hvað er nauðsynlegt í snyrtitöskuna? Eftir því sem ég hef orðið eldri þá nota ég færri snyrtivörur. Það nauðsynlegasta myndi ég segja að væri: Góður farði, hyljari, auga- brúnapúður eða blýantur, náttúrulegur augnskuggi, augnblýantur og maskari. Svo set ég yfirleitt á mig smá sólarpúður eða kremaðan kinnalit. Hver hafa verið bestu kaupin þín fatakyns? Yfirhafnir og töskur ef ég má telja þær með sem fatakaup. Ég á æð- islegan bláan pels frá Munthe plus Simonsen sem stendur alltaf fyrir sínu og svo elska ég T by Alexander Wang kápuna mína sem er klass- ísk og fer aldrei úr tísku. Það góða við yfirhafnir og töskur er að þú get- ur notað þær dag eftir dag þannig að notagildið er mun meira en í öðr- um flíkum. En þau verstu? Þegar ég missi mig í ódýrum verslunum erlendis, kaupi og kaupi og man svo ekkert hvað ég fékk mér þegar ég kom heim. Ég er nánast hætt að gera þetta en dett þó öðru hvoru í gildruna, sé alltaf eftir því. Jóhanna Björg ritstjóri NUDE Magazine. Morgunblaðið/Golli NÝJUSTU KAUPIN YFIRLEITT Í UPPÁHALDI Ef þú ert í vafa, kauptu þá hlutinn! JÓHANNA BJÖRG CHRISTENSEN ER ÞEKKT FYRIR EINSTAKT TÍSKUVIT OG FÁGAÐAN STÍL. JÓHANNA ER RITSTJÓRI VEF-TÍSKUTÍMARITSINS NUDE MAGAZINE. NUDE KOM NÝVERIÐ ÚT Á PRENTI EN Í BLAÐINU ERU HELSTU STRAUMAR OG STEFNUR VETRARTÍSKUNNAR TEKIN FYRIR. Sigurborg Selma sigurborg@mbl.is Tvö nýjustu tölublöð NUDE Magazine Anja Rubik og Miroslava Duma eru með virkilega flottan stíl. Jóhanna keypti sér nýlega leðurtöskuna PS1 frá Proenza Schouler. Jóhanna heldur upp á Céline.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.