Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Blaðsíða 47
15.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 þjóðminjasafnið í Nuuk og sjá víkingahlut- ann, svo ég tali nú ekki um inúítahlutann, sem er gjörsamlega stórbrotinn. Almennt held ég að Íslendingar viti meira um tunglið en Grænland.“ Skömmumst okkar ekki – Hvers vegna er það? „Ég veit það ekki. Stoltasti menningararf- urinn sem við eigum er sá sem situr eftir frá landnámsöld. Menn byrjuðu snemma að ferðast um heiminn og hringnum var ekki lokað fyrr en Íslendingar fóru til Grænlands og þaðan áfram til vesturheims og hittu skrælingjana þar. Í heimssögulegu tilliti eru þessar slóðir því mjög merkilegar. Þarna mættust þessi ólíku menningarheimar í fyrsta skipti og að mínu áliti eigum við miklu meira sameiginlegt með fólki sem býr á Grænlandi en fólki sem býr í Brussel. Það er engin ástæða til að skammast sín fyrir sinn norræna uppruna.“ – Við getum þá lært margt af Grænlend- ingum? „Að sjálfsögðu. Ekki er til harðgerðari þjóð. Grænlendingar búa við mjög erfið lífs- skilyrði en halda eigi að síður uppi háu menningarstigi. Það er ekki sjálfgefið þegar brauðstritið er mikið. Vandamálið hefur ver- ið að danska yfirvaldið dregur allan mátt úr fólkinu, það höfum við Íslendingar reynt á eigin skinni. Nú er hins vegar komin ný kynslóð í Grænlandi sem sér að leggi hún hart að sér nær hún að gera allt sem henni dettur í hug. Þessi nýja kynslóð er uppfull af von en ekki vonleysi og horfir til Íslands og hvernig við fórum að því að brjótast til sjálfstæðis. Og það var miklu erfiðara að vera sjálfstæður árið 1944 en í dag. Ástæð- an er sú að samgöngur, verslun og viðskipti milli landa eru nú með allt öðrum hætti en þá var. Ég er ekki í vafa um að Grænlendingar geti blómstrað sem sjálfstæð þjóð.“ Ekki bara Grænland – Í bókinni talarðu um að bræða saman samgöngur Íslands og Grænlands. Gerðu aðeins grein fyrir því sjónarmiði. „Adam Smith sagði í Auðlegð þjóðanna að samgöngur væru undirstaða viðskipta, vel- megunar og verkaskiptingar. Það er því nauðsynlegt að tengja flutninganet Íslands og Grænlands, það er hagur beggja. Í dag er ekki fríverslunarsamningur milli land- anna sem þýðir að í stað þess að vara fari beint frá New York í Sundahöfn og þaðan til Grænlands fer hún í dag gegnum Rotter- dam og Álaborg áður en annað skip kemur frá Grænlandi og sækir hana. Þetta er vita- skuld ekki hagkvæmt.“ – Og það er ekki bara Grænland. „Einmitt. Það er líka Kanada og Norður- Noregur, svæði sem eru menningarlega lík okkur. Svæði sem eiga eftir að blómstra næstu fimmtíu árin hið minnsta, höldum við áfram á sömu braut. Það er ekki auðvelt að finna önnur svæði í heiminum sem hægt er að segja með vissu að eigi eftir að bjóða upp á mikinn lífskjarabata á næstu öld. Ís- land er hjarta þessa svæðis. Ekkert land liggur betur við til að vera miðstöð þjónustu fyrir allar stórar framkvæmdir og viðskipti á norðurslóðum. Góðar íslausar hafnir og stórir flugvellir. Vissulega búa hér bara rúmlega þrjú hundruð þúsund manns en við getum samt hæglega þjónustað milljón. Þökk sé mikilli fjölgun ferðamanna á síðustu misserum.“ Þarna liggur framtíðin – Hvers vegna velurðu bókarformið til að koma þessum sjónarmiðum á framfæri? „Ég var búinn að skrifa fullt af greinum fyrir hrun um það að mér litist ekkert á gjaldmiðilinn, ekkert á útlánaþensluna og svo framvegis. Eftir hrun hef ég skrifað margar greinar um það hvernig hægt sé að laga stöðuna með tiltölulega einföldum hætti. Í stað þess að rifja það upp vildi ég frekar skrifa bók til að sýna fólki fram á það að þarna liggi framtíðin að mínum dómi. Trúi menn því er síðan hægt að fara að ræða saman um leiðirnar.“ – Hvað kom þér mest á óvart þegar þú fórst að sökkva þér niður í efnið vegna bók- arskrifanna? „Það sem kom mér mest á óvart var hvað þessi lönd á norðurslóðum eiga margt sam- eiginlegt. Öll eru þau að fást við sömu vandamál. Fyrst og fremst er það náttúran sem er óblíð og erfið. Það er líka erfitt að búa til innviði fyrir lítið samfélög og alls staðar glíma menn við það vandamál að sum samfélög dafna meðan önnur visna. Á þessu þarf að taka. Í þeirri vinnu geta menn klár- lega haft styrk hverjir af öðrum. Við kunn- um að lifa á norðurhjara veraldar, látum hvorki myrkur né kulda buga okkur. Það er engin ástæða til að barma sér.“ Kerfisgallar til trafala – Börmum við Íslendingar okkur of mikið? Liggur vandi þjóðarinnar ef til vill í því eft- ir hrun? „Að einhverju leyti. Sumir eru alltof litlir í sér. Það er engin ástæða til þess. Ég er samt ekki að kynna þessa norðurslóðasýn vegna þess að það fór svona illa 2008. Ís- lenska ríkið gaf út tvær skýrslur árið 2006. Önnur hét „Alþjóðleg fjármálastarfsemi á Íslandi“, hin „Ísland á norðurslóðum“. Stemningin var hins vegar þannig á þeim tíma að síðarnefnda skýrslan fór fyrir ofan garð og neðan. Hitt málið var bara miklu heitara. Nú er öldin önnur. Hvað er betra við aðstæður eins og nú eru uppi á Íslandi en að vinna í raunhagkerfinu? Finna eitt- hvað sem allir hafa not fyrir. Aukið sam- starf á norðurslóðum er liður í því.“ – Eru einhver ljón í veginum? „Já, því miður. Gjaldeyrishöftin. Þau tefla þessari framtíðarsýn í hættu. Það eru kerf- isgallar á Íslandi sem ollu hruninu. Þeir eru ennþá til staðar og munu valda öðru hruni ef ekkert er að gert. Það er óþarfi að vera með svartsýni en framhjá þessu er samt ekki hægt að horfa. Rússneskur málsháttur segir: „Hinn hyggni lærir af mistökum ann- arra, hinn heimski lærir af eigin mistökum.“ Hvað kallar maður þá þann sem ekki lærir af eigin mistökum? Lærdómurinn sem við eigum að draga af hruninu er sá að hér eru kerfisgallar. Lög- um við þá geta lífskjör hér á landi án vand- kvæða verið framar því sem annars staðar býðst – næstu hundrað árin. Það er undir okkar frumkvæði komið. Það eru ýmsir þættir sem við ráðum ekki, ytri þættir, en innri þáttunum ráðum við og getum lagað. Þá erum við búin að búa til sjálfbært og traust samfélag til framtíðar.“ Fjallgarðurinn við Liverpool Land norður af Ittoqqortoormiit á Grænlandi. * „Það sem kom mérmest á óvart varhvað þessi lönd á norð- urslóðum eiga margt sam- eiginlegt. Öll eru þau að fást við sömu vandamál. Fyrst og fremst er það náttúran sem er óblíð og erfið. Það er líka erfitt að búa til innviði fyrir lítið samfélög og alls staðar glíma menn við það vandamál að sum samfélög dafna meðan önnur visna.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.