Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.9. 2013
BÓK VIKUNNAR Sóley stjarna og bleika plánetan er litrík
barnabók eftir Hugin Þór Grétarsson um stórhuga stelpu og
ævintýri hennar.
Bækur
KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR
kolbrun@mbl.is
Bókmenntahátíð í Reykjavík er við-
burður fyrir alla áhugamenn um bók-
menntir. Ýmsir hafa áhuga á að sitja mál-
þing þar sem rithöfundar koma fram og
ræða um verk sín og mæta og hlusta á þá
lesa úr verkum sínum. En það þarf ekki
endilega að vera á útstáelsi til að komast í
tengsl við Bókmenntahátíðina. Margir
hafa ekki þörf fyrir að hitta höfundana
augliti til auglitis, það nægir þeim alveg
að útvega sér bækur eftir þá og lesa þær
heima. Og blessunarlega er þó nokkuð af
þeim á markaði. Það er líka ánægjulegt
að sjá hversu mikinn metnað fremur lítil
bókaforlög, sem ekki búa að miklum fjár-
munum, sýna í tengslum við Bók-
menntahátíð með því að senda frá sér
þýðingar á verkum erlendu höfundanna.
Þetta eru bækur
sem fjölmargir ís-
lenskir lesendur
hefðu aldrei kynnst
væri ekki Bók-
menntahátíð.
Það er alltaf
stemning í kring-
um Bókmenntahá-
tíð og margs er að
minnast frá fyrri
hátíðum. Ein
sterkasta minn-
ingin er af Kurt Vonnegut en margir af
minni kynslóð hafa haft verk hans í mikl-
um metum, og kannski sérstaklega á
menntaskólaárunum. Það var því mikil
upplifun á sínum tíma að ganga inn í Ey-
mundsson og biðja hann um að árita
bækur sínar. Það var líka upplifun að sjá
hinn aldna José Saramago sem var alveg
eins og mynd manns af nóbelsverðlauna-
rithöfundi. Svo var Murakami sem tókst
að fylla heilan sal af hrifningarfullum ís-
lenskum ungmennum sem höfðu jafn
miklar mætur á honum og við kunn-
ingjarnir höfðum á sínum tíma á Vonne-
gut. Þegar Paul Auster mætti svo til að
árita bækur sínar í Máli og menningu
tóku aðdáendur á móti honum eins og
poppstjarna væri á ferð.
Á Bókmenntahátíð í ár er ekki stór-
stjarna á borð við þá höfunda sem hér
hafa verið nefndir, en þó eru allnokkrir
vel þekktir víða um heim. Sumir vekja
ekki einungis athygli fyrir bækur sínar
heldur einnig fyrir geðugan persónu-
leika, eins og höfundur Bréfberans, Ant-
onio Skármeta, en hið sanna sólskins-
bros hans kemur manni ósjálfrátt í gott
skap.
Orðanna hljóðan
BÆKUR
OG SÓL-
SKINSBROS
Kurt Vonnegut sést hér árita Sláturhús 5 í
Eymundsson í Austurstræti.
Antonio Skármeta
og fallega brosið.
H
in breska Rachel Joyce sló
rækilega í gegn með fyrstu
skáldsögu sinni Hin ótrúlega
pílagrímsganga Harold Fry.
Önnur bók hennar, Perfect,
kom út fyrr á þessu ári og hefur fengið afar
góðar viðtökur. Bókin er komin út á íslensku
í þýðingu Ingunnar Snædal og nefnist Árið
sem tvær sekúndur bættust við tímann.
Bókin um Harold Fry varð alþjóðleg met-
sölubók og ekki er auðvelt að fylgja slíkri
velgengni eftir og Joyce er spurð hvort hún
hafi kviðið viðtökum við skáldsögu númer
tvö. „Ég var dálítið á nálum en ég var hepp-
in að því leyti að þegar ég var að skrifa
þessa bók var Pílagrímsganga Harold Fry
ekki komin út,“ segir Joyce. „Þegar hún kom
svo út var ég komin vel á veg með þessa
nýju bók og varð þess vegna ekki eins skelk-
uð og ég hefði kannski annars verið ef ég
hefði farið beint í að skrifa nýja bók eftir að
hafa fengið alla þessa miklu athygli.
Ég hafði ekki gert mér í hugarlund að Ha-
rold Fry myndi ganga svona vel þannig að
ég varð dálítið ringluð yfir viðtökunum. Nýja
bókin varð í huga mínum að öruggum heimi
þar sem ég gat dvalið með persónum mínum.
Það má greina ákveðinn kvíða í þessari
skáldsögu númer tvö. Ég held að kvíðinn
sem ég fann fyrir þegar það var svo mikið í
gangi eftir útkomu Harold Fry hafi smitast
inn í nýju skáldsöguna.“
Aðalpersónan í Árið sem tvær sekúndur
bættust við tímann er hinn ellefu ára By-
ron sem fréttir að til standi að bæta tveimur
sekúndum við tímann. Þegar móðir hans
lendir í árekstri verða þessar sekúndur að
þeim mikilvægustu í lífi Byrons. En hvaðan
fékk Joyce hugmyndina að bókinni?
„Mig langaði til að skrifa um móður sem
þráði að gera allt rétt en gat það ekki. Mig
langaði til að fjalla um það hversu ómögulegt
er að gera allt á fullkominn hátt,“ segir hún.
„Í byrjun skrifaði ég söguna út frá sjónarhóli
móðurinnar en svo langaði mig til að segja
söguna út frá sjónarhóli ungs sonar hennar.
Svo ég byrjaði bara upp á nýtt. Ég rifjaði
upp hvernig ég var þegar ég var tíu ára árið
1972 og fór einnig í heimildaleit og komst að
því að tveimur sekúndum var bætt við tím-
ann það ár. Það hentaði sögu minni, en var
alls ekki það sem ég hafði ætlað í byrjun.“
Báðar skáldsögur Joyce, bókin um Harold
Fry og bókin um sekúndurnar tvær, eru afar
vel skrifaðar og í þeim er stígandi sem held-
ur lesandanum við efnið. Joyce tekst einnig
einstaklega vel að skapa samúð með per-
sónum sínum. „Ég er mjög tilfinningarík
manneskja, ég fæ ekki breytt því og það hef-
ur áhrif á það sem ég skrifa,“ segir hún. „Ég
hugsa til lesenda þegar ég skrifa. Ég held að
það sé vegna þess að ég er sjálf mikill lestr-
arhestur. En líka vegna þess að ég hef skrif-
að leikrit og þá verður maður að hafa sögu
að segja. Sem rithöfundur trúi ég á mik-
ilvægi söguþráðarins og ég huga alltaf mjög
vel að honum. Ég vanda mig eins og ég
mögulega get.“
Hin ótrúlega pílagrímsganga Harold Fry
og Árið sem tvær sekúndur bættust við
tímann eiga það sameiginlegt að enda á
bjartsýnum nótum. „Ég kýs að trúa því að
það sé alltaf von og það sé hægt að byrja
nýtt líf,“ segir Joyce, sem vinnur nú að
þriðju skáldsögu sinni, sem sennilega kemur
út á næsta ári. „Hún fjallar um tónlist og
gerist að hluta til í plötubúð þar sem fólk
leitar að huggun og svörum í gegnum tón-
listina,“ segir Joyce. „Þetta er ástarsaga um
tvær manneskjur sem ættu að vera saman
en geta það ekki.“
RACHEL JOYCE SEGIST TRÚA Á MIKILVÆGI SÖGUÞRÁÐARINS
Í öruggum heimi
„Ég er mjög tilfinningarík manneskja, ég fæ ekki breytt því og það hefur áhrif á það sem ég skrifa.“
Morgunblaðið/RAX
RACHEL JOYCE ER HÖFUNDUR
BÓKARINNAR ÁRIÐ SEM TVÆR SEK-
ÚNDUR BÆTTUST VIÐ TÍMANN.
Mér finnst alltaf erfitt að nefna uppáhalds þetta og hitt því það er svo
breytilegt hvað er í uppáhaldi hjá mér. Fyrirsjáanlegast er auðvitað að
nefna Sjálfstætt fólk, enda er það svo óskaplega góð bók alltaf
hreint. Ef ég á að nefna einn íslenskan rithöfund sem er í sérstöku
uppáhaldi þá er það Einar Kárason. Auður Jónsdóttir er líka afar
öflug. En í svona uppáhalds upptalningu
finnst mér fólk almennt gleyma mestu
snilldinni. Tinnabækurnar eiga að mínu
mati að vera í meira öndvegi inni á heim-
ilum fólks en önnur ritsöfn. Þessar eð-
albókmenntir geyma flottasta gallerí af
aukapersónum sem skapað hefur verið
og ná þær undantekningarlaust að skyggja
á Tinna sem er nú frekar flatneskjulegur
og líflaus karakter, gersamlega laus við alla
bresti og galla sem lífga upp á allt alvöru
fólk. Alkóhólisma er ákaflega vel lýst í
bókunum í gegnum Kolbein kaftein. Hörðustu bindindismenn fá
svæsna fíkn þegar þeir fylgjast með Kolbeini svolgra í sig viskíið („Það
svíkur engan sódavatnið frá Akureyri“) og langdrukknir ofdrykkju-
menn hugleiða innlögn á Vogi þegar bömmerinn og þynnkan yfirbugar
kafteininn. Svo verð ég að fá að nefna bókina Draumalandið eftir
Örnu Skúladóttur sem er í sérstöku uppáhaldi þessar vikurnar.
Ráðin sem þessi bók gefur hafa bætt svefnvenjur hvítvoðungsins á
heimilinu til mikilla muna.
Í UPPÁHALDI
SIGMAR GUÐMUNDSSON
RITSTJÓRI KASTLJÓSS
Sigmar Guðmundsson er einlægur aðdáandi Tinnabókanna en þar er
mikið gallerí af flottum aukapersónum.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Hinn sívinsæli Tinni og
vinur hans Tobbi.