Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Blaðsíða 55
Vinningshafar í siglingamyndakeppni mbl.is, Nýherja og Sigl- ingasambandsins: Gísli Þorsteinsson, markaðsstjóri Nýherja, Anna Kristín Gylfadóttir, Kristján Georgsson, faðir Kristjáns Unnars Kristjánssonar sem tók við verðlaununum fyrir hans hönd, og Ásgeir Eggertsson. Vinningshafar í ljósmyndakeppni mbl.is og Nýherja; f.v. Gísli Þorsteinsson, markaðsstjóri Nýherja, Finnur Andrésson, Gunnlaugur Örn Valsson og Ólöf Halla Bjarnadóttir sem tók við verðlaununum fyrir hönd Flosa Bjarnasonar. S umarljósmyndakeppni mbl.is og Nýherja lauk 31. ágúst síðastliðinn. Alls bárust um 4.000 myndir í keppnina, þar af um 600 myndir tengdar sjó og siglingum, en veitt voru sér- stök verðlaun fyrir slíkar myndir í tilefni af 40 ára starfi Siglingasambands Íslands. Dómnefnd skipuð stafsmönnum og ljósmyndara Árvakurs og stafsmanni Nýherja fór yfir myndirnar og valdi úr þrjá þær bestu, en stjórn Siglinga- sambands Íslands valdi bestu siglingamyndirnar. Fyrstu verðlaun í ljósmyndakeppninni hlaut Finn- ur Andrésson fyrir mynd sem hann nefndi „Lúxus máltíð“ og fær hann að launum Canon EOS 650D myndavél með 18-55 mm linsu. Önnur verðlaun hreppti Gunnlaugur Örn Valsson fyrir mynd af eyðibýlinu Hólmi við Kirkjubæj- arklaustur. Hann fékk fyrir Canon IXUS 240 HS myndavél. Þriðju verðlaun fékk Flosi Bjarnason fyrir mynd- ina „Æi … meiddir þú þig?“, en þess má geta að hún er tekin á Samsung-snjallsíma. Flosi fær fyrir Canon PIXMA MG6350 fjölnota prentara. Í keppni um bestu siglingamyndina varð mynd Ásgeirs Egg- ertssonar „Á góðri siglingu á Topper Topaz“ í fyrsta sæti og fær Ásgeir fyrir Canon PowerShot D20 myndavél. Í öðru sæti varð mynd Kristjáns Unnars Kristjánssonar, „Lognið á undan storm- inum“, og Kristján fær kajaknámskeið frá Kayakklúbbnum í Reykjavík og bókina Sjókajakar á Íslandi eftir Örlyg Sig- urjónsson. Í þriðja sæti varð Anna Kristín Gylfadóttir með myndina „Kajak og sólsetur við Elliðavatn“. Hún fær í verðlaun siglingu fyrir tvo á sundunum við Reykjavík. arnim@mbl.is 2. verðlaun Mynd Gunnlaugs Arnar Valssonar af eyðibýlinu Hólmi við Kirkjubæjarklaustur. 2. verðlaun siglingamynda Mynd Kristjáns Unnars Kristjánssonar, „Lognið á undan storminum“. 1. verðlaun Sigurmyndin „Lúxus máltíð“ eftir Finn Andrésson. 1. verðlaun siglingamynda „Á góðri Siglingu á Topper Topaz“ eftir Ásgeir Eggertsson. 3. verðlaun Verðlaunamynd Flosa Bjarnasonar, „Æi ... meiddir þú þig?“, var tekin á Samsung snjallsíma. 3. verðlaun siglingamynda Mynd Önnu Kristínar Gylfadóttur, „Kajak og sólsetur við Elliðavatn“. ÚRSLIT Í SUMARLJÓSMYNDAKEPPNI 15.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 55 Lán til endurbóta og viðbygginga Íbúðalánasjóður veitir lán til endurbóta á húsnæði að innan og utan. Meðal annars eru veitt lán til lóðarframkvæmda og viðbóta við húsnæði. Lán geta numið allt að 80% af framkvæmdakostnaði. Hámarkslán eru 20 milljónir og lánstími 5 til 40 ár. Sömu vextir eru á þessum lánum og almennum lánum Íbúðalánasjóðs. Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969 www.ils.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.