Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Blaðsíða 59
15.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59
LÁRÉTT
1. Dónalegasti lasti án upphafs klukku og úr. (8)
6. Var af hári trygg einum sem var kjörinn. (12)
9. Kindin hjá Daníel fær franskt nafn. (7)
10. Sjálfsniðrunin byggir á eftirsjánni. (7)
11. Hjá mynni drepi óvinnandi. (9)
13. Átökin yfir spilavinningnum. (9)
14. Los Angeles og Danmörk í slæmu ástandi hafa línu sem
skilur svæði að. (9)
16. Sjá hræfugl sigta ekkert með fataplaggi. (8)
19. Sum fá arf. Sollurinn sést þá í leyfinu. (10)
22. Þrátt fyrir að kreppast nær að bindast líka. (11)
24. Loðnan rann af veiðimanninum (9)
26. Slæmt eldað brauð endar í endaþarmi. (7)
27. Nauðsynlegt pláss í skíðakeppni? (7)
29. Ekki dauð veiði heldur … (11)
32. Listakona sér að aldan verður næstum smærri. (11)
33. Blygðun sem sést ekki að utan út af magakveisu. (10)
34. Rambar í friðarferli. (5)
35. Byrjun á spilaþraut í rafstreng. (11)
LÓÐRÉTT
1. Mér heyrist spurt um staðsetningu reipis í bókarbroti.
(6)
2. Veikindi og aðeins meira en það. (7)
3. Korn í 60 mínútur eða jafnvel styttri tíma (11)
4. Sá sem þekkir djöful kemur reglulega. (6)
5. Tæki úr belju. (6)
6. Veifi gallað, ruglað og hornrétt. (11)
7. Bæklaður, far til búddafræðara! (7)
8. Hró hjá fjalli er með matarílát. (9)
12. Glas lagt við arinn af slátrara. (8)
15. Ný á fótunum er sögð vera ísköld. (8)
17. Sá sem á enga andstæðinga hefur enga stöðu á móti. (12)
18. Slangurkennt bros við lærdóm við ryki og tækjum. (12)
20. Kindalæsing finnst á hrygg. (5)
21. Blaut beitir því sem styður mál hennar. (3)
23. Ílát úr gulli innheldur kusk og dýr. (10)
25. Varla grænar en sönghæfar. (8)
26. Úrbótin á friðnum er sögð gerð vegna sérstaka tækisins.
(8)
28. Krydd frá kunningja endar í vafningi. (7)
30. Dóttir og amma fá gosa til að skemmta sér. (6)
31. Rannsaka ílát. (5)
Guðmundur Kjartansson – Javier
Ruiz
Hver er besti leikurinn í stöð-
unni?
Efsta sætið var undir í úrslita-
skák opna mótsins í Sabella á
Spáni, fimmta mótsins sem Guð-
mundur Kjartansson tók þátt í á
spænsku mótaröðinni á u.þ.b. tveim
mánuðum.
Flétta Guðmundar hófst með 20.
Rxf5! Við blasir að 20. … Bxf5 er
svarað með 21. Dxd6! því eftir 21.
… Dxd6 kemur 22. Rf7 mát! Ruiz
lék eðlilega 20. … Rxf5 en eftir 21.
Dxe7 Rxe7 kom baneitraður bisk-
upsleikur: 22. Bh3! Guðmundur hef-
ur greinilega náð að þroska taktíska
innsæið. Svartur valdi að gefa
skiptamun og framhaldið varð: 22.
… g5 23. Bxe6 gxf4+ 24. Bxg8
Hxg8+ 25. Kf1 en eftir 63 leiki
gafst Spánverjinn upp.
Guðmundur var einn efstur af 32
keppendum, hlaut 7 vinninga af 9
mögulegum. Hann er þokkalega
sigldur eftir þessa miklu törn; fram-
undan eru alþjóðlegt mót Taflfélags
Reykjavíkur, Íslandsmót taflfélaga
og líkur eru á því að hann taki sæti
í liði Íslands í Evrópukeppni lands-
liða í Varsjá í nóvember.
Hér heima hefur vakið athygli
sigur Olivers Arons Jóhannessonar
á Meistaramóti Hellis en hann hlaut
6 vinninga af 7 mögulegum, í 2.-4.
sæti komu Kjartan Maack, Sverrir
Örn Björnsson og hinn 10 ára gamli
Vignir Vatnar Stefánsson, allir með
5 vinninga. Vignir Vatnar tapaði
tveim fyrstu skákum sínum en vann
síðan allar skákir sínar eftir það.
Enginn efstu manna er félagi í Helli
og skákmeistari Hellis með 4½
vinning er Vigfús Vigfússon.
Friðrik Ólafsson
með á NM öldunga
Þrír íslenskir skákmenn taka þátt
í Norðurlandamóti öldunga sem
fram fer þessa dagana í Borgund-
arhólmi í Danmörku. Þátttaka Frið-
riks Ólafssonar vekur mesta athygli
en eftir sex umferðir af níu var
hann í 3. sæti með 4 ½ vinning,
efstu menn þ. á m. stórmeistarinn
Jens Kristiansen voru með 5 vinn-
inga. Áskell Örn Kárason sem lyfti
sér upp á öldungastigið með 60 ára
afmæli sínu í sumar var í 4. – 6.
sæti með 4 vinninga en Sigurður
Kristjánsson var með 3 vinninga og
í neðri helmingi af 32 keppendum.
Vinningsskákir Friðriks hafa verið
vel tefldar en eins og stundum áður
hefur hann verið fullgjafmildur á
stutt jafntefli gegn lakari skák-
mönnum.
Peder Berkell (Danmörk) - Frið-
rik Ólafsson
Kóngsindversk vörn
1. d4 Rf6 2. Rf3 g6 3. c4 Bg7 4.
Rc3 d6 5. e3 O-O 6. Be2 Rbd7 7. b3
e5 8. Bb2 He8 9. Dc2 c6 10. h3 a6
11. O-O De7 12. a4 e4 13. Rd2 Rf8
14. Hfe1 h5 15. f4
Eftir dálítið gamaldags byrj-
unartaflmennsku gefst Friðriki
kostur á að opna taflið. Hann er
fljótur að grípa tækifærið.
15. … exf3 16. Bxf3 g5!
Kóngsstaða hvíts er býsna við-
kvæm og þess vegna á þessi leikur
fullan rétt á sér.
17. e4 g4 18. e5 gxf3
Gott var einnig 18. .. dxe5 19.
Hxe5 Dd7! t.d. 20. Hxe8 Dxd4+ 21.
Kh1 Rxe8 o.s.frv. En Friðrik hafði
skemmtilegan millileik i huga.
19. exf6 f2+! 20. Kxf2 Dxf6+ 21.
Rf3 Bf5 22. Dd1 Rg6 23. Bc1
Svartur hafði í frammi margvís-
legar hótanir en þessum leik var
ætlað að koma í veg fyrir 23. …
Rh4.
23. … Hxe1 24. Dxe1
24. … Rh4!
Með hugmyndinni 25. Bg5 Rxf3
26. Bxf6 Rxe1 27. Bxg7 Rd3+! og
vinnur mann.
25. Rxh4 Dxh4+ 26. Kf1 Bd3+
27. Re2 Dxd4 28. Ha2 He8
Hvíta staðan er ein rjúkandi rúst.
29. Df2 Dc3!
- og hvítur gafst upp.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
SKÁK
Guðmundur vann í fimmtu tilraun
Verðlaun eru veitt fyrir
rétta lausn krossgátunnar.
Senda skal þátttökuseðilinn
með nafni og heimilisfangi
ásamt úrlausninni í umslagi
merktu: Krossgáta Morg-
unblaðsins, Hádegismóum
2, 110 Reykjavík. Frestur til
að skila úrlausn krossgátu
14. september rennur út
föstudaginn 20. september.
Vinningshafi krossgátunnar
8. september er Óskar H. Ólafsson, Dælengi 2,
800 Selfossi. Hlýtur hann í verðlaun bókina
Týnda dóttirin eftir Shilpi Somaya Gowda. JPV
gefur út.
KROSSGÁTUVERÐLAUN
Nafn
Heimilisfang
Póstfang