Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Blaðsíða 10
Í myndum Unnum heimsmeistara með jafntefli Nýkrýndir heimsmeistarar Frakka komu á Laugardalsvöllinn 1998 og ís- lenska þjóðin trylltist þegar Ríkharður Daðason reis upp við vítateigs- jaðarinn og skoraði framhjá Fabian Barthez sem stóð í marki Frakka. „… er þjóðsöngvar landanna voru leiknir stóðu þeir í röð flissandi, urðu sér og þjóð sinni til skammar. Íslensku leikmennirnir hafa eflaust hugsað: Sá hlær best sem síðast hlær,“ skrifaði Sigmundur Ó. Steinarsson meðal annars í umfjöllun um leikinn. Líkt og í Bern í síðustu viku fagnaði ís- lenska þjóðin jafnteflinu - í raun voru heimsmeistararnir lagðir að velli. Sigur á Rúmenum Brjálæðið í Bern, fyrri hluti, fór fram 1986 þegar íslenska handbolta- landsliðið vann frækinn sigur á fjórföldum heimsmeisturum Rúmena, 25:23. Varnartröllið Steinar Birgisson stal boltanum undir lokin, Einar Þorvarðarson varði vítakast og Guðmundur Guðmundsson gulltryggði sigurinn með marki sjö sekúndum fyrir leikslok. „Glæsilegasti sigur ís- lensks handknattleiksliðs,“ sagði í umfjöllun Morgunblaðsins um leik- inn. Fagn Guðmundar lifir enn í minningum landsmanna. AFP Hvaðan kom hann, hvert er hann að fara, hvað er hann? Adolf Ingi Erlingsson, íþróttafréttamaður á RÚV, sýndi fumlausa frammistöðu þegar hann lýsti leik Íslands og Póllands á EM í handbolta árið 2010. Á ögurstundu var dæmd leiktöf á íslenska liðið í stöðunni 28-26 og skammt eftir. Það pólska brunaði fram í hraðaupp- hlaup en Alexander Pet- ersson sýndi einn eftir- minnilegasta varnarleik sem sést hefur. Henti sér á bolt- ann eins og köttur og náði að blaka hann úr höndum pólska sóknarmannsins. „Hvaðan kom hann, hvert er hann að fara, hvað er hann?“ spurði agndofa Adolf í útsendingunni. Sátu Íslendingar sem stein- runnir heima í stofu og tóku undir hvert orð Adolfs. 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.9. 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.