Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Page 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Page 10
Í myndum Unnum heimsmeistara með jafntefli Nýkrýndir heimsmeistarar Frakka komu á Laugardalsvöllinn 1998 og ís- lenska þjóðin trylltist þegar Ríkharður Daðason reis upp við vítateigs- jaðarinn og skoraði framhjá Fabian Barthez sem stóð í marki Frakka. „… er þjóðsöngvar landanna voru leiknir stóðu þeir í röð flissandi, urðu sér og þjóð sinni til skammar. Íslensku leikmennirnir hafa eflaust hugsað: Sá hlær best sem síðast hlær,“ skrifaði Sigmundur Ó. Steinarsson meðal annars í umfjöllun um leikinn. Líkt og í Bern í síðustu viku fagnaði ís- lenska þjóðin jafnteflinu - í raun voru heimsmeistararnir lagðir að velli. Sigur á Rúmenum Brjálæðið í Bern, fyrri hluti, fór fram 1986 þegar íslenska handbolta- landsliðið vann frækinn sigur á fjórföldum heimsmeisturum Rúmena, 25:23. Varnartröllið Steinar Birgisson stal boltanum undir lokin, Einar Þorvarðarson varði vítakast og Guðmundur Guðmundsson gulltryggði sigurinn með marki sjö sekúndum fyrir leikslok. „Glæsilegasti sigur ís- lensks handknattleiksliðs,“ sagði í umfjöllun Morgunblaðsins um leik- inn. Fagn Guðmundar lifir enn í minningum landsmanna. AFP Hvaðan kom hann, hvert er hann að fara, hvað er hann? Adolf Ingi Erlingsson, íþróttafréttamaður á RÚV, sýndi fumlausa frammistöðu þegar hann lýsti leik Íslands og Póllands á EM í handbolta árið 2010. Á ögurstundu var dæmd leiktöf á íslenska liðið í stöðunni 28-26 og skammt eftir. Það pólska brunaði fram í hraðaupp- hlaup en Alexander Pet- ersson sýndi einn eftir- minnilegasta varnarleik sem sést hefur. Henti sér á bolt- ann eins og köttur og náði að blaka hann úr höndum pólska sóknarmannsins. „Hvaðan kom hann, hvert er hann að fara, hvað er hann?“ spurði agndofa Adolf í útsendingunni. Sátu Íslendingar sem stein- runnir heima í stofu og tóku undir hvert orð Adolfs. 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.9. 2013

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.