Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Blaðsíða 15
hafa áhyggjur, það er eitthvað að ef maður gengur kæru-
leysislega inn á sviðið. Þegar ég er svo kominn á svið er
óskaplega gaman. Blaðmaður kom eitt sinn til Keiths
Richards til að taka við hann viðtal þegar Keith var í
hljóðprufu í tónleikahöll. Keith sagði: Step into my office.
Það er einmitt þannig sem þetta er, sviðið er skrifstofa
söngvarans.“
Dreymdi þig kannski um það strax sem krakki að verða
söngvari?
„Ég hef alltaf sagt að ég hafi ekki stefnt að því að
verða söngvari, en á seinni árum hefur mér orðið ljóst að
ég stefndi alltaf að því. Heima var mikið sungið og hlust-
að á alls kyns tónlist og elsti bróðir minn var í hljómsveit.
Fjölskyldan var músíkölsk og
sjálfur er ég alæta á tónlist.
Svo æxlaðist það þannig í
skóla að ég datt inn í hljóm-
sveit og síðan hef ég ekki
litið til baka. Ég fann mig í
söngnum og hef ekki losnað
úr klóm tónlistargyðjunnar.“
Sem söngvari hefurðu ver-
ið á toppnum í áratugi. Þú
varst mjög ungur þegar þú
varðst frægur. Hafa einhver
óþægindi fylgt þessari
frægð?
„Það eru 43 ár frá því
popphátíðin í Laugardalshöll
var haldin og ég kosinn poppstjarna ársins ásamt hljóm-
sveitinni Ævintýri. Líf mitt breyttist á einni nóttu. Það
var ekki mikið að gerast á þessum árum en þetta gerðist
þó og poppæði greip landann. Allir þekktu mig á götu og
það var gaman um tíma. Þegar ég sá svo að ég væri orð-
inn fyrirmynd þá fór ég að finna til ábyrgðar og ákvað að
halda mig á mottunni og haga mér eins og maður. Fljót-
lega fór ég að líta á söngvarann sem hliðarsjálf, fór í fötin
og lék Bo og var svo bara ég sjálfur heima hjá mér.
Þetta er ekki ósvipað því sem gerist hjá leikurum.“
Þú ert þekktur fyrir kaldhæðinn húmor og snaggaraleg
tilsvör og ýmsir sjá þig sem töffara. Hvaðan kemur þessi
húmor?
„Kaldhæðni er besti húmorinn. Þetta er breskur húmor
sem ég hef tekið upp og þróað á minn hátt. Þær kald-
hæðnu setningar sem eru eignaðar mér eru ekki allar mín
sköpun heldur hef ég tínt þær upp héðan og þaðan og
kryddað aðeins. Stundum er sagt að ég sé harður nagli en
það er misskilningur. Ég er bara ljúfur og góður strákur
úr Hafnarfirði sem aldrei gleymdi uppruna sínum. Þegar
ég var krakki í skóla var ég ekki hár í loftinu og sumir
stóru strákarnir sátu fyrir mér. Í dag væri þetta kallað
einelti. Ég þurfti að bregðast við og gerði það með því að
rífa kjaft og vera fljótur að hlaupa. Hrekkjusvínin áttu
ekkert svar við því og stóðu á gati. Ég leysti mín mál
sjálfur, það þurfti enginn skólasálfræðingur að koma þar
að.
Ég átti góða bernsku, var grallari sem hló mikið og
hafði gaman af lífinu. Ég var mjög áhyggjulaus og bjó við
mikið öryggi. Pabbi var á sjónum og mamma alltaf heima
og stundum átti ég þrjár mömmur, það var mamma, Jóa
systir hennar og Ella frænka. Það væsti sannarlega ekki
um mig í þessum kvennafans.“
Aldrei búinn að gera allt
Af hverju hefurðu enst í tónlistarbransanum í öll þessi ár?
„Ég veit að það er vegna fólksins sem ég hef unnið
með og allra þeirra fjölmörgu laga sem ég hef verið svo
heppinn að fá að frumflytja og hljóðrita og lifa enn. Nú,
árið 2013, er ég að halda tónleika í Háskólabíói sem upp-
selt er á. Aldrei hefði hvarflað að mér að á þessum tíma í
lífi mínu myndi ég enn syngja fyrir fullum sal af fólki,
hvað þá að fylla Laugardalshöllina ár eftir ár á jóla-
tónleikum. Ég á vissulega eitthvað í þessum árangri en ég
þakka fyrst og fremst þeim frábæru listamönnum sem
vinn með, hljóðfæraleikurum, útsetjurum, lagahöfundum,
útgefendum og aðstoðarfólki. Ég vona líka að þessu fólki
þyki gott að vinna með mér.“
Hvernig ertu í samvinnu?
„Alveg óskaplega skemmtilegur! Nei, nei, held að ég sé
ágætur í samvinnu, allavega reyni ég að vera jákvæður og
viljugur. Ég geri sömu kröfur til fólksins sem ég vinn
með og ég geri til sjálfs mín. Ég hef undanfarin ár verið
að vinna mikið með fólki sem er mun yngra en ég og
þetta unga fólk hefur kraft sem heldur mér á tánum. Í
gamla daga var ég alltaf yngstur því ég vann yfirleitt með
eldri strákum. Nú er ég með þeim elstu.
Við Íslendingar eigum margt gott listafólk, það er engu
líkara en það vaxi á trjánum. Ég fylgist með því sem aðr-
ir gera og þar er ýmislegt spennandi og ögrandi á ferð-
inni. Íslenskir tónlistarmenn eru í öflugri útrás og breiða
út hróður Íslands, þar á meðal börnin mín. Krummi er í
hljómsveit sem heitir Legend og hann var í New York um
daginn og Kanada þar áður og Svala býr í Los Angeles
og er að fara að spila í Mexíkó og Seattle. Ég er af-
skaplega stoltur faðir.“
Þriðja dúettplatan væntanleg
Finnst þér aldrei eins og þú sért búinn að gera allt?
„Mér finnst það stundum en maður er aldrei búinn að
gera allt. Ef maður er búinn að gera allt og finnst maður
hafa náð fulkomnun þá er bara eitt til ráða og það er að
breiða yfir höfuð og fara að sofa. Ég er alltaf að reyna að
toppa sjálfan mig. Maður verður að hafa metnað og má
ekki vera geðlurða. Metnaðarinn í því að gera stöðugt bet-
ur á þátt í því að halda mér gangandi. Ég er líka mjög
meðvitaður um að ég er bara jafngóður og síðasti flutn-
ingur minn.“
Hvað er framundan?
„Núna er ég að setja saman og útbúa plötu sem er dú-
ettplata númer þrjú. Ragga Gröndal, Eyþór Ingi og Bubbi
Morthens eru meðal þeirra sem syngja þar með mér. Ég
mun halda áfram að gefa út plötur því það er gaman að
búa til nýja tónlist. Svo verður maður að hafa eitthvað
fyrir stafni. Svo er stöðug vinna í gangi vegna Jólagesta
Björgvins sem verða 14. desember í Laugardalshöllinni, og
þar skemmta margir af þekktustu listamönnum þjóð-
arinnar. Þetta er stórt og umfangsmikið verkefni og að því
kemur stórt teymi, þar á meðal stílistar, tæknimenn og
myndatökumenn. Ég get lofað flottum tónleikum. Svala
dóttir mín verður meðal söngvara, Eivör verður með í
fyrsta sinn og Íslandsvinurinn John Grant er sérstakur
gestur. Svo má ég ekki segja meira!“
Hvað gerirðu þegar þú ert ekki að skemmta og syngja?
„Meinarðu þegar ég er að gera ekki neitt! Þá horfi ég
til dæmis á heimildarmyndir, sérstaklega um seinni heims-
styrjöldina og svo náttúrulífsmyndir. History Channel og
Discovery eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég fylgist
reyndar vel með fjölmiðlum, les blöðin á morgnana og
fylgist með erlendum fréttastöðvum. Svo er ég illa haldinn
af fluguveiði sem er aðaláhugamál mitt. Það er óskaplega
gaman að veiða á flugu og mjög afslappandi. Þá fæ ég
frið frá ysi og þysi. Þegar maður spilar um allt land, eins
og ég geri, þá er maður alltaf á þjóðveginum en þegar ég
er að veiða fer ég af þjóðveginum og bak við fjallið og sé
náttúruna. Ég er endurnærður eftir að hafa verið í góðum
félagsskap úti í náttúrunni við veiðar.“
„Metnaðurinn í því að gera
stöðugt betur á þátt í því
að halda mér gangandi,“
segir Björgvin Halldórsson.
Morgunblaðið/Golli
* „Stundum er sagt að ég sé harðurnagli en það er mis-
skilningur. Ég er bara
ljúfur og góður strákur
úr Hafnarfirði sem
aldrei gleymdi
uppruna sínum. “
15.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
BÆJARLIND 16 KÓPAVOGUR SÍMI 553 7100 WWW.LINAN.IS
OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA 12 - 18 LAUGARD. 11 - 16
TIMEOUT
Hönnun Jahn Aamodt
Stóll kr.. 303.700
Stóll + skemill kr. 381.400
TILBOÐSVERÐ
Stóll kr. 267.500
Stóll + skemill kr. 334.900