Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Blaðsíða 51
Börn bíða eftir að fá hádegismatinn sinn við eitt eldhúsanna í búðunum.
Flóttamannabúðirnar eru vel skipulagðar. Þar eru hverfi og götur sem tjöldin standa við.
aðra slasast þegar það taldi sig vera komið
í skjól.
Fara líklega aldrei heim
Forseti Úganda, Yoweri Museveni, hefur
nú óskað eftir frekari aðstoð Sameinuðu
þjóðanna til að sinna flóttafólkinu. Margt
af því dvelur í skólabyggingum í Úganda
og á meðan svo er verður ekki hægt að
opna þá eftir sumarleyfi sem er nú lokið í
flestum skólum. Hann vill m.a. að hluti
fólksins verði fluttur aftur til Kongó en
hundruð flóttamanna bíða enn við landa-
mærin eftir að komast þaðan og til Úg-
anda. Hann var harðorður í síðustu viku er
hann sagði að Sameinuðu þjóðirnar hefðu
verið í Kongó í fleiri ár en árangurinn
væri lítill sem enginn.
Ólíklegt er að fólkið í búðunum í Bun-
dibugyo snúi aftur til heimalandsins, að
minnsta kosti í bráð. Uppreisnarhópar eru
enn að verki og ástandið ótryggt. Enn ber-
ast fréttir af aðgerðum uppreisnarmanna
sem m.a. settu á útgöngubann í þorpum
þar sem Sameinuðu þjóðirnar höfðu fjölda
friðargæsluliða á sínum snærum. Erfiðlega
gengur að semja við uppreisnarmennina
um vopnahlé og afvopnun en slíkar við-
ræður hafa verið í gangi síðustu daga.
Flóttamennirnir frá Kongó þurfa því að
hefja nýtt líf í Úganda. Kosturinn er hins
vegar sá að nýja landið er ekki svo fram-
andi. Þar eru töluð sömu tungumál og
handan landamæranna og menningin er
svipuð. Slíkt mun skipta máli í aðlögun
flóttafólksins.
15.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51
– FULLT HÚS ÆVINTÝRA
DIDRIKSONS LIAM ÚLPA
Appelsínugul, blá og svört.
Stærðir: 130–170.
19.990 KR.
REYKJAVÍK • Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • mánud.–föstud. 10–18 • laugard. 10–16
ellingsen.is
AKUREYRI • Tryggvabraut 1-3 • Sími 460 3630 • mánud.–föstud. 8–18 • laugard. 10–16
DIDRIKSONS CARNIC KULDAGALLI
Fjólublár, svartur og rauður.
Stærðir: 80–130.
19.990 KR.
COLUMBIA TINY BEAR FLÍSGALLI
Bleikur og blár.
Stærðir: 6–12 mán. og 18–24 mán.
8.990 KR.
COLUMBIA POWDERBUG
KULDASKÓR
Bleikir, bláir og svartir.
Stærðir: 25–31.
11.990 KR.
Börn bíða við þvottalaugarnar á meðan mæður þeirra þvo þvottinn.