Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Blaðsíða 34
*Græjur og tækniÞað vekur jafnan athygli í tækniveröld þegar Apple kynnir nýjar vörur þótt sitt sýnist hverjum »36
Í
fjöldamörg ár hefur draumur manna verið að herma eftir Sean Con-
nery í Thunderball. Skella flaug aftan á bakið og fljúga um loftin blá.
Svona flaugar hafa svo sem alltaf verið til í raunveruleikanum en aldr-
ei haldist á lofti í meira en nokkrar sekúndur. Uppfinningamanninum
og frumkvöðlinum Glen Martin, sem á heiðurinn af hinum svokallaða
Martin Jetpack, hefur tekist að halda sinni flaug á lofti í meira en sjö
mínútur. Í því tilraunaflugi var 85 kílógramma gína notuð sem tilraunadýr
og kölluð Jetson. Fyrirtæki Martins, Martin Aircraft Company, tilkynnti
svo í vikunni að það væri búið að fá leyfi til að prófa tækið þar sem Mart-
in sjálfur verður við stjórnvölinn.
Gæti komið á almennan markað 2015
„Þetta er mikilvægt skref fyrir okkur því nú er þetta ekki lengur bara
draumur. Nú förum við á fullt að prófa og þetta gæti verið komið á mark-
aðinn vonandi á næsta ári,“ segir Peter Coker, stjórnarformaður fyrirtæk-
isins.
Fyrsta útgáfan verður þó líklega seld í hernað en almenningur gæti
fengið tækifæri til að fljúga tækinu árið 2015. Væntanlega fara samt ekki
allir á loft því verðið verður eins og tækið – í skýjunum.
FRAMTÍÐIN ER KOMIN
Vertu þinn
eigin James
Bond
FRÁ ÞVÍ AÐ JAMES BOND STAKK ILLMENNI AF Í MYNDINNI
THUNDERBALL MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA Á SIG HRYGGJAR-
FLAUG OG FLJÚGA BURT HEFUR VERIÐ DRAUMUR MARGRA
AÐ BÚA SLÍKAN BÚNAÐ TIL. NÚ ER FRUMKVÖÐULLINN
GLEN MARTIN BÚINN AÐ GERA SLÍKA FLAUG.
Benedikt Bóas benedikt@mbl.is
Svona kemur pakkinn til með að líta út. Verðið verður þó væntanlega til að fæla marga frá.
AFP
Hryggflaug Martins
Ummál:
Hæð: 152 cm
Breidd: 167,6 cm
Lengd: 152 cm
Byggingarefni:
Koltrefjar
Hámarkshraði:
100 km/klst
Fluglengd:
30 mínútur
Hæsta hæð:
50 metrar
Eldsneyti:
Bensín
Vél:
200 hestöfl
Þyngd:
113 kg
Verð:
50 - 75 þúsund pund
(10 - 14 milljónir króna)
Sean Connery sem James Bond í Thunderball. Frumkvöðullinn Glenn Martin við sköpunarverk sitt sem
hann segist hafa eytt 30 árum í að hanna og búa til.
GJÖRIÐ
SVO VEL!
Hafðu það hollt
í hádeginu
HAFÐU SAMBAN
D
OG FÁÐU TILBO
Ð!
HEITT & KALT | S: 533 3060 | heittogkalt@heittogkalt.is
HEITT OG KALT býður starfsfólki fyrirtækja hollan og
næringaríkan mat í hádegi.
Matseðill fyrir hverja viku er birtur á: www.heittogkalt.is
Sturla Birgisson er margverðlaunaður matreiðslumeistari
og er í dómnefnd fyrir Bocuse d’Or sem er ein virtasta
matreiðslukeppni heims.