Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Blaðsíða 23
15.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 A DHD er skammstöfun úr ensku (attention deficit hyperactivity dis- order) sem þýða má á íslensku sem athyglis- og ofvirkniröskun. ADHD er röskun í taugakerfi barna og þróast með aldrinum en hverfur ekki eins og áður var talið. Ýmsar faraldsfræðilegar rann- sóknir á almennu þýði sýna 5-10% algengi ADHD hjá börnum og unglingum og að hjá um helmingi þeirra (30-70%) þróist einkenni sem hafi veruleg hamlandi einkenni á ung- lings- og fullorðinsaldri. Það geta því allt að 7.000 Íslendingar á fullorðinsaldri verið með röskunina, fleiri karlmenn en konur en þó er talið að stúlkur séu vangreindar. Margir lifa með ADHD án þess að það hafi veruleg áhrif á líf þeirra og það er einn- ig þekkt að afreksfólk getur haft einkennin og að þau hafi jafnvel jákvæð áhrif. En vand- inn sem fylgir einkennunum er þó óumflýj- anlegur hjá flestum, sérstaklega ef hann hef- ur ekki verið meðhöndlaður strax í æsku. Athyglisbrestur, ofvirkni og hvatvísi eru höf- uðeinkenni ADHD en athyglisbrestur getur verið til staðar án þess að hin tvö einkennin fylgi. Er þá erfiðara að greina vandann sem oft kemur ekki í ljós hjá börnum fyrr en námserfiðleikar láta á sér kræla. Munurinn á þeim sem hefur röskunina og þeim sem finn- ur öðru hvoru fyrir athyglisbresti er að sá fyrrnefndi er alltaf með einkennin og það þarf m.a. að hafa í huga við greininguna. Það sama á við um hvatvísina og ofvirknina því aðrir sjúkdómar geta líka verið orsökin fyrir einkennunum. Hægt að hemja ofvirkni og hvatvísi Margir með sýnilega ofvirkni, eins og hreyfi- ofvirkni, losna að hluta eða öllu leyti við hana á unglingsárum eða geta lært að hemja hana með árunum. Aðrir halda þó áfram að vera á iði, eins og með hendur og fætur eða þurfa sífellt að vera á ferðinni eða með margt á prjónunum. Flestir upplifa þó áfram ofvirkni í hugsun og tala oft hratt og mikið. Hvatvísi er annar vandi sem fullorðnir með ADHD glíma við. Hún losar um hömlur og getur t.d. leitt til þess að hinn hvatvísi virðir ekki eðli- leg mörk í samskiptum, fær kaupæði eða lendir í fjármálaóreiðu. Röskunin getur einn- ig lýst sér í spennu og áhættuhegðun af ýmsu tagi, eins og fíkniefnaneyslu. En eins og ofvirkni þá getur hvatvísi minnkað eða orðið minna áberandi með árunum, þar sem sumir virðast ná að hemja þetta einkenni. Orsakir ADHD eru ekki þekktar en sterk- ar vísbendingar eru um bæði erfða,- um- hverfis- og líffræðiþætti. Sameindaerfða- fræðirannsóknir sýna breytileika í genum sem tengjast flutningi eða bindingu tauga- boðefnisins dópamíns og þá hefur verið talið að skemmd í djúphnoðum heilans leiði til taugalífefnafræðilegra frávika sem hafa áhrif á dópamínframleiðslu í taugaendum. Þá hef- ur verið sýnt fram á afbrigðilega virkni á svæðum í framhluta heilans, bæði með tauga- greiningu og taugasálfræðilegum aðferðum. Greining ADHD er bæði tímafrek og vanda- söm. Geðlæknar og sálfræðingar, sem greina fullorðna með ADHD, eru fáir og biðlistar langir. Ekki liggja fyrir nægilega góðar upp- lýsingar um greiningu og meðferð fullorðinna með ADHD hér á landi og þarf að bæta úr því. Lyfjameðferð er áhrifarík Eins og algengt er með geðraskanir er með- ferð ADHD ætíð samsett. Lyfjameðferð er það meðferðarúrræði sem lengst hefur verið beitt á markvissan hátt og er það úrræði sem best er stutt með rannsóknum. Lyfja- meðferð hefur verið umdeild, sérstaklega vegna þess að sum þeirra eru misnotuð af fíklum. Meirihluti rannsókna hefur þó sýnt að lyfjagjöf við ADHD er ekki ávísun á neyslu fíkniefna hjá þeim sem hafa röskunina en umræðan um misnotkun hefur reynst mörgum ADHD-einstaklingum erfið. Notkun þessara lyfja hér á landi er svipuð og gerist í Bandaríkjunum en meiri en í flestum Evr- ópuríkjum. Af örvandi lyfjum er methylp- henidate langmest notað. Í dag eru skrásett lyfin Rítalín® og Equazym® sem eru skammverkandi lyfjaform en Rítalín Uno® og Concerta® eru langverkandi og þurfa þá fullorðnir t.d. ekki að taka þau í skóla eða vinnu. Fullorðnir einstaklingar leita oftast sjálfir til fagaðila vegna einkenna sem þeir sjálfir eða aðstandendur þeirra telja að geti sam- rýmst ADHD. Einnig er algengt að foreldrar barna sem nýgreind eru með ADHD óski eftir mati. Sálfélagsleg meðferð breytir ekki þeim frávikum í heilastarfi sem eru undirrót vandans né heldur kjarnaeinkennum. Hún getur hins vegar dregið úr þeirri hömlun sem einkennin valda, létt á þeim tilfinn- ingalega vanda sem mjög oft fylgir ADHD og bætt aðlögun. Með fræðslu má skerpa vit- undina hjá þeim sem hafa röskunina um þau áhrif sem ADHD hefur á daglegt líf. Hug- ræn atferlismeðferð (HAM) hefur einnig reynst vel fyrir marga með ADHD sem og hópmeðferð með öðrum fullorðnum með ADHD, þar sem fólk getur rofið einangrun sína. Heimildir: http://www.adhd.is/is(skoðað 12.09.2013) Grétar Sigurbergsson. ADHD hjá full- orðnum. http://www.adhd.is/is/moya/page/ adhd_fullordnir(skoðað 12.09.2013) Baldursson G, Magnússon P, Haraldsson HM, Vinnulag við greiningu og meðferð at- hyglisbrests með ofvirkni (ADHD). Land- læknisembættið, 2012 (skoðað 13.09.2013). Sótt á:http://www.landlaeknir.is/gaedi-og- eftirlit/heilbrigdisstarfsfolk/klininskar- leidbeiningar/leidbeiningar/item14931/ ADHD---vinnulag-vid-greiningu-og-medferd ADHD vangreint hjá fullorðnum Hljómsveitin ADHD hefur talað um það opinberlega að athyglisbrestur liðsfélaga hafi haft jákvæð áhrif á þeirra tónlistarsköpun. Morgunblaðið/Golli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.