Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Blaðsíða 45
Obama var mjög vellukkaður forsetaframbjóðandi.
Hann safnaði í kringum sig hópi hæfileikafólks af fjöl-
mörgum sviðum sem treysti mjög baráttu hans. Hann
sló á réttu strengina í ræðum sínum, sem hann flutti
af eldmóði og sannfærði nægilega marga Bandaríkja-
menn um að hann væri kyndilberi vonarinnar í kosn-
ingunum en ekki andstæðingur hans. Þegar að end-
urkjöri hans kom fjórum árum síðar þótti hann ekki
standa sterkt og repúblikanar voru sigurvissir í upp-
hafi kosningabaráttunnar. Það dró ekki úr þeirri
vissu þegar Mitt Romney þótt hafa betur í einvígi
þeirra Obama. En repúblikunum urðu á margvísileg
mistök í baráttunni og Obama náði sér á strik á ný og
vann sannfærandi sigur. Fréttaskýrendur hafa haft á
orði að Obama þyki augljóslega gaman að því að vera
forsetaframbjóðandi en njóti sín síður sem forseti. En
fyrrverandi stuðningsmenn hans og aðdáendur eru
margir farnir að efast um fyrir hvað hann standi.
Hann hefur enn ekki efnt loforð sitt um að loka sér-
stökum fangabúðum meintra hermdarverkamanna á
Kúbu. Hann hefur staðið fyrir sívaxandi persónu-
njósnum leyniþjónustustofnana gagnvart almennum
borgurum, jafnt Bandaríkjamönnum sem öðrum, og
hefur þótt mjög harðhentur í garð uppljóstrara um
slíka iðju hins opinbera. Hann hefur sjálfur persónu-
lega haft hönd í bagga með að velja fórnarlömb
sprengjuárása úr ómönnuðum árásarvélum í fjölda
landa. Sumum þykja þessir þættir klæða frið-
arverðlaunahafa Nóbels fremur illa. En aðrir benda á
að Obama hafi unnið að því að kalla bandaríska her-
menn heim frá Írak og Afganistan. Fyrirsjáanlegt er
að horfurnar í þeim löndum eru ömurlegar þegar her-
liðið verður á bak og brott. En það er ekki sök núver-
andi forseta Bandaríkjanna segja stuðningsmenn
hans og hafa töluvert til síns máls.
Veikluleg staða
En það sem einkum veikir stöðu Obama um þessar
mundir og dregur jafnt og þétt úr sjálfstrausti
Bandaríkjanna út á við eru ekki þessi atriði. Þótt yfir-
völdum í Washington hafi tekist mun betur að bregð-
ast við banka- og efnahagskreppunni en starfs-
bræðrum þeirra austanhafs í Brussel og einstökum
ríkjum Evrópu er ekki allt sem sýnist vestra. Stór-
karlaleg peningaprentun seðlabanka Bandaríkjanna
annars vegar og veik fjármálastjórn forsetans og
stjórnar hans hins vegar er sem tifandi sprengja.
Seðlabankinn dælir út peningum á útsöluprís. Á með-
an sú gleði stendur brosa þeir breitt á Wall Street og
pappírar þeirra glansa. Svo lengi sem menn fá ótæpi-
legt fé á lágum vöxtum setja þeir fé í fjárfestingar
sem ekki endilega uppfylla ströngustu kröfur og jafn-
vel fjarri því, þar á meðal í þróunarríkjunum. Þegar
seðlabanki Bandaríkjanna verður að axla á ný hlut-
verk gleðispillis og dollaraúrfellinu styttir upp kippa
menn að sér þeirri hendinni fyrst. Þá bregður þeim
illa í nývaxtarríkjunum þegar féð er rekið aftur í rétt-
ina heima. En nú er staðan orðin sú að viðskiptajöfrar
á Vesturlöndum geta ekki látið sér fátt um finnast
þótt nývaxtarmenn fái að svitna. Ríkin sem í hlut eiga
eru ekki aðeins nývaxtarríki. Þau eru markaður sem
heimskapítalisminn er orðinn háður og getur ekki án
verið. Bandaríkin eru í fyrsta sinn í sögunni orðin
mjög háð efnahagsþróun í öðrum heimshlutum, svo
sem í Kína og í Asíu almennt og að nokkru í Evrópu.
Þeir eru ekki lengur með einkaréttinn á gæfusmíði
efnahagsmála í veröldinni. Þeir eru ekki lengur ein-
göngu í hlutverki gerandans. Nú verða þeir um margt
að deila kjörum með þolendunum líka.
Hikandi herveldi tapar áhrifum
Og þótt enn séu Bandaríkin mesta hernaðarveldi
heims og ekkert annað ríki nærri því að skáka þeirri
stöðu næstu árin er þar ekki heldur allt sem sýnist.
Obama hefur veitt litla eða ómarkvissa forystu út á
við. Hann misskildi eða vanmat áhrif valdatöku
Bræðralags múslíma í Egyptalandi. Friðarverðlauna-
hafinn kunni ekki við að standa með egypska hernum
þegar hann komst ekki hjá að grípa inn í atburða-
rásina í landinu. En Obama treysti sér ekki heldur til
að kveða upp úr um að herinn hefði framið valdarán,
að vísu tilneyddur. Obama veitti ekki forystu heldur
elti Sarkozy og Cameron í Túnis og Líbíu. Hann fékk
samþykkt í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna að Nató
mætti sjá til þess að einræðisherrar þessara ríkja
beittu ekki flugher sínum gegn almennum borgurum.
Pútín beitti ekki neitunarvaldi í það sinn. Hann sat
hjá. En Natóríkin breyttu flugherjum sínum í flugher
uppreisnarmanna og þverbrutu þannig samþykkt ör-
yggisráðsins. Pútín segist nú brenndur af þeirri
framgöngu og var um sig. Þess sjái stað í örygg-
isráðinu.
Eftir að Cameron varð fyrsti forsætisráðherrann í
sögu Bretlands til að fá ekki þingið með sér í hern-
aðaraðgerðir leist Obama ekki á að herja á Sýrland
án heimildar öryggisráðsins, án síns tryggasta
bandamanns og án atbeina Bandaríkjaþings. Reynt
hefur verið að hrósa Obama fyrir að kúvenda, hvað
þetta varðaði, eftir að hafa málað sig út í horn. Þegar
einungis 27 þingmenn af hálfu fimmta hundraði í full-
trúadeildinni höfðu heitið forsetanum stuðningi við
beiðni hans um árás á Sýrland var öllum ljóst að hann
hafði ekki stöðu til aðgerða. Því greip hann fegins
hendi hugmynd um að Sýrland myndi samþykkja að
koma efnavopnum sínum undir annarra stjórn.
Stuðningsmenn forsetans reyna nú að spinna þann
þráðinn að hótanir hans hafi skilað þessu. En vandinn
við spunann þann er sá, að þær hótanir voru inni-
stæðulausar, eins og staðan í þinginu sannaði. Nú
þykir flestum sem um málin fjalla að Obama hafi
stórlega veikt stöðu sína og traust til hans sé í lág-
marki. Vinir Bandaríkjanna treysti honum ekki og
óvinir þeirra óttist hann ekki. Ýmsir í heimalandi for-
setans súta það ekki þótt staða Obama sé slæm. En
þeir gera sér grein fyrir því, að sá böggull fylgir
skammrifi að álitið á Bandaríkjum sem slíkum lýtur
sömu lögmálum.
Klerkaveldið í Íran horfir á atburðarásina með eft-
irtekt. Ekki er líklegt að þeir sem þar ráða öllu, bein-
tengdir við spámanninn, telji nauðsynlegt við þessar
aðstæður að hægja á áætlunum sínum um að komast
fyrr en síðar í hóp kjarnorkuvelda. Þá væri fum og
fótaskortur friðarverðlaunahafans orðið dýrkeypt.
Morgunblaðið/Ómar
Réttir í Hruna.
15.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45