Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Blaðsíða 30
Fyrir 1 3 msk. kínóaflögur ½-1 tsk. kanill 2 dl vatn 1 dl íslensk aðalbláber eða bláber ½ tsk. smjör eða kókósolía ½-1 tsk. hunang eða engiferhunang sjávarsalt Setjið vatn, kanil, salt og kínóa- flögur í pott og sjóðið í 1–2 mínútur án loks, þar til grauturinn er orðinn þykkur. Athugið að í þennan graut eru notaðar kínóaflögur en ekki heil kínóagrjón, sem tekur mun lengri tíma að sjóða. Bætið síðan frosnum eða ferskum berjum út í og hitið í örstutta stund, eða þar til graut- urinn er orðinn fallega fjólublár á lit- inn. Setjið hann þá í skál og hrærið smjörklípu og hunang saman við. Til að búa til engiferhunang er ferskur engifer rifinn í krukku og fljótandi hunangi bætt við þar til það flýtur yf- ir, en það geymist í margar vikur á þennan hátt. TEBLAND VIÐ KVEFI OG FLENSU 1 msk. vallhumall 1 msk. blóðberg eða garðablóðberg (timjan) 1 msk. fjallagrös, mulin 1 msk. hvannarfræ 2 cm ferskur engifer, saxaður Tejurtirnar eru settar í 750 ml hitabrúsa og sjóðandi vatni hellt yfir. Síið jurt- irnar frá þegar hellt er í bolla en setjið þær svo aftur í hitabrúsann og látið liggja í allan daginn. Drekkið einn hitabrúsa af tei á dag. Morgun- grautur grasalæknisins 30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.9. 2013 Matur og drykkir Þ etta er hér um bil eina rútínan í lífi mínu – að borða þennan graut. Það er svo mikil forvörn í honum og fyrir utan vítamínin þá innihalda blá- berin auðvitað svo mikið af andoxunarefnum. Hann er sem sagt bráðhollur þótt hann líti kannski ekki sérlega vel út,“ segir Anna Rósa Róbertsdóttir grasa- læknir og hlær. Anna Rósa tínir marga lítra af bláberj- um á hverju hausti enda þarf hún að geta gert grautinn sinn alveg þar til annar berjamór býðst að ári. Anna Rósa bjó til grautinn fyrst þegar hún var með sjúklinga í ráðgjöf hjá sér vegna glútenóþols en kínóa er glútenlaust og afar próteinríkt. Brátt var hún þó farin að elda hann handa sjálfri sér á hverjum degi enda er grauturinn fljóteldaður og inniheldur fá hráefni. „Á sunnudögum bæti ég rjóma saman við.“ Anna Rósa gaf Sunnudagsblaði Morgunblaðsins einnig uppskrift að te en sjálf hugar hún vel að forvörnum fyrir haustflensur og kvef. Bæði tekur hún tinktúrur þær sem hún hefur útbúið og margir þekkja að góðu, en þær inni- halda kröftugar lækningajurtir, og svo drekkur hún heil- an lítra af jurtatei á dag þegar henni líður eins og ónæmiskerfið sé eitthvað að veikjast. Meðal tinktúra Önnu Rósa sem njóta vinsælda er einn rótsterkur flen- subani sem kallast Sólhattur og hvönn og er fullur af pipar og engiferi. „En varðandi grautinn má líka benda á að ef fólk lang- ar í enn matarmeiri graut má bæta í hann fræjum og möndlum að vild og auðvitað má svo hafa hvaða ber sem er; kræki-, jarðar- ,hind- og hrútaber. Sjálfri finnst mér hann þó langbestur með aðalbláberjum.“ Benda má les- endum á að á heimasíðu Önnu Rósu, annarosa.is, er mik- inn fróðleik um jurtir að finna en sjálf byrjar Anna Rósa að tína jurtir í maí, byrjar þá á fíflablöðunum, og er tína langt fram í september. Þetta hefur því verið mikil ann- atíð og sérstaklega hefur tínslan reynt á núna því hafa þarf fyrir því að finna berin þar sem spretta er ekki góð. Morgunblaðið/Golli HAUSTGRAUTUR OG TE Úr berjamó í grautargerð Anna Rósa Róbertsdóttir grasalæknir fær sjaldan flensu enda dugleg að neyta fjölbreyttrar fæðu og drekka jurtate daglega. Bláberjagrauturinn er sneisa- fullur af andoxunarefnum og vítamínum og bæta má því við sem hvern lystir; möndluflögum, svo og annars konar berjum. ANNA RÓSA RÓBERTSDÓTTIR GRASALÆKNIR HEFUR VERIÐ IÐIN Í BERJAMÓ TIL AÐ EIGA Í GRAUTINN NÆSTU 12 MÁNUÐI. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.