Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Síða 55
Vinningshafar í siglingamyndakeppni mbl.is, Nýherja og Sigl-
ingasambandsins: Gísli Þorsteinsson, markaðsstjóri Nýherja,
Anna Kristín Gylfadóttir, Kristján Georgsson, faðir Kristjáns
Unnars Kristjánssonar sem tók við verðlaununum fyrir hans
hönd, og Ásgeir Eggertsson.
Vinningshafar í ljósmyndakeppni mbl.is og Nýherja; f.v. Gísli
Þorsteinsson, markaðsstjóri Nýherja, Finnur Andrésson,
Gunnlaugur Örn Valsson og Ólöf Halla Bjarnadóttir sem tók
við verðlaununum fyrir hönd Flosa Bjarnasonar.
S
umarljósmyndakeppni mbl.is og Nýherja lauk
31. ágúst síðastliðinn. Alls bárust um 4.000
myndir í keppnina, þar af um 600 myndir
tengdar sjó og siglingum, en veitt voru sér-
stök verðlaun fyrir slíkar myndir í tilefni af 40 ára
starfi Siglingasambands Íslands.
Dómnefnd skipuð stafsmönnum og ljósmyndara
Árvakurs og stafsmanni Nýherja fór yfir myndirnar
og valdi úr þrjá þær bestu, en stjórn Siglinga-
sambands Íslands valdi bestu siglingamyndirnar.
Fyrstu verðlaun í ljósmyndakeppninni hlaut Finn-
ur Andrésson fyrir mynd sem hann nefndi „Lúxus
máltíð“ og fær hann að launum Canon EOS 650D
myndavél með 18-55 mm linsu.
Önnur verðlaun hreppti Gunnlaugur Örn Valsson
fyrir mynd af eyðibýlinu Hólmi við Kirkjubæj-
arklaustur. Hann fékk fyrir Canon IXUS 240 HS
myndavél.
Þriðju verðlaun fékk Flosi Bjarnason fyrir mynd-
ina „Æi … meiddir þú þig?“, en þess má geta að hún
er tekin á Samsung-snjallsíma. Flosi fær fyrir Canon
PIXMA MG6350 fjölnota prentara.
Í keppni um bestu siglingamyndina varð mynd Ásgeirs Egg-
ertssonar „Á góðri siglingu á Topper Topaz“ í fyrsta sæti og fær
Ásgeir fyrir Canon PowerShot D20 myndavél. Í öðru sæti varð
mynd Kristjáns Unnars Kristjánssonar, „Lognið á undan storm-
inum“, og Kristján fær kajaknámskeið frá Kayakklúbbnum í
Reykjavík og bókina Sjókajakar á Íslandi eftir Örlyg Sig-
urjónsson. Í þriðja sæti varð Anna Kristín Gylfadóttir með
myndina „Kajak og sólsetur við Elliðavatn“. Hún fær í verðlaun
siglingu fyrir tvo á sundunum við Reykjavík.
arnim@mbl.is
2. verðlaun Mynd Gunnlaugs Arnar Valssonar af eyðibýlinu Hólmi við Kirkjubæjarklaustur.
2. verðlaun siglingamynda Mynd Kristjáns Unnars Kristjánssonar, „Lognið
á undan storminum“.
1. verðlaun Sigurmyndin „Lúxus máltíð“ eftir Finn Andrésson.
1. verðlaun siglingamynda „Á góðri Siglingu á Topper
Topaz“ eftir Ásgeir Eggertsson.
3. verðlaun Verðlaunamynd Flosa Bjarnasonar, „Æi ... meiddir þú þig?“, var
tekin á Samsung snjallsíma.
3. verðlaun siglingamynda Mynd Önnu Kristínar
Gylfadóttur, „Kajak og sólsetur við Elliðavatn“.
ÚRSLIT Í SUMARLJÓSMYNDAKEPPNI
15.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 55
Lán til endurbóta
og viðbygginga
Íbúðalánasjóður veitir lán til endurbóta á húsnæði að innan og utan.
Meðal annars eru veitt lán til lóðarframkvæmda og viðbóta við húsnæði.
Lán geta numið allt að 80% af framkvæmdakostnaði. Hámarkslán eru
20 milljónir og lánstími 5 til 40 ár. Sömu vextir eru á þessum lánum og
almennum lánum Íbúðalánasjóðs.
Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969
www.ils.is