Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Page 63

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Page 63
15.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 63 BUMBUNA BURT!K YNN ING Þarmaflóran í venjulegri manneskju inniheldur hundruð mismunandi tegunda gerla og baktería. Jafnvægi þessara baktería getur raskast vegna veikinda, inntöku sýklalyfja, kaffidrykkju og margra annarra orsaka í umhverfi okkar. Próbíótísku gerlarnir, þar með talið asidófílus, losa okkur við slæmu bakteríurnar og koma á nauðsynlegu jafnvægi í þörmunum. Nú hefur komið í ljós að þessir vinveittu gerlar geti líka hjálpað til við að minnka kviðfitu. Undraverður árangur Nýleg rannsókn (sjá: www.consumerlab.com) á japönskum karl-mönnum sem allir voru of þungir sýndi að með því að gefa þeim stóra skammta af próbíótískum gerlum í 12 vikur minnkaði kviðfitan um 4.6%. Viðmiðunarhópurinn sem fékk lyfleysu sýndi hins vegar engan árangur. Virkni próbíótískra gerla felst m.a. í því að þeir koma jafnvægi á hormónabústapinn okkar. Sérstaklega á hormónin leptin og ghrelin sem senda skilaboð til heilans um hvort við séum svöng eða södd. Þegar þarmagerlarnir eru í jafnvægi senda þeir “eðlileg” skilaboð um hvort við séum södd eða svöng en ef ójafnvæg- is gætir á þessum hormónum geta skilaboðin brenglast með þeim afleiðingum að við finnum fyrir hungurtilfinningu án þess að vera í raun svöng og höfum því tilhneigingu til að borða of mikið. Með því að borða of mikið eyðum við einnig of mikilli orku í meltinguna sem verður til þess að orkan minnkar sem í framhaldi leiðir til minnkaðrar hvatar til að hreyfa sig. Minni hreyfing getur svo stuðlað að því að við fitnum meira. Heilbrigð þarmaflóra minnkar einnig upptöku kolvetna í smáþörmunum, sem annars breytast í kviðfitu, með því að hreinlega éta þessi kolvetni. Rannsóknir hafa að auki sýnt að slæmar bakteríur, sem fyrirfinnast í þörmum þar sem ójafnvægi baktería og gerla ríkir, framleiða eiturefnin lipopolysac- cardies (LPS) sem geta framkallað insulín-ónæmi eða undanfara áunnar sykursýki (sykursýki týpu 2). Sýru- og gallþolnir gerlar Mikilvægt er að gerlarnir sem teknir eru séu sýru- og gallþolnir því maginn inniheldur mikla sýru og próbíótísku gerlarnir eiga mjög erfitt með að lifa af í því háa sýrustigi sem fyrirfinnst í maganum. En ekki má gleyma því að maginn á að vera súr. Þörfin fyrir góðgerlana er í smáþörmunum og því þurfa þeir að lifa af ferðina í gegnum súran magann. Dr. S.K. Dash, höfundur Prógastró DDS+3 hefur þróað tækni sem gerir alla hans gerla sýruþolna. Prógastró DD+3 eru því bæði gall- og sýruþolnir ásamt því að vetra einn öflugasti asídófílusinn á markaðnum í dag. Hann inniheldur fjórar tegundir af góðgerlum sem margfalda sig í smáþörmunum og koma þeim í frábært jafnvægi. Prógastró DDS+3 þarf ekki nauðsynlega að geyma í kæli þ.a. á sumum sölustöðum finnst hann í hillum en samt er ráðlagt að geyma í kæli eftir opnun. Hægt er að kaupa Prógastró DDS+3 í öllum helstu apótekum, Heilsuhúsinu, Lifandi Markaði, Krónunni, Hagkaupum og Fjarðarkaupum. Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is. Heimildir: www.naturalnews.com www.livescience.com www.consumerlab.com www.drhyman.com Nýjar rannsóknir sýna fylgni milli inntöku próbíótískra gerla og minnkaðrar kviðfitu Hljómar frá Keflavík léku óvænt á balli í Keflavík hinn 5. október 1963 eftir að hljómsveit úr Reykjavík hafði forfallast. Með tímanum varð sveitin ein sú vinsæl- asta á landinu og lög eins og Þú og ég, Bláu augun þín, Ég elska alla, Fyrsti kosinn og fleiri hafa orðið langlíf. Sléttum fimmtíu árum eftir fyrsta ball- ið verða stórtónleikar haldnir í Eldborg í Hörpu þar sem sérstakir gestir verða hinir upprunalegu Hljómar Engilbert Jen- sen, Gunnar Þórðarson og Erlingur Björnsson auk Júlíusar Freys Guðmunds- sonar, en hann er sonur Rúnars Júl- íussonar heitins. Tónlistarstjóri er Eyþór Gunnarsson en Stefán Hilmarsson, Valdimar Guðmunds- son, Unnsteinn Manuel og Ágústa Eva Erlendsdóttir taka þátt í að flytja hin ódauðlegu lög Hljóma. Miðar á tónleikana eru fáanlegir á Miði.is. Pétur Östlund, Engilbert Jensen og Gunnar Þórðarson á tónleikum 1981. Engilbert og Gunnar ásamt Erlingi Björnssyni koma fram í Hörpu en með þeim verður Júlíus Freyr Guðmundsson. STJÖRNUM PRÝDDIR HLJÓMATÓNLEIKAR Hálf öld af Hljómum HINN 5. OKTÓBER VERÐUR NÁKVÆMLEGA HÁLF ÖLD LIÐIN FRÁ ÞVÍ AÐ HLJÓMAR SPILUÐU Á SÍNU FYRSTA BALLI Í KROSSINUM Í KEFLAVÍK. STÓRTÓNLEIKAR VERÐA HALDNIR Í ELDBORGARSAL HÖRPU TIL AÐ FAGNA TÍMAMÓTUNUM. Tónlistarfólkið Unnsteinn Manuel Stefánsson, Ágústa Eva Erlendsdóttir og Stefán Hilmarsson eru meðal flytjenda á Hljómatónleikunum í Hörpu hinn 5. október næstkomandi. Danski leikstjórinn Søren Kragh-Jacobsen er einn af þeim sem mæta með sína nýjustu mynd á Alþjóðlega kvikmyndahátíð, RIFF. Myndin heitir Stund gaupunnar og er sálfræðitryllir. Kragh-Jacobsen hefur verið lengi að og ein af þekktari myndum sem hann hefur leikstýrt er Gúmmí-Tarsan eftir sögu Oles Lunds Kirkegaards árið 1981. RIFF fer fram dagana 26. september til 6. október næstkomandi og má nálgast dag- skrána í heild og upplýsingar um einstaka viðburði á vef hátíðarinnar, www.riff.is. Kvikmyndin um Gúmmí-Tarsan naut mikilla vin- sælda á níunda áratug síðustu aldar. Leikstjóri Gúmmí- Tarsans til landsins

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.