Morgunblaðið - 07.10.2013, Qupperneq 1
Margra alda gömul beinagrind var á meðal þess
sem um hundrað börn sem þáðu boð Þjóðminja-
safnsins um leiðsögn í gegnum grunnsýningu
þess, „Þjóð verður til – menning og samfélag í
1.200 ár“, sáu í gær. Þar voru börnin leidd í allan
sannleikann um sögu lands og þjóðar.
Ferðalagið í gegnum tímann hófst á slóðum
landnámsmanna á 9. öld og fengu börnin að
berja sverð, gamaldags leikföng og dularfullan
álfapott augum. Ekki var annað að sjá en að
beinagrindin í glerbúrinu hefði náð að fanga at-
hygli ungviðisins.
Þjóðminjasafnið bauð fjölda barna upp á leiðsögn um grunnsýningu safnsins í gær
Morgunblaðið/Ómar
Leiddu börnin í gegnum sögu þjóðarinnar
M Á N U D A G U R 7. O K T Ó B E R 2 0 1 3
232. tölublað 101. árgangur
MYNDLISTAR-
KONAN OG
MAKRÍLLINN ÍSLENSKUR TÖLVULEIKUR
BARNABÆKUR
BREYTA
LÍFUM
FRUMKVÖÐLASETRIÐ KVIKA 10 MÁLÞING SIGRÚNAR 34ÞÓRSHÖFN 14
ÁRA
STOFNAÐ
1913
Þakklæti Thusha er sjö ára í dag. Fjöl-
skylda hennar er Viðari afar þakklát.
Viðar Magnússon starfaði sem
bráðalæknir utan sjúkrahúsa í
London fyrir tveimur árum þegar
Thusha Kamaleswaran, fimm ára
stúlka, varð fyrir byssuskoti í skot-
árás á milli tveggja glæpagengja.
Viðar var hluti af sérhæfðu neyð-
arteymi sem kom fljótlega á slys-
stað og bjargaði lífi stúlkunnar með
skurðaðgerð úti á miðri götu.
Flutningur á spítalann hefði tekið
of langan tíma. „Það hefði verið
kannski 10-15 mínútna flutningur.
Hún hefði ekki lifað það af,“ segir
Viðar sem heimsótti Thushu og fjöl-
skyldu hennar til Bretlands, en þau
eru honum afar þakklát. »2
Bjargaði fimm ára
stúlku eftir skot-
árás glæpagengis
50 milljarðar í bætur
» Í forsendum fjárlagafrum-
varpsins er áætlað að atvinnu-
leysi verði 4,5-3,7% 2014-2017.
» Vinnumálastofnun áætlar að
greiddir verði 12-13 milljarðar í
bætur á ári á tímabilinu, eða
alls um 50 milljarðar króna.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Það er að mínu mati skynsamlegra
að ráðast í atvinnuátak sem beinist
að fyrirtækjum heldur en að fólk fari
í stórum stíl að treysta á fjárhags-
aðstoð sveitarfélaga,“ segir Halldór
Halldórsson, formaður Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga, um þörfina
fyrir átaksverkefni.
Kostnaður sveitarfélaga vegna
fjárhagsaðstoðar var til umræðu á
fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna.
Unnur V. Ingólfsdóttir, fram-
kvæmdastjóri fjölskyldusviðs Mos-
fellsbæjar, segir vaxandi þörf ungs
fólks fyrir félagsaðstoð geta skapað
vanda sem verði sveitarfélögunum
ofviða. Hátt leiguverð á fasteigna-
markaði auki á vandann.
„Því fylgir rótleysi þegar ungt fólk
sem á orðið börn þarf að flytja á milli
hverfa og bæjarfélaga vegna þess að
tekjur þess standa ekki undir leigu.
Það þarf ekki mikla spekinga til að
sjá hvaða hætta bíður þeirra einstak-
linga,“ segir Unnur og vísar til barna
þessa fólks.
Hundruð einstaklinga fengu tíma-
bundin störf hjá sveitarfélögunum
sem renna út í vetur og verða flest
þeirra ekki endurnýjuð.
Óvíst hvort fjármunir fáist
Gissur Pétursson, forstjóri Vinnu-
málastofnunar, segir að átaks-
verkefnunum Vinnandi vegi og Liðs-
styrk sé að ljúka. Síðarnefnda
verkefnið er fyrir fólk sem hefur ver-
ið lengi án vinnu og segir Gissur
stofnunina vilja fylgja því eftir með
verkefnum fyrir fólk sem þiggur
fjárhagsaðstoð hjá sveitarfélögun-
um. Að fyrirtæki fái greitt með slík-
um starfskröftum til að byrja með.
Óvíst sé hins vegar hvort fjármunir
til þess fáist.
MVaxandi þörf fyrir aðstoð »4
Kallað eftir nýjum
átaksverkefnum
Félagslegur vandi talinn geta orðið sveitarfélögum ofviða
Morgunblaðið/Ómar
Umferð Mjög erfitt getur verið að
finna ódýra, eyðslugranna bíla.
„Eyðslugrannir bílar í verðflokknum
300 til 600 þúsund og jafnvel allt að
milljón seljast nánast samdægurs,“
sagði Björgvin Harðarson, eigandi
Bílasölu Íslands.
Bíla sem kosta á bilinu 200 til 500
þúsund krónur sagði hann seljast
nánast samdægurs og oft innan
nokkurra klukkustunda frá því þeir
eru skráðir á sölu.
Hann sagði þetta meðal annars
stafa af því að í góðærinu var mörg-
um bílum fargað sem vel hefði verið
hægt að halda á götunum. »6
Vandfundnir
ódýrir bílar
Seljast mjög hratt
Eamonn
Butler, fram-
kvæmdastjóri
hugveitunnar
Adam Smith
Institute, segir
það hafa verið
siðferðilega
rangt af breskum
stjórnvöldum að
setja hryðju-
verkalög á Ísland, eina bestu vina-
þjóð Bretlands.
Í samtali við Morgunblaðið segir
hann Verkamannaflokkinn hafa
misbeitt valdi sínu, enda hafi það
ekki verið hlutverk laganna að
skaða orðspor og efnahag vina-
þjóðar. »6
Hryðjaverkalögin
siðferðilega röng
Eamonn Butler
Vigdís Hauks-
dóttir, formaður
fjárlaganefndar
Alþingis, telur
vel hægt að færa
til fé í ríkis-
rekstrinum
þannig að ekki
þurfi að afla 200
milljóna króna
með legu-
gjöldum.
Kveðst Vigdís aðspurð jafnvel sjá
fyrir sér að það takist að finna enn
meira fé til reksturs sjúkrahúsanna
með frekari tilfærslu ríkisútgjalda.
Þá kunni hagræðingarhópurinn,
sem Vigdís á sæti í, að finna sparn-
aðarleiðir sem geri kleift að gera
enn betur við sjúkrahúsin. »6
Niðurskurður tryggi
Landspítalanum fé
Vigdís
Hauksdóttir