Morgunblaðið - 07.10.2013, Qupperneq 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 2013
✝ Þórhalla Gunn-laugsdóttir
fæddist í Höfn í
Bakkafirði, N-Múl.
17. nóvember 1928.
Hún lést í Reykja-
vík 26. september
2013.
Foreldrar henn-
ar voru Gunn-
laugur Andreas
Jónsson, f. 1876, d.
1933 og Oktavía
Stefanía Jóhannesdóttir, f.
1889, d. 1969. Þórhalla var
yngst fimm systkina, Guðrún
Gunnlaugsdóttir, f. 1913, d.
1977, Jón Gunnlaugsson, f.
1914, d. 1997, Karl Gunn-
laugsson, f. 1915, d. 1989, Ottó
Gunnlaugsson, f. 1922, d. 1991.
Maki Þórhöllu var Guð-
mundur Þórir Elíasson, vél-
stjóri, fæddur í Hafnarfirði 27.
júlí 1928, d. 8. febrúar 1959,
fórst með togaranum Júlí frá
Hafnarfirði, við Nýfundnaland.
Þórhalla og Guðmundur eign-
uðust þrjú börn: 1) Oktavía
Guðmundsdóttir, fædd í
Reykjavík 9. september 1951.
Fyrrverandi eiginmaður: Krist-
inn Karl Guðmundsson, f. 1951,
börn þeirra eru Davíð Guð-
mundur Kristinsson, f. 1971,
Gunnar Andreas Kristinsson, f.
1976. Núverandi eiginmaður:
Ólafur Torfason, f.
1951, sonur þeirra
er Torfi Karl
Ólafsson, f. 1992. 2)
Gunnlaugur Guð-
mundsson, fæddur
í Njarðvík 28. apríl
1954. Eiginkona:
Svanborg Marta
Óskarsdóttir, f.
1953, uppeld-
isdóttir Birgitta
Ósk, f. 1974. 3) Elí-
as Þórður Guðmundsson, fædd-
ur á Akranesi 9. júní 1957.
Kona hans er Hafdís Ólafs-
dóttir. Dætur hans eru Eva
Björk Naji Elíasdóttir, f. 1978,
barnsmóðir Halla Ólöf Krist-
mundsdóttir, f. 1957, og Rakel
Elíasdóttir, f. 1981, barnsmóðir
Ásta Jóna Guðjónsdóttir, f.
1961. Elías á einn son: Bjartur
Elíasson, f. 2000. Barnsmóðir
Kristín Valgerður Gísladóttir, f.
1960.
Þórhalla bjó á Akureyri fram
til 14 ára aldurs og eftir það í
Reykjavík, síðustu árin í Teiga-
seli 11 og Droplaugarstöðum.
Hún starfaði í Reykjavík-
urapóteki, Keflavíkurflugvelli,
Laugavegsapóteki og Landspít-
alanum.
Útför Þórhöllu fer fram frá
Neskirkju í dag, 7. október
2013, kl. 13.
Fyrir nokkrum árum var
tengdamamma á 3. eða 4. hæð á
Landakotsspítala. Hún var venju
fremur hornótt og alls ekki dús
við vistina. Ég kom í heimsókn
og við ákváðum að fara út í
göngutúr í góða veðrinu. Inn í
lyftuna kemur virðulegur maður
sem tengdamamma þekkir strax,
yfirlæknirinn sjálfur, og hann
heilsar: „Sæl Þórhalla.“ Og nú
tók sú gamla við sér. „Það er
mikið að maður sér ykkur
læknana. Þú hefur væntanlega
verið að sækja launin þín. Há-
menntaður maður sem gerir
ekki neitt. Ekki ertu að hjálpa
sjúklingunum og því síður að
lækna þá enda ertu aldrei á
staðnum.“
Blessaður maðurinn gat rétt
stunið upp einu „Þórhalla mín“
áður en tengdamamma hélt
áfram ádrepunni og var fljótur
burt þegar lyftan stoppaði.
Það er á mörkunum að segja
hálfgerðan tengdamömmu-
brandara í minningargrein en
Þórhalla hafði mikinn húmor og
hefði haft gaman af. Hún gat
verið svolítið kaldhæðin en alltaf
var hún hrein og bein við fólk.
Sjaldan lá hún á skoðunum
sínum um menn og málefni hvort
sem henni líkaði eða mislíkaði.
Sjálfur var ég svo heppinn að
vera í þeim hópi sem henni líkaði
við svo ég slapp með skrekkinn.
Reyndar var hún með arnaraugu
og ófeimin að benda á að annar
skórinn væri óreimaður eða bux-
urnar krumpaðar. Hún var
óspör á lofið til þeirra sem hún
taldi eiga það skilið. Á mér hafði
hún talsverða matarást og fékk
ég oft að heyra að ég væri besti
kokkur landsins.
Þórhöllu þekkti ég í aldar-
fjórðung og fékk hana sem kaup-
auka með dóttur hennar. Alltaf
var húmorinn í góðu lagi og líka
seinustu árin þegar erfið veik-
indi sviptu hana flestu. Það var
alltaf gaman að gantast við hana.
Eitt sinn þegar við Oktavía vor-
um í tilhugalífinu og við þrjú
saman í mat spurði hún: „Dóttir
mín er prýðiskona, en hverjir
þykja þér vera helstu kostir
hennar?“ Hún hló dátt þegar ég
svaraði að það væri nú margt og
ekki síst „sumt“ tengdafólkið.
Svo horfði hún á dóttur sína.
„Þetta er góður maður, Oktavía,
vertu góð við hann.“
Seinustu árin bjó Þórhalla á
Droplaugarstöðum. Hún var
örugglega ekki auðveldasti
heimilismaðurinn og eflaust
reynt oft á þolrif starfsmanna.
Sjálf þakkar hún fyrir sig með
því sem hún sagði á dánardegi
við einn starfsmanninn, erlenda
konu: „Þú hefur alltaf verið mér
góð.“ Álíka orð sagði hún í minni
áheyrn við aðra starfsmenn og
það veit ég að þeir áttu þau skil-
ið.
Þakka þér viðkynninguna,
kæra tengdó.
Ólafur Torfason.
Amma Lalla komst í það
minnsta tvisvar í blöðin: Þegar
Ármannsstúlkur sigruðu á
landsmótinu í útihandknattleik
sumarið 1947 og þegar hún gift-
ist Guðmundi Þóri Elíassyni,
„Gvendi Tarzan“, frá Akranesi
28. nóvember 1953. Snemma árs
1959 birtist forsíðumynd af afa
háseta ásamt hinum 29 skipverj-
unum sem fórust með togaran-
um Júlí í ofviðri á Nýfundna-
landsmiðum. Þegar ég kom í
heiminn hafði ég augabrúnirnar
hans afa en húsaskjól fékk ég í
fyrstu hjá ömmu í kjallaraíbúð á
Ægisíðu. Þótt hún hafi síðar eitt
sinn sigrast á flughræðslunni til
að heimsækja okkur til Árósa og
ég muni líka eftir henni í hvíta
sloppnum í apótekinu á Lauga-
vegi eru þó helstu minningarnar
frá því að ég var í pössun hjá
ömmu í Teigaseli. Kjöt í karrí,
smjörmiklar brauðsneiðar, létt-
brennda poppið hans Ella, lof-
söngur um Kanasjónvarpið, nýj-
ustu fréttir af Brando og
félögum úr slúðurblöðunum, bíó-
ferðir á Agöthu Christie með
perubrjóstsykur í farteskinu og
heimsóknir í bókabílinn hans
Kalla „afa“ á blokkarplaninu hjá
ömmu. Nám mitt erlendis fjár-
magnaði amma að mestu með
því láta mig kaupa fyrir sig síg-
arettur í fríhöfninni sem hún
keypti svo af mér á margföldu
kaupverði. Fyrsta skipti sem ég
tók eftir því að ömmu væri farið
að hraka var þegar ég hringdi
frá París á 76 ára afmælinu.
Henni kom á óvart að ég byggi
þar og vildi þá hafa símtalið
stutt. Eftir að lamandi lyfjagjöf
var hætt endurheimti amma
helsta persónueinkenni sitt:
húmorinn. Þótt andleg og lík-
amleg heilsa færi smám saman
versnandi hélt hún alla tíð kímn-
inni. Þegar ég og „sætastur“
heimsóttum hana í síðasta sinn í
sumar var grínneistinn, sem var
lífsneisti ömmu, farinn að fjara
út og því ljóst að sól hennar var
lágt á lofti. Neisti hennar lifir
áfram í hjörtum okkar.
Davíð Guðmundur
Kristinsson.
Sumar götur eru manni kær-
ari en aðrar. Á leið heim af
vinnustað mínum í Háskóla Ís-
lands og út á Seltjarnarnes
stend ég mig oft að því að keyra
Lynghagann sem er þó ekki
stysta leiðin. Notalegar minning-
ar bernskuárannna um heim-
sóknir á Lynghaga 28 valda því.
Þar bjó um árabil Oktavía,
amma mín, ásamt sonum sínum
Karli og Ottó, föðurbræðrum
mínum, og Guðrúnu systur
þeirra. Þórhalla (Lalla), sem var
yngst systkinanna, bjó og nokk-
ur ár í kjallaranum þar.
Nú þegar Þórhalla kveður er
eins og kaflaskil séu. Hún var
síðasti fulltrúi þessarar kynslóð-
ar, systkinanna frá Bakkafirði,
hógværs og heiðarlegs fólks sem
vann í sveita síns andlits, hróp-
aði ekki á torgum, og tók áföllum
af æðruleysi.
Lalla fékk að kynnast áföllum
í lífinu. Hún var ekki nema fjög-
urra ára þegar hún missti föður
sinn, afa minn og nafna Gunn-
laug A. Jónsson, sem verið hafði
verslunarstjóri á Höfn í Bakka-
firði en fluttist búferlum til Ak-
ureyrar vegna heilsubrests og
lést eftir skamma búsetu þar.
Það var í miðri kreppunni og Jón
faðir minn, 18 ára, var helsta
fyrirvinnan, vann í skóverk-
smiðju á daginn og las mennta-
skóla utan skóla og fjölskyldan
spjaraði sig þrátt fyrir að oft
hafi verið þröngt í búi.
Lalla varð ekkja aðeins 29 ára
og stóð þá uppi með þrjú börn
sín. Þá reyndi enn á samheldni
þessarar góðu fjölskyldu
Hér verður lífshlaup hennar
ekki rakið. En minningabroti
langar mig að bregða upp. For-
eldrar mínir höfðu flust til
Reykjavíkur frá Selfossi. Fyrsta
vetur okkar í höfuðborginni
komum við yngstu systkinin
reglulega til Löllu frænku í kjall-
araíbúðina á Lynghaganum,
fengum að horfa þar á Bonanza-
þætti í ameríska sjónvarpinu og
hún þýddi fyrir okkur, eldaði síð-
an gúllas og kartöflumús. Elsku-
leg gestrisni var einkenni Lyng-
haga-fjölskyldunnar.
Lalla var hæfileikarík kona.
Spilaði ung handbolta með
meistaraflokki Ármanns, og spil-
aði líka á hljóðfæri. Enskukunn-
átta hennar var afbragðsgóð.
Hún skilaði sínu á hljóðlátan
hátt, vildi halda sjálfstæði sínu,
en gaf af sér á þann elskulega
hátt, sem við systkinin minn-
umst svo vel.
Líklegt má telja að tónlistar-
gáfuna hafi hún fengið frá Ok-
tavíu móður sinni sem var org-
anisti og tungumálahæfileikana
frá Gunnlaugi föður sínum, sem
ómenntaður verslunarstjóri not-
aði frístundir austur á Bakka-
firði til að þýða bækur úr
dönsku. Hann hafði einnig lært
frönsku á Vopnafirði og var sá
eini á staðnum sem gat rætt við
frönsku sjómennina á staðnum. Í
ævisögu Helga læknis Ingvars-
sonar er haft eftir honum að
Gunnlaugur, faðir Þórhöllu, hafi
verið einhver gáfaðasti maður
sem hann hefði kynnst, og hefði
getað lært allt sem hugur hans
stóð til hefðu aðstæður leyft.
Þórhalla var skírð í höfuðið á
Þórhalli lækni, móðurbróður sín-
um (1887-1924), miklum efnis-
manni sem lést ungur að árum
og var sárt saknað.
Fyrir hönd systkina minna og
fjölskyldna okkar votta ég
frændsystkinum mínum, börnum
Löllu, þeim Oktavíu, Gunnlaugi
og Elíasi og öðrum ástvinum
innilega samúð.
Guð blessi minningu Þórhöllu
frænku minnar.
Gunnlaugur A. Jónsson.
Þórhalla
Gunnlaugsdóttir
✝ Pernille AletteHoddevik
fæddist í Hoddevik í
Noregi 21. maí
1927. Hún lést á
Sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri 23. sept-
ember 2013.
Foreldrar henn-
ar voru Gustav Pe-
der Daniel Hodde-
vik, bóndi og
sjómaður, f. 3.4.
1902, d. 30.4. 1991 og Astrid
Jörgine Hoddevik húsmóðir, f.
11.2. 1905, d. 5.5. 1994. Bræður
Pernille voru Mathias Johan, f.
22.11. 1928, Gunnar Mikal, f.
5.11. 1930, og Arthur Ditlef
Kristen, f. 22.8. 1932, allir látnir.
Pernille giftist Magnúsi
Ágústssyni byggingarverkfræð-
ingi frá Ólafsfirði 16. júní 1961.
Foreldrar hans voru Margrét
Magnúsdóttir húsmóðir, f. 1904,
d. 2003 og Ágúst Jónsson bygg-
ingarmeistari, f. 1902, d. 2001,
frá Ólafsfirði. Börn Pernille og
Magnúsar eru: 1) Ágúst Jóel,
flugstjóri, f. 7.5. 1962, kvæntur
Ásdísi Arnardóttur, myndlistar-
manni, f. 29.10. 1963. Börn
þeirra eru Magnús, f. 30.9. 1987
Bergen og vann eftir það við
Haukeland-sjúkrahúsið í Bergen
við störf á fæðingar- og sæng-
urkvennadeild. Árið 1957 kom
Pernille til Íslands og vann við
umönnun í heimahúsi. Í fram-
haldi af því starfaði hún á
Vöggustofu Sumargjafar og á
Heilsuverndarstöðinni í Reykja-
vík. Eftir þriggja ára dvöl á Ís-
landi snéri hún heim til Noregs
og vann eitt ár á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu í Stord. Fyrsta
hjúskakaparár sitt bjuggu Per-
nille og Magnús í Reykjavík að
Ægisíðu 46 og fluttust til Ak-
ureyrar árið 1962. Þar bjuggu
þau að Reynivöllum 6 uns þau
fluttust í Suðurbyggð 7 sem þau
byggðu og þar áttu þau heima
upp frá því. Pernille var heima-
vinnandi á meðan börnin voru að
vaxa úr grasi. Frá árinu 1975
starfaði hún sem sjúkraliði á
fæðingardeild Fjórðungssjúkra-
hússins á Akureyri uns hún lét af
störfum sjötug að aldri. Hann-
yrðir voru eitt helsta áhugamál
Pernille, hún prjónaði, saumaði
föt á börnin og saumaði út. Hún
hafði líka áhuga á öllu sem
tengdist garðyrkju og ræktaði
jöfnum höndum blóm og mat-
jurtir. Alltaf var hún mjög
áhugasöm um hollustu og heilsu-
samlegt mataræði.
Útför Pernille fór fram í kyrr-
þey, að ósk hinnar látnu, frá
Höfðakapellu 30. september
2013.
og Arney, f. 5.6.
1990. 2) Gylfi Ívar,
flugstjóri, f. 19.7.
1963, unnusta hans
er Helga Jóna Óð-
insdóttir, skrif-
stofumaður, f. 23.7.
1963. Börn hans og
fyrrverandi eig-
inkonu, Dómhildar
Árnadóttur, f. 19.1.
1972, eru Sólveig, f.
3.11. 1990 og Ásgeir
Ívar, f. 30.4. 1997. 3) Astrid Mar-
grét, bókasafns- og upplýsinga-
fræðingur, f. 24.8. 1964, maður
hennar er Heimir Arnar Svein-
björnsson, bifreiðasmiður, f. 1.7.
1961. 4) Oddrún Halldóra, skart-
gripasmiður og svæðisleið-
sögumaður, f. 4.10. 1965. 5) Bryn-
dís Pernille, skartgripasmiður, f.
4.7. 1971, gift Marco Pettinelli,
smið, f. 22.2. 1965.
Eftir barnaskólagöngu fór
Pernille í lýðháskóla þar sem hún
lærði meðal annars vefnað og
matreiðslu. Á árunum 1947 til
1951 vann Pernille með lækni í
heimahéraði sínu, meðal annars
við umönnun sængurkvenna og
ungbarna. Síðan hóf hún nám í
ungbarna- og fæðingarhjálp í
Pernille tengdamóðir mín var
regluföst og vinnusöm kona.
Henni féll sjaldan verk úr hendi
og þess hafa sjálfsagt vinnufélag-
ar á fæðingardeild Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri notið,
en þar starfaði hún þegar ég
kynntist henni og kom inn í fjöl-
skylduna. Og hún sat ekki heldur
með hendur í skauti heima við.
Þar átti garðyrkjan og handavinn-
an hug hennar, og þótt við værum
ekki alltaf sammála í einu og öllu
áttum við þessi áhugamál sameig-
inleg.
Hún var óþreytandi að útskýra
og segja frá siðum og venjum sem
hún þekkti frá heimalandinu Nor-
egi. Það var smitandi að finna hjá
henni hinn lifandi áhuga Norð-
manna á þjóðbúningahefð og hún
kenndi manni djúpa virðingu fyrir
því fallega handverki sem kemur
fram í þeim. Sjálf var Pernille af-
kastamikil prjónakona og það
voru ófáar prjónaflíkurnar sem
fjölskyldan, börn og barnabörn
skörtuðu og alltaf var það fagur-
lega útprjónað. Henni var líka um-
hugað um heilsu og velferð sinna
nánustu og það er mér minnis-
stætt að hún sagði alltaf að hann
eða hún væri bensínlaus þegar
börnin voru eitthvað ónóg sér. Það
brást líka sjaldan ef þá einhvern
tíma að allt varð gott ef þau fengu
að borða eins og hún vildi. Ég er
svo lánsöm að að mér standa
margir góðir kokkar og áhuga-
menn og -konur um eldamennsku
og bakstur. Það verður þó aldrei
frá henni Pernille tengdamóður
minni tekið að enginn hefur kom-
ist með tærnar þar sem hún hafði
hælana í smákökubakstri. Þær
eru svo góðar norsku jólasmákök-
urnar og það þykir ómissandi á
mínu heimili fyrir hver jól að baka
allavega nokkrar tegundir úr
hennar uppskriftasafni.
Síðustu misserin voru hins veg-
ar kraftarnir uppurnir og lúnar
hendur gátu ekki lengur fitjað upp
á leistum eða hnoðað deig í brauð.
Magnús tengdapabbi sinnti henni
af alúð og það gerðu dæturnar líka
og allra síðusta dagana synirnir
sömuleiðis en þau hafa verið svo
lánsöm að hafa systurnar nærri
sér.
Það er gott að eiga góða að og
megi góðar minningar lifa með
fjölskyldunni.
Ásdís.
Elsku amma okkar, Pernille.
Nú kveðjum við hana með miklum
söknuði en gleðjumst þó yfir því
að eiga allar góðu minningarnar,
sem og allar stundirnar sem við
áttum með henni. Við vorum
heppin að alast að hluta til upp á
Akureyri, sem gaf okkur tíma til
að eyða tíma með ömmu og afa.
Allar stundirnar sem við vorum
úti í garði að brasa saman, hvort
sem það var að taka upp nýjar gul-
rætur með henni í garðinum eða
tína blóm í fallegan blómvönd.
Henni féll aldrei verk úr hendi
hvort sem það var í garðvinnunni
eða þegar hún var að vinna handa-
vinnu, sauma í eða prjóna. Og það
sem stendur upp úr er hvað hún
passaði vel upp á okkur. Okkur
mátti aldrei vera kalt, og við vor-
um aldrei svöng hjá ömmu og afa.
Norskar lefsur og lopasokkar var
eitthvað sem maður gat gengið að
vísu hjá þeim. Núna hefur hún
amma kvatt okkur, en við vitum
að hún passar ennþá upp á okkur.
Arney og Magnús.
Elsku besta amma mín, ég vildi
óska þess að ég gæti átt með þér
einn sólríkan dag í viðbót og sett
niður blóm. Fallegustu minning-
arnar mínar úr æsku átti ég með
þér, elsku amma mín. Sama hvað
bjátaði á þá varstu alltaf til staðar
fyrir mig. Í hvert skipti sem ég
kom norður til þín alveg þangað til
síðasta skipti sem ég sá þig þá
sagðir þú mér sömu söguna um
það þegar ég var lítil og ég bað þig
um að eiga mig, ég vildi búa með
þér og afa á Akureyri.
Fyrstu minningarnar sem ég
man voru þegar ég lá uppi í rúmi
hjá þér og horfði á myndina fyrir
ofan rúmið af börnunum og engl-
inum sem var að passa þau, þegar
ég svaf milli þín og afa og þið end-
uðuð alltaf á rúmbrúninni. Líka
þegar ég var í litla hvíta rúminu í
herberginu ykkar afa og þú settir
bækur fyrir svo ég myndi ekki
detta á gólfið. Þegar ég kom norð-
ur var alltaf nóg að borða, þú
gekkst á eftir okkur og notaðir öll
tækifæri til þess að setja upp í mig
epli eða brauðbita. Þú söngst allt-
af fyrir mig á norsku áður en ég
fór að sofa, sagðir mér sögur frá
Noregi, kenndir mér norsku og að
hekla og sauma. Við bökuðum líka
saman norskar jólasmákökur og
lefsur. Ég var blómastelpan þín,
þú beiðst eftir því að ég kæmi
norður svo við gætum sett niður
blóm í fallega stóra garðinum ykk-
ar afa. Þú leyfðir mér alltaf að
vera með lítið borð og lítinn stól
þegar við borðuðum kvöldmat við
hliðina á fullorðna fólkinu.
Ég veit að þér líður vel þar sem
þú ert núna, veit að þú fylgist með
mér og passar upp á mig.
Ég elska þig, elsku Pernille
amma mín, og þú munt alltaf eiga
stóran hluta af hjartanu mínu. Það
mun ekki líða einn dagur sem ég
hugsa ekki til þín og minnist þess
hversu vel þú mótaðir mig og
hjálpaðir mér að þroskast í þá
manneskju sem ég er í dag.
Þín
Sólveig.
Pernille Alette
Hoddevik
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is
má finna upplýsingar um inn-
sendingarmáta og skilafrest.
Einnig má smella á Morg-
unblaðslógóið efst í hægra horn-
inu og velja viðeigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birt-
ingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virk-
um dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, jafnvel þótt
grein hafi borist innan skila-
frests.
Lengd | Hámarkslengd minning-
argreina er 3.000 slög. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda stutta
kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem aðstandendur
senda inn. Þar kemur fram hvar
og hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og hvenær út-
förin fer fram. Þar mega einnig
koma fram upplýsingar um for-
eldra, systkini, maka og börn, svo
og æviferil. Ætlast er til að þetta
komi aðeins fram í formálanum,
sem er feitletraður, en ekki í
minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja mynd
skal senda hana með æviágripi í
innsendikerfinu. Hafi æviágrip
þegar verið sent má senda mynd-
ina á netfangið minning@mbl.is
og gera umsjónarfólki minning-
argreina viðvart.
Minningargreinar