Morgunblaðið - 07.10.2013, Side 24

Morgunblaðið - 07.10.2013, Side 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 2013 ✝ Sveinn Hall-dórsson fædd- ist í Hafnarfirði 22. október 1940. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans 28. september 2013. Foreldrar Sveins voru hjónin Hall- dór Halldórsson frá Sauðholti í Holtum, f. 21. des- ember 1895, d. 24. júlí 1941, og Ólöf Gísladóttir frá Vestur- holtum í Þykkvabæ, f. 13. júlí 1898, d. 27. febrúar 1969. Sveinn var yngstur af tíu systk- inum og eru fimm á lífi: Þór- hallur, f. 25. júní 1922, d. 21. mars 1998, Jóna Margrét, f. 11. október 1923, Karl, f. 24. mars 1925, d. 19. júní 1975, Gísli, f. 20. mars 1927, Óskar, f. 26. júní 1928, Svavar, f. 16. nóv- ember 1931, d. 16. júní 1989, Halldór, f. 31. mars 1935, d. 10. apríl 2011, Jón, f. 21. ágúst 1936, Þórdís, f. 26. september 1938. Sveinn bjó í Hafnarfirði og lærði til húsgagnabólstrunar hjá Ragnari Björnssyni og fékk meistararéttindi 1971. Hann vann hjá Óskari bróður sínum í nokkur ár og síðan var hann með sjálf- stæðan rekstur eftir það. Hann kvæntist hinn 10. október 1970 Ingu Önnu Lísu Bryde, f. 30. ágúst 1942 í Hafn- arfirði. Sonur hennar úr fyrra hjónabandi er Henrik Eyþór Thorarensen, f. 5. júlí 1967, hann á tvær dætur úr fyrra sambandi, þær eru Tekla Þór- dís, f. 19. júní 2000, og Gígja Karitas, f. 3. nóvember 2002, Henrik og sambýliskona hans Hildur Hafsteinsdóttir eiga einn son, Aron Fannar, f. 20. júlí 2010. Sveinn og Inga eign- uðust saman tvær dætur: 1) Thelmu Ögn, f. 19. febrúar 1974, gift Andrési Birki Sig- hvatssyni, f. 21. júní 1974, sam- an eiga þau tvö börn, Sindra Loga og Söndru Lísu, f. 27. júní 2006. 2) Ólöfu Karen, f. 23. apr- íl 1979, gift Bjarka Má Gunn- arssyni, f. 19. desember 1978. Útför Sveins fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag, 7. október 2013, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku besti pabbi, núna þegar þú ert farinn frá okkur hellist yfir okkur söknuður, en samt líka létt- ir þar sem þetta var orðið of erfitt fyrir þig, sérstaklega í lokin. Við þökkum fyrir að þú þurftir ekki að þjást lengur en á móti söknum við þín alveg ofboðslega mikið. Það var mikið áfall fyrir okkur þegar þú sagðir okkur á afmæl- isdaginn þinn, 22. október í fyrra, að þú værir kominn með krabba- mein. Við reyndum að eyða enn meiri tíma saman eftir þetta, ekki datt okkur þó í hug að við mynd- um fá svona stuttan tíma með þér í viðbót. Við eigum margar góðar minn- ingar um þig og mömmu, bæði úr Skógarlundinum, þar sem við ól- umst upp, og síðan líka frá Flúð- um þar sem þið mamma eydduð síðustu sumrunum þínum í hjól- hýsinu og úti á golfvelli. Þið mamma voruð samhent í öllu sem þið tókuð ykkur fyrir hendur. Þegar við systkinin vor- um yngri fórum við mikið á skíði en síðan tók golfið alveg yfir og þið voruð alveg heltekin af því. Barna- börnin elskuðu að koma í heim- sókn til ykkar og það var augljóst að þér fannst líka gott að fá þau, þar sem þú ljómaðir alltaf þegar þú sást þau. Þú varst alltaf svo duglegur að dunda með þeim, lita, perla, púsla og fara í göngutúra út á róló. Þau gátu alltaf fengið afa til að gera allt sem þau vildu, hann sagði jú aldrei nei. Þú varst alltaf boðinn og búinn að hjálpa til, hvort sem það var að sækja krakkana í skólann, hjálpa til með heimilið eða garðinn. Einn- ig hefur heimilið ykkar mömmu alltaf verið opið okkur systkinun- um, alltaf velkomin í mat, heim- sóknir og gistingu. Við minnumst allra matarboðanna okkar með hlýju í hjarta og pössum að halda þeim við og vitum að þú verður með okkur í anda. Elsku pabbi, Guð geymi þig. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. Ó, elsku pabbi, ég enn þá er aðeins barn, sem vill fylgja þér. Þú heldur í höndina mína. Til starfanna gekkstu með glaðri lund, þú gleymdir ei skyldunum eina stund, að annast um ástvini þína. Þú farinn ert þangað á undan inn. Á eftir komum við, pabbi minn. Það huggar á harmastundum. Þótt hjörtun titri af trega og þrá, við trúum, að þig við hittum þá í alsælu á grónum grundum. Þú þreyttur varst orðinn og þrekið smátt, um þrautir og baráttu ræddir fátt og kveiðst ekki komandi degi. (Hugrún) Þínar dætur, Ólöf Karen og Thelma Ögn. Þakka þér kærleikann, hjartalag hlýtt, af gæsku þú gafst yl og hlýju. í heimi guðsenglanna hafðu það blítt, uns hittumst við aftur að nýju. (Höf. ók.) Elsku afi, við þökkum þér fyrir allar góðu stundirnar sem við átt- um saman. Við kveðjum þig með söknuði og biðjum algóðan guð að vaka yf- ir ömmu. Tekla Þórdís, Gígja Karitas og Aron Fannar Thorarensen. Ég átti því láni að fagna að fæð- ast inn í stóra fjölskyldu. Þar var urmull af móður- og föðursystk- inum sem sum hver voru litlu eldri en ég. Svenni, yngsti föðurbróðir min, varð aðal þegar ég fimm ára gömul flutti ásamt foreldrum og yngri systkinum í næsta hús við hann við Hringbrautina í Hafnar- firði. Þar bjó hann ásamt systk- inum sínum og henni Ólu ömmu sem svo var kölluð af öllum á svæðinu. Kannski var hún eina amman í þessum nýju verka- mannabústöðum en sennilega hef- ur vegið þyngra hvað hún var iðin við að baka frábærar djöflatertur sem allir sem vildu fengu að smakka. Svenni var mikill prakkari og það var alltaf líf og fjör þar sem hann var. Það kom stundum í hans hlut að taka ábyrgð á mér og það voru skemmtilegar stundir, fyrir mig. Hann var sex árum eldri en ég en samt lagði hann sig fram um að leika við mig á mínum forsend- um. Ég man enn eftir leikjum með dúkkulísur sem nú heyra að mestu sögunni til. Hvernig hann gat not- að alla stofuna okkar sem heimili og leikvang fyrir þessar pappírs- dúkkur og þar með gert hana að hreinni undraveröld. Svo fékk ég stundum að fara með honum og fleiri krökkum á þrjúbíó. Hafnar- fjarðarbíó auðvitað. Hvað annað á þessum árum? Að sýningu lokinni var kvikmyndin enduruppfærð á Hringbrautinni og allir voru með. Hann lék þá stundum aðal … Roy Rogers. Við Svenni vorum síðar vinnu- félagar í húsgagnaversluninni Dúnu. Ég hef oft velt því fyrir mér hvort vinnuveitendur geri sér al- mennt grein fyrir áhrifum gleði- gjafa á vinnustöðum. Svenni var einn slíkur. Hann – hressti, bætti, kætti, eins og sagt er. Það er ekki ofsögum sagt að hann hafi létt lund allra á vinnustaðnum daglega með glettni sinni og frásagnar- hæfileikum. Hún Óla amma sagði oft við mig, og örugglega aðra líka, að hann Svenni yrði ríkur. Ég veit ekki hvaða merkingu hún lagði í orðið ríkur. En hann Svenni varð ríkur. Hann eignaðist yndislega fjölskyldu sem nú á um sárt að binda. Það er sorglegra en tárum taki að hún og ekki síst barna- börnin hans skuli ekki fá að njóta lengur alls þess sem hann hafði að gefa. Ég votta þeim mína dýpstu samúð. Hrafnhildur. Elskulegur frændi og vinur, Sveinn Halldórsson, er dáinn. Lengi heilluðu hugann heiðríkir dagar, alstirnd kvöld, líf þeirra, ljóð og sögur, sem lifðu á horfinni öld. Kynslóðir koma og fara, köllun þeirra er mikil og glæst. Bak við móðuna miklu rís mannlegur andi hæst. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Við Svenni eins og ég ávallt kallaði hann vorum systrasynir, mæður okkar, þær Ólöf og Guð- rún, voru frá Vesturholtum í Þykkvabæ. Það var stór fjölskylda sem Svenni átti, tvær systur og sjö bræður. Faðir hans, Halldór Halldórsson frá Sauðholti, deyr er hann var aðeins 9 mánaða og átti hann því engar minningar um föð- ur sinn en alveg frábærar um elskulega móður sína, Ólöfu Gísla- dóttur, sem var alveg einstök, svo blíð og góð. Svenni elst upp í Hafnarfirði en ég í Keflavík en samt var mikill samgangur á milli heimila okkar og við fengum að heimsækja hvor annan frá því að hægt var að senda okkur með rút- unni á milli bæja. Við áttum marg- ar ógleymanlegar stundir sem ungir drengir en árin líða hratt og við sem unglingar fórum saman í veiðiferðir og við fórum saman í ógleymanlega hringferð um Ís- land með Esjunni og áttum frá- bærar minningar úr þessum ferð- um okkar. Svenni lærði húsgagnabólstrun og vann við þá iðn alla ævi og þau voru mörg frá- bær handtökin í þeirri iðn, sem hann skildi eftir sig hér á mínu heimili. Eftir að við höfðum báðir stofnað okkar eigin fjölskyldur sameinuðust fjölskyldurnar aftur í ferðalögum og í að spila saman golf, sem við öll höfðum mikinn áhuga fyrir. Eins var vist mikið spiluð hjá okkur og alltaf haldin skrá yfir hver hafði komið með sigur úr síðasta spilahring. Eftir- minnileg eru hin stórkostlegu þorrablót sem Svenni og Inga héldu fyrir skyldfólk sitt og þar sem systurnar Jóna og Didda voru alltaf með í undirbúningnum og mikið var oft hlegið og gert gaman eins og þegar Gísli og Halli, bræður Svenna, tóku til við að skemmta viðstöddum. Svenni elskaði að vinna í garðinum sínum og bar garðurinn í Skógarlundi í Garðabæ þess vel merki. Og þær eru ófáar plönturnar sem hann ræktaði og gaf okkur og prýða ennþá garðinn okkar. Við biðjum algóðan guð að blessa góðan dreng og frábæran frænda. Við Gullý og fjölskyldur okkar sendum þér Inga og fjölskyldu þinni allri okkar dýpstu samúðar- kveðjur um leið og við þökkum Svenna fyrir dásamlega samfylgd. Guðlaug og Ómar Steindórsson. Einn af öðrum yfirgefa vinirnir jarðvistina. Nú síðast Sveinn Hall- dórsson, kær vinur og félagi, sem sárt er saknað. Við kynntumst Svenna og eiginkonu hans Ingu á golfvellinum fyrir margt löngu og þróaðist með okkur einlæg vin- átta. Lékum við mikið saman á GKG-vellinum og öðrum golfvöll- um hér sunnanlands. Við áttum einnig ánægjulegar samveru- stundir á heimilum okkar og í hreiðrinu þeirra hjóna á Flúðum. Sveinn var fríður maður, hæglát- ur og prúður, en stutt var í kímn- ina og brosið. Hann var ákveðinn og fastur fyrir, en sá alltaf björtu hliðarnar á hlutunum. Heimilið og barnabörnin voru hans fjársjóður og yndi, og margar fallegar skemmtisögur fengum við að heyra um tvíburana, en öll barna- börnin voru í uppáhaldi. Sveinn var bólstrari að mennt, lærði og starfaði hjá Ragnari Björnssyni í Hafnarfirði, en síðan við eigið fyr- irtæki. Hann var mikið snyrti- menni, útsjónarsamur og flinkur bólstrari. Snörpum, erfiðum veik- indum sínum tók hann af æðru- leysi, og með hjálp Ingu gat hann farið ferða sinna framundir það síðasta. Við erum einlæglega þakklát fyrir þá stund sem við átt- um með þeim hjónum hér á pall- inum okkar einn sólskinsdag í byrjun september. Inga hefur ávallt verið akkerið í lífi Svenna, og hefur hún staðið sem klettur við hlið hans í veikindunum und- anfarna mánuði, alltaf að reyna að láta honum líða sem best. Við sendum henni, og fjölskyldunni allri, okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Rósamunda og Stefán. Sveinn Halldórsson Mér hefur alltaf fundist ég vera rík. Ég er afskaplega þakklát fyrir að hafa fengið að hafa ömmur mínar og afa hjá mér. Fá að kynnast þeim og spjalla við þau um allt og ekkert. Það er ómetanlegt að fá að hlusta á þau sjálf segja frá lífi sínu og uppvaxt- arárum. Heyra þeirra skoðanir á dægurmálum og lífinu almennt. Afi var afskaplega hæglátur og þolinmóður maður. Aldrei man ég annað en að hann hafi bara brosað og leyft okkur frændsystkinum mínum að vera dálítið frjálsleg þegar við birtumst eins og storm- sveipur og lögðum undir okkur heimilið. Við erum stór hópur og lætin í okkur voru eftir því. Það verður að segjast eins og er að eldri kynslóðin er ekki síður há- vær svo það var og er alltaf mikið fjör þegar fjölskyldan kemur sam- an. Það er alltaf gott að koma í heimsókn og vel tekið á móti okk- ur. Ég á eftir að sakna þess að heyra afa minn taka á móti mér. Hann hafði svo mjúka og þægilega rödd, heilsaði manni alltaf af ein- lægni og faðmaði mann að sér. Í seinni tíð sá hann, ásamt ömmu, til Jón A. Björnsson ✝ Jón A. Björnssonfæddist á Felli í Strandasýslu 19. júní 1929. Hann lést 25. september 2013. Útför Jóns fór fram frá Fella- og Hólakirkju 4. októ- ber 2013. þess að við fengjum eitthvað gott með sunnudagskaffinu. Ósjaldan sem hann stóð og bakaði vöfflur á meðan við ræddum um heima og geima. Börnin mín voru fljót að læra það að enginn fer svangur heim frá ömmu og afa. Eitt sinn heyrðist hér: „Ég er svangur, get- um við farið til ömmu og afa í Breiðholti?“ Í sumar lagðist afi á spítala. Ég heimsótti hann reglulega og þykir vænt um þær stundir sem við átt- um saman. Ég sagði honum frá því sem var að gerast í lífi okkar fjölskyldunnar og sýndi honum myndir af því sem krakkarnir voru að sýsla. Við ræddum líðandi stund í borgarmálum, hann hafði alltaf skoðun á því sem var að ger- ast og oftast vorum við sammála. Ef við vorum ekki alveg á sama máli gátum við sæst á að vera sammála um að vera ósammála. Það einkenndi hann æðruleysi og bjartsýni þrátt fyrir að útlitið væri ekki gott. Viku fyrir andlát hans áttum við gott spjall saman. Ég verð að viðurkenna að ég átti ekki von á því að þetta yrði okkar síð- asta samtal. Ég sakna afa míns en er þakklát fyrir að hafa fengið að hafa hann í lífi okkar þar til nú. Elsku afi minn, ég kveð þig nú í hinsta sinn, en geymi þig í huga mér að eilífu. Lóa Björk Kjartansdóttir. ✝ Una SigrúnJónsdóttir (Rúna) fæddist á Siglufirði 1. des- ember 1931. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 25. sept- ember 2013. Foreldrar henn- ar voru hjónin Ást- ríður Jónsdóttir, f. 26. febrúar 1915, d. 2. júní 1962 og Jón Daníels- son, f. 6. ágúst 1901, d. 31. ágúst 1991. Hún var elst fimm systkina; Hartmann, f. 1933, Ástríður, f. 1935, Eva, f. 1937 og Björk, f. 1945. Barnsfaðir hennar og sam- býlismaður til margra ára var Friðþjófur Þorsteinsson, fram- Mirra Dögg. Barnabörn Stein- fríðar eru þrjú. 3) Sigurrós Eva Friðþjófsdóttir, gift Þorsteini F. Þráinssyni. Börn þeirra eru Friðþjófur og Sigurður Gunnar. 4) Unnur Friðþjófsdóttir, gift Magnúsi Valdimarssyni. Börn þeirra eru Sandra Sif, Sindri Snær og Selma Sól. 5) Þröstur Frið- þjófsson. Börn hans eru Anja Birta, Andri Freyr og Aron Fannar. Rúna vann fjölbreytt störf um ævina, síðast sem mat- ráður hjá Krabbameinsfélagi Íslands í Skógarhlíð og við þjónustustörf í Félagsheimili Kópavogs. Hún var einn af stofnendum Nýrrar raddar, stuðningsfélags þeirra sem misst hafa raddbönd og barka- kýli vegna krabbameins. Þá starfaði hún í stjórn þess um árabil, bæði sem formaður og gjaldkeri. Útför Rúnu fer fram í Foss- vogskirkju í dag, 7. október 2013, kl. 15. kvæmdastjóri Efnagerðarinnar Vals, f. 30. októ- ber 1912, d. 16. október 1979. Þau bjuggu saman í Hlaðbrekku í Kópavogi, þar sem Rúna bjó til æviloka. Börn hennar eru: 1) Jóna Hansdóttir, gift Gísla Jóns- syni. Fyrri maður hennar var Jóhann Greipur Friðþjófsson, d. 11. febrúar 1991. Börn þeirra eru Davíð, Ásrún og Jó- hann Már. Börn Gísla eru Ásta og Kristinn Ingvar. Barnabörn Jónu og Gísla eru 12. 2) Stein- fríður Haraldsdóttir. Börn hennar eru Lilja, Linda og Hann var fjölmennur hópur- inn sem ég kynntist þegar ég hóf störf hjá Kópavogsbæ árið 1988. Þar á meðal var Rúna. Hún var ein þeirra sem kallað var í ef aðstoð þurfti í veislum og öðrum uppákomum hjá bænum. Rúna hafði afskaplega gott verksvit og mikið úthald, sérstaklega þegar er hugsað til þeirra veikinda sem hún háði stríð við. Í Félagsheimilinu stóð hún keik í veislum, við framreiðslu, hún aðstoðaði í eldhúsi, afgreiddi á barnum og lét sem vind um eyru þjóta þær athugasemdir sem drukknir gestir áttu til að láta frá sér fara. Þegar við gátum sest nið- ur og fengið okkur kaffisopa var hún manna kátust, sá alltaf björtu hliðarnar á hlutunum. Ekki er mögulegt að hafa tölu á þeim heimilum og veislusöl- um þar sem hún kom til að- stoðar vegna hinna og þessara tilefna. Það var skemmtilegt þegar þrír ættliðir voru mættir til starfa í Félagsheimilinu, Rúna, Unnur og Sandra. Og það fór ekki á milli mála hvað- an þær mæðgur, Unnur og Sandra, höfðu dugnaðinn. Rúna starfaði lengi hjá Krabbameinsfélaginu, bæði í eldhúsinu, við ráðstefnur og aðrar uppákomur. Félagið var henni svo kært að það var sem barnið hennar. Rúna var mikil fjölskyldu- manneskja, leið best þegar fjöl- skyldan var samankomin hjá henni. Börnin og barnabörnin voru mörg og ættingjarnir fjöl- margir. En hún var alltaf boðin og búin til aðstoðar og hún not- aði hvert tækifæri til að bjóða helst öllum skaranum í mat. Þá var ekki skorið við nögl, en hún hafði þá hæfileika að gera hversdagsmat að veislumat. En það var ekki bara fjölskyldan sem sótti í félagsskap Rúnu, vinirnir voru margir. Ekki verður hallað á neinn þó þau Helga og Valdi séu nefnd, enda hefur vinskapur þeirra staðið í áratugi og er aðdáunarverður. Þá var Rúna í essinu sínu þegar hún fann tilefni til að blása til fagnaðar, afmælisveisl- urnar hennar eru ógleymanleg- ar. Hún sá til þess að allir skemmtu sér og öllum liði vel. Það var yndislegur dagur fyrir tæpum 2 árum þegar Rúna hélt stórveislu í tilefni af 80 ára af- mælinu sínu. Það var veisla í hennar anda, Eva hennar og Steini tengdasonur reiddu fram ljúffengan mat og yfir 100 manns mættu til veislunnar. Þar komum við saman aftur, allt Félagsheimilisliðið til að samfagna með henni, og ég veit að sá dagur er okkur öllum ómetanleg endurminning. Nú er hún horfin til betri heima, laus við veikindin og kvalirnar. Eftir sitjum við, þakklát fyrir allar þær stundir sem við áttum saman í leik og starfi. Ég er þakklát fyrir heimsóknir hennar til mín að Hamri, þakklát fyrir að hafa fengið að vera partur af tilveru hennar. Elsku Unnur mín og Maggi, elskulega fjölskylda. Samúð mín er hjá ykkur. Minningin um einstaka konu fylgir okkur sem vorum svo lánsöm að fá að kynnast henni. Anna Hallgrímsdóttir. Una Sigrún Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.