Morgunblaðið - 07.10.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.10.2013, Blaðsíða 12
Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is 4. október voru 70 liðin frá því stjórnmálasamband komst á milli Ís- lands og Rússlands, áður Sovétríkj- anna. Í tilefni af því stendur nú yfir sýn- ing á verkum Kjarvals í St. Péturs- borg, auk þess sem sendiherra Rúss- lands bauð til móttöku á föstudaginn í Björtuloftum í Hörpu. Að henni lokinni voru svo tón- leikar í Eldborgarsalnum, þar sem Vladimir Spivakov stjórnaði hljóm- sveit sinni sem gengur undir nafninu Moscow Virtuosi. Píanóeinleikari á tónleikunum var hinn 13 ára gamli Daniel Kharitonov. Auk móttökunnar gefa utanríkis- ráðuneytið og Sögufélagið út í sam- einingu bók sem inniheldur flest þeirra opinberu skjala sem farið hafa á milli landanna tveggja. Bókin kemur út síðar í október. Undirskrift Molotovs á „stofnskjali“ sambandsins Skjalið hér til hliðar er eitt þeirra skjala sem fóru milli landanna tveggja. Í því er tilkynnt sú ákvörð- un Sovétstjórnarinnar að taka upp stjórnmálasamband við Ísland. Bréf- ið er dagsett árið 1943 og er undir- ritað af Vyacheslav Molotov, þáver- andi utanríkisráðherra Sovétríkjanna, en nafn hans lifir í sögunni fyrir ýmislegt annað en ut- anríkismál. Skjalið verður á baksíðu kápu bókarinnar. Myndirnar tvær sem hér fylgja eru tvær þær elstu sem birtast munu í bókinni, en þær bárust Morgun- blaðinu frá utanríkisráðuneytinu. Hátíðahöld við Stjórnarráðið í Reykjavík 18. júní 1944 Í tilefni af stofnun lýðveldis á Íslandi. Fremstur og lengst til hægri er Sveinn Björnsson, forseti Íslands, þá ríkisstjórn Íslands í eftirfarandi röð: Björn Þórðarson forsætisráðherra, Vilhjálmur Þór utanríkis- ráðherra, Einar Arnórsson dómsmálaráðherra og Björn Ólafsson fjármálaráðherra. Í aftari röð sitja fulltrúar erlendra ríkja. Alexei N. Krasílníkov, sendiherra Sovétríkjanna á Íslandi, er þar lengst til vinstri. Stjórnmálasambands sem staðið hefur í 70 ár minnst  Gefa út bók með skjölum úr sögu landanna Svarthvítir diplómatar Pétur Benediktsson, sendiherra Íslands í Sovétríkjunum (til hægri), og Míkhaíl Í. Kalínín, forseti forsætisnefndar Æðsta ráðs Sovétríkjanna (til vinstri), við afhendingu trúnaðarbréfs í Kreml, 10. maí 1944. Að baki þeim standa sovéskir embættismenn. Pétur varð síðar þingmaður eftir langan feril í utanríkisþjónustunni. Eldfimur utanríkisráðherra Nafn Vyacheslavs Molotovs, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, sem undirrit- aði skjalið hér að ofan, hefur lengi loðað við tiltekna gerð bensínsprengja, Molotov-kokteila, en Finnar beittu henni óspart í Vetrarstríðinu, þegar Sov- étríkin réðust inn í Finnland. Þá er nafn hans þekkt fyrir Molotov- Ribbentrop-samninginn, sem utanríkisráðherrar Þriðja ríkisins og Sovét- ríkjanna gerðu um frið í austri 1939. Finnar voru uppátækjasamir í stríði sínu við Sovétríkin, og þegar Sovétmenn vörpuðu klasasprengjum á Hels- inki lýsti Molotov því yfir í útvarpssendingum að um matargjafir væri að ræða. Finnar tóku þessu af finnskri meinhæðni og nefndu þessi ógnarvopn Brauðkörfur Molotovs. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 2013 HAGSTJÓRN Á ÍSLANDI MEÐ KRÓNUNA SEM GJALDMIÐIL ROBERT Z. ALIBER HELDUR FYRIRLESTUR Í HÁTÍÐASAL HÁSKÓLA ÍSLANDS MÁNUDAGINN 7. OKTÓBER KL. 12-14 Aliber er Prófessor Emeritus í alþjóðahagfræði og fjármálum við Háskólann í Chicago. Hann hefur skrifað fjölda bóka og ritgerða um alþjóðafjármál, erlenda fjárfestingu og starfsemi fjölþjóðlegra fyrirtækja. Síðustu árin hefur hann sýnt efnahagsmálum á Íslandi mikinn áhuga og fylgst vel með þróun mála. Árið 2008 skrifaði hann ritgerð um bóluhagkerfið sem hér hafði orðið til. Aðgangur ókeypis, allir velkomnir!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.