Morgunblaðið - 07.10.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.10.2013, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 2013 H a u ku r 5 .1 3 Finnur Árnason rekstrarhagfræðingur finnur@kontakt.is Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, lögg. verðbr.- og fasteignasali, brynhildur@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Jens Ingólfsson rekstrarhagfræðingur, jens@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hrl. sigurdur@kontakt.is Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is Tveir Subway staðir á Benidorm. Velta 100 mkr. og góður hagnaður.• Miklir möguleikar fyrir duglega aðila að opna fleiri staði á svæðinu. Danskt iðnfyrirtæki, með sölukerfi um alla Evrópu, sem auðvelt er að• flytja til Íslands. Ársvelta 600 mkr. Góðar hagnaður. Mjög hagstætt verð. Heildverslun með sérhæfðar byggingavörur. Rótgróið fjölskyldufyrirtæki,• en eigandi vill fara að draga sig í hlé sökum aldurs. Stöðug velta síðustu árin um 300 mkr. og góð framlegð. Fiskvinnsla í útflutningi á ferskum fiski. Mjög snyrtileg vinnsla í eigin• húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Stöðug velta 230 mkr og EBITDA 16%. Öflugt ferðaþjónustufyrirtæki á landsbyggðinni óskar eftir meðfjárfesti til• að fjármagna áframhaldandi uppbyggingu. Vel tækjum búið verktakafyrirtæki og vélaleiga sem starfar í• byggingageiranum. Spennandi hótelverkefni að Arnarholti á Kjalarnesi. Möguleiki á allt að• 100 herbergjum í nýju hóteli. Hagstæður leigusamningur. Adventure Car Rental. Vinsæl bílaleiga í fullum rekstri með 25 velbúna• jeppa í útleigu. Fullbúið verkstæði, tvo lén, tvær heimasíður og fullkomið bókunarkerfi. Stórt þvottahús og efnalaug með móttökustaði víðsvegar um• höfuðborgarsvæðið. Pisa Guesthouse & Restaurant í Lækjargötu með 14 herbergjum og• ítölskum veitingastað í eigin húsnæði. Hagstæð áhvílandi lán. Helstu hlutabréfavísitölur í Banda- ríkjunum hækkuðu á föstudag og virðist sem markaðurinn hafi ekki miklar áhyggjur af þeirri pattstöðu sem kom upp í ríkisfjármálunum í byrjun síðustu viku og leiddu til tímabundinnar lokunar ýmissa rík- isstofnana. Eins og Morgunblaðið hefur greint frá deila repúblikanar og demókratar um innleiðingu og fjármögnun umsvifamikilla breyt- inga á bandaríska sjúkratrygginga- kerfinu og hefur ekki enn tekist sátt um fjárlög rekstrarársins sem hófst 1. október. Fréttastofa Bloomberg hefur eftir markaðssérfræðingum úr ýmsum áttum að markaðurinn vænti ekki langvinnrar eða alvarlegrar krísu og er frekar litið á stöðuna sem komin er upp sem pólitískt leikhús sem ekki ætti að vara lengur en tvær vikur. S&P 500 vísitalan hækkaði um 0,7% á föstudag og endaði í 1.690,50 stigum og hækkuðu tíu helstu und- irflokkar vísitölunnar um að lág- marki 0,2%. Dow Jones-iðnaðarvísi- talan hækkaði um 0,5% og endaði í 15.072,52. ai@mbl.is Eiga ekki von á langri „lokun“  Markaðurinn jákvæður í BNA AFP Tómt Ferðamenn gægjast á glugga lokaðs Smithsonian-safnsins. Örskilaboðavefurinn Twitter afhenti í lok síðustu viku umsókn og tilskilin rekstrargögn til að fá fyrirtækið skráð á hlutabréfamarkað. Guardi- an greinir frá að Twitter vonist til að afla um eins milljarðs dala með hlutafjárútboði en markaðsgrein- endur hafa metið virði Twitter á bilinu 12 til 20 milljarðar dala. Er reiknað með að Twitter komi á markað fyrir nóvemberlok. Sjö ár eru síðan Twitter fór í loft- ið og státar vefurinn nú af vel yfir 200 milljónum virkra notenda sem daglega senda 500 milljón örskila- boð út á netið. Ör vöxtur hefur verið í vinsældum Twitter og nam fjölgun notenda um 58% frá mars 2012 til júní 2013. Árið 2012 námu tekjur Twitter 316,9 milljónum dala en 79,4 milljóna dala tap varð af rekstrinum það árið og 128,3 milljóna dala tap árið 2011. Yfir helgina hafa pistlahöfundar og blaðamenn velt mjög fyrir sér ýmsum hliðum hlutafjárútboðsins. Blaðamaður Reuters bendir á að markaðurinn virðist sýna mun minni áhuga á fréttunum en þegar ljóst var að Facebook væri að fara á markað. Hefur hún eftir stjórnanda fjárfestingasjóðs að síminn eigi enn eftir að hringja vegna Twitter á meðan símtölunum linnti ekki þegar fyrstu fréttir bárust af útboði Fa- cebook. Ástæðan fyrir þessum hófstilltu viðbrögðum kann m.a. að vera óskemmtilegar minningar af gengi hlutabréfa Facebook en hlutir í samskiptavefnum lækkuðu skarpt eftir útboð og tók það Facebook eitt ár að ná aftur upp að útboðsverðinu. Athygli vekur í tölunum sem Twitter hefur birt að 44% af tekjum er varið í rannsóknir og vöruþróun sem er mun hærra hlutfall en tíðk- ast hjá mörgum net- og hugbún- aðarrisum. Fjármálavefur Yahoo ber útgjöld Twitter saman við Fa- cebook sem leggur 19% af tekjum í þróun og Linkedin sem leggur 15%. Þegar Google fór á markað á sínum tíma fékk rannsóknar- og þróunar- deildin aðeins 12% af tekjum fyr- irtækisins, og hjá Microsoft var tal- an 9%. ai@mbl.is Twitter á leið á markað fyrir nóvemberlok AFP Tíðindi Twitter sendi að sjálfsögðu frá sér „tíst“ um hlutafjárútboðið.  Vilja afla millj- arðs dala með hlutafjárútboði Jólasalan vestanhafs gæti goldið fyrir það í ár að dagarnir raðast óheppilega á almanakið. Við- skiptafréttavefurinn MarketWatch bendir á að jólavertíðin svokallaða verði aðeins 25 dagar í ár, en var 31 dagur í fyrra. Kemur þetta til af því að þakk- argjörðarhátíðin er óvenju seint á ferðinni. Hátíðin lendir á fjórða fimmtudegi nóvebermánaðar sem í ár er 28. dagur mánaðarins en var 22. nóvember í fyrra og 24. þar áður. Sú hefð hefur skapast í Bandaríkjunum að verslanir hefja jólasöluna með hagstæðum til- boðum föstudaginn eftir þakka- gjörðarhátíð, „svarta föstudag“ eins og dagurinn er kallaður, eða jafnvel að kvöldi þakkargjörðar- dags. Þegar þakkargjörðardagurinn lendir mjög aftarlega í nóvember eins og í ár er viðbúið að neyt- endur geri jólainnkaupin á skemmra tímabili og jafnvel mögulegt að þeir kaupi minna. MarketWatch hefur eftir for- manni neytendasíðunnar Savings- .com að flestir muni væntanlega kaupa jafnmikið af gjöfum og venjulega en megi eiga von á meira annríki og örtröð í versl- unum. Ofan á það bætist að svo virðist sem seljendur muni ráða færra viðbótarstarfsfólk þessi jólin og því hætta á að þjónusta við neytendur verði minni frekar en meiri. ai@mbl.is REUTERS Tilboð Risablaðra svífur yfir gestum á árlegri þakkargjörðardagsgöngu stórverslunarinnar Macy’s í New York. Þakkargjörðardagurinn er seint á ferðinni sem styttir mjög jólasölutímabilið vestanhafs. Dagatalið óhentugt fyrir bandarísku jólavertíðina  Svarti föstudagur verður óvenju seint á ferðinni í ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.