Morgunblaðið - 07.10.2013, Side 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 2013
Malín Brand
malin@mbl.is
Leikurinn heitir Aaru’sAwakening og er sögu-sviðið Lumenox-veröldin.Þar eru fjórir heimar:
Day, Dawn, Dusk og Night og
snýst leikurinn um að aðal-
söguhetjan, Aaru, sigri guði þess-
ara heima. Fyrirtækið sem hannar
leikinn heitir einmitt Lumenox og
eigendur þess eru þeir Burkni J.
Óskarsson, Ágúst Kristinsson,
Ingþór Hjálmarsson og Tyrfingur
Sigurðsson. Þeir dúxuðu í tölvu-
leikjaáfanga í HR og unnu því
næst leikjakeppni Icelandic Gam-
ing Industry sem kallast Gamec-
reator. Fyrirtækið var stofnað á
síðasta ári og til viðbótar við eig-
endurna fimm eru þrír starfsmenn
hjá fyrirtækinu.
Minnir á Super Mario
Þeir félagar ákváðu að taka
leikinn sem þeir unnu til verðlauna
fyrir og gera úr honum markaðs-
væna vöru. „Við fórum að þróa
þessa hugmynd áfram og úr varð
Aaru’s Awakening sem við erum
að vinna núna. Hann er byggður í
kringum sama leikskipulag. Þetta
er svokallaður „platform“ leikur,
sem sumir hafa kallað hopp-og-
skopp leiki á íslensku. Það eru
leikir sem byggjast upp eins og
Super Mario og Donkey Kong,“
segir Burkni sem er fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins. Í gróf-
um dráttum gengur leikurinn því
út á, eins og gömlu leikirnir, að
komast frá A til B í gegnum fjölda
borða. „Þú hefur tvo eiginleika til
að komast í gegnum þetta og það
er að leikmaðurinn getur skotið
sér áfram stutta vegalengd, í
hvaða átt sem er, og svo getur
hann líka skotið kúlu út úr sér og
fjarflutt sig á staðsetninguna á
kúlunni seinna. Alltaf birst þar
sem kúlan er.“ Aðspurður segir
Burkni að markhópurinn sé allt
frá tíu ára upp í fjörutíu en býst
við að flestir séu á bilinu fimmtán
til þrjátíu ára. „Þetta er samt það
gamalt leikjaform að margir af
þeim eldri ólust upp við þessa teg-
Nýr og rammís-
lenskur tölvuleikur
Átta menn á aldrinum 20-38 ára halda til í frumkvöðlasetrinu Kvikunni í Hafn-
arfirði nánast allar sínar vökustundir. Þeir eru að leggja lokahönd á tölvuleik
sem verður tilbúinn til dreifingar vorið 2014. Nú þegar hafa fulltrúar fyrirtækja á
borð við Microsoft, Nintendo og Playstation sýnt hópnum áhuga og er markmiðið
að gefa leikinn út á leikjavélum þessara fyrirtækja.
Morgunblaðið/Rósa Braga
Sköpun Svona verður tölvuleikur til, lið fyrir lið. Vinnudagarnir geta verið
býsna langir hjá piltunum sem reyna þó að koma heim fyrir miðnætti.
Fjöldi fólks óttast skordýr meira en
sjálfa pestina og má leiða líkur að því
að í mörgum tilvikum er um ótta við
hið óþekkta að ræða. Þó svo að raun-
veruleg skordýrahræðsla sé til stafar
almenn hræðsla oft af því að fólki
bregður og það er tortryggið í garð
smádýranna sem það ber ekki kennsl
á. Of margir fætur, vængir, fálmarar
og fleira geta skotið fólki skelk í
bringu. Á vef Náttúrufræðistofnunar
Íslands fá skordýrin sérstaka síðu.
Pödduvefur NÍ er vandaður með
greinagóðum lýsingum á hinum ýmsu
tegundum og myndum til greiningar.
Pöddum er skipt niður eftir því hvar
þær halda sig: Í náttúrunni, húsum
eða görðum og sérstaklega er fjallað
um nýja landnema, flækinga sem ber-
ast með vindum og þá sem koma
með varningi. Fræðslan er af hinu
góða og hver veit hvort vefurinn geti
breytt hræðslu í áhuga.
Vefsíðan www.ni.is/poddur
Morgunblaðið/Golli
Smádýrin Það sem einum finnst fallegt skordýr getur annar óttast.
Hvaða padda er þetta?
Nú fer hver að verða síðastur til að
safna í haust- og jólakransana úti í
náttúrunni. Haustlaufin eru falleg
núna og síðustu reyniberjaklasarnir
eru á trjánum. Það er tilvalið að
pressa laufin fyrir skreytingar og úða
með blómalakki. Reyniberin má
frysta og gott er að úða lakkinu á þau
áður. Þannig haldast þau fín og má
nota þau í jólakransana. Hvítu berin
af koparreyninum eru líka falleg og
henta vel í skreytingar. Trjábörkur
sem er að flagna af trjám getur líka
reynst mjög vel í skreytingunum, að
ógleymdu berjalynginu sem geymist
vel í frysti.
Endilega …
… safnið
haustlaufum
Morgunblaðið/Ómar
Litadýrð Haustlauf má nota í margt.
Á fimmtudögum í október og fyrsta
fimmtudaginn í nóvember er boðið
upp á andlega og líkamlega nær-
ingu í aðalsafni Borgarbókasafns-
ins við Tryggvagötu. Frá klukkan 12
til 13 þessa daga eldar Íris H. Norð-
fjörð frá veitingastaðnum Krydd-
legnum hjörtum sína margfrægu
salsasúpu og sveppasúpu sem
bornar eru fram með heimabökuðu
byggbrauði, hvítlaukssmjöri og
hummusi. Ljóðadagskráin er í
höndum Jakobs S. Jónssonar, leik-
stjóra. Dagskráin er ókeypis en þeir
gestir sem hyggjast gæða sér á
súpu greiða 1.290 krónur fyrir. Jak-
ob S. Jónsson hefur víðtæka
reynslu af menningarviðburðum.
Hann hefur meðal annars starfað
sem dagskrárgerðarmaður hjá RÚV,
lýðháskólakennari, þýðandi, leik-
hústæknimaður, leikstjóri, leik-
skáld, verkefnisstjóri leikhús- og
menningarverkefna og sem list-
rænn stjórnandi. Þessi fimmtu-
dagshádegi Borgarbókasafnsins
lofa góðu og eru öllum opin. Ekki
þarf að bóka borð fyrirfram.
Súpa, brauð og ljóð í október og nóvember
Andleg og líkamleg næring á
Borgarbókasafni Reykjavíkur
Súpa Íris H. Norðfjörð frá Kryddlegnum hjörtum ætlar að elda góðar súpur.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Biblían er án efa ein merkasta bók allra tíma.
Hún er til á flestum heimilum og hefur orðið
þúsundum til mikillar blessunar öldum saman.
Missið ekki af þessu einstaka tækifæri til að
fræðast um veigamikil efni hennar.
Átta fyrirlestrar verða haldnir um eftirfarandi
efni á þriðjudögum kl. 20.00 í Loftsalnum,
Hólshrauni 3, Hafnarfirði (Við Fjarðarkaup).
Fyrsti fyrirlesturinn verður fluttur þriðjudaginn
8. október.
Hvað segir Biblían um:
1. Hvernig Biblían varð til?
2. Áreiðanleika Biblíunnar?
3. Hver Jesús Kristur sé?
4. Helgidóminn, fagnaðarerindið í
myndmáli?
5. Starf Jesú Krists í dag í hinum himneska
helgidómi?
6. Pétur og lyklavaldið?
7. Endurkomu Jesú Krists?
8. Sköpun nýs himins og nýrrar jarðar?
Námskeiðið er öllum opið og ókeypis.
Gott aðgengi er fyrir hreyfihamlaða.
Björgvin Snorrason PhD, guð-
fræðingur og kirkjusagnfræðingur flytur
fyrirlestrana. Hann hefur flutt fyrirlestra
um þessi efni hér á landi og erlendis
um árabil.
Tími endurkomu
Krists er í nánd
Biblíunámskeið