Morgunblaðið - 07.10.2013, Side 17

Morgunblaðið - 07.10.2013, Side 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 2013 Tökum bleikan bíl! Styrkjum starfsemi Krabbameins- félagsins Með hverri pantaðri ferð styrkir þú verkefni Krabbameins- félagsins til að berjast gegn krabbameini hjá konum. Af því tilefni höfum við sérmerkt bílana okkar enn á ný með bleikum taxaljósum og munu bílstjórarnir taka fagnandi á móti þér. Taktu bleikan bíl næst þegar þú pantar leigubíl! „Bleika slaufan” er til sölu í bílunum okkar frá 1. – 15. október. Hreyfill/Bæjarleiðir er styrktaraðili árvekniátaks Krabbameinsfélagsins í október og nóvember Alþjóðlegir eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna hófust handa við að eyða efnavopnum Sýrlandsstjórnar um helgina og þeim tækjakosti sem þarf til að búa þau til. Samkvæmt fyrsta áfanga afvopnunarinnar á að vera búið að eyða getu Sýrlendinga til að framleiða efnavopn fyrir næstu mán- aðamót. Ekki liggur fyrir á hverjum af þeim tuttugu efnavopnastöðvum sem sýrlensk stjórnvöld hafa gefið upp aðgerðirnar hafa farið fram. Eyðing vopnanna er hins vegar vandasöm enda eru sumar stöðvarn- ar á átakasvæðum. Íhugar að segja af sér Lakhdar Brahimi, friðarerindreki SÞ og Arababandalagsins í Sýrlandi, hvatti stríðandi fylkingar til þess að setjast að samningaborðinu skilyrð- islaust í gær. Hann sagðist vonast til þess að friðarviðræður gætu átt sér stað í Genf seinni hluta nóvember. Ekkert væri þó fast í hendi um það. Brahimi lýsti einnig gremju sinni með friðarumleitanir í Sýrlandi sem hafa stöðvast í viðtali við frönsku- mælandi sjónvarpsstöðina TV5 Monde og viðurkenndi að honum væri skapi næst að segja af sér. „Ég er að reyna að bjóða öllum í seinni hluta nóvember. Sjáum til, ég er raunsæismaður. Við förum til Genfar án skilyrða. [Assad] getur ekki sagst neita að ræða við „X“ eða „Y“ og það sama gildir um stjórn- arandstöðuna,“ sagði Brahimi í við- talinu. kjartan@mbl.is AFP Rústir Átökin halda áfram í Sýrlandi. Sprengjum var varpað yfir Qassaa, hverfi kristinna í Damaskus í gær og var mannfall nokkurt. Byrjað að eyða efnavopnunum  Vonast eftir viðræðum í nóvember Efnavopnin » Talið er að Sýrlandsstjórn eigi um 1.000 tonn af eitur- efnum í efnavopn. » Þar á meðal er taugagasið sarín en sarín var notað í árás nærri Damaskus í ágúst. FRÉTTASKÝRING Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Bandaríkjaþing greip til aðgerða um helgina til þess að létta undir með ríkisstarfsmönnum sem sendir voru í launalaust leyfi í síðustu viku þegar hluti af starfsemi bandarískra ríkis- stofnana lamaðist eftir að repúblik- anar komu í veg fyrir að fjárheim- ildir hins opinbera væru endurnýjaðar. Enn bólar þó ekkert á samkomu- lagi á milli þingflokka demókrata og repúblikana sem gæti bundið enda á fjárlagadeilu þeirra. Repúblikanar krefjast þess að stjórnvöld fresti gildistöku sjúkratryggingalaga Bar- acks Obama áður en þeir samþykkja bráðabrigðafjárlög. Skipað að mæta aftur til starfa Fulltrúadeild þingsins, þar sem repúblikanar hafa meirihluta, sam- þykkti á laugardag frumvarp sem kveður á um að þeir ríkisstarfsmenn sem sendir hafa verið í leyfi fái borg- að fyrir tímann sem starfsemi rík- isstofanana liggur niðri eftir að þær verða opnaðar á ný. Frumvarpið nýt- ur stuðnings Obama forseta og öld- ungadeildarinnar þar sem demó- kratar ráða ríkjum. Varnarmálaráðuneytið hefur skip- að um 400.000 starfsmönnum sínum að mæta aftur til starfa í dag sam- kvæmt ákvörðun Chucks Hagel varnarmálaráðherra. Ákvörðunin byggist á ákvæði laga sem samþykkt voru skömmu áður en ríkisstarfsemi var takmörkuð á þriðjudag og trygg- ir að herlið sem gegnir skyldustörf- um og borgaralegir starfsmenn varnarmálaráðuneytisins fái áfram greitt. Blandast við skuldaþakið Ríkisstofnanir eru áfram lokaðar í dag en engir frekari fundir voru boð- aðir fyrr en síðdegis í dag, hvorki í fulltrúa- né öldungadeild þingsins. Líklegt er talið að deilurnar um lok- un ríkisstofnana muni blandast um- ræðum um hvernig eigi að hækka skuldaþak ríkisins. Ríkisstjórn Obama segir að hún muni jafnvel ekki geta staðið í skilum með skuld- bindingar sínar verði þakið ekki hækkað fyrir 17. október. Repúblik- anar hyggjast hins vegar setja frek- ari skilyrði fyrir því. Auðveldara að tefja en gera Francis Fukuyama hjá stofnun Stanford-háskóla um lýðræði, þróun og réttarríkið telur að hægt sé að vissu leyti að kenna bandaríska stjórnskipulaginu um stöðuna sem upp er komin. Hún sé hönnuð fyrir þrátefli af þessu tagi. Stjórnskipanin með tveimur jafnvaldamiklum þing- deildum setji mun meiri hömlur á framkvæmdavaldið en í flestum öðr- um lýðræðisríkjum. Þegar þetta fari saman við aukna flokkadrætti og einstrengingshátt í bandarískum stjórnmálum, sérstak- lega í kjölfar uppgangs teboðshreyf- ingarinnar á hægri vængnum, þá sé niðurstaðan sú sem nú blasi við með lömun stofnana ríkisins. „Stjórnskipulag okkar gerir það auðveldara að koma í veg fyrir að hlutir séu framkvæmdir en að taka ákvarðanir til athafna,“ skrifar Fukuyama í The Washington Post. Stjórnskipulagið vestra sagt hannað fyrir þrátefli  Ríkisstarfsmenn fá borgað afturvirkt þegar opinberar stofnanir verða opnaðar aftur AFP Lokað Ferðamenn við lokaðan minnisvarða um síðari heimsstyrjöldina í Washington sýna vanþóknun sína á lokun opinberra stofnana. Rússneska leyni- þjónustan FSB mun hafa heim- ild til að hlera öll símtöl og tölvu- samskipti og fylgjast jafnvel með notkun vissra orða í raf- rænum sam- skiptum íþrótta- manna og áhorfenda á meðan vetrarólympíuleikarnir fara fram í Sochi í febrúar. Þetta sýna gögn sem rússneskir rannsóknar- blaðamenn hafa aflað. Umfang njósnanna er sagt verða það mesta í sögu leikanna. RÚSSLAND Víðtæk njósnaheim- ild á vetrarleikum Vladimír Pútín með ólympíu- eldinn. Stjórnvöld í Líb- íu hafa krafið bandarísk yfir- völd skýringa á því sem þau kalla mannrán á líb- ískum borgara á laugardag. Þá handsömuðu bandarískir sér- sveitarmenn meintan leiðtoga al-Qaeda, Abu Anas al-Libii í Trípolí. Málið þykir vandræðalegt fyrir líbísku stjórn- ina sem vissi ekki af aðgerðinni og er talið líklegt til að espa upp ísl- amska öfgamenn í landinu. LÍBÍA Krefjast svara um Abu Anas al-Libi Abu Anas al-Libi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.