Morgunblaðið - 07.10.2013, Side 9

Morgunblaðið - 07.10.2013, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 2013 Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | Sími 551 6646 Opið virka daga frá 10-18, laugardaga frá 11-15 VEGGFÓÐUR Í MIKLU ÚRVALI Hannes Ríkarðsson tannlæknir er fluttur í Bolholt 4, 104 Reykjavík Hús með lyftu. Tímapantanir eru í síma 568 5865 Tryggvagötu 18 - 552 0160 Pelsar - stuttir og síðir Mokkajakkar og -kápur Vanrækslugjald var lagt á eigendur rúmlega 9.000 ökutækja um sein- ustu mánaðamót vegna þess að þau hafa ekki verið færð til skoðunar á tilsettum tíma. Vanrækslugjaldið er 15 þúsund krónur en færi eigend- urnir ökutækin til skoðunar nú í október fá þeir 50% afslátt af gjald- inu. Fram kemur á vef sýslumanns- embættanna, að ein skýring á hinum mikla fjölda álagninga um þessi mánaðamót sé án efa, að auk þess sem gjaldið leggst á eigendur óskoð- aðra ökutækja sem færa átti til skoðunar í júlí þar sem endastafur skráningarmerkis var 7, leggist það einnig á alla eigendur óskoðaðra hjólhýsa, tjaldvagna, vélhjóla, léttra bifhjóla og fornbíla, sem átti að skoða í síðasta lagi fyrir 1. október. Ef allir sem sættu álagningu nú um mánaðamótin, færðu ökutæki sín til skoðunar í október og fengju þannig 50% afslátt rynnu engu að síður um 68 milljónir króna í ríkis- sjóð, að því er kemur fram á vef sýslumannsembættanna, segir í fréttinni. „Ósagt skal látið hvort skýring á þessum aukna fjölda álagninga frá því sem verið hefur í október síðustu ár er aukinn trassaskapur eða verri fjárhagur eigenda ökutækja en vissulega væri ástæða til að kanna það nánar.“ Fjöldi álagninga vegna vanrækslu á aðalskoðun ökutækja og endurskoðun ökutækja frá mars 2010 til október 2013 10.000 9.000 8.000 7.000 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 ma rs 2 010 ma í 20 10 júlí 20 10 sep t. 2 010 nóv . 20 10 jan . 20 11 ma rs 2 011 ma í 20 11 júlí 20 11 sep t. 2 011 nóv . 20 11 jan . 20 12 ma rs 2 012 ma í 20 12 júlí 20 12 sep t. 2 012 nóv . 20 12 jan . 20 13 ma rs 2 013 ma í 20 13 júlí 20 13 sep t. 2 013 nóv . 20 13 Aðalskoðun Endurskoðun Vanrækslugjald lagt á eigendur 9.000 ökutækja  Aukinn trassaskapur eða verri fjárhagur bílaeigenda? Veðrið lék við þessa brosmildu hlaupara í Reykjavík en þeir voru á meðal yfir fimm hundruð manns á öllum aldri sem tóku þátt í svoköll- uðu Nauthólshlaupi sem haldið var í annað skipti í gær. Hlaupið var eftir Fossvogsdalnum. Boðið var upp á tvær vegalengd- ir, annars vegar fimm kílómetra og hins vegar tíu kílómetra. Hlaupið endaði við Nauthól í Nauthólsvík en það voru staðarhaldarar á sam- nefndum veitingastað sem stóðu að hlaupinu í samstarfi við hlaupavef- inn hlaup.is. Töluvert fleiri þreyttu hlaupið í ár en í fyrra, en þá tóku um hundrað manns þátt í því. Á meðal sigurlauna í mótinu voru máltíðir á veitingastaðnum en auk þess var keppendum boðið upp á heita súpu eftir hlaupið til að ylja sér. Morgunblaðið/Ómar Þreyttu hlaup í veð- urblíðunni Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.