Morgunblaðið - 07.10.2013, Síða 11
Teymið Alls vinna átta manns hjá Lumenox en félagarnir fimm sem eiga fyrirtækið hafa haldið hópinn síðan í HR.
und af leikjum, þannig að við telj-
um að við getum náð til eldri hóps,
frekar en margir af nýrri leikjum
gera.“
Playstation og Nintendo
Markmiðið er að gefa leikinn
fyrst út fyrir tölvuleikjastýrikerfi
sem heitir Steam og því næst fyrir
Playstation, Xbox, Nintendo og
fleiri. Markmiðin eru skýr og er
hópurinn sannfærður um að þau
muni nást. Vinnuvikan er nokkuð
sérstök hjá félögunum í Lumenox
og dagarnir oftast nýttir vel:
„Vinnudagurinn byrjar klukkan
níu á morgnana, svo hittumst við á
fundi klukkan tíu. Markmiðið er að
vinna bara til fimm en það endar
oft í miðnætti. Eina reglan sem við
erum með er sú að við erum
komnir heim snemma á föstudög-
um og slökum á yfir helgar,“ segir
Burkni sem getur ekki neitað því
að það sé gaman í vinnunni þar
sem þeir eru að skapa heila veröld
frá grunni.
Bjartsýnir frumkvöðlar
Félagarnir í Lumenox sóttu-
tölvuleikjasýningu í lok ágúst. Hún
heitir PAX Prime og var haldin í
Sattle. Hún er mjög mikilvæg fyr-
ir þá sem starfa í þessum geira og
er haldin tvisvar á ári. Þar tókst
þeim að víkka út tengslanetið og
því er ekki ástæða til annars en að
halda í jákvæðnina og bjartsýnina.
Metnaður Það krefst mikillar vinnu að hanna og gefa út tölvuleik.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 2013
Margir kannast við flug-þreytu þegar ferðast ermilli tímabelta. Ferðalag
milli tímabelta raskar líkamsklukk-
unni og getur valdið því að það reyn-
ist erfiðara að sofna og sofa. Afleið-
ingarnar eru þreyta og syfja að degi
til, einbeitingarskortur og fleira.
Áhrifin fara eftir því yfir hversu
mörg tímabelti er ferðast og hvort
ferðinni er heitið austur á bóginn eða
vestur. Ferðalag til austurs skilar
því að líkamsklukkan er of sein mið-
að við það tímabelti sem við erum
staðsett í og ferðalag til vesturs skil-
ar gagnstæðum áhrifum. Hvort
tveggja getur orsakað verulega
röskun á svefni. Því fleiri tímabelti
sem ferðast er yfir, þeim mun meiri
áhrif á svefninn.
Almennt er miðað við að fyrir
hvert tímabelti sem ferðast er yfir
þurfi fólk einn dag til þess að rétta af
líkamsklukkuna. Það að ferðast yfir
eitt tímabelti er líklegt til að orsaka
litla eða enga röskun á svefni, en
flugferð yfir hálfan hnöttinn getur
valdið einkennum sem vara vikum
saman. Erfiðleikar með að festa
svefn í flugvél og streita sem getur
fylgt ferðalögum, geta valdið enn
frekari flugþreytueinkennum.
Ef þú hyggst ferðast milli nokk-
urra tímabelta en ætlar aðeins að
dvelja á áfangastaðnum í fáa daga,
er líklegt að þú hafir of lítinn tíma til
að aðlagast nýjum tíma. Í slíkum til-
fellum er betra að þú haldir þig við
þinn eðlilega svefn-vöku tíma eins og
mögulegt er. Ef þú ætlar að dvelja á
nýju tímabelti í lengri tíma eru eft-
irfarandi ráð hjálpleg við að draga úr
flugþreytu:
Breyttu háttatímanum og fóta-
ferðartímanum þínum smám saman í
áttina að tímabelti áfangastaðarins.
Það þýðir að flýta smám saman
háttatíma og fótaferðartíma ef þú
ætlar að ferðast í austur en seinka
þessum tímum ef þú ferðast vestur.
Til þess að forðast vökvatap,
drekktu nóg af vatni og forðastu
koffín og alkóhól í fluginu. Vökva-
þurrð eykur á flugþreytu.
Aðlagaðu svefntíma þinn að stað-
artíma strax við komu. Notaðu dags-
ljós og líkamshreyfingu til að komast
hjá dagsyfju. Skipulegðu máltíðir
samkvæmt staðartíma. Farðu ekki
að sofa fyrr en það er kominn hátta-
tími samkvæmt staðartíma. Ef það
reynist nauðsynlegt, blundaðu þá í
hámark 45 mínútur um miðjan dag.
Fylgdu sömu leiðbeiningum þegar
þú ferðast aftur heim.
Gefðu þér tíma til að aðlagast nýju
tímabelti og reyndu að skipuleggja
ekki mikið fyrsta daginn. Ef þú þarft
að sinna mikilvægu erindi, reyndu
þá að vera kominn á áfangastað deg-
inum fyrr.
Dýrmætur svefn Langt ferðalag í háloftunum getur valdið raski á svefni.
Flugþreyta – Svefnráð
Heilsustöðvarinnar
Heilsupistill
Haukur Sigurðsson
sálfræðingur
Heilsustöðin sálfræði- og ráðgjafar-
þjónusta Skeifunni 11a, 108 Rvk.
www.heilsustodin.is
Guðrún S. Magnúsdóttir handa-
vinnukennari er reynslubolti þegar
kemur að prjónaskap. Hún sendir nú
frá sér bókina Vettlingaprjón, en áð-
ur hefur hún sent frá sér Sokkaprjón
og Húfuprjón sem margir kannast
við. Í nýju bókinni hennar eru 64
uppskriftir að vettlingum fyrir pínu-
lítil kríli, stálpaða krakka, konur og karla. Einnig eru í
bókinni gagnlegar leiðbeiningar, ráð og kennsla í því
prjóni og hekli sem notað er í uppskriftunum. Til-
valið að prjóna fyrir veturinn.
Bókin Vettlingaprjón geymir 64 uppskriftir
Skvísulegir vettlingar fyrir skutlur.
Bókin góða.
Háir vettlingar fyrir
kraftmiklar konur.
Puttaskjól fyrir alla
Kátir vettlingar fyrir glaða krakka.
Betri heilsa borgar sig!
Faxafeni 14 · Sími 560 1010 · heilsuborg.is
Jóga
Farið verður rólega af stað en tímarnir geta verið mjög kröftugir. Hér reynum við á alla þætti líkamans,
aukum liðleikann á allan hátt, hryggurinn verður liðugri, opnum öll liðamótin betur og betur og náum
betri og meiri teygju og liðleika. Vekjum upp líkamsvitundina og uppskerum betri líkamsstöðu, aukinn
styrkur og úthald og síðast en ekki síst öðlumst við betra jafnvægi til að takast á við daglegt amstur.
Skráning í síma 560 1010 eða á mottaka@heilsuborg.is
Byrjendanámskeið í Jóga
Þriðjud. og fimmtud. kl. 12:00-13:00
Hefst 8. október
Kennari Gyða Dís
Verð kr. 13.900,-