Morgunblaðið - 07.10.2013, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 2013
!
!
"
# $ " %&' (''' $ )))# # $ * # FRÉTTASKÝRING
Kristinn Ingi Jónsson
kij@mbl.is
Líkja má hruni viðskiptabankanna
þriggja haustið 2008 við mannskæðar
náttúruhamfarir. Fyrst kemur áfall-
ið. Við því er brugðist með neyðar-
aðgerðum, í þessu tilviki með setn-
ingu neyðarlaganna. Næst tekur við
doði, síðan reiði, sem braust út í búsá-
haldabyltingunni. Reiðin rann af fólki
og þunglyndið helltist yfir. Þá hófst
leit að orsökunum en í því skyni var
gefin út viðamikil skýrsla um atburði
síðustu ára og var Landsdómur kall-
aður saman í fyrsta sinn. Leiðin var
fetuð að lokatakmarkinu – að sætta
sig við hvað gerðist – en erum við
komin þangað? Er hægt að kveða upp
dóm sögunnar?
Þetta sagði Guðni Thorlacius Jó-
hannesson sagnfræðingur í erindi
sínu á málþinginu „Guð blessi Ísland
– fimm árum síðar“ sem haldið var á
vegum Sagnfræðingafélags Íslands,
Sögufélagsins og Reykjavíkur-
Akademíunnar á laugardaginn. Blás-
ið var til málþingsins í tilefni þess að
fimm ár eru liðin frá hruni.
Guðni benti á að erfitt geti verið að
leggja mat á atburði skömmu eftir að
þeir eiga sér stað. „Sagnfræðingar
hafa bent á að ró þurfi að ríkja, að
rykið hafi sest.“ Blaðamenn skrifi
jafnan fyrsta uppkastið að sögunni en
þá liggi ekki fyrir allar upplýsingar.
En þegar rykið er sest og öll viðkom-
andi gögn hafa verið skoðuð, þá sé
hægt að fella dóm sögunnar.
Á málþinginu var meðal annars
fjallað um kosti og galla rannsókn-
arskýrslu Alþingis. Guðni sagði
skýrsluna hafa aukið heldur betur við
heimildaforðann. „Í henni liggja upp-
lýsingar sem við hefðum annars ekki
haft neinn aðgang að.“ Hann vísaði í
fleyg orð sem féllu þegar skýrslan
kom út: „Nú vitum við allt.“ Málið sé
hins vegar ekki svo einfalt. „Margt
nýtt hefur komið fram en ofmælt er
að nú liggi allt fyrir.“ Benti hann á að
sérstakur saksóknari hefði ekki sagt
sitt seinasta orð og að enn ætti eftir
að sveipa, svo dæmi sé tekið, hulunni
af ýmsum skjölum í eigu erlendra rík-
isstjórna.
Það er álit Guðna að verk rann-
sóknarnefndarinnar hafi stuðlað að
víðtækri sátt, en að annað megi segja
um Landsdóm. „Í því máli blinduðu
meintir stjórnmálahagsmunir of
mörgum sýn. Til varð pólitíska útgáf-
an af einkunnarorðum útrásarvíking-
anna: Ég má þetta – ég á þetta.“
Íslendingar bregðast við gagnrýn-
isröddum erlendis frá eins og þær séu
árásir á sjálfsmynd þjóðarinnar, að
mati Eiríks Bergmanns stjórnmála-
fræðings. „Við reyndum að sýna út-
lendingum að hér væri allt í stakasta
lagi, í stað þess að skoða sjálf innvið-
ina.“ Á málþinginu fjallaði Eiríkur
um áhrif efnahagsmála á sjálfsmynd
þjóðar sem og áhrif sjálfsmynd-
arinnar á efnahaginn.
Hann sagði að samspil efnahags-
lífsins og sjálfsmynd þjóðarinnar
hefði leitt til kerfisgalla sem ekki enn
hefði verið leyst úr. Sem dæmi haldi
Íslendingar úti gjaldmiðli sem hafi
einungis 300 þúsund manns að baki
sér á 500 milljóna manna Evr-
ópumarkaði. „Þetta er háskaleikur
sem getur ekki gengið, enda voru sett
á gjaldeyrishöft.“
Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði
við Háskóla Íslands, sagði fjár-
málabólur ekki vera séríslenskt fyr-
irbæri. Hann rifjaði upp söguna og
sagði frá helstu alþjóðlegu fjár-
málabólunum, allt frá túlipanaæðinu í
Hollandi árið 1637 – þegar verð á tú-
lipanalaukum fór upp í hæstu hæðir
en hrundi síðan skyndilega – til fjár-
málabólunnar sem við þekkjum svo
vel.
„Fólk tekur áhættu og hegðar sér
með þessum hætti alls staðar. Það
eru ákveðnir kraftar sem hafa áhrif á
fólk. Menn þurfa þá að breyta reglu-
verkinu til að koma í veg fyrir svona
hegðun í framtíðinni,“ sagði Gylfi í er-
indi sínu.
Hann bætti því við að flækjustig
fjármálagerninga væri óþarft og í
raun orðið hættulegt. Takmarka
þurfi vaxtarhraða banka með ein-
hvers konar hraðatakmörkunum og
brýnt sé að skattleggja stóra banka.
Hann nefndi einnig sem eina af or-
sökum bankahrunsins þá ofurtrú sem
hafi verið lögð á virkni markaða og
tæki fjármálaverkfræðinnar. Reglu-
verk og fjármálaeftirlit hafi verið
vanrækt og endurskoðendur gáfu
sköpunargáfunni lausan tauminn.
Líkti hruninu við náttúruhamfarir
Guðni Th. Jóhannesson segir meinta stjórnmálahagsmuni hafa blindað of mörgum sýn í Landsdóms-
málinu Hagfræðiprófessor segir að ofurtrú hafi verið lögð á virkni markaða og fjármálaverkfræði
Morgunblaðið/Ómar
Sagnfræðingur Guðni Th. Jóhannesson segir Landsdómsmálið ekki hafa stuðlað að víðtækri sátt í samfélaginu.