Morgunblaðið - 07.10.2013, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 2013
✝ Ari JúlíusÁrnason fædd-
ist í Reykjavík 15.
september 1990.
Hann lést 24. sept-
ember 2013.
Móðir Ara Júl-
íusar er Sigríður
Pálsdóttir, f. 8.
nóvember 1957, og
faðir Árni Daníel
Júlíusson, f. 31. júlí
1959. Systir Ara er
María, f. 15. mars 1992. Unn-
usti hennar er Ívar Vincent
Smárason, f. 6. september
1992. Eiginkona Árna Daníels
og fósturmóðir Ara er Birna
Gunnarsdóttir, f. 12. mars
1965. Sonur þeirra og bróðir
Ara er Pétur Xiaofeng, f. 24.
apríl 2007. Móðuramma Ara
Júlíusar er María Frímanns-
dóttir, f. 28. febrúar 1935, og
móðurafi Páll Þ. Finnsson, f.
16. október 1930. Föðuramma
hans er Þuríður Árnadóttir, f.
23. júlí 1933, og föðurafi Júlíus
Jón Daníelsson, f. 6. janúar
1925.
Ari Júlíus gekk í Kópavogs-
skóla og lauk stúd-
entsprófi frá
Menntaskólanum
við Hamrahlíð vor-
ið 2010. Hann var
góður námsmaður,
vinmargur og tók
virkan þátt í fé-
lagslífi. Ari gerði
stuttmyndir með
félögum sínum og
byrjaði ungur að
spila í hljóm-
sveitum, pönk, metal og rokk,
en á síðari árum samdi hann
bæði ljóð og lög í þjóðlagastíl
og flutti sjálfur. Hann hannaði
einnig tölvuleiki og samdi
teiknimyndasögur. Hann var
áhugamaður um samfélagsmál
og tók þátt í starfi ýmissa hópa
aðgerðasinna. Ari Júlíus hafði
listræna hæfileika á mörgum
sviðum, var góður teiknari og
efnilegur tónlistarmaður og
liggur eftir hann mikið safn
laga og ljóða.
Útför Ara verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag, 7. októ-
ber 2013, og hefst athöfnin
klukkan 13.
Elsku Ari. Ég trúi því varla að
ég þurfi nú að kveðja þig, minn
kæra vin og frænda. Ég mun aldr-
ei gleyma öllum stundunum sem
við höfum eytt saman í gegnum
ævina. Þegar við vorum litlir
pjakkar brugðum við okkur í
gervi riddara, geimfara, lögga eða
hvað sem þitt skemmtilega frjóa
ímyndunarafl bauð upp á. Allar
stundirnar á unglingsárunum
sem við eyddum saman að horfa á
Badass-bíómyndir, hlusta á indí-
tónlist eða spila tölvuleiki. Við fór-
um samferða í menntaskóla
ásamt þriðja amígóanum Stefáni.
Þar var cat position, fréttapésinn
og svo ótal mörg önnur uppátæki
sem kalla fram sælar minningar.
Öll tónlistin sem við gerðum sam-
an, hvort sem hún var geimveru-
vélmenna-raftónlist, marmelaðis-
myrjandi-læti eða
hringvöðva-pönk. Þú skilur eftir
þig gífurlegt magn af alls konar
teikningum, tónlist en ekki síst
skemmtilegum minningum í
hjörtum okkar vinanna sem bröll-
uðum margt með þér. Við áttum
yndislegar og gefandi stundir
saman á þessum tuttugu og þrem-
ur árum og ég kveð þig með mikl-
um söknuði. Hver veit nema við
gerum eitthvað „svítzillað“ á ný
þegar við hittumst aftur á öðru til-
verustigi.
Þinn
Hjalti Karl.
Elsku Ari Júlíus.
Það er svo sárt og óréttlátt að
þurfa að kveðja þig núna. Þú áttir
svo mikið inni og það var svo mik-
ið í þig spunnið. Við systkinin vor-
um heppin að kynnast þér öll vel
þó við værum á ólíkum aldri, þú
varst góður vinur okkar allra. Við
tvö eldri munum þegar fjölskyld-
ur okkar bjuggu á sama tíma í
Danmörku. Þú varst lítill ljúfur
sem talaði reiprennandi dönsku
og á þessum tíma varstu að byrja
að þróa með þér áhugann á risa-
eðlum, eða dínósárum eins og þú
sagðir. Þá var auðvelt að gefa þér
jóla- og afmælisgjafir, það hitti í
mark ef það hafði eitthvað með
risaeðlur að gera. Svona varstu
gegnum lífið, fékkst einlægan
áhuga á hinum og þessum við-
fangsefnum sem smitaði alltaf út
frá sér. Þú varst tíður gestur í
gula húsinu á Ásvallagötunni og
þar eydduð þið Bjarki löngum
stundum liggjandi á gólfinu að
skapa og myndskreyta ævintýra-
heim sem átti að vera vettvangur
skáldsögu og tölvuleiks, drifnir
áfram af sköpunarkrafti og gleði.
Þó ekkert hafi orðið úr þeim
áformum er Bjarki viss um að ár-
in sem hann eyddi með þér hafi
átt stóran þátt í að móta áhuga-
mál og persónuleika hans. Einu
sinni vantaði Auði myndefni fyrir
ljósmyndaverkefni og bað ykkur
tvo að koma út með sér. Hún end-
aði á að taka mynd af ykkur liggj-
andi á bílskúrsþakinu að teikna og
sú mynd er allt í einu orðin af-
skaplega dýrmæt minning. Undir
sama bílskúrsþaki mátti oft finna
þig með okkur eða vinum þínum
glamrandi á ýmis hljóðfæri, enda
varstu í ófáum hljómsveitum í
gegnum tíðina sem ber vitni um
þann ótrúlega sköpunarkraft sem
bjó í þér. Margar helgar í æsku
Gunnhildar og Bjarka fóru í heim-
sóknir með þér og Maríu til ömmu
Þuríðar og afa Júlíusar í Breið-
holtið. Þar fóru heilu dagarnir í
útivist á leikvöllunum fyrir aftan
blokkina þeirra, en ef veðrið var
slæmt var líka ágætt að liggja
saman fyrir framan sjónvarpið og
horfa á Cartoon Network. Svo
kom að því að þú varðst stór, fórst
í mútur (okkur öllum til mikillar
skemmtunar) og fórst seinna að
stunda skemmtanalífið. Það var
alltaf jafn gaman að hitta þig á
djamminu því þú varst svo glaður
að sjá mann. Þú varst óspar á
faðmlögin og lést okkur alltaf vita
hversu vænt þér þótti um okkur
öll. Það var líka dásamlegt þegar
öll fjölskyldan kom saman við ým-
is tækifæri og oft erfitt að meta
hvor hló hærra, þú eða Ingólfur.
Við sem eftir sitjum erum
ennþá að átta okkur á að dýrmætt
líf hefur verið hrifsað frá okkur og
við fáum aldrei að sjá bjarta bros-
ið þitt aftur, nema á myndum.
Hugur okkar er hjá elsku Árna
Daníel, Birnu, Pétri, Siggu, Maríu
og Ívari, alltaf. Við treystum því
að þú sért kominn á betri stað,
frjáls undan oki þessa skelfilega
sjúkdóms og að fallegu hugsan-
irnar okkar um þig berist til þín
eins og hlýr vindur. Við öfundum
þig jafnvel örlítið fyrir að fá núna
að knúsa, hlæja og drekka bjór
með Ingólfi frænda.
Hvíldu í friði, elsku hjartans
Ari okkar. Við munum aldrei
gleyma þér og gleðjumst yfir því
að þú varst til. Lífið þitt var stutt
en fallegt.
Þín frændsystkin,
Egill, Auður, Bjarki Hreinn
og Gunnhildur Viðarsbörn.
Ég man ekki lengur hvar ég
hitti vin minn Ara fyrst eða hvern-
ig það atvikaðist. Ég mun hins
vegar ævinlega vera þakklátur
fyrir að hafa kynnst honum. Leið-
ir okkar lágu saman um það leyti
sem ég var að færa mig um set úr
Menntaskólanum í Kópavogi yfir í
Menntaskólann við Hamrahlíð.
Þessi breyting hefði vafalaust
orðið mér erfiðari ef ég hefði ekki
verið svo lánsamur að eignast þar
snemma góða vini. Einn þeirra
var Ari Júlíus. Það var sama hvort
maður hitti Ara úti í frímínútum
að fá sér smók eða á kaffihúsi hér í
bænum, nú eða bara uppi í risi á
Hringbrautinni, alltaf vildi hann
ræða málin. Og aldrei gleymdi
hann að hlusta á það sem aðrir
höfðu til málanna að leggja. Hann
hafði áhuga á öllu milli himins og
jarðar og kunni vel að segja frá.
Það var helst ef íþróttir bar á
góma sem hann var ekki alltaf
fyllilega með á nótunum. Ef ég
vildi ræða leiki helgarinnar í
enska boltanum hlustaði hann oft-
ast af takmörkuðum áhuga og
þegar hann lagði orð í belg fór allt
í steik. Þá var Wenger allt í einu
orðinn stjóri Tottenham og van
Persie hafði staðið sig frábærlega
í hjarta varnarinnar hjá Chelsea.
Oft hentum við gaman að þessu í
vinahópnum.
Það sem tengdi okkur Ara þó
ekki síst var sameiginlegur áhugi
okkar á öllu sem varðaði listir og
menningu. Þegar ég hafði upp-
götvað eitthvað nýtt á þeim vett-
vangi var Ari sá fyrsti sem ég
setti mig í samband við. Og ekki
var ég fyrr búinn að lýsa fyrir
honum einhverri skáldsögu eða
tónverki sem hafði hreyft við mér
en hann var kominn á fullt að
kynna sér málin. En Ari var samt
ekki eins og við flest sem njótum
listarinnar og látum þar við sitja.
Hann var nefnilega listamaður
sjálfur. Hann var ótrúlegur teikn-
ari og flinkur gítarleikari og það
verður bara að segjast eins og er
að partíin sem maður fór í voru
ekki merkileg ef Ari tók ekki upp
á því að draga mann afsíðis til að
spila Dylan eða eitthvað frum-
samið. Já, þetta voru svo sannar-
lega ógleymanlegir tímar. Menn
eins og Ari Júlíus eru fágætir vin-
ir og hans verður sárt saknað.
Fjölskyldu hans sendi ég mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Minningin lifir um góðan
dreng.
Magnús Jökull Sigurjónsson.
Engin er eik án kvista, það er
víst. Öll eigum við okkar kosti og
galla, þínir kostir, elsku Ari, voru
fleiri en gallarnir. Þú varst hæfi-
leikaríkasti einstaklingur sem ég
hef á ævi minni kynnst, öllu sem
þú tókst þér fyrir hendur skilaðir
þú af þér fullkomnuðu og vel
skreyttu. Þú varst listamaður,
hugsuður, frumkvöðull.
Ég leit upp til þín, þú gafst mér
kraft og trú á að allra stærstu
hindranir væru yfirstíganlegar,
að maður getur verið sá sem mað-
ur ætlar sér að vera.
Heimsins frægustu hetjur féllu
í bardaga, þú ert ein þeirra. Ég er
stoltur af þér og ég elska þig.
Þín verður sárt saknað, vinur
minn, þér mun ég aldrei gleyma.
Margt hugar þíns fóstur svo firna ljótt,
þú felur, því illu skal leyna.
En mundu að lífið er léttasótt.
Lengi skal manninn reyna.
(Megas)
Róbert Róbertsson.
Vinátta okkar Ara hófst í
Menntaskólanum við Hamrahlíð.
Þar var Ari mikilvægur hlekkur í
okkar vinahóp, þéttum hópi ótrú-
lega ólíkra einstaklinga sem áttu
þó mjög vel saman. Samband okk-
ar Ara var á engan hátt frábrugð-
ið þessu. Persónuleikar okkar
voru mjög ólíkir en það bætti vin-
áttuna og gerði hana sterkari.
Skólabróðir okkar Ara úr MH
sagði eitt sinn að mikilvægt væri
að geta litið upp til allra vina
sinna, það væri í raun undirstaða
alvöruvináttu.
Ari Júlíus var maður sem svo
auðvelt var að líta upp til. Hann
var einnig maður sem ómögulegt
er að lýsa í fáum orðum, marg-
slunginn persónuleiki og gríðar-
lega hæfileikaríkur á marga ólíka
vegu. Allir sem þekktu Ara
kynntust hans listrænu hlið, hvort
sem það voru teikningar, texta-
eða lagasmíðar. Ari var einnig
fróður um ótrúlegustu hluti, orð-
heppnari en flestir og besti mögu-
legi félagi í alls kyns hugmynda-
vinnu þar sem frjór hugurinn fékk
lausan tauminn. Einnig var
ánægjulegt hvað hann átti auðvelt
með að kynnast fólki og eignast
nýja vini. Á MH-árunum furðaði
maður sig oft á því hvernig hann
virtist þekkja hvern einn og ein-
asta í þessum rúmlega þúsund
manna skóla.
Ari var stórmerkilegur maður
en fyrst og fremst var hann frá-
bær vinur sem gaf mikið af sér.
Söknuðurinn er mikill en þakk-
lætið fyrir að hafa kynnst Ara Júl-
íusi er það einnig.
Hvíldu í friði, elsku vinur.
Helgi Kristinn Björnsson.
Ari var einn af þessum mönn-
um sem ómögulegt er að lýsa með
orðum. Þrátt fyrir margra ára
vináttu, gegnum grunn- og
menntaskólaárin og árin eftir það
tókst honum alltaf að koma manni
á óvart með nýjum fróðleik, skiss-
um eða hugmyndum. Hann hugs-
aði alltaf út fyrir kassann eins og
er sagt. Hvort sem það voru stutt-
myndirnar í grunnskóla, tónlistin
eða teiknimyndasögurnar. Hann
var ótrúlegt eintak af manni og er
maður lánsamur að hafa fengið að
kynnast honum. Ég man eins og
það hafi gerst í gær þegar við
héldum fyrirlestur á lagningar-
dögum í MH. Við höfðum lofað að
halda fyrirlestur fyrir MH-inga
um hvað það þýddi að vera „awe-
some“. Við höfðum verið seinir að
undirbúa okkur og kláruðum 30
síðna fyrirlestur á 15 mínútum.
Ari settist og vann eins og vél.
Hann taldi upp 100 hluti án þess
að blikka sem væru magnaðir í
þessum heimi. Allt frá kvikmynd-
um, teiknimyndasögum, fólki yfir
í uppfinningar. Þegar við áttuðum
okkur á því að við vorum orðnir
seinir og rúmlega 100 manna fyr-
irlestrarsalur var að fyllast var
hann ekki lengi að leysa það
vandamál. Hann breytti fyrstu
glærunni í mynd af okkur og sagði
að það væri „awesome“ að vera
„fashionably late“. Ein af fjöl-
mörgum snilldar minningum af
Ara sem ég mun aldrei gleyma.
Söknuðurinn er mikill enda ein-
stakur maður. Hvíldu í friði, kæri
vinur. Þín verður sárt saknað en
aldrei gleymt.
Magnús Heimir Jónasson.
Kæri Ari.
Ég er búin að fara nokkrum
sinnum út að ganga. Ég gái að sel-
um en hef engan séð enn. Þeir
hljóta að koma, þeir koma alltaf á
haustin. Mér líður eins og ég hafi
misst af sumrinu, ég gat ekki ver-
ið úti, niðri við sjó eins og þau
sumur sem komu á undan. Þá
fylgdist ég með einhverjum ótal
fuglum sem ég kann ekki að
nefna, þeir söfnuðust saman rétt
hjá húsinu mínu, niðri við sjó í
miðnætursólinni, ég gekk á hljóð-
ið sem var hljóðið í sköpunarverk-
inu sjálfu, það söng um sjálft sig
og hinum megin við sjóinn logaði
jökullinn sem bráðnar og verður
horfinn eftir 100 ár, grænn og
blár eins og dæmisaga um að ekk-
ert varir að eilífu.
Stundum kemur sumar en
maður fær ekki að vera í því.
Stundum missum við af því að sjá
hvönn og lúpínu hlið við hlið,
græna og fjólubláa, niðri við sjó.
Þær halla sér hvor að annarri, og
báðar hallast í þá átt sem vind-
urinn ákveður. Stundum kom-
umst við ekki út, stundum segir
hjartað að þrátt fyrir sumar sé
vetur. Ég hef misst af sumrum, í
heitu sumri í heitu landi hefur mig
dreymt að ég stæði í hríð, snjón-
um kyngdi niður og ég grét af því
ég þráði sumar. Þegar ég vaknaði
var sumar en ég hélt samt áfram
að gráta.
Nú er hvönnin niðri við sjó ekki
lengur græn og lúpínan varla
þekkjanleg. Þær bíða eftir fyrsta
stormi vetrarins. Þá leggjast þær
út af til að geta risið upp aftur.
Þær sjá ekki selina þegar þeir
loksins koma en þær sjá lengra,
þær sjá tilgang lífsins, fólginn í
því að blómstra og fölna til skiptis.
Þú varst svo ungur, með fallegt
æst hár og fallegar hendur sem
kunnu að teikna og spila á gítar,
klár og flinkur, einstakur. Þú
varst manneskja sem lifir inni í
sköpunarverkinu, sem finnur
risahjarta þess slá sínum stóru og
þungu höggum. Að lifa inni í sköp-
unarverkinu er dásamlegt, merki-
legt en líka erfitt, stundum hræði-
legt. Stundum er hjartsláttur
risahjartans svo þungur að við
förum að trúa því að við þolum
ekki að heyra hann. Stundum
hættir okkar eigið hjarta að heyra
í sínum eigin hjartslætti af því að
risahjarta alheimsins verður svo
hávært. Og þá heyrum við
kannski ekki í sumrinu þegar það
kemur, svo örstutt; eins og dæmi-
saga um að ekkert varir að eilífu,
að allt hverfur, við leggjumst til
svefns og það sem var er ekki
lengur fyrir okkur að sjá eða
snerta þegar við vöknum. Sköp-
unarverkið gefur okkur allt en
það tekur líka allt frá okkur aftur.
Það gefur okkur hvönn og hrafn,
lúpínu og sel, feitan eftir 5.000
fiska og silfraðan af tilgangi, það
gefur fallega hönd og hár og væng
og hjarta til þess eins að taka það
af okkur aftur.
Kæri Ari, ég ætla bráðum aftur
út að ganga, ég ætla niður að sjó
að gá að selum, að gá að vetrinum,
að bíða eftir hröfnum. Og þegar
almættið miskunnar sig yfir mig
og leyfir mér að tengjast sér ör-
stutt, í vefstól sköpunarverksins
þar sem allt fléttast saman; fing-
ur, vængir og hreifar, finn ég þína
fallegu hönd með flinku fingrun-
um og ég þakka sköpunarverkinu
fyrir að gefa og taka, fyrir að
manneskja eins og þú varst akk-
úrat hér í aðeins meira en 22 ár.
Sólveig Anna Jónsdóttir.
Við þökkum samfylgd á lífsins leið
þar lýsandi stjörnur skína
og birtan himneska björt og heið
hún boðar náðina sína
en Alfaðir blessar hvert ævinnar skeið
og að eilífu minningu þína.
(Vigdís Einarsdóttir.)
Horfinn er á braut fyrrverandi
nemandi okkar, Ari Júlíus. Margs
er að minnast frá samveru okkar í
Kópavogsskóla. Ari Júlíus var
glaðlegur, vinmargur ungur
drengur, vel gefinn og námsleiðin
því greið. Hópurinn í kringum
hann var fjölbreyttur því áhuga-
mál hans voru mörg, tónlist, kvik-
myndir og margvíslegur fróðleik-
ur. Margar stuttmyndirnar voru
sýndar, sem þeir félagarnir höfðu
lagt mikla vinnu í. Hann tók þátt í
skólastarfinu af ábyrgð og áhuga
og var kappsamur og metnaðar-
fullur. Hópurinn fór í námsferð til
Danmerkur og þar naut hann sín
vel, fróðleiksfús og eftirtektar-
samur.
Leiðir skildi svo við útskrift
vorið 2006 en við fylgdumst með
honum úr fjarlægð og hugsuðum
með hlýhug til fjölskyldunnar
þegar erfiðleikar fóru að steðja
að.
Við minnumst góðs drengs,
ánægjulegs samstarfs og sam-
veru á skólaárunum og vottum
fjölskyldu Ara Júlíusar okkar
innilegustu samúð.
Valdís Þorkelsdóttir,
Sigurður Þorsteinsson,
Jóna Möller,
Ólafur Guðmundsson.
Ari Júlíus
Árnason
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, bróðir, afi og langafi,
ÁSMUNDUR PÁLSSON,
Eskihlíð 6,
verður jarðsunginn frá Háteigskirkju
þriðjudaginn 8. október kl. 13.00.
Unnur Konráðsdóttir,
Páll Ásmundsson, Einhildur Pálsdóttir,
Dagbjört Thelma Ásmundsdóttir,
Sigríður Ásmundsdóttir, Kristófer Magnússon,
Hermann Pálsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og systir,
ARNÞRÚÐUR STEFÁNSDÓTTIR
(ADDÝ)
sjúkraliði, Strikinu 8,
lést á líknardeild Landspítalans föstudaginn
4. október. Útför hennar verður auglýst
síðar.
Arna Valdís Kristjánsdóttir, Vilberg K. Kjartansson,
Stella Kristjánsdóttir,
Lilja Kristjánsdóttir,
Jóhanna Kristín Gísladóttir, Jana Björk Ingadóttir,
barnabörn og systkini.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður
og afa,
HAFSTEINS GUÐMUNDSONAR
skipstjóra
frá Kleifum við Steingrímsfjörð.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á 4B á
Hrafnistu, Hafnarfirði, fyrir alúð og
umhyggju.
Guðbjörg Ólafsdóttir,
Sigurbjörg Hafsteinsdóttir,
Ægir Hafsteinsson, Þuríður Unnarsdóttir,
Sigríður Harpa Hafsteinsdóttir, Hákon Ólafsson,
Anna Katrín Hafsteinsdóttir,
og barnabörn.