Morgunblaðið - 07.10.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.10.2013, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 2013 ✝ Hákon Hauk-dal Jónson fæddist í Höll í Haukdal, Dýra- firði, 29. janúar 1925. Hann lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði 29. sept- ember 2013. Foreldrar hans voru hjónin í Höll, þau Ástríður Jón- ína Eggertsdóttir, f. 18. júní 1888, d. 22. mars 1969, og Jón Guðmundsson, bóndi og smiður, f. 19. ágúst 1886, d. 17. desember 1950. Fósturforeldrar hans voru hjónin í Ystabæ í Dýrafirði, þau Bergþóra Ágústa Krist- jánsdóttir, f. 16. febrúar 1891, d. 8. nóvember 1956, og Ólafur Hákonarson, f. 9. desember 1886, d. 18. mars 1976. Börn þeirra hjóna voru, talin í ald- ursröð: Eggert Haukdal, f. 17. maí 1913, d. 14. október 1984; Elínborg Haukdal, f. 19. sept- Kristínu Helgu Jónatans- dóttur, f. 10. maí 1952. 2) Erla Margrét, f. 8. júní 1953, gift Raymond Jarvis, f. 23. janúar 1943. 3) Bergþóra Haukdal, f. 8. sept. 1956. 4) Jón Ingi, f. 7. september 1960, trúlofaður Guðbjörgu Markúsardóttur, f. 22. maí 1966. 5) Linda Björk, f. 22. janúar 1968. 6) Ingólfur, f. 27. apríl 1970. Hákon ólst upp í Haukdal í Dýrafirði hjá fósturforeldrum sínum en foreldrar og systkini voru á næsta bæ og var mikill samgangur. Hákon útskrif- aðist úr Núpsskóla og fór svo strax á sjóinn og hóf sjó- mennskuna á Hrímfaxa. Þegar hann var á Dettifossi kynntist hann Agnesi konu sinni í Dan- mörku 1951. Þau skrifuðust á og voru svo gift tveimum ár- um seinna á Íslandi. Þau byrj- uðu að búa á Akureyri en bjuggu lengst, yfir þrjátíu ár, í Holtagerði 50 í vesturbænum í Kópavogi. Hákon var í Karlakórnum Þröstum og eldriborgarakórnum á Vest- urgötu. Útför Hákonar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 7. októ- ber 2013, og hefst athöfnin kl. 13. ember 1916, d. 8. mars 1991; Guð- mundur Pétur Haukdal, f. 15. janúar 1919, d. 2. febrúar 1996; Magnús Þorberg Haukdal, f. 20. nóvember 1920; Gunnar Agnar Haukdal, 1. des- ember 1922, d. 27. október 2003, Há- kon Haukdal sen hér er kvaddur; Þorbjörg Ólafsdóttir, f. 1. júlí 1930, d. 6. febrúar 2007, og Sigríður Guðmunda, f. 23. júní 1931, d. janúar 2009. Hákon kvæntist Agnesi Guð- rúnu Ingólfsdóttur frá Akur- eyri. Foreldrar hennar voru Ingólfur Árnason, f. 1. mars 1904, d. 21. desember 1995, og Guðný Margrét Magnúsdóttir, f. 14. september 1899, d. 27. september 1989. Börn Hákon- ar og Agnesar eru: 1) Ólafur Jón, f. 4. janúar 1952, kvæntur Elsku pabbi, með miklum söknuði kveðjum við þig. Við kom- um alltaf til með að muna hversu góður þú varst við okkur allt þitt líf, þið mamma pössuðuð að okkur skorti aldrei neitt, sérstaklega ást, hlýju og gleði, enda mikið hlegið og strítt á okkar heimili. Þú söngst og sagðir okkur sögur, enda söngmaður mikill. Á sumrin þegar við vorum börn tókstu okk- ur með þér í Höllina eða á sjóinn, á ströndina eða til útlanda með þér. Þú varst lengst á Selfossi, 24 ár, og eigum við margar góðar minningar þaðan um ferðirnar og fólkið sem vann með þér, öll vor- um við farþegar en bræður okkar tveir elstu fengu líka að vera há- setar með þér. Þegar þú varst í landi yfir skólaönnina fórstu alltaf með okkur um helgar að skoða togara, kaupa ís, heimsækja systkini þín sem þér þótti svo vænt um og eldaðir svo mat, vin- um okkar fannst það mjög skrítið. Þú varst mikill snyrtipinni, sjálf- stæðismaður og Dýrfirðingur allt þitt líf, þótt þú ættir heima lengst af í Kópavogi. Fórst oft í Höllina til að sjá hana og vinna í henni, þú talaðar oft um ferðalag ykkar Magga bróður þíns, þegar þið tveir fóruð saman til að mála og laga í Höllinni. Þú sagðir okkur margar sögur af bernsku- og upp- eldisárum þínum og sagðir okkur hversu stoltur þú hefðir verið vegna þess að þú varst sá eini sem átti tvær mömmur og tvo pabba. Svalvogar, Höfn og síðan Hraun, senn kemur Skálará. Saurar Arnarnúpi sýna raun, Sveinseyri finna má. Haukdalur er herleg jörð, hópur manna þar býr, Meðaldalur um miðjan fjörð mér virðist ekki rýr Hólar, Kirkjuból, Hof þar með. Frá Múla Sanda stað fær séð, Bakki, Grandi, Brekka við Hvamm, býr þar mannfjöldi stór. Ketilseyri er klár við vamm, til Kjaranstaða ég fór. Drangar fá oft af skriðum skamm, skemmist þar tún og mór. Við systkinin munum eftir spilakvöldum með ykkur mömmu þar sem hláturinn réð ríkjum og reiðin rann fljótt af systrunum þegar þær töpuðu. (Líka strákun- um, sem var ekki eins oft, kannski oftar.) Þú verður alltaf besti pabbi í heimi í okkar hug og hjarta. Farðu í friði, elsku pabbi, nú ertu kominn til mömmu okkar og vit- um við að það fyrsta sem hún sagði þegar þú komst var: Ekki varstu nú að flýta þér! Svo mund- uð þið kyssast, hlæja og rífast um stjórnmál. Elsku pabbi og mamma, við þökkum ykkur fyrir minningarnar sem hjálpa okkur í sorginni, takk fyrir allt sem þið hafið gert fyrir okkur, takk fyrir kærleikann og góðmennskuna í okkar garð, guðirnir blessi og varðveiti minningu ykkar. Ólafur, Kristín, Erla, Raymond, Bergþóra, Jón Ingi, Guðbjörg, Linda Björk og Ingólfur. Það var vorið 1975 sem ég kynntist Hákoni Jónssyni, en þá færðist ég á milli skipa Eimskipa- félagsins og fluttist sem stýrimað- ur yfir á m/s Selfoss. Selfoss var þá í siglingum á milli Íslands og Bandaríkjanna. Farmurinn frá Íslandi var frosinn fiskur fyrir Sölumiðstöðina ásamt vöru frá herstöðinni í Keflavík. Fiskurinn var lestaður í Reykjavík og á strönd Íslands og í þá daga var fiskurinn lestaður kassa fyrir kassa og handstaflað í lestarnar. Þetta var dýr farmur og það þurfti að vanda til verka og væri fiskkössunum ekki þétt staflað þá kom hreyfing á kassana í veltingi. Á viku siglingu í veltingi til Bandaríkjanna gat tjón orðið tals- vert væri ekki rétt að verki staðið. Á Selfossi var einvala áhöfn og skipið var þekkt fyrir að koma með allan farm heilu og höldnu yf- ir hafið, ásamt því að annað sem viðkom lestuninni var til algjörrar fyrirmyndar og tjón í lágmarki. Þetta má ekki síst þakka Hákoni, sem var lykilmaður á þilfari sem bátsmaður. Hann stjórnaði sínu fólki af festu og ákveðni en alltaf með sanngirni. Við sem vorum honum samtíða minnumst hans leiða vinnuna í lestum skipsins og þá ekki síst á Ísafirði, þar sem venjulega kom flokkur skóla- krakka til að lesta. Þegar leið á daginn dró oft af krökkunum, enda fiskkassarnir upp í 30 kg og oft þurfti að rétta þá upp fyrir sig. En Hákon var alltaf óþreytandi og tók að sér erfiðustu verkin fyr- ir krakkana og sá jafnframt um að þau ynnu sér verkin sem léttast. En á skipi eru mörg störf og ekki bara lestun og meðferð á farmi. Hvert tækifæri var notað til málningar og annars viðhalds Hákon Haukdal Jónsson ✝ Helga Jó-hannsdóttir fæddist að Hrísum í Helgafellssveit 9. ágúst 1918. Hún lést á A-7 Land- spítalanum Foss- vogi 28. sept- ember 2013. Foreldrar henn- ar voru Jóhann Jónsson, vélstjóri frá Gíslabæ, f. 21.2. 1892, d. 20.8. 1968 og Guðrún Matthíasdóttir, f. að Orrahóli á Fellsströnd 6.10. 1893, d. 23.4. 1986. Foreldrar hans voru Jón Oddsson og Hólmfríður Jónasdóttir. For- eldrar hennar voru Matthías Ólafsson og Pálína Dags- dóttir. Seinni maki Guðrúnar var Þorleifur Einarsson, f. 14.11. 1895 í Köldukinn, Haukadal, d. 8.10. 1969. For- eldrar hans voru Einar Helga- son og Karítas Jónsdóttir. Börn þeirra: a) Matthea, f. 17.9. 1945, hjúkrunarfræð- ingur og ljósmóðir, maki Þór I. Þorbjörns, f. 13.8. 1944, húsasmiður. Foreldrar hans: Þorbjörn Ólafsson bifreiðar- stjóri og Vigdís Ingimars- dóttir. Börn þeirra eru: a) Hólmfríður Helga, f. 1.10. 1967, maki Jón Ágúst Pét- ursson, f. 18.10. 1959 í Kópa- vogi, húsasmiður. Foreldrar hans: Pétur Sigurjónsson húsasmiður og Jónína Jóns- dóttir. Börn þeirra eru: a) Fanney Helga, f. 26.6. 1989, b) Pétur Þór, f. 10.9. 1992. Barn hennar er Guðrún Þóra Elfar, f. 23.12. 1983, maki Árni Giss- urarson. Foreldrar hans: Giss- ur Árnason og Stefanía Stein- dórsdóttir. Barn þeirra Rakel Karítas, f. 21.9. 2004. b) Helga Hrönn, f. 30.3. 1973, maki Kjartan Páll Magnússon, f. 21.2. 1973. Foreldrar hans: Magnús Ásgeirsson, sjómaður Grindavík, og Sigurbjörg Dan Pálmadóttir, þroskaþjálfi. Börn þeirra: a) Magnús Ari, f. 21.3. 2001, b) Birna Karen, f. 4.3. 2007, c) Helgi Páll, f. 24.10. 2010. Útför Helgu Jóhannsdóttur verður gerð frá Seljakirkju í dag, 7. október 2013, kl. 11. 18.4. 1922, b) Jón, f. 1.4. 1924, c) Páll, f. 5.4. 1926, d) Einar, f. 6.7. 1927, e) Karítas, f. 12.9. 1929, f) Elín, f. 20.6. 1934, þau eru öll látin nema Matthea. Seinni maki Jóhanns: Þuríður Hall- björnsdóttir. For- eldrar hennar voru Hallbjörn Oddsson kenn- ari og Sigrún Sigurðardóttir. Börn þeirra voru: a) Ingvar 26.5. 1931, b) Guðmundur, f. 6.11. 1929, c)Ásthildur, f. 23.2. 1937. Helga giftist 18.11. 1943 Ara Maronssyni, f. 3.10. 1911, d. 30.10. 1966, múrara og klæðskerameistara. Foreldrar hans voru Maron Sölvason, trésmiður á Akureyri, og Helga Grímhildur Helgadóttir. Dóttir Helgu og Ara er Guð- rún Helga M. Aradóttir, f. Ástkær systir mín, Helga Ingveldur Jóhannsdóttir, er lát- in í hárri elli eftir stutta en erf- iða sjúkdómslegu. Helga var einstaklega elskuleg og yndis- leg kona, elskuð og virt af öllum sem kynntust henni. Minnis- stæðust er hún samt fyrir sína góðu lund því þó hún hafi oft orðið fyrir alvarlegum slysum og þungum áföllum gat hún alltaf brosað í gegnum tárin og hent gaman að öllu. Helgu var margt til lista lagt, sérstaklega var hún kunn fyrir snilli sína í saumaskap. Hún saumaði fötin á heilu fjölskyldurnar, bæði krakka og fullorðna og marga brúðarkjólana saumaði hún en frægastir voru þó kjólarnir hennar og prýddu þeir t.d. margar fegurðardrottningar. Helga ólst fyrst upp í Helga- fellssveit á Snæfellsnesi og síð- ar í Keflavík þegar móðir henn- ar fluttist þangað með börn sín. Helga hafði kynnst glæsilegum manni, Ara Maronssyni, múr- arameistara og klæðskera, og giftust þau í Reykjavík. Fór brúðkaupsveislan fram á heim- ili foreldra minna. Ég man eftir því hvað þau voru ástfangin. Þau keyptu sér litla íbúð að Bergstaðastræti 33 í Reykjavík og innréttaði Ari hana sjálfur og gerði að yndislegum íveru- stað enda margt til lista lagt. Því miður höguðu örlögin því þannig til að Helga neyddist til að skilja við hann. Helga elsk- aði Ara samt alla ævi og nú verður hún lögð til hinstu hvíld- ar við hlið hans í Fossvogs- kirkjugarði en Ari dó langt fyr- ir aldur fram, aðeins 55 ára gamall. Helga hóf störf í NEX, versl- un varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli, 1954 við allskyns út- stillingar og skreytingar. Hún hlaut mikla viðurkenningu fyrir störf sín og starfaði þar til hún lét af störfum fyrir aldurssakir. Helga var mjög félagslynd kona, starfaði mikið í félögum sem sinntu andlegum, trúar- og líknarmálum. Hún ferðaðist mikið innanlands og utan og þá mest til Ameríku þar sem hún átti frændfólk og vini. Helga bjó víða í Keflavík og Reykjavík þar sem ég heimsótti hana oft í íbúð sem hún átti við Stigahlíð. Síðustu árin bjó hún á hjúkr- unarheimilinu Eir. Þar leið henni vel enda yndislegt að sjá hve starfsfólkið bar hana á höndum sér. Þær mæðgurnar Guðrún og Helga voru mjög samrýmdar og má segja að þær hafi lifað hvor fyrir aðra. Það var unun að sjá hve heitt Helga elskaði dóttur sína, börn hennar og barnabörn og var upp með sér af þeim og það var vissulega gagnkvæmt. Guðrún og afkomendur hennar glíma nú við mikla sorg, en vissan um að Helga er nú kom- in á betri stað með ástvinum sínum sem undan eru gengnir, er huggun harmi gegn. Mikil heiðurskona er gengin. Ég og fjölskylda mín vottum Guðrúnu, fjölskyldu hennar og öðrum ættingjum okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Helgu Jó- hannsdóttur. Guðmundur Jóhannsson. Enn einn fastur punktur í til- verunni er nú horfinn á braut, elskuleg frænka mín hún Helga Jóhannsdóttir hefur nú kvatt þennan heim eftir langa og oft skemmtilega veru hér. Helga var góð frænka mömmu og mikil vinkona for- eldra minna. Ég minnist bráð- skemmtilegra funda á Karló, þegar frænka kom í heimsókn og sagði: ég er á hraði, þarf bara að skreppa á prívatið og hringja eitt símtal, en mamma var ekki á því að sleppa henni og við dygga aðstoð okkar systra endaði allt með miklum hlátrasköllum og endalausu masi. Nú ættu þær aldeilis að geta masað saman mamma Jóna, Ásdís systir og Helga svona rétt eins og í gömlu góðu dagana. Helga var mikill saumagúrú, gat búið til hina flottustu kjóla og var snögg að. Þær frænkur voru oft í miklu stuði við saumaskapinn enda báðar lista- konur í saumaskap. Ég vil bara þakka sam- veruna, elsku frænka, og vona og reyndar veit að þú hefur það gott núna og ert sami gleðigjaf- inn og ávallt. Góður Guð veri með þér. Megi góður Guð vera með Guðrúnu Aradóttur, elskulegri dóttur hennar Helgu, sem hef- ur stutt mömmu sína á allan hátt alla sína ævi og vernda dætur Guðrúnar og fjölskyldu þeirra. Á. Inga Haraldsdóttir og fjölskylda. Margs er að minnast þegar hugsað er til Helgu, uppáhalds- frænku okkar systranna. Þessi skemmtilega listræna frænka sem alltaf var skrefi á undan sinni samtíð og alltaf var hún jafn glæsileg. Minnisstæðar eru allar ferðirnar til Keflavíkur að heimsækja ömmu okkar og Helgu sem var móðursystir okkar. Þetta voru alltaf þvílíkar veislur á Hafnargötunni, Helga tók fram sýningarvélina og sýndi kvikmyndir sem hún hafði tekið af stórfjölskyldinni í gegnum árin. Þá var mikið hlegið. Ekki má gleyma herberginu hennar Helgu, við gátum setið þarna tímunum saman og skoð- að þessa ævintýraveröld hennar og alltaf sáum við eitthvað nýtt. Helga var mikill ljósmyndari og var alltaf með ljósmynda- eða tökuvélina á lofti í öllum veislum og á öðrum mannamót- um. Við vorum nú ekki alltaf jafn ánægðar þegar við þurft- um að klifra upp í tré eða niðrí báta sem fyrirsætur, þá gat reynt á þolinmæðina þegar bíða þurfti eftir rétta augnablikinu, en það var ekki hægt að neita Helgu frænku um neitt. Helga var alltaf svo skemmtileg, alltaf hlæjandi og gerði óspart grín að sjálfri sér. Helga var mikil heimskona og listhneigð og fylgdist vel með nýjustu straumum í tískuheim- inum. Þær voru ófáar flíkurnar sem hún saumaði úr dýrindis- efnum enda fékk saumavélin að fylgja henni á Eir þar sem hún dvaldi síðustu árin. Helga var svo lánsöm að eiga einkadóttur, hana Guðrúnu, sem var auga- steinninn hennar. Þær voru mjög nánar, enda hugsaði Guð- rún alltaf mjög vel um móður sína. Elsku Guðrún, Hólmfríður, Helga Hrönn og fjölskyldur, við sendum ykkur okkar innileg- ustu samúðarkveðjur, Guð veri með ykkur. Ásta, María og Sigríður. Glæsileg, kvik og með létta lund. Það var líka eitthvað sem var svo dásamlega einlægt við Helgu frænku, einskonar ung- æðisháttur sem erfitt er að koma orðum að. Kannski var það arfasafinn sem hún fékk okkur systurnar til að trúa að væri allra meina bót. Eða þá það að daggarböðun gæti nú ekki spillt okkur. Allavega varð Helga aldrei gömul þó að hún Helga Ingveldur Jóhannsdóttir HINSTA KVEÐJA Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku Guðrún mín, Hólmfríður Helga, Helga Hrönn og fjölskyldur; mín kæra mágkona skilur eftir sig hafsjó góðra minninga sem verður ykkar fjársjóð- ur um ókomna tíð. Halla Einarsdóttir. Elsku fallega og góða móðir mín er látin. Hún sofnaði friðsæl að morgni laugardagsins 28. septem- ber, í faðmi mínum. Hennar verður sárt saknað. Ég vil kveðja þig með ljóðlínunum góðs vinar Öllu lokið, mamma – slokknað ævi þinnar ljós. Hjúfrar sig að barmi þínum hvít og friðsæl rós. Lémagna sú hönd, er þerrði ljúfast vota kinn. Drjúpi hljótt og rótt mín tár við dánarbeðinn þinn. Blessuð sé hver tíð, er leið á braut í fylgd með þér vongleðin og ástúð þín sem vakti yfir mér. Bið ég þess af hjarta nú á bljúgri kveðjustund að bænir þínar leiði þig sem barn á guðs þíns fund. (Kristinn Reyr.) Hafðu þökk fyrir allt. Þín dóttir, Guðrún Helga. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Neðst á for- síðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skila- frest. Einnig má smella á Morg- unblaðslógóið efst í hægra horn- inu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skila- frests. Lengd | Hámarkslengd minn- ingargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram. Þar mega einn- ig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín undir grein- unum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.