Morgunblaðið - 07.10.2013, Side 32

Morgunblaðið - 07.10.2013, Side 32
32 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Sættu þig við að mannekla valdi töf- um í vinnunni. Dreifðu áhættunni þannig að þú þurfir ekki að sitja eftir með sárt ennið. 20. apríl - 20. maí  Naut Gerðu það sem skiptir máli og hunsaðu það sem verður gleymt í næstu viku. En þar sem fólk er viðkvæmt er gott að vefja hug- myndirnar inn í blíðu. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú þarft fyrr eða síðar að horfast í augu við staðreyndir. Taktu hlutina samt ekki persónulega og ráðfærðu þig við hlutlausan aðila um málið. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú hefur áhyggjur af fjármálunum og einkamálunum en átt hauk í horni þar sem fé- lagi þinn er. Sérhvert markmið er mikilvægt ef því er sinnt af ákafa. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Hugdirfska þín leiðir þig í mikil ævintýr. Ef þú þarft að leita aðstoðar einhvers þá er þetta góður dagur til þess. Fólk segir þér eitt- hvað sem þú vissir ekki. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Rifrildi um peningaeyðslu og skerf í ákveðnum hlutum koma líklega upp í dag. Hugsaðu því vandlega það sem þú vilt segja; aðeins þannig kemstu hjá því að missa eitt- hvað ógætilegt út úr þér. 23. sept. - 22. okt.  Vog Margar hugsanir sem skýtur upp í koll- inum á þér enda sem vangaveltur. Þú hefur nægan þokka til þess að nenna að eyða orð- um í fólk sem hefur arfavitlausar skoðanir. Erfið mál kalla á krafta þína bæði heima fyrir og í vinnunni. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú átt að sýna smáfólkinu bið- lund í dag. Ef eitthvað kemur þér í uppnám skaltu halda að þér höndum og telja upp að tíu. Einhver mun reyna að blekkja þig. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þér er það mikið í mun að hafa betur í rökræðum. Reyndu að komast hjá því að munnhöggvast við samstarfsmenn þína. 22. des. - 19. janúar Steingeit Hættu að lemja höfðinu við stein- inn því ef eitthvað vex þér í augum skaltu brjóta odd af oflæti þínu og leita þér að- stoðar. Farðu varlega því fólk er brothætt. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Viðkvæmni þín er aðlaðandi, ekki hika við að leyfa henni að skína í gegn. Með því að sýna þínar bestu hliðar færðu góðan vin til að deila með þér ánægjustundunum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Fiskurinn gleðst yfir því smáa í sam- skiptum. Ekki taka góðlátlegt grín nærri þér því þú veist vel að það býr ekkert illt að baki. Á laugardaginn birtist hér kafliaf ferðasögu bænda um aust- urríska keisaradæmið. Þar vék Jó- hann Gunnarsson einnig að bíl- stjóranum Norbert, sem hann segir margan landann hafa flutt og sé ekki lengur hissa á neinu í okkar fari – „nú vorum við í löngum bíltúr frá Siofok til Prag“: Með fljúgandi léttleik flytur hann okk- ur, fóðrar á vatni, gosi og bjór. Bílstjórinn Norbert, Bæjari nokkur, ber honum þakkarskuldin stór. Sem á þýsku heitir „der Fü- hrer“: Mit fester Hand er führt uns immer weiter, futtert uns mit Wasser und mit Bier. Unser Norbert, immer froh und heiter, ein Genuss war unsere Zeit mit Dir. Eins og við er að búast er mikið kveðið um pólitík á Leirnum. Ár- mann Þorgrímsson yrkir: Hefur löngum huggun veitt hugsunin um paradís er nú staðan orðin breytt eilíf sæla á Fróni vís. Höskuldur Jónsson yrkir limru um fjárlög: Þeir halda að verði þau hallalaus og hreifir þeir kalla þau gallalaus en út úr þeim brýst og eitt er þó víst með öllu að þykja þau mjallalaus. Ármann Þorgrímsson lætur aft- ur í sér heyra og segist sammála nýju manneldismarkmiði: „borðaðu feitari mat og minna af kolvetnum (Vísir)“: Fyrsta klassa flokkast í feita sauðaketið var nú loksins vit í því sem Vísir setti á netið. En fyrir nokkrum dögum var Ármann í öðrum hugleiðingum og sagðist „enn á lífi“: Ellin þó að ýmsu hamli áfram mali tímans kvörn ennþá stendur Ármann gamli uppréttur og steytir görn. Fyrst sem pólitískur blaðamað- ur, síðan sem alþingismaður og ráðherra og síðast hálfáttræður fyrir framan sjónvarpið hef ég oft tautað fyrir munni mér vísu eftir Andrés Björnsson, – án þess þó að í því felist sjálfsgagnrýni: Flokkurinn þakkar fögrum orðum fyrir það að gera þetta, sem hann þakkaði forðum, að þá var látið vera. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Úr paradís í fjárlögin og sauðakjötið Í klípu „ÉG KEM TIL ÞÍN Í LEIT AÐ UPPLJÓMUN. OG TIL AÐ BIÐJA ÞIG UM AÐ TAKA AÐ ÞÉR TÆKNIÞJÓNUSTU FYRIR FYRIRTÆKIÐ OKKAR.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HVA, ÞETTA ER EKKERT SVO SLÆMT!“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að líka vel við þig. HAGNAÐUR HAGNAÐUR SKRÍMSLIÐ! ÞAÐ LIFIR! ... OG ÞAÐ HEFUR GAMAN AF GARÐYRKJU. SKRÍMSLI ÆTTU EKKI AÐ VERA MEÐ SÓLHATTA. ATHUGIÐ, MENN! VIÐ MEGUM EIGA VON Á ÍSJÖKUM Á ÞESSUM SLÓÐUM! SVO BÚIÐ YKKUR UNDIR ÓVÆNT HÖGG! Þegar Víkverji tengdist Internet-inu í fyrsta sinn, fyrir tæpum tuttugu árum, grunaði hann að þar væri á ferðinni eitthvað sem kæmi til með að breyta heiminum. En hann gat engan veginn órað fyrir því hversu mikil sprenging yrði í flæði upplýsinga, og aðgengi að fróðleik. Internetið hefur alltaf fengið ákúr- ur fyrir að vera lítið annað en klám, en það segir kannski meira um þá sem fullyrða um slíkt, en Internetið sjálft. Fyrir þá sem leita að einhverju öðru er einfaldast að lýsa upplýs- ingamagninu eins og alheiminum: Nær óendanlegt, og þenst stöðugt út. Og þá komum við að vandamáli. Upplýsingar eru nefnilega vand- meðfarnar, og notendur netsins eru ekki allir færir um að fara rétt með þær. Notendur þurfa því að reyna að sannreyna allar upplýsingar áður en þær eru notaðar. x x x Víkverji rakst til dæmis á dögunumá lista yfir tilvitnanir sem eru oft ranglega eignaðar frægu fólki. Hér eru dæmi: Ghandi mun ekki hafa sagt: „Vertu breytingin sem þú vilt sjá í heiminum,“ og geimfarinn Jim Lovell, sem var í Apollo 13, sagði aldrei: „Houston, við eigum við vandamál að stríða.“ Setningin „Ég Tarsan, þú Jane,“ er ekki í upp- runalegu Tarsan-myndinni frá 1932, líkt og Kirk kafteinn í Star Trek segir aldrei: „Geislaðu mig upp, Scotty,“ og Obi Wan Kenobi í Stjörnustríðs- myndunum segir ekki: „Megi mátt- urinn vera með þér,“ heldur Han Solo. Þá mun setningin „það eina sem er öruggt í lífinu eru dauðinn og skatt- ar,“ ekki vera úr smiðju Mark Twain, né heldur var það Konfúsíus sem sagði: „Þúsund mílna ferð hefst með einu skrefi,“ heldur Laó Tse. x x x Svo er auðvitað kapítuli út af fyrirsig hvort taka eigi slíkar upptaln- ingar trúanlega, þótt tilgangur þeirra virðist göfugur. Því, eins og segir í einni frægustu tilvitnun Internetsins: „Vandamálið við tilvitnanir á Int- ernetinu er að þú getur ekki alltaf stólað á að þær séu réttar,“ sagði Abraham Lincoln, árið 1864. víkverji@mbl.is Víkverji Ef einhvern mann í ykkar hópi brestur visku, þá biðji hann Guð sem gefur öll- um örlátlega og átölulaust og honum mun gefast. (Jakobsbréfið 1:5) V/Reykjalund - Mosfellsbæ - Sími 562 8500 - www.mulalundur.is Múlalundur - fyrir betri framtíð Möguleiki á áletrun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.