Morgunblaðið - 07.10.2013, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 2013
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ínýlegri árs-skýrslu UNA-IDS, Alnæm-
isstofnunar
Sameinuðu þjóð-
anna, var því spáð
að líklega myndi
vera búið að vinna bug á sjúk-
dóminum árið 2030. Í því fæl-
ist að í þeim löndum þar sem
alnæmi er algengast í dag
væru smit orðin fáheyrður at-
burður miðað við nú, og að þar
sem færri tilfelli sjúkdómsins
greindust nú mætti jafnvel
eiga von á því að alnæmi yrði
útrýmt.
Þessa niðurstöðu byggir
stofnunin á því að nýjum smit-
um í heiminum hefur fækkað
um þriðjung frá því sem mest
var um aldamótin síðustu.
Jafnframt deyja nú færri en
áður af völdum sjúkdómsins.
Þennan árangur má skrifa á
bæði öflugar forvarnir gegn
HIV-veirunni og betri lyfja-
meðferð þeim sem hafa smit-
ast til handa.
Ekki þarf að fjölyrða um
þann skaða sem alnæmisfar-
aldurinn hefur valdið í heim-
inum. Talið er að um 30-35
milljónir manna hafi látist
vegna sjúkdómsins og enn
deyja tæplega tvær milljónir
manna úr alnæmistengdum
sjúkdómum á hverju ári. Þá er
ótalinn sá fjöldi sem lifir með
HIV-veirunni, sem og fjöl-
skyldur þeirra sem eiga um
sárt að binda
vegna alnæmis.
Ekki má heldur
gleyma þeirri sam-
félagslegu útskúf-
un sem fylgdi al-
næmi, einkum í
upphafi, og þeim fordómum sem
hið ókunna elur svo oft af sér.
Á sínum tíma var því spáð
að alnæmi gæti jafnvel orðið
mannkyninu að fjörtjóni. Hér
var um nýjan og ókunnan
sjúkdóm að ræða og engin leið
var að sjá hvernig framvinda
hans yrði, en nú virðist óhætt
að fullyrða að dómsdags-
spárnar hafa ekki átt við rök
að styðjast.
Gangi sú spá eftir að búið
verði að ráða niðurlögum al-
næmis á næstu tveimur ára-
tugum er það einkum fyrir
sigur læknavísindanna og eitt
skýrasta dæmið um það
hvernig hugvit mannkynsins,
þegar allir leggjast á eitt, get-
ur leyst nær öll vandamál og
sigrast á þeim hættum sem að
steðja.
Í ársskýrslunni er þó varað
við því að hvergi megi slá af í
baráttunni. Rétt er að taka
undir það. Alnæmisfaraldur-
inn er einn mesti skaðvaldur
sem herjað hefur á mann-
kynið. Það að nú geti loksins
hillt undir lok hans ætti að
vera mönnum hvatning til
þess að reka flóttann. Til mik-
ils er að vinna.
Áratugalöng
barátta gegn
alnæmi virðist
vera að bera ávöxt}
Óvinurinn
rekinn á flótta
Ekki er hlaupiðað því að
spara í ríkis-
rekstrinum enda
er yfirleitt togað í
það minnsta jafn
fast í útgjaldaátt
og í aðhaldsáttina. Í um-
ræðum um fjárlög fyrir helgi
steig Róbert Marshall, nú
þingmaður Bjartrar fram-
tíðar, til að mynda í ræðustól
og mælti með að nokkrir millj-
ónatugir yrðu settir í gerð
nýrrar göngubrúar á Suður-
landi. Róbert taldi þetta lítið
mál og ódýrt en hagsmunina
mikla fyrir tiltekna aðila.
Þetta er aðeins eitt dæmi af
ótal mörgum um þann vanda
sem við er að glíma þegar
reynt er að loka fjárlagagati.
Hugmyndir um aukin ríkisút-
gjöld eru mun fleiri og dýrari
en þær krónur sem ríkið gæti
komist yfir úr vösum skatt-
greiðenda þó að allar skatt-
heimtuhugmyndir vinstri
stjórnarinnar sálugu yrðu
teknar upp og
fleiri til. Eina leið-
in til að hemja rík-
isútgjöldin og ná
rekstrinum á rétt-
an kjöl er að þing-
menn og ráð-
herrar séu á varðbergi
gagnvart öllum góðu hug-
myndunum.
Og vissulega eru þær marg-
ar góðar, það vantar ekki. En
staðreyndin sem ekki verður
horft framhjá er sú að ríkis-
sjóður er nú rekinn með mikl-
um halla eftir rúmlega fjög-
urra ára skattahækkunar-
hrinu.
Ein helsta leiðin út úr halla-
rekstrinum er að þingmenn
stilli sig þegar kemur að sér-
stökum áhugamálum þeirra
og taki sig saman um að hag-
ræða og spara. Í stað þess að
þingmenn kveðji sér hljóðs og
mæli hver um sig fyrir sinni
göngubrú, hvernig væri þá að
þeir legðu fram tillögur um
sparnað?
Það er erfitt að
skera niður ef allir
fara að berjast fyrir
sínum göngubrúm}
Litlu og ódýru góðu málin
E
inkabíllinn líður engan skort í
Reykjavík,“ sagði í bókun
vinstriflokkanna í borgarstjórn
um þá fyrirætlan að reisa tæp-
lega hundrað íbúðir í Holtunum
með einungis tuttugu bílastæðum. Þetta er
nokkuð dæmigert fyrir það viðhorf sem núver-
andi stjórnvöld í borginni hafa til vinsælasta
fararmáta borgarbúa, því að til viðbótar við
þetta hafa milljónir á milljónir ofan verið veitt-
ar í að eyðileggja heilu og hálfu göturnar fyrir
því óheppna fólki sem vill komast leiðar sinnar
á eigin bíl.
Forsjárhyggjufólk trúir því gjarnan að
standi það frammi fyrir vandamálum sé lausnin
sú að banna það með lögum eða nota opinbert
vald með einhverjum öðrum hætti til þess að
þrengja að vandamálinu. Fyrir þeim er einka-
bíllinn slíkt vandamál. En þar stendur hnífurinn í kúnni.
Gefum okkur að einkabíllinn sé vandamál, sem ekki eru
allir sammála um. Hvernig á það að gera bílstjórum erf-
iðara fyrir að draga úr vandanum? Það er hægt að þrengja
allar götur í Reykjavík, búa til friðað varpland fugla á göt-
unum og jafnvel reisa hverfi fyrir þúsund manns með einu
bílastæði og ég get nánast lofað þér því að þrátt fyrir allt
mun fólk keyra ótrautt áfram á einkabílnum sínum.
Ástæðan er einfaldlega sú að nema það að keyra um á bíl
verði gert ólöglegt er hann enn betri kostur fyrir þorra
fólks en hinir valmöguleikarnir. Horfum á það að hjóla.
Vissulega eru hjól mjög góður og umhverfisvænn far-
armáti. En það hentar ekki öllum að stíga á
reiðhjólið og ætla sér til dæmis að fara um 10
kílómetra leið í vinnuna. Í æsku minni var tal-
að um að það þyrfti að leggja reiðhjólunum á
veturna, og víst er að veðuraðstæður nú eru
ekkert endilega hliðhollari hjólreiðamönnum
en þær voru á sítt-að-aftan tímanum. Það er þó
vissulega gott að gert hefur verið vel við reið-
hjól að undanförnu, en þau geta aldrei komið
fyllilega í stað bílsins fyrir alla.
Þá er bent á strætisvagna. Langstærsti gall-
inn við þá er það að það er erfitt að reiða sig á
þá ætli maður til vinnu. Ferðatíðni þeirra er
alltof lág til þess að þeir komi til greina sem
fararskjótar. Ef þú missir af einum, sem getur
hent besta fólk, hefurðu misst klukkutíma af
deginum þegar bið eftir næsta vagni er tekin
með. Þeir eru einnig ósveigjanlegir í þeim
skilningi að neyðist maður til þess að leggja lykkju á leið
sína einhverra hluta vegna er ekki hlaupið að því ef á að
reiða sig á strætisvagnana. Staða almenningssamgangna
hérlendis er einfaldlega ekki nægilega góður valkostur
fyrir fólk sem hefur val um annað. Það er miður því að
Reykjavík á skilið sterkar almenningssamgöngur. Grund-
vallarspurningin hér er þá frekar hvort milljónunum sem
hafa farið í gatnakerfið hefði ekki verið betur varið í að
gera almenningssamgöngurnar betri, til dæmis með tíðari
ferðum? Það að tala niður annan af tveimur „slökum“ val-
kostum gerir hinn kostinn ekki sjálfkrafa góðan. Hættum
þessum þrengingum. Bætum frekar strætó. sgs@mbl.is
Stefán Gunnar
Sveinsson
Pistill
Þrengjum minna, bætum strætó
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
SVIÐSLJÓS
Árni Grétar Finnsson
agf@mbl.is
Ífjárlagafrumvarpi fyrir árið2014 er gerð tillaga um aðhækka fjárframlög vegnaáframhaldandi framkvæmda
við Landeyjahöfn um 327 milljónir
króna. Heildarframlög munu því
nema 660 millónum króna á næsta
ári, en einnig verður 250 milljónum
varið til að finna viðunandi lausn í
samgöngum á milli Landeyjahafnar
og Vestmannaeyja.
Sigurður Áss Grétarsson, for-
stöðumaður hafnasviðs Siglinga-
stofnunar, segir að dregið hafi verið
úr því fjármagni sem upphaflega var
gert ráð fyrir. „Ætlunin var að fara í
að byggja upp fastan dælubúnað og
einnig að hefja smíði á nýrri ferju.
Þetta mun hvort tveggja eitthvað
dragast,“ segir Sigurður. Hann bæt-
ir við: „Hvað varðar framkvæmdir á
Landeyjahöfn þá var stefnt að því að
fara í framkvæmdir á botndælubún-
aði og það var sett upphafsfjármagn
til þess að setja það af stað. Slíkur
búnaður kemur í stað dæluskips, en
þetta eru tæki sem dæla úr botn-
inum þar sem hefur verið erfiðast að
dýpka.“ Dýpkunarskipið Dísa siglir
nú milli Landeyjahafnar og Vest-
mannaeyja og dýpkar þrátt fyrir að
dregið hafi úr sandburði undanfarið.
Sigurður segir að fyrst og fremst sé
um fyrirbyggjandi aðgerðir að ræða.
Litlar líkur á leigu á ferju
Friðfinnur Skaftason, verk-
fræðingur hjá innanríkisráðuneyt-
inu, segir að tillögurnar í fjárlaga-
frumvarpinu seinki áætlunum við
Landeyjahöfn, en þær standi þó enn.
„Það voru áform um að bjóða út
hönnun á nýrri ferju en því seinkar,“
segir Friðfinnur.
Hann telur ekki miklar líkur á
því að ný ferja verði leigð í stað
Herjólfs. „Það er alltaf verið að
ræða möguleika til að bæta sam-
göngurnar þarna á milli. Menn finna
bara ekki ferju sem þeir telja heppi-
lega til verksins. Margar tillögur
hafa komið upp en aldrei nein sem
menn eru sáttir við.“
Hann hefur ekki trú á öðru en
að Herjólfur standi af sér veturinn
og segir að hann verði alltaf hafður
til taks, jafnvel þó að önnur ferja
verði notuð.
Frumvarpið seinkar
aðgerðum við höfnina
Morgunblaðið/Guðni
Dísa Dýpkunarskipið Dísa siglir nú á milli Landeyjahafnar og Vestmanna-
eyja og dýpkar, en verkinu mun ljúka á allra næstu dögum.
Um leið og fjármagn verður aukið
til framkvæmda við Landeyjahöfn
er tillaga í fjárlagafrumvarpinu um
750 milljóna kr. lækkun á fjárheim-
ild vegna almennra vegafram-
kvæmda. Lækkunin er gerð í ljósi
þess að ríkissjóður fjármagni aðrar
framkvæmdir á verksviði innanrík-
isráðuneytisins á næsta ári, s.s.
jarðgangaframkvæmdir við Norð-
fjarðargöng, Vaðlaheiðargöng og
göng á Bakka við Húsavík.
Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir að upphæðin nemi um 10%
af nýjum framkvæmdum. „Þetta hafa verið um 7 milljarðar síðustu 2-3
ár, sem er með því lægsta sem þetta hefur nokkurn tímann verið,“ segir
Hreinn. Hann bætir við að þó sé búið að semja um töluvert af verk-
efnum sem ekki er hægt að hrófla við. „Það eru ekki mörg verkefni sem
hægt er að ýta á undan sér og því er töluvert af minni verkefnum sem
þurfa að líða fyrir þetta.“
Hreinn segir að Vegagerðin hafi búist við breytingum í fjárlögum.
„Við áttum alveg eins von á því. Það er auðvitað mikið aðhald í öllu
ennþá. Við erum tiltölulega sátt við það að það er sama upphæðin í við-
haldi vega og ýmislegu fleiru sem við höfum lagt áherslu á,“ segir
Hreinn, en kostnaður vegna viðhalds á vegum er um 5 milljarðar á ári
hverju. Hann býst við því að þau nýju verkefni sem niðurskurðurinn
kemur helst niður á frestist til næsta árs.
Skorið niður til almennra
vegaframkvæmda
NÝJAR FRAMKVÆMDIR FRESTAST
Framkvæmdir Fjárlögin gera ráð fyrir
fjármögnum Vaðlaheiðarganga.