Morgunblaðið - 07.10.2013, Síða 40

Morgunblaðið - 07.10.2013, Síða 40
MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 280. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Haldið undir skírn í eigin ... 2. Ummæli Sigmundar óskiljanleg 3. Allt Jónasi flugmanni að þakka 4. Þurftu þeir að skjóta hana? »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Opin umræða um Grímuna, ís- lensku sviðslistaverðlaunin, verður í dag á vegum Leiklistarsambands Ís- lands í Tjarnarbíói kl. 17.30. Yfir- skriftin er: Hvers virði er Gríman? Þrír frummælendur velta spurningunni fyrir sér, Jón Við- ar Jónsson, leik- húsfræðingur og gagnrýnandi, Unnur Ösp Stefánsdóttir leikkona og Andrés Jóns- son mark- aðsmaður. Allir vel- komnir. Spurt er: Hvers virði er Gríman? Á þriðjudag Norðvestlæg eða breytileg átt, yfirleitt á bilinu 3-10 m/s. Él eða skúrir víða um land, síst þó NA-til. Hiti 0 til 4 stig. Á miðvikudag Vestan og síðar suðvestan 3-8 m/s, en norðvestan 8-13 með A-ströndinni framan af degi. Víða léttskýjað. Áfram kalt. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Víða hægviðri og bjart, líkur á smáskúrum eða éljum syðst. Hiti 1 til 6 stig, en nálægt frostmarki fyrir norðan. VEÐUR „Stelpurnar eru búnar að vera að gera grín að mér út af þessu. Þjálfarinn sagði eigandanum líka að hann ætti að setja upp nokkrar myndavélar við völlinn fyrir alla leiki,“ sagði Hólmfríður Magnúsdóttir, landsliðs- kona í knattspyrnu, sem virðist kunna best við sig í beinni sjónvarpsútsend- ingu. Hún hefur skorað grimmt í leikjum sem sendir hafa verið út í sjónvarpi. »1 Hólmfríður skorar grimmt í beinni „Mér finnst þetta mikill heiður. Reyndar hafði ég ekki hugmynd um að ég væri fyrsta íslenska handknatt- leikskonan til þess að leika í Meist- aradeildinni þannig að þetta kom skemmtilega á óvart og náði að hressa mig aðeins við eftir tapið,“ segir Birna Berg Har- aldsdóttir sem varð fyrst íslenskra kvenna til þess að leika og skora í Meistaradeild Evrópu um helgina þegar hún lék með Sävehof frá Svíþjóð gegn meistaraliði Slóveníu. »1 Kom Birnu Berg á óvart og hressti hana við Íslands- og bikarmeistarar Keflavíkur í körfuknattleik kvenna hefja keppnistímabilið af sama krafti og þeir luku því síðasta. Í gærkvöldi vann Keflavík Meistarakeppni KKÍ með því að leggja Val, 77:74, í hörku- leik á heimavelli. Keppni í úrvalsdeild kvenna hefst á miðvikudaginn og reikna þjálfarar beggja liða með spennandi móti. »8 Keflavíkurliðið heldur uppteknum hætti ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Kappið í knattspyrnunni er oft mikið og allir sem leikið hafa fót- bolta kannast við áhuga margra á að vera fyrirliði, senter og stroffí- skytta. Hjá mörgum börnum og unglingum er það hápunkturinn, en sjaldgæft er að menn á sextugs- aldri gegni þessum hlutverkum, hvað þá að þeir fagni Íslandsmeist- aratitli. Það gerði Fylkismaðurinn Magnús Ingvason, aðstoðar- skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti, í flokki 50 ára og eldri fyrir helgi. „Þetta er alltaf jafn gaman,“ seg- ir Magnús, sem lék með HV í 2. deild þegar hann var kennari á Akranesi fyrir um 30 árum og tók svo upp þráðinn síðar með eldri flokki Fylki, þar sem hann hefur haldið utan um málefni flokksins um árabil. Fjögur lið luku keppni í Íslands- mótinu og var leikin tvöföld um- ferð, en Fylkismenn unnu alla leiki sína. „Við og KR höfum barist um titilinn undanfarin ár og nú höfðum við loks betur,“ segir Magnús. „Við erum ekki með gamlar stjörnur eins og KR, sem skartaði mönnum eins og Atla Eðvaldssyni og Ágústi Má Jónssyni, heldur förum þetta á liðsheildinni og félagsskapnum og reynum að æfa svolítið.“ Alþjóðlegt mót og golf Magnús hefur sloppið við stór- vægileg meiðsl á ferlinum. „Ég hef tognað aðeins og hnén eru ekki al- veg upp á það besta en annars er þetta allt í góðum málum.“ Hann segir erfitt að slíta sig frá fótbolt- anum en félagsskapurinn skipti öllu. „Hann er gríðarlega stór þátt- ur í þessu,“ áréttar hann og bætir við að um 60 manns borgi félags- gjald í eldri flokki hjá Fylki (eldri en 30 ára). Þar af hafi 18 manns keppt með 50 ára og eldri í sumar. Æft sé þrisvar til fjórum sinnum vikulega allt árið en auk þess taki þeir þátt í golfleikjaröð og 35 manns hafi verið með í sumar. Undanfarin sex ár hafi þeir haldið alþjóðlegt mót fyrir eldri leikmenn, Iceland Football and Fun, og það verði næst í Egilshöll um miðjan nóvember með þátttöku um 40 inn- lendra og erlendra liða. Undanfarin fimm ár hefur Magn- ús verið formaður stuðnings- mannaklúbbs Manchester City. „Það er líka mjög skemmtilegt, af- skaplega góðir félagar og frábær hópur.“ Hann ætlar að sjá leikinn á móti West Ham um miðjan mánuð- inn og svo aftur í síðustu umferð- inni í maí. „Það fer að verða spurn- ing hvort ég sé meiri West Ham- maður eða City-maður.“ Fyrirliði, senter og vítaskytta  Íslandsmeistari með Fylki í flokki 50 ára og eldri Ljósmynd/Gunnar Bender Fylkir Magnús Ingvason, fyrirliði, senter og vítaskytta, með Íslandsmeistarabikarinn fyrir keppni 50 ára og eldri. Á 50 ára afmælisári sínu keppti Magnús í öllum greinum innan ÍSÍ, 28 greinum. Átakið var fest á filmu og er myndin, Íþrótta(f)árið, nánast tilbúin. Hann segir margt spaugilegt hafa gerst. Til dæmis hafi hann átt í mestu erfiðleikum með að komast á hestbak og hann hafi brætt úr hjóli í mótókrossi en erfiðast hafi verið að fara í skautadans í troðfullri skauta- höllinni. „Ég datt reglulega á æfingum og velti því fyrir mér hvort ég ætti að reyna að fara í hringi í keppninni og eiga á hættu að allir færu að hlæja að mér.“ Magnús segir að við fyrstu sýn virðist auðvelt að keppa í mótókrossi en raunin sé önnur. „Ég svitnaði langmest í mótókrossinu,“ segir hann. Bætir við að hræðslan og búnaðurinn hafi haft þar sitt að segja enda svit- inn lekið í augun og upp í hann. „Þetta voru erfiðustu 10 til 15 mínúturnar sem ég lifði það árið.“ Myndin Íþrótta(f)árið tilbúin KEPPTI Í 28 GREINUM Á 50 ÁRA AFMÆLISÁRINU  Kvikmyndin Frost í leikstjórn Reyn- is Lyngdal, keppir um óskarsverðlaun hryllingsins, gullnu hauskúpuna, á einni frægustu hryllingsmyndahátíð í víðri veröld, Screamfest, sem stend- ur yfir frá 8. til 17. okt. í Los Angeles. Oft er talað um Screamfest sem Sundance-hátíð hryllingsmyndanna og margar víðfrægar hrollvekjur hafa fyrst náð hylli á hátíðinni. Í ráðgjafar- nefnd er sannkallað landslið hroll- vekjumeistara, t.d. Wes Craven (Nightmare On Elm Street og Scream), Clive Barker (Hellraiser og Candyman), John Landis (American Werewolf in London og The Blues Brothers), Roy Lee (The Ring og The Departed), goðsögnin John Carpen- ter (Halloween, The Fog, Escape from New York og The Thing), Eli Roth (Hostel) og Tobe Hooper (The Texas Chainsaw Massacre og Poltergeist). Frost hefur verið seld til 55 landa, m.a. Bretlands, Bandaríkjanna, Kan- ada, Kína, Rússlands og Mexíkó. Með aðalhlutverk í Frost fara Björn Thors og Anna Gunndís Guðmundsdóttir. Frost keppir um Gullnu hauskúpuna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.