Morgunblaðið - 07.10.2013, Síða 22
22 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 2013
Humarhúsið
101 Reykjavík · humarhusid@humarhusid.is
Amtmannsstíg 1 sími: 561·3303
Þegar njóta á
kvöldsins...
Morgunblaðið
gefur út sérblað
Vertu viðbúin
vetrinum
föstudaginn
18. október
Vertu viðbúinn vetrinum
–– Meira fyrir lesendur
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA:
fyrir kl. 16 mánudaginn 14. október.
Vetrarklæðnaður f Snyrtivörur f Ferðalög erlendis
Vetrarferðir innanlands f Skemmtilegar bækur
Námskeið og tómstundir f Hreyfing og heilsurækt
Bíllinn f Leikhús, tónleikar. f Skíðasvæðin hérlendis
Mataruppskriftir f Ásamt fullt af öðru spennandi efni!
SÉRBLAÐ
Fáum dylst að hið góða og öfluga
heilbrigðiskerfi okkar er að
hrynja. Margir heilbrigðisstarfs-
menn hafa
neyðst til að
flýja spítalann
og enn fleiri
fljúga á milli
landa til að hafa
í fjölskyldu sína
og á. Slíkt kem-
ur niður á þjón-
ustu spítalanna
og stuðlar að því
að hugur og lík-
ami þessa dýr-
mæta starfsfólks brennur út.
Líknarsamtök af ýmsum toga
reyna sitt til að styðja við heil-
brigðiskerfið en stjórnkerfið virð-
ist ráðalítið. Á ráðstefnu um áhrif
efnahagskreppu á heilbrigðiskerfi
í Ósló í apríl síðastliðnum var
ítrekað hamrað á mikilvægi þess
að hlúa að heilbrigðiskerfi hvers
lands. Yfirvöld í Moldavíu hafa
aukið fjárfestingu í heilbrigðis-
málum um helming og það sama
má segja um yfirvöld í Slóvakíu.
Margir hafa sýnt fram á þann arð
sem fæst af því að fjárfesta í heil-
brigðiskerfinu, líkt og færri veik-
indadaga, fækkun glæpa og lækk-
un á kostnaði til örorkubóta.
Martin McKee, prófessor í evr-
ópskri lýðheilsu, leggur áherslu á
að það sé einfaldlega pólitísk
ákvörðun hversu mikið er sett í
opinber heilbrigðiskerfi, það séu
engar opinberar reglur eða lög þar
að lútandi. Með öðrum orðum: Það
er ekki til nein töfratala en ljóst er
að ekki er nægilega í lagt af ríkis-
stjórn landsins. Ýmsir hafa orðið
til að leggja til lausnir á málinu,
s.s. að skattleggja lífeyrissjóði,
hækka skatta, skattleggja ofsa-
gróða bankanna og fleiri lausnir.
Jafnframt hafa verið lagðar fram
hagkvæmar lausnir á húsnæð-
isvandanum – má sem dæmi nefna
athyglisverða hugmynd Páls Torfa
Önundarsonar um veglega bygg-
ingu „ofan vegar“, sem jafngildir
stækkun á við tvo Borgarspítala.
Ég vil hér með viðra þá hugmynd
að spítalinn stofni innflutnings-
deild til viðbótar við innkaupa-
deild, þar sem spítalinn flytti inn
vörur án milliliða. Jafnframt má
benda á að víða erlendis njóta
spítalar oft gjafa frá einstakling-
um og fyrirtækjum. Sjaldan hefur
verið meiri þörf fyrir veglegt pen-
ingaframlag frá einstaklingi eða
fyrirtæki en nú. Það væri góð fjár-
festing fyrir viðkomandi. Þegar ný
og góð ráð eru skoðuð þá koma
strax fram úrtöluraddir og þá
koðna oft góð áform niður í lam-
andi aðgerðarleysi. Þrátt fyrir ým-
is góð ráð frá fjölda fólks þá kem-
ur ný ríkisstjórn fram með fjárlög
sem mætti túlka sem svo að hún
væri haldin heilkenni sem kennt er
við kanínu sem stirðnar af skelf-
ingu þegar hún horfir í aðvífandi
bílljós, eða „rabbit in the head-
lights syndrome“. Hið nýja fjár-
lagafrumvarp byggir enn á ný á
sársaukafullum hagræðingar-
aðgerðum og tvísköttun á sjúkl-
inga. Þar kemur fátt á óvart og
bendir nýr forstjóri Landspítalans
á að þetta fé dugi ekki til að spít-
alinn gegni áfram því hlutverki
sem þjóðin kallar eftir og nið-
urskurður haldi því áfram að bitna
á sjúklingum.
Þetta er veruleikinn sem blasir
við í dag. Það er hins vegar
ástæðulaust að taka sér stöðu kan-
ínunnar á miðjum veginum og bíða
þess sem verða vill. Stöðvum at-
gervisflótta heilbrigðisfólks úr
landinu, byggjum upp heilbrigð-
iskerfið á nýjan leik. Verum þjóð
sem er stolt af sjálfri sér.
JÓHANNES KÁRI
KRISTINSSON,
læknir.
Pólitískar hetjur óskast
Frá Jóhannesi Kára Kristinssyni
Jóhannes Kári
Kristinsson
Nýtt fjárlagafrumvarp gerir ráð
fyrir því að sérstakt legugjald á
skjólstæðinga sjúkrahúsanna skili
ríkinu 200 millj-
ónum á komandi
ári. Þar er á
ferðinni vondur
skattur og betur
hefði stjórnin
leitað annarra
leiða til að rétta
halla ríkissjóðs.
Þó má telja
ólíklegt að snúið
verði af þessari
braut og því mun
skatturinn leggjast á hina sjúku
strax á nýju ári. Af þeim sökum vil
ég benda á að sjúkrasjóðir stétt-
arfélaganna eru í mörgum tilfellum
sterkir og hafa fulla burði til að
mæta félagsmönnum með mark-
vissari hætti en nú er gert. Til
dæmis má nefna að sjúkrasjóður
VR liggur á nærri 2,3 milljörðum
króna á hverjum tíma.
Af þessum sökum skora ég á
stéttarfélögin í landinu að hefja nú
þegar vinnu við að útfæra með
hvaða hætti þau geti mætt fé-
lagsmönnum sínum, þá þegar þessi
skattur leggst á félagsmenn við
innlögn á sjúkrahús.
STEFÁN EINAR
STEFÁNSSON,
fyrrverandi formaður VR
og Landssambands íslenzkra
verzlunarmanna.
Sjúkrasjóð-
ir og inn-
lagnargjald
Frá Stefáni Einari Stefánssyni
Stefán Einar
Stefánsson
Þann 3. október sl.
skrifaði Sævar Þór
Jónsson lögmaður
grein hér í Morg-
unblaðið, þar sem
hann lýsir skoðun
sinni um vanmátt um-
boðsmanns skuldara
til að leysa vanda
þeirra sem eiga við
skuldavanda að stríða.
Af því tilefni vill emb-
ættið vekja athygli á
að af 3.500 samþykktum umsókn-
um um greiðsluaðlögun hafa nú um
2.000 samningar um greiðsluaðlög-
un komist á. Í þessum samningum
er meðaleftirgjöf á samnings-
kröfum 86%, en í helmingi samn-
inga er kveðið á um 100% eftirgjöf
á samningskröfum. Það hafa um
tvö þúsund heimili fengið lausn á
sínum skuldavanda með þessum
hætti. Þá eru ótaldir þeir sem hafa
fengið lausn sinna vandamála með
ráðgjöf sem m.a. hefur leitt til
samninga við kröfuhafa.
Í vinnu til að ná samningum um
greiðsluaðlögun hefur embætti um-
boðsmanns skuldara haft að leið-
arljósi að ná sem bestum samningi
fyrir hvern og einn skuldara. Það
hefur útheimt mikla vinnu og
þrautseigju starfsmanna umboðs-
manns og umsjónarmanna í röðum
lögmanna. Á þeim þremur árum
sem liðin eru frá því embættið var
stofnað hafa starfsmenn umboðs-
manns unnið ötullega að hags-
munamálum skuldara og leyst
mörg vandamál. Hægt
er að fullyrða að
hvergi hér á landi sé
að finna jafnmikla
reynslu og þekkingu á
úrlausn skuldavanda
einstaklinga og hjá
umboðsmanni skuld-
ara. Lögmaðurinn
vegur alvarlega að
starfsmönnum emb-
ættisins og fullyrðir
án rökstuðnings að
vanþekking starfs-
manna sé alvarlegt
vandamál. Þeirri full-
yrðingu lögmannsins er vísað til
föðurhúsanna og er hún vægast
sagt ómakleg í garð þess góða
starfsfólks sem vinnur hjá embætt-
inu.
Nefnd eru tvö dæmi í greininni.
Vegna persónuverndarlaga, ákvæð-
is um þagnarskyldu og almennra
verklagsreglna umboðsmanns
skuldara mun embættið ekki tjá
sig um einstök mál skuldara. Lög-
maðurinn lýsir þeirri skoðun sinni
að umsjónarmenn beiti leikreglum
ekki rétt, m.a. vegna túlkunar á
svokölluðu greiðsluskjóli. Hins
vegar er alveg ljóst af embættisins
hálfu, að samkvæmt lögum um
greiðsluaðlögun einstaklinga, hefst
skylda skuldara til að leggja fyrir
fjármuni þegar umsókn er sam-
þykkt. Einnig skal minnast þess að
þegar hið svokallaða greiðsluskjól
var við lýði frá 19. október 2010 til
1. júlí 2011 fóru skuldarar strax í
greiðsluskjól við móttöku umsókn-
ar. Ekki kemur fram í grein lög-
mannsins hvort um þess konar mál
var að ræða. Þá telur lögmaðurinn
að engar skýrar reglur liggi fyrir
hvernig umsjónarmenn eigi að
vinna úr þeim málum þar sem selja
þarf fasteignir skuldara sem aug-
sýnilega geta ekki haldið fast-
eignum sínum. Í lögum um
greiðsluaðlögun einstaklinga er
tekið fram að það er umsjón-
armaður sjálfur sem ákveður
hvernig sala fer fram og annast
söluna sjálfur nema hann feli það
öðrum. Skuldara er jafnframt skylt
að annast söluna sjálfur ef umsjón-
armaður kveður á um það. Það
verklag hefur verið viðhaft hjá um-
sjónarmönnum að óska eftir því við
skuldara að hann velji fast-
eignasölu sjálfur.
Að lokum skal taka fram að
embætti umboðsmanns skuldara er
ekki yfir gagnrýni hafið. Gagnrýni
ber hins vegar að setja fram með
málefnalegum og rökstuddum
hætti. Grein lögmannsins er hins
vegar ekki málefnaleg og fer hann
með órökstuddar dylgjur í garð
starfsmanna embættisins sem er
ómaklegt.
Svar við gagnrýni lögmanns í
garð umboðsmanns skuldara
Eftir Ástu S.
Helgadóttur »Hægt er að fullyrða
að hvergi hér á landi
sé að finna jafnmikla
reynslu og þekkingu á
úrlausn skuldavanda
einstaklinga og hjá um-
boðsmanni skuldara.
Ásta S.
Helgadóttir
Höfundur er umboðsmaður skuldara.
Bréf til blaðsins
mbl.is