Morgunblaðið - 07.10.2013, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 2013
Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is
Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is
Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugar daga kl. 10-15
Gæði, þjónusta, ábyrgð – það er Tengi.
Baðinnréttingarnar eru fáanlegar: hvítar háglans – hvítar mattar – ljósgráar – dökkgráar – svört eik
NÝ LÍNA AF
BAÐINNRÉTTINGUM FRÁ IFÖ
Nánar á heilsa.is
Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum
Oft er talað um Magnesíum sem„anti –stress“ steinefni
því það róar taugarnar og hjálpar okkur að slaka á. Magnesíum stjórnar og virkir um
300 ensím sem gegna mikilvægum hlutverkum í eðlilegri virkni líkamans. Það er
nauðsynlegt fyrir frumumyndun, efnaskipti og til að koma á jafnvægi á kalkmyndun
líkamans og fyrir heilbrigða hjartastarfsemi. Magnesíum er líka afar hjálplegt við
fótaóeirð út af vöðvaslakandi eiginleikum þess. Mjög gott er að taka magnesíum í
vökvaformi fyrir svefn til að ná góðri slökun og vakna úthvíldur.
Magnesium vökvi
Virkar strax
• Til að auka gæði svefns
• Til slökunar og afstressunar
• Hröð upptaka í líkamanum
• Gott til að halda
vöðvunummjúkum
Senn hefst gerð
Norðfjarðarganga, en
verksamningur um
þau var undirritaður
14. júní sl. Þau verða
7,9 km löng og miðað
við 1,4 milljarða króna
kostnað á hvern km,
kostar gangagerðin 11
milljarða króna. Árið
1993 voru settar fram
tillögur um jarðgöng á
Austurlandi. Þar skyldi byrjað á
tengingu Seyðisfjarðar, Norðfjarðar,
Mjóafjarðar og Héraðs. Þannig
kæmu 5,3 km göng úr Stafdal í Seyð-
isfirði yfir í Mjóafjarðarbotn, sem
kosta 7,4 milljarða króna, 6,8 km
göng um Slenjudal til Héraðs, sem
kosta 9,5 milljarða króna og 3,9 km
göng milli Mjóafjarðar og Norð-
fjarðar, sem kosta 5,5 milljarða
króna. Gerð þessara ganga, ásamt
Norðfjarðargöngum, tryggja öruggt
aðgengi Fáskrúðsfirðinga, Reyðfirð-
inga, Eskfirðinga, Norðfirðinga,
Mjófirðinga og Seyðfirðinga að
þeirri lífæð, sem Egilsstaða-
flugvöllur er fyrir öruggt og gott
mannlíf á Miðausturlandi. Heild-
arkostnaður við gerð áðurnefndra
fjögurra ganga, sem eru alls um 24
km löng, er nálægt 33,5 milljörðum
króna, og tryggja nauðsynlegar sam-
göngur um Miðausturland, þegar
ófært er um Fagradal (milli Reyð-
arfjarðar og Egilsstaða) eða Fjarð-
arheiði.
Röng forgangsröðun
Að framansögðu er ljóst, að tillaga
sex þingmanna Norðausturkjör-
dæmis, á liðnu kjörtímabili, um að
ráðist verði í göng undir Fjarðar-
heiði, þegar Norðfjarðargöngum er
lokið, virðist ekki skynsamleg. Mun
hagkvæmari, skjótvirkari og örugg-
ari lausn felst í áðurnefndri tengingu
Seyðisfjarðar og Norðfjarðar um
Mjóafjörð yfir í Hérað, með gerð
þriggja ganga, sem eru alls 16 km
löng og kosta 22,5 milljarða króna.
Fjarðargöng aftur á móti yrðu 12,5
km löng og kostuðu 17,5 milljarða
króna. Það eru augljósir heildar-
hagsmunir fyrir Miðausturland, að
ráðast fremur í gerð áð-
urnefndra þriggja
ganga, þar sem Seyð-
firðingum og öðrum
íbúum Miðausturlands
eru tryggðar öruggar
samgöngur allt árið.
Tenging Seyðisfjarðar
við Mjóafjörð kostar ein
og sér 7,4 milljarða og
er þannig 10 milljörðum
króna ódýrari en Fjarð-
argöng. Þannig má
ætla, að viðunandi sé
fyrir Seyðfirðinga að ferðast yfir
Fjarðarheiði á sumrin og í góðu vetr-
arveðri, en búa við örugga tengingu
við Egilsstaðaflugvöll með því að aka
um Mjóafjarðargöng og síðan
Slenjudalsgöng í vetrarófærð. Í því
sambandi er vert að minnast á, að í
Kárahnjúkavirkjun fólst m.a. gerð 70
km langra aðrennslisganga og heild-
arkostnaður virkjunarinnar er sjö-
falt meiri en öll sú jarðgangagerð,
sem getið er um hér að framan og
styrkir allt atvinnulíf og þjónustu á
Miðausturlandi.
Gríðarlegir möguleikar
í ferðaþjónustunni
Gríðarlegir möguleikar felast í efl-
ingu vannýttra möguleika í ferða-
þjónustu á Austurlandi og með
skipulagningu og hugkvæmni geta
gjaldeyristekjur stóraukist. Bættar
samgöngur gegna þar lykilhlutverki.
Það ber að leggja góða vegi að sem
flestum hálendisperlum okkar, til að
bæta aðgang að þeim og umgengni
við þær. Sjálfsagt er að taka greiðslu
fyrir að koma inn á þessi svæði og
því hærri eftir því, sem átroðning-
urinn er meiri. Þannig er hægt að
dreifa álaginu og halda svæðunum
óskemmdum. Þá er líka hægt að
banna allan utanvegaakstur og ekki
þarf lengur að líða það, að hingað
komi hópar ferðamanna á eigin bíl
eða rútu með Norrænu og skilji ekk-
ert eftir sig, nema náttúruspjöllin.
Skylt er að taka fram, að tækifærin í
ferðaþjónustu Austurlands eru víðar
en á hálendinu, fjörðunum og Hér-
aði. Ekki má gleyma hversu Austur-
land er ríkt af fornminjum og menn-
ingarsögu. Flestir þekkja Skriðu-
klaustur, en fáir þekkja t.d. víkinga-
grafirnar á Þórarinsstöðum í Seyðis-
firði.
Fleiri sóknarfæri
En það er ekki nóg að efla sam-
göngur og ferðaþjónustu. Sama gild-
ir um heilbrigðisþjónustu og nýsköp-
unarverkefni um land allt. Efla þarf
landbúnað, hreinleika hans og hollar
afurðir langt umfram þær innfluttu,
sem auk þess geta verið atvinnu-
greininni hættulegar. Mikilvægt er
að halda sjávarútveginum innan-
lands og standa vörð um að Ísland sé
sjálfbært í matvælaframleiðslu. Nið-
urskurður síðustu ríkisstjórnar á
heilbrigðisþjónustu, löggæslu og
kjörum sjúkra, aldraðra og öryrkja
um land allt ber vitni um ranga for-
gangsröðun. Hverfa þarf frá flötum
niðurskurði og færa fé til heilbrigðis-
og öryggismála frá ýmsum mann- og
fjárfrekum ríkisstofnunum, sem
flestar eru staðsettar á suðvestur-
horninu.
Svik við landsbyggðina?
Brýnt er að stöðva „samninga-
viðræður“ flugvallarandstæðing-
anna, Dags B. Eggertssonar, for-
manns borgarráðs, og Hönnu Birnu
Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra,
sem bæði vilja reisa byggð yfir NA/
SV flugbrautina í Vatnsmýri. Það
þýðir að Reykjavíkurflugvöllur væri í
raun lokaður í 23 daga á ári, vegna of
mikils hliðarvinds, sem án nokkurs
vafa leiðir til þess, að færri manns-
lífum er hægt að bjarga á Íslandi, en
hingað til. Ef þetta yrði raunin hefur
ríkistjórn Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks brugðist öllum kjós-
endum sínum á landsbyggðinni.
Eftir Ólaf F.
Magnússon
Ólafur F. Magnússon
» Brýnt er að stöðva
„samningavið-
ræður“ flugvallarand-
stæðinganna, Dags B.
Eggertssonar, for-
manns borgarráðs,
og Hönnu Birnu
Kristjánsdóttur,
innanríkisráðherra.
Höfundur er læknir og fv.
borgarstjóri.
Um samgöngur og atvinnulíf
á Austurlandi
Móttaka
aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi
umræðu í landinu og birtir aðsend-
ar greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Kerfið er auðvelt í notkun og
tryggir öryggi í samskiptum milli
starfsfólks Morgunblaðsins og höf-
unda. Morgunblaðið birtir ekki
greinar sem einnig eru sendar eru
á aðra miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir
Morgunblaðslógóinu efst í hægra
horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt
er á lógóið birtist felligluggi þar
sem liðurinn "Senda inn grein" er
valinn. Í fyrsta skipti sem inn-
sendikerfið er notað þarf notand-
inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít-
arlegar leiðbeiningar fylgja hverju
þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem
notanda í kerfið nóg að slá inn
kennitölu notanda og lykilorð til að
opna svæðið. Hægt er að senda
greinar allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfs-
fólk Morgunblaðsins alla virka
daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.
...alveg með’etta
Fylgir Morgunblaðinu alla fimmtudaga