Morgunblaðið - 07.10.2013, Blaðsíða 14
NORÐULAND-EYSTRA
DAGA
HRINGFERÐ
ÞÓRSHÖFN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 2013
Líney Sigurðardóttir
lineysig@simnet.is
Katrín Jóhannesdóttir frá Gunnars-
stöðum í Þistilfirði og Hulda Þórey
Garðarsdóttir frá Kópaskeri, eru
báðar búsettar erlendis þar sem
þær sinna krefjandi vinnu. Önnur
býr í Noregi en hin í Kína og verk-
svið þeirra eru afar ólík.
Þær eiga þó sameiginlega þá
löngun að koma heim til Íslands og
taka þátt í sveitastörfunum á einum
mesta annatímanum, sveitastúlku-
hjartað er enn á sínum stað þrátt
fyrir langdvöl fjarri æskustöðv-
unum. Þeim finnst ekki mikið mál
að skreppa heim til Íslands þó að
um langan veg sé að fara og eru
vanar að skjótast á milli heims-
hluta.
Katrín er verkfræðingur og
býr með fjölskyldu sinni í Þránd-
heimi en vinnur í Osló og ferðast
með flugvél á milli staða. Hún er
ein fárra kvenna meðal verkfræð-
inga á sínum vinnustað.
„Norðmönnum fannst í fyrstu
skrýtið að ég sótti fast að fá mín frí
á óhefðbundnum tíma, miðað við
það sem algengast er í Noregi en
þar er hefð fyrir að á mörgum
vinnustöðum sé farið í frí um sama
leyti yfir sumarið. Ég vildi komast
heim í sauðburð á vorin og í göngur
á haustin og það hefur tekist,“ sagði
Katrín sem fór í þriggja daga göng-
ur með gangnamönnum í Þistilfirði
í haust og fór ekki fyrr en eftir rétt-
ardaginn. Hún hefur ferðast víða
um heim en fátt jafnast á við þessa
stund og æskustöðvarnar eiga
stærri sess í hjartanu, en maður
gerir sér grein fyrir, sagði Katrín.
Vill að börnin upplifi
sveitastörf
„Göngur eru ekki bara karla-
sport, mér finnst líka mikilvægt að
dætur mínar fái að kynnast þessu.
Það er ekki vel séð í Noregi að fá
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Liðsauki frá Kína Hulda Þórey Garðarsdóttir frá Kópaskeri kom frá Hong Kong til að taka þátt í smalamennsku.
Komu frá Noregi og
Kína til að fara í göngur
Hreina loftið og smalamennskan heillar brottfluttar konur
Ingveldur Eiríksdóttir var lengi kennari á Suðurlandi, fjölskylduna langaði að
breyta til og helst vera úti á landi. Þegar starf skólastjóra við Grunnskólann á
Þórshöfn stóð Ingveldi til boða fyrir rúmu ári sló hún til og kann mjög vel við
sig. „Þetta er gjörólíkt öllu sem ég hef kynnst áður, tengingin við náttúruna er
mikil – og svo er þessi yndislega fólksfæð!“ Skortur er á húsnæði á Þórshöfn
og Ingveldur bjó fyrsta mánuðinn nyrðra í tjaldvagni í fyrrasumar. „Sonur minn
bjó þar með mér þegar hann kom á vertíð en maðurinn kom seinna.“
Haldið verður upp á 80 ára afmæli skólans 19. október og hún hlakkar til.
„Það verður gaman að gera sér glaðan dag þá,“ segir skólastjórinn.
Morgunblaðið/Líney
Sæll Ingveldur Eiríksdóttir heilsar upp á landnámsmann á skólalóðinni.
„Þessi yndislega fólksfæð“
Á bjartsýnisárunum í upphafi 20. aldarinnar birtist á Skálum á Langanesi
kappsamur útgerðarmaður, Þorsteinn Jónsson, og hóf þar útgerð og fisk-
vinnslu. Fleiri hófu í kjölfarið að sækja sjó frá Skálum og þegar best lét voru
þaðan gerðir út 20 til 30 bátar. Árið 1924 bjuggu á Skálum um 120 manns og
urðu aldrei fleiri.
Á Skálum var komið upp hafnaraðstöðu, vélar til frystingar á fiski voru á
staðnum og var það nánast nýmæli á landinu, þar var verslun, farskóli, ljós-
móðir og fleiri slíkir þættir sem í dag væru kallaðir grunnstoðir samfélags.
Síðar breyttust aðstæður, fiskverð lækkaði og á stríðsárunum sprungu tund-
urdufl í fjörunni neðan við þorpið og löskuðu hús þar. Með því komst rót á allt,
timburhús voru tekin ofan og síðustu íbúarnir fluttu á brott 1946.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Rústir Skálar voru nokkuð blómleg byggð í upphafi 20. aldarinnar.
Eyðiþorpið á Langanesinu
Skapti Hallgrímsson
skapti@mbl.is
„Þetta er svo fallegur fiskur að það
er ekki hægt annað en falla fyrir
honum,“ segir Birna Sigurðardóttir
á Þórshöfn, sem sennilega þekkir
makríl betur en annað fólk. Hún
verkar hann nefnilega á nætur-
vöktum í Ísfélaginu og málar hann
á daginn!
Birna, sem fædd er og uppalin
á Þórshöfn, hefur lengi unnið í fiski
en lét gamlan draum rætast fyrir
nokkrum árum þegar hún dreif sig
í Myndlistaskólann á Akureyri. „Ég
hef alltaf verið málandi og teikn-
andi, alltaf þurft að búa eitthvað til,
og nýtti reyndar hæfileikann lengi
aðallega til að prjóna eitthvað
skemmtilegt og búa til góðar smur-
brauðstertur öðrum til góða!“ segir
hún við Morgunblaðið.
Drauminn hafði hún lengi átt,
en tók þó skyndiákvörðun um að
sækja um skólavist. „Ég sagði ekki
sálu frá því, fékk svo svar um að ég
ætti að koma í viðtal og sagði Ja-
rek, manninum mínum, frá því einn
daginn að við værum að fara til Ak-
ureyrar. Hann spurði hvaða erindi
við ættum þangað og ég sagðist
vera á leið í viðtal vegna umsóknar
í Myndlistaskólann!“ Eins og ekkert
væri sjálfsagðara.
„Svo kom bréf þar sem tilkynnt
var að ég hefði komist inn og það
var einstök tilfinning. Ég verð æv-
inlega þakklát Helga [Vilberg
skólastjóra] og Soffíu [Sævars-
dóttur konu hans og skrif-
stofustjóra skólans] fyrir að ég fékk
að vera í skólanum þennan tíma.
Það er mjög gott að hafa slíkan
skóla á Akureyri því það hefði verið
mjög bagalegt fyrir mig að þurfa
að fara til Reykjavíkur, en hins veg-
ar framkvæmanlegt að fara til Ak-
ureyrar. Ég veit að það gildir um
marga.“
Námið tók fjögur ár, Birna var
á Akureyri yfir vetrartímann,
leigði þá íbúð í höfustað Norður-
lands en vann heima á sumrin. „Ég
fór sáralítið heim um helgar á vet-
urna en Jarek kom inn á Akureyri
þegar hann átti fríhelgar. Ég var
heppin að geta leigt íbúð alla fjóra
veturna; það var alltaf sama stress-
ið á haustin hvort ég fengi íbúð,
hvar, og hvort ég gæti borgað fyrir
hana. Þetta voru heljarinnar átök á
stundum, en þrátt fyrir bankahrun
tókst allt vel.“
Það var meira en að segja það
að hverfa burt af heimilinu fjóra
vetur! „Allir hér á heimilinu hjálp-
uðust að. Það er mikið mál að gera
þetta; við erum hér með hús og
heimili og allt það umfang sem
venjulegt miðaldra fólk er með,“
segir Birna en er alsæl með að hún
skyldi láta vaða og segir aðra í fjöl-
skyldunni sama sinnis. „Þetta var
eitthvað sem mig hafði alltaf lang-
að til að gera en yfirleitt verið í
öðru stússi og látið framhjá mér
fara þegar tækifærið gafst.“
Birna hefur enn ekki haldið
sýningu á málverkum sínum. „Ég
er að safna mér efni og held sýn-
ingu þegar ég er tilbúin. Mjög fáir
hafa séð verkin mín ennþá en það
er líka allt í lagi; allt hefur sinn
tíma. Ég fór ekki í skóla fyrr en
svolítið gömul, það var frábært að
geta klárað það sem hafði blundað í
mér í áratugi, og einhvern tíma
kemur að því að ég sýni.“
Birna vinnur ekki bara makríl
Myndlistarkonan
og makríllinn
Gamall draumur rættist er Birna
ákvað „miðaldra“ að læra myndlist
Morgunblaðið/Líney
Makríll Birna Sigurðardóttir, fiskverkakona og listamaður: Ekki annað hægt en falla fyrir þessum fiski.