Morgunblaðið - 07.10.2013, Síða 36

Morgunblaðið - 07.10.2013, Síða 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 2013 Morgunblaðið/Eva Björk Best Stuttmyndin Hvalfjörður var valin besta íslenska stuttmyndin. Hér eru forsvarsmenn hennar ásamt Margréti Erlu Maack. Lokahóf kvikmyndahátíðarinnar RIFF fór fram á laugardagskvöld í Gamla bíói og þá voru verðlaun af- hent. Ítalski kvikmyndaleikstjórinn Uberto Pasolini hreppti aðal- verðlaunin, Gullna lundann, fyrir kvikmyndina Still Life (Kyrralífs- mynd). Dómnefnd samþykkti ein- róma að veita kvik- myndinni fyrstu verðlaunin fyrir list- rænt gildi hennar og efnistök, en einnig fyrir næma túlkun og mannleg skilaboð sem leikstjóranum tekst að fanga. Samræður í myndinni voru sagðar fáar en vandaðar og merkingin margræð. Undirtextinn sé hins- vegar þrunginn merkingu. Still Life hreppti auk þess FI- PRESCI, verðlaun al- þjóðlegra samtaka kvik- myndagagnrýnenda. Leikstjórinn Daniel Den- cik fékk Umhverfis- verðlaun RIFF fyrir heim- ildarmyndina Eksped- itionen til verdens ende (Leiðangur á enda veraldar). Í umsögn dóm- nefndar segir m.a.: „Að kvikmyndin lýsi ferð vísindamanna og lista- manna inn á svæði á Norður- Grænlandi sem áður voru hulin ís. Hrikaleg fegurð svæðisins í bland við óborganleg samskipti og hug- leiðingar áhafnarmeðlima fangar sérstakan andblæ, smæð mannsins og áhrif hans á hnöttinn, varnar- leysi okkar og eyðingarmátt.“ Kvikmyndaverðlaun kirkjunnar fékk The Lunchbox (Nestisboxið) í leikstjórn Indverjans Ritesh Batra. Kvikmyndin Hval- fjörður í leikstjórn Guðmundar Arnar Guðmundssonar var valin besta ís- lenska stuttmyndin. Í umsögn dómnefnd- ar segir m.a: „Á ein- faldan, ljóðrænan hátt tekst leikstjór- anum að gera ang- istina ljóslifandi í huga áhorfandans. Næm kvikmynda- takan undirstrikar grámóskuna í náttúru, umhverfi og innra lífi bræðranna. Hljóðmynd, búningar, hár og förðun ramma myndina inn á afar fagmannlegum nótum og all- ur leikur er fyrsta flokks.“ Huldar Freyr Arnarson, Gunnar Óskarsson og Björn Viktorsson fengu BRÍÓ verðlaunin fyrir Hvalfjörð, fyrir besta hljóð í íslenskri stuttmynd, veitt í minningu Steingríms Ey- fjörð. Stuttmyndin Good Night í leikstjórn Muriel D’Ansembourg fékk Gullna eggið, sem þátttakandi í Kvikmyndasmiðjunni. Kvikmyndin Vi är bäst! (Við er- um bestar!) í leikstjórn Lukas Moodysson, fékk áhorfendaverð- laun RIFF í samvinnu við Mbl.is Gullna lundann fékk Ítalinn Uberto Pasolini  Næm túlkun í Kyrralífi (Still Life) Björk Afhendir Daniel Dencik um- hverfisverðlaun fyrir mynd hans. Góðir gestir Sigurður Björn Blön- dal og Jón Gnarr borgarstjóri. Kynnir Frímann Gunnarsson fór á kostum sem kynnir í lokahófinu, sprellaði og skipti um klæði. Sáttur Uberto Pasolini með Gullna lundann sinn. » Viðamikil brúðusýning Brúðuheima, Aladdín eftir Bernd Ogrod-nik, var frumsýnd á Brúðuloftinu í Þjóðleikhúsinu í gær. Aðstand- endur sýningarinnar eru um þrjátíu talsins og er Bernd höfundur handrits, tónlistar og leikmyndar, flytur verkið og smíðaði brúð- urnar sem eru 40 talsins. Eftirvæntingin var mikil hjá leikhúsgestum sem mættu í sínu fínasta pússi. Brúðusýningin Aladdín var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu í gær Gaman Brynja Þorgeirsdóttir og Þorgeir Nói Atlason skemmtu sér vel á sýningunni um Aladdín.. Kampakátir Ólafur Andri Jónasson og Ásgrímur Rúnarsson. Bræður Daníel Örn Jóhannesson og Birgir Þór Jóhannesson voru samhentir. Sparileg Sigurður Sigurjónsson og Elísabet Sigurjónsdóttir. Morgunblaðið/ÓmarDalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is Plankaparket í miklu úrvali Burstað, lakkað, olíuborið, hand- heflað, reykt, fasað, hvíttað... hvernig vilt þú hafa þitt parket? Bjóðum aðeins það besta fyrir þig!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.