Morgunblaðið - 08.11.2013, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2013
Stjórnarandstaðan á þingi hefur
ekki dregið úr þrýstingi sínum á
ríkisstjórnina að hætta við að
lækka skatta á næsta ári. Þvert á
móti er haldið áfram að færa
þetta í tal við hvert tækifæri til að
reyna að gera
stjórnvöldum erfitt
fyrir að byrja að
vinda ofan af öll-
um þeim gríðar-
legu skattahækk-
unum sem dundu á
almenningi á síðustu
fjórum árum.
Í fyrradag kvaddi þingmaður
Bjartrar framtíðar sér hljóðs og
lagði til að fyrirhuguð tekjuskatts-
lækkun verði dregin til baka.
Björt framtíð sýnir í þessu eina
ferðina enn að enginn munur er á
þeim flokki og hinum vinstri
flokkunum fyrir utan að leiðtogi
flokksins hefur starfað í fleiri
flokkum en aðrir menn á jafn
skömmum tíma.
En hvernig stendur á því að
vinstri flokkarnir mega hvergi sjá
tillögu um skattalækkun án þess
að reyna að hindra að hún verði
að veruleika?
Sennilega er ástæðan sú sama og
olli því að þeir heyrðu aldrei hug-
mynd um skattahækkun á síðasta
kjörtímabili sem þeim leist ekki
vel á. Stefna vinstri stjórnarinnar
afsannaði sig hins vegar rækilega
á síðustu árum og henni var al-
gerlega hafnað í kosningunum í
vor.
Það var vegna þess að fólk er bú-
ið að fá nóg af stöðugum skatta-
hækkunum og vill skattalækkun.
Og fólk ætlast til að þingmenn
leysi vanda ríkissjóðs á annan hátt
en þann sem engu skilaði nema
vonbrigðum á síðasta kjörtímabili.
Úr sér gengin
vinstri stefna
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 7.11., kl. 18.00
Reykjavík 2 skýjað
Bolungarvík 0 skýjað
Akureyri 0 snjókoma
Nuuk -7 léttskýjað
Þórshöfn 5 léttskýjað
Ósló 0 alskýjað
Kaupmannahöfn 8 skýjað
Stokkhólmur 5 skýjað
Helsinki 3 skýjað
Lúxemborg 12 skýjað
Brussel 11 skúrir
Dublin 9 léttskýjað
Glasgow 7 skýjað
London 11 heiðskírt
París 16 skýjað
Amsterdam 11 léttskýjað
Hamborg 10 skýjað
Berlín 12 skúrir
Vín 17 skýjað
Moskva 6 skúrir
Algarve 18 skýjað
Madríd 17 skýjað
Barcelona 20 léttskýjað
Mallorca 22 heiðskírt
Róm 17 léttskýjað
Aþena 17 léttskýjað
Winnipeg -7 léttskýjað
Montreal 7 skýjað
New York 16 alskýjað
Chicago 4 léttskýjað
Orlando 22 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
8. nóvember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 9:35 16:49
ÍSAFJÖRÐUR 9:56 16:38
SIGLUFJÖRÐUR 9:39 16:21
DJÚPIVOGUR 9:08 16:15
Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245
Sérfræðingar í
líkamstjónarétti
Veitum fría ráðgjöf
fyrir tjónþola
Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is
www.skadi.is
Þ. Skorri
Steingrímsson,
Héraðsdóms-
lögmaður
Steingrímur
Þormóðsson,
Hæstaréttar-
lögmaður
Ríkislög-
reglustjóri hefur
skipað Bjarneyju
S. Annelsdóttur
aðalvarðstjóra
við embætti lög-
reglustjórans á
Suðurnesjum.
Bjarney er önnur
konan sem er
skipuð aðalvarð-
stjóri innan lög-
reglunnar, en í fjarskiptamiðstöð
ríkislögreglustjóra starfar Frið-
gerður B. Jónsdóttir og er hún
fyrsta konan sem skipuð var aðal-
varðstjóri í lögreglu ríkisins.
Bjarney var metin hæfust úr hópi
15 umsækjenda. Hún er skipuð til
fimm ára frá og með 6. nóvember.
Nýr aðalvarðstjóri
á Suðurnesjum
Bjarney S.
Annelsdóttir
Jón Pétur Jónsson
jonpetur@mbl.is
Verjendur sakborninga í svokölluðu
Aurum-máli lögðu fram yfirmat á
verðmæti Aurum Holding við fyrir-
töku í málinu í gær. Samkvæmt því
er eignarhluti félagsins, sem Fons
hélt á, metinn á bilinu 345 til 2.080
milljónir króna. Búið var að leggja
fram undirmat sem var á bilinu 0 til
tæpar 1.000 milljónir kr.
„Þetta er tvöföldun á því [undir-
matinu] en út á þetta voru lánaðir
sex milljarðar. Það vantar ennþá
eitthvað upp á,“ segir Ólafur Þór
Hauksson, sérstakur saksóknari.
Í Aurum-máli sérstaks saksókn-
ara eru þeir Lárus Welding, Jón Ás-
geir Jóhannesson, Magnús Arnar
Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson
ákærðir fyrir umboðssvik og hlut-
deild í umboðssvikum sem eru sögð
hafa átt sér stað þegar Glitnir veitti
félaginu FS38 sex milljarða króna
lán til kaupa á Aurum Holding.
„Við metum þessa yfirmatsgerð
mjög sterka fyrir vörnina,“ segir
Óttar Pálsson, verjandi Lárusar
Welding. Hann segir ennfremur, að
yfirmatsmennirnir líti ekki svo á að
forsendur um framtíðarrekstur Aur-
um Holding, sem Glitnir og aðrir
bankar hafi lagt til grundvallar við
sínar ákvarðanatökur um fjármögn-
un félagsins, hafi verið óraunhæfar.
Yfirmat lagt fram í Aurum-máli
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Réttarhöld Lárus Welding ásamt
Óttari Pálssyni, verjanda sínum.
Tvöföldun frá undirmati Verjendur telja yfirmatið vera sterkt fyrir vörnina
Ríkissaksóknari hefur ákært tvo
unga karlmenn fyrir húsbrot,
eignaspjöll og stórfellda líkamsárás
gagnvart eldri karlmanni á Skaga-
strönd í febrúar sl. Ruddust þeir í
heimildarleysi inn á heimili manns-
ins og veittust að honum í samein-
ingu.
Annar árásarmannanna er
barnabarn mannsins en árásin
tengist kæru á hendur afanum fyrir
kynferðisbrot. Árásarmennirnir,
sem eru báðir um tvítugt, slógu
manninn ítrekað í andlit og höfuð
með krepptum hnefa.
Tveir ákærðir fyrir
árás á Skagaströnd