Morgunblaðið - 08.11.2013, Síða 9

Morgunblaðið - 08.11.2013, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2013 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Jólabækurnar streyma nú inn í bókabúðir hver á fætur annarri. Langflestar eru þær í formi prent- aðra bóka og einungis brot af þeim kemur samhliða út sem rafbók. Af þeim bókaútgáfum sem haft var samband við voru tvö forlög sem gefa samtímis út rafbók og inn- bundna bók. Um 15 rafbækur af nýjum titlum koma út hjá Forlaginu um þessar mundir. Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, seg- ir ekki ólíklegt að fjöldi rafbóka á nýjum titlum eigi eftir að aukast þegar nær dregur jólum. „Það er tiltölulega fljótgert að bæta við titl- um og það munum við gera ef ástæða er til.“ Þá bendir Egill á að bæði sé snúnara og kostnaðarsamara að gefa út myndskreyttar bækur sem rafbækur, en skáldsögur. Samtals hefur Forlagið gefið út um 40 nýjar rafbækur á árinu af öllum stærðum og gerðum. Heild- arfjöldi rafbóka frá Forlaginu er nokkru meiri en í fyrra. Egill segir frekar erfitt að segja til um hvað sé eiginleg „jólabók“ og hvað ekki, þar sem þau gefa út bækur allan ársins hring. „Margar þeirra sem komu út fyrr á árinu eiga án efa eftir að gera fína hluti í jólabókaflóðinu.“ Verðbilið á rafbókunum er frá 1.500 til 3.500 króna, segir Egill. Bókaútgáfan Bjartur gefur út 6-8 titla í rafbók sem er ívið meira en í fyrra. Gefa engar rafbækur út Bókaútgáfan Salka gefur ekki út neinar bækur í formi rafbóka. Það er þó í skoðun og ekki útilokað að einhverjar rafbækur komi út fyrir jólin. Sömu sögu er að segja hjá Uppheimum. „Það svarar ekki enn þá kostnaði að setja þær í rafbók, þá er enginn hvati til að setja þær á það form,“ segir Jakob Ásgeirsson, útgefandi hjá Bókafélaginu Uglu. Hann segir að heildarsalan á rafbókinni sé um 5-10%. Bókafélagið gefur heldur ekki út neinar rafbækur fyrir jólin. Ein raf- bók hefur komið út hjá útgáfunni í ár. „Við fylgjumst grannt með markaðnum og hvort og hvenær rafbækur kunna að bera sig,“ segir Jónas Sigurgeirsson hjá Bókafélag- inu. Þá gefur Crymogea ekki út neinar rafbækur. „Það er alltof dýrt að gefa út rafbækur fyrir markað sem hefur í raun engan áhuga á þeim enn sem komið er,“ segir Kristján B. Jónasson útgef- andi hjá Crymogeu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Bókajól Flestir útgefendur gefa út prentaðar bækur fyrir jólin. Fáar nýjar raf- bækur um jólin  Prentaða bókin heldur enn velli Jólablað –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA: fyrir kl. 16 mánudaginn 18. nóvember. ❆ ❆ ❆ ❆ ❆ Morgunblaðið gefur út stórglæsilegt jólablað laugardaginn 23. nóvember Í jólablaðinu í ár komum við víða við, heimsækjum fjölda fólks og verðum með fullt af spennandi efni fyrir alla aldurshópa ❆ SÉRBLAÐ Ný sending Kjólar Bæjarlind 6, sími 554 7030 www.rita.is kr. 10.900.- Str. S-XXL Sími 8948060  www.rolo.is  Facebook Barnafataverslun in Róló Glæsibæ. Vandaður og fallegur barnafatnaður www.birkiaska.is Birkilauf-Betulic Birkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Baldur Arnarson, Seattle baldura@mbl.is Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, bauð í gær bandarísk fyrirtæki velkomin til fjárfestinga og viðskipta á Íslandi á fundi á vegum Amerísk-íslenska við- skiptaráðsins í Seattle. Nokkrir forystumenn úr íslensku efnahagslífi voru viðstaddir fundinn og má þar nefna fulltrúa Marels, Össurar og Icelandair. Fram kom í máli Ragnheiðar El- ínar að ríkisstjórnin hefði einsett sér að einfalda regluverk og draga úr skriffinnsku til að greiða fyrir við- skiptum. „Við viljum senda skýrt merki til umheimsins um að við fögnum fjár- festingu,“ sagði Ragnheiður Elín. Vék hún síðan að ýmsum þáttum sem gerðu Ísland að fýsilegum fjár- festingarkosti. Frumorkuframleiðsl- an kæmi úr endurnýjanlegri orku, nettengingar góðar og gott framboð af vel menntuðu vinnuafli. „Skilvirkni í ríkisrekstrinum er að aukast, þá að sjálfsögðu síðan í maí,“ sagði Ragnheiður Elín og vísaði til stjórnarskiptanna. Uppskar hún þá hlátur. Ragnheiður Elín sagði ríkisstjórn- ina áhugasama um gerð fríverslun- arsamnings við Bandaríkin. Þá fylgdist stjórnin náið með framvindu fríverslunarviðræðna Bandaríkj- anna og ESB. Ráðherrann upplýsti jafnframt að hún hefði falið sérfræðingum í iðn- aðar- og viðskiptaráðuneytinu að kanna hvernig greiða mætti fyrir innflutningi á bandarískum vörum til Íslands. Reistar hefðu verið hindr- anir í veg innflutnings sem þyrfti að ryðja úr vegi. Ragnheiður Elín vék að efnahagshruninu á Íslandi og hvernig það væri stærsta áskorunin í íslensku efnahagslífi að afnema fjár- magnshöft. Afnema þyrfti höftin eins fljótt og auðið er. Vill greiða fyrir viðskiptum  Amerísk-íslenska viðskiptaráðið með fund í Seattle í gær Ljósmynd/Þorleifur Þór Jónsson Bandaríkin Ragnheiður Elín Árna- dóttir á fundinum í Seattle í gær. Aukablað alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.