Morgunblaðið - 08.11.2013, Side 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2013
Ljósmynd/Kristbjörg Sigurjónsdóttir
Ástríða Berglind vill draga úr sykurneyslu ungs fólks.
bestu uppskriftirnar. „Ástæðan fyrir því að mig langaði
að fara af stað með þessa keppni er sú að maður tekur
eftir þvi að óhollu jólasmákökurnar eru að koma í
verslanir í lok september þannig að við sem megum
alls ekki við því að borða meiri sykur erum kannski að
borða jólasmákökur í þrjá mánuði og þar sem þetta er
verksmiðjuframleitt veit maður ekki hversu mikill syk-
ur eða bara hvað nákvæmlega er í þessum smákökum.“
Þess vegna vill Berglind hvetja fólk til að hverfa
Malín Brand
malin@mbl.is
Ást á mat er sannarlega einkennandi á heim-ili hjónanna Sigurðar Gíslasonar og Berg-lindar Sigmarsdóttur. Hann er mat-reiðslumeistari og hún hefur skrifað fjölda
matreiðslubóka.
Bók hennar Heilsuréttir fjölskuldunnar var met-
sölubók og nú er komið út sjálfstætt framhald þeirrar
bókar sem nefnist einfaldlega Nýir heilsuréttir fjöl-
skyldunnar. „Mér fannst ég verða að halda áfram því
það eru margir sem vilja breyta mataræðinu og rétt-
irnir í þessum bókum eru ætlaðir allri fjöslyldunni,“
segir höfundurinn. Þau hjónin eiga fjögur börn á aldr-
inum þriggja til þrettán ára og því veit hún mætavel
hvað krökkum finnst gott og hvað ekki.
Of mikill sykur dags daglega
Í bókinni er, auk uppskrifta, að finna reynslusögur
fimm barna sem foreldrar þeirra hafa skrifað. Börnin
eiga það sammerkt að hafa glímt við vandamál á borð
við ADHD og einhverfu. Breytt mataræði hefur verið
lykillinn að betra lífi hjá börnunum.
Þá eru óþolsvaldar á borð við kúamjólk, glútein og
sykur teknir út úr mataræðinu og því bætt inn í sem
vantar í mataræðið.
Berglind er sannfærð um að sykur sé mjög slæm-
ur fyrir heilsu fólks og að almennt sé sykurneysla allt
of mikil. „Ég er ekki sammála því að sykurinn sé bara
tómar hitaeiningar og ekkert meira en það. Ég held að
hann valdi ýmsum vanda hjá okkur af því að við erum
farin að taka hann inn í svo stórum skömmtum og ég
held að það sé aðalvandamálið,“ segir Berglind.
Börn og fullorðnir sem drekka gos- og ávaxta-
drykki átta sig ekki alltaf á því hversu stóra syk-
urskammta þau innbyrða í einu.
Nartað í jólasmákökur í þrjá mánuði
Berglind óskar nú eftir uppskriftum frá almenn-
ingi að hollari smákökum, enda mikið borðað af þeim í
aðdraganda jóla og ekki úr vegi að hugsa aðeins um
hvað þær innihalda. Hún ætlar að veita verðlaun fyrir
Hollari smákökur
fyrir smáfólkið
Óhjákvæmilegur fylgifiskur jólanna, ef svo má að orði komast, eru smákökurnar
og þær eru nú mishollar. Berglind Sigmarsdóttir er höfundur bókanna um heilsu-
rétti fjölskyldunnar. Hún þekkir vel hvernig gera má mat og líka smákökur mun
hollari með því að gera sem flest sjálfur. Heimabakaðar smákökur þurfa ekki að
vera óhollar og nú stendur yfir leitin að bestu hollu smákökuuppskriftinni.
Margir segja að sykur sé af hinu illa
og hann sé eins skaðlegur og eiturlyf.
Hvað er hæft í því verður ekki fullyrt
neitt um hér en ljóst er að til eru
margar gerðir sykurs og ekki hægt að
setja allt undir sama hatt.
Á vefsíðunni www.sugar.org er að
finna áhugaverða punkta um sykur
og er um að gera að vera gagnrýninn
í hugsun þegar slíkir punktar eru
settir fram fyrir lesendur.
Hér er saga sykurs rakin, ólíkar
vinnsluaðferðir, ólíkur uppruni sykurs
og nokkuð fjallað um önnur sætuefni.
Hunang, síróp og fjölmargt fleira
sætt á þessari síðu sem áhugavert er
að skoða.
Vefsíðan www.sugar.org
Morgunblaðið/Ernir
Sykur Ýmsar kreddur eru til um sykur. Vinsa þarf úr og vera gagnrýninn.
Sætt frá náttúrunnar hendi
Listahátíð ungs fólks verður nú hald-
in í 22. sinn og er dagskráin afar fjöl-
breytt venju samkvæmt. Markmið
Unglistar er að hefja hina ýmsu
menningarkima ungs fólks á Íslandi
til vegs og virðingar.
Dagskráin hefst með veglegum
rokktónleikum í Tjarnarbíói klukkan
20 í kvöld. Fram koma ungsveitirnar
RetRoBot, Kjurr, Aragrúi, Kælan
Mikla og In The Company of Men.
Á laugardagskvöldið munu nem-
endur fataiðndeildar Tækniskólans
sýna notuð föt sem þeir hafa end-
urbætt og breytt „úr drasli í demant“
eins og þeir segja.
Á sunnudag sýnir Ungleikur leik-
verk í Tjarnarbíói og nemendur úr
tónlistarskólum höfuðborgarsvæð-
isins halda klassíska tónleika í Dóm-
kirkjunni. Þetta og fjölmargt til við-
bótar á Unglist 2013 sem stendur frá
deginum í dag til 16. nóvember.
Endilega …
… mætið á
Unglist 2013
Hátíð Ungir listamenn sýna víða.
Fyrir fimmtíu árum fóru félagarnir
Bjarni Stefánsson og Sverrir Sigfús-
son til Gautaborgar til að skoða jap-
önsk hljómflutningstæki sem sýnd
voru um borð í stóru flutningaskipi.
Á þessum tíma var fátt um fína
drætti hvað „græjur“ varðaði og síð-
ur en svo um auðugan garð að gresja.
Sala á tækjum fór fram í gegnum við-
tækjaverslun ríkisins og til þess að
annast sölu á hljómflutningstækjum
hvers konar þurfti sérstakt leyfi.
„Maður gat ekki keypt tæki til end-
ursölu öðruvísi en að fá þau í gegnum
ríkið,“ segir Bjarni sem þá, árið 1963,
var nýútskrifaður rafeindavirki.
Þegar vinur hans sagði honum frá
japanska vörusýningaskipinu sem var
á leið til Svíþjóðar ákváðu þeir að láta
hendur standa fram úr ermum, því
þeir vildu jú að Íslendingar gætu
hlustað á „músík“ í almennilegum
gæðum án þess að viðtækjaverslun
ríkisins þyrfti að stýra því hvers kyns
var.
Þegar út var komið var þeim Bjarna
og Sverri boðið um borð í skipið þar
sem tækjasýningin var. Þar var
aragrúi af vörumerkjum og úr vöndu
að ráða. „Maður var svolítið ráðvilltur
þarna í sjálfu sér en það varð úr að ég
gat komist í viðskipti við nokkur fyr-
irtæki og af þeim leist mér best á
Pioneer og ég held að ég hafi verið
afar lánsamur í þeim efnum,“ segir
Bjarni sem átti eftir að selja Pioneer-
tækin í 33 ár á Íslandi, bæði hjá
Karnabæ og síðar hjá Bræðrunum
Ormsson.
Þegar hann lítur til baka, alla leið
til þess dags sem þeir félagar örkuðu
um borð í japanskt skip í Svíþjóð og
skoðuðu ótal hljómtæki, er hann
sáttur við hvert það leiddi hann. Við-
skiptin gengu vel og hann eignaðist
verslanir og fór í viðskiptaferðir til
Japans. Fyrstu hljómflutningstækin
fyrir bíla sem bárust hingað til lands
um árið 1970 voru einmitt þau sem
Bjarni flutti inn. Í tilefni 50 ára af-
mælis Pioneer á Íslandi mun Orms-
son standa fyrir sérstökum Pioneer-
degi á morgun í Skeifunni 11.
Pioneer-hljómflutningstæki flutt til landsins fyrir 50 árum
Sáttur Bjarni lítur glaður yfir árin 50.
Tuttugu og tveggja ára hug-
sjónamaður lagði land undir fót
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
CRONUT
Opnunartími Dalvegi:
Mánudaga til föstudaga frá 6:00 til 18:00
laugardaga frá 6:00 til 17:00
sunnudaga frá 7:00 til 17:00
Frá Bandaríkjunum til Evrópu og nú
hjá Reyni Bakara í Kópavoginum!
CRONUT er snilldar blanda af Crossant og Donut.
Nýbakaður og fylltur með vanillufyllingu
Dalvegi 4 - 201 Kópavogur
Hamraborg 14 - 200 Kópavogur
Sími: 564 4700