Morgunblaðið - 08.11.2013, Qupperneq 19
FRÉTTIR 19Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2013
FRÉTTASKÝRING
Kristinn Ingi Jónsson
kij@mbl.is
Mikil aukning hefur orðið í íþrótta-
iðkun nemenda í 5., 6. og 7. bekk á
síðustu sex árum. Árið 2007 æfðu eða
kepptu 29% stelpna fjórum sinnum í
viku eða oftar með íþróttafélagi sínu
en nú er hlutfallið 42%. Strákar æfa
þó hlutfallslega meira, en 46% þeirra
æfa eða keppa fjórum sinnum í viku
eða oftar. Hlutfallið var 34% árið
2007.
Þetta er á meðal þess sem fram
kemur í niðurstöðum æskulýðsrann-
sóknarinnar Ungt fólk 2013 sem
voru kynntar í Nauthóli í gær.
Könnunin var lögð fyrir nemendur
í 5., 6. og 7. bekk í öllum grunnskól-
um landsins í febrúar á þessu ári.
Rannsóknarmiðstöðin Rannsóknir &
greining framkvæmdi rannsóknina í
samvinnu við mennta- og menning-
armálaráðuneytið.
Heilsurækt hefur jákvæð áhrif
Fram kom í máli Hrefnu Pálsdótt-
ur, sérfræðings hjá Rannsóknum &
greiningum, að hlutfall þeirra sem
taka aldrei þátt í skipulögðu íþrótta-
starfi hafi farið lækkandi undanfarin
ár en í dag segjast 13% aldrei taka
þátt í slíku. Þetta hlutfall var yfir
20% fyrir sex árum.
Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor
við sálfræðisvið viðskiptadeildar Há-
skólans í Reykjavík, sagði að rann-
sóknir hefðu sýnt að íþróttaiðkun,
hreyfing og heilsurækt hefði marg-
vísleg jákvæð áhrif í lífi barna og
ungmenna, ekki síst þátttaka þeirra í
skipulögðu félags-, íþrótta- og tóm-
stundastarfi. Þá hefði verið sýnt
fram á að hreyfing og þjálfun lík-
amans tengdist námsárangri með já-
kvæðum hætti.
Þegar skoðaður er samanburður á
milli skólastiga má sjá að verulega
dregur úr skipulagðri íþróttaiðkun
eftir því sem nemendur eldast. „Þau
toppa í 7. bekk en svo kemur frjálst
fall,“ nefndi Hrefna. Í 7. bekk tekur
51% nemenda þátt í skipulögðu
íþróttastarfi fjórum sinnum í viku
eða oftar en hlutfallið er 25% hjá 17
ára krökkum.
Hrefna sagði einnig að mjög hefði
dregið úr stríðni meðal nemenda í
5.-7. bekk. Í niðurstöðunum kemur
fram að um 88% nemenda í 7. bekk
segist aldrei hafa strítt eða tekið þátt
í því að stríða með öðrum. Hlutfallið
var hins vegar 82% fyrir tveimur ár-
um.
Langflestir verða fyrir stríðni í frí-
mínútunum á skólalóðinni. Sem
dæmi upplifa 145 strákar í 5. bekk,
eða 8,5%, stríðni í frímínútum stund-
um eða oft. Þá vekur það athygli að
eftir því sem nemendur eldast hækk-
ar hlutfall þeirra sem verða fyrir
stríðni á spjallrásum á netinu en
2,3% stelpna í 7. bekk hafa orðið fyr-
ir slíku.
Kynjamunur áberandi
Um fjórðungur stráka í 5. bekk og
18% stelpna svara þannig að þau noti
„enga“ klukkustund að jafnaði á dag
til að lesa aðrar bækur en skólabæk-
ur. Hlutfallið er á svipuðu reki þegar
litið er til 6. og 7. bekkjar. Þá segja
um 11% nemenda í 5. bekk, 16%
nemenda í 6. bekk og 23% nemenda í
7. bekk að þeim finnist frekar eða
mjög leiðinlegt að lesa bækur.
Kynjamunur er áberandi, að því er
fram kom í máli Ingu Dóru. Virðist
sem svo að strákum finnist leiðin-
legra að lesa bækur en stelpum. Eins
virðist slíkur leiði aukast eftir því
sem þau verða eldri og á það við um
bæði kynin.
Hrefna sagði að niðurstöðurnar
væru, í heildina litið, mjög góðar.
„Þessi aldur er þó afar viðkvæmur
og er því mikilvægt að hlúa vel að
börnunum, vera vakandi og grípa inn
í þar sem skóinn kreppir.“ Hins veg-
ar sé það aldrei of oft nefnt að sam-
verutími, aðhald og eftirlit foreldra
hafi verndandi gildi í forvörnum.
Fleiri börn stunda íþróttir en áður
Niðurstöður æskulýðsrannsóknarinnar Ungt fólk 2013 voru kynntar í gær Mjög hefur dregið úr
stríðni meðal nemenda í 5.-7. bekk Strákum finnst að jafnaði leiðinlegra að lesa bækur en stelpum
Hlutfall stráka og stelpna í 5., 6. og 7. bekk
sem æfa eða keppa með íþróttafélagi
(4 sinnum í viku eða oftar)
Hlutfall stráka og stelpna í 5., 6. og 7. bekk
sem finnst leiðinlegt að lesa bækur
Heimild: Rannsóknir & Greining
Strákar Stelpur
50%
40%
30%
20%
10%
0%
34
36
40
46
29 29
32
42
2007 2009 2011 2013
Strákar Stelpur Heild
50%
40%
30%
20%
10%
0%
5. bekkur 6. bekkur 7. bekkur
15%
19%
26%
8%
13%
20%
11%
16%
23%
Erfitt með svefn
» Nokkuð hátt hlutfall nem-
enda í 5.-7. bekk segist eiga
erfitt með að sofa eða sofna,
hefur litla matarlyst og hefur
stundum eða oft fundið fyrir
höfuð- og magaverk.
» „Þetta eru ansi háar tölur
miðað við hvað ungir krakkar
eiga í hlut,“ sagði Hrefna.
» Þó hefur dregið úr vanlíðan
barna undanfarin ár.
Eldhúsborð og stólar
Íslensk hönnun í gæðaflokki
Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is • Útsölustaðir: Bústoð Keflavík, Bjarg Akranesi • www.facebook.com/solohusgogn
Máni
Hringlaga eldhúsborð með ryðfríum stálkanti og
harðplastlagðri plötu. Stærð og litur að eigin vali.
Verð frá kr. 85.000
E60 stóll, verð frá kr 24.300
Hönnunarverðlaun 2013 (húsgagnaflokki)
Hönnuður:
Sturla Már Jónsson
Aria
Nýja Aría borðalínan fékk
Hönnunarverðlaun FHI 2013 í
húsgagnaflokki. Borðin eru fáanleg
í mismunandi stærðum og útfærslum.
Verð frá kr. 91.000
Almar stóll, verð frá kr 34.000