Morgunblaðið - 08.11.2013, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2013
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Hagfræði er ung,
en orðin fyrirferð-
armikil grein. Eft-
ir því sem flækju-
stig efnahags-
lífsins vex eykst
mikilvægi greinarinnar. Þessi
vísindagrein gerir ekki kröfur
til þess, fremur en ýmsar aðr-
ar, að flokkast að öllu leyti
undir nákvæmnisvísindi, en
það dregur þó ekki endilega úr
mikilvægi hennar, enda hlýtur
hún að styðjast að miklu leyti
við slík vísindi.
Hagfræðilegar kenningar
hafa hins vegar gríðarmikil
áhrif í veröldinni og eftir at-
vikum til bæði góðs og ills. Og
stundum sveiflast heimurinn
eins og pendúll á milli slíkra
kenninga og minnir það mest á
tískusveiflur.
Sá mikli hagfræðijöfur John
Maynard Keynes átti sviðið
upp úr miðri síðustu öld og
efnahagsforskriftin sem
Roosevelt Bandaríkjaforseti
fylgdi, til þess að komast út úr
heimskreppu, var þeirrar
gerðar, þótt Keynes verði ekki
skrifaður persónulega fyrir
henni.
Þegar nokkuð var liðið á
seinni hluta síðustu aldar
fluttist hinn efnahagslegi
stórisannleikur í átt til
Friedrichs von Hayek og að
nokkru Miltons Friedman,
ekki síst með
valdaskeiði Margr-
etar Thatcher og
Ronalds Reagan
og raunar eftir-
manna þeirra af
báðum vængjum stjórnmál-
anna.
Eftir þann mikla afturkipp
sem varð í efnahagsmálum frá
og með árunum 2007 og 2008
hefur hróður Keynes vaxið á
ný. En aðstæður fyrir rétt-
mæti eða útfærslur hinna and-
stæðu kenninga eru ekki endi-
lega alls staðar hinar sömu.
Grikkland og Spánn, með yfir
25% atvinnuleysi, eru ekki á
róli með Íslandi, sem býr við
allt annað og betra atvinnu-
stig. Þess vegna var Bjarni
Benediktson fjármálaráðherra
algjörlega á réttu róli þegar
hann svaraði aðspurður svo á
Alþingi 6. þessa mánaðar:
„Það er vissulega mikilvægt að
halda uppi fjárfestingastigi
hins opinbera á samdráttar-
tímum sem þessum en það er
enn mikilvægara að skapa
skilyrði fyrir almenna atvinnu-
vegafjárfestingu. Mér finnst
að í umræðu um fjárfestinga-
áætlun fyrri ríkisstjórnar hafi
verið um of lögð áhersla á þátt
hins opinbera í því að halda
uppi fjárfestingu með beinum
fjárframlögum sem þurfti að
fjármagna í gegnum fjárlög.“
Kenningarnar
þurfa að falla í
réttan farveg}
Rétt afstaða
Þess verðurminnst í
Þýskalandi um
helgina að 9. og 10.
nóvember eru 75 ár
liðin frá krist-
alsnóttinni þegar nasistabullur
létu til skarar skríða gegn gyð-
ingum, rændu verslanir þeirra,
kveiktu í bænahúsum og söfn-
uðu saman 30 þúsund körlum
úr þeirra röðum og sendu í
fangabúðir.
Hingað til hefur verið talið að
banatilræði Herschels
Grynszpans, 17 ára unglings,
sem var fullur reiði yfir því að
foreldrar hans höfðu verið
sendir í fangabúðir, við þýska
sendierindrekann Ernst vom
Rath í þýska sendiráðinu í Par-
ís hafi verið átylla nasista til að
gera árás á gyðinga í Þýska-
landi. Í nýrri bók rannsókn-
arblaðamannsins Armins Fu-
hrer eru líkur leiddar að því að
sennilega hefði erindrekinn lif-
að tilræðið af hefði Adolf Hitler
ekki sent líflækni sinn til Par-
ísar til að tryggja að vom Rath
fengi enga aðhlynningu og léti
lífið. Vom Rath var nasistum
einskis virði lifandi, en látinn
gaf hann tilefni til að blása til
atlögu.
Aðfarir þýskra nasista vöktu
óhug. Þýska utan-
ríkisráðuneytið bað
48 ríki, sem voru
með sendiráð í
Berlín 1938, um að
láta af hendi gögn
um kristalsnóttina. Afrakst-
urinn verður til sýnis í Berlín.
Þar er að finna óhugnanlegar
lýsingar sendiherra og dipló-
mata á atburðum þessara daga,
sem eru upphaf skipulagðra of-
sókna Þjóðverja á hendur gyð-
ingum. Í bresku gögnunum er
talað um „miðaldavilli-
mennsku“ og brasilískum um
„viðurstyggilegt sjónarspil“.
Nánast einróma fordæma er-
indrekarnir ofsóknirnar, en það
hafði engin áhrif á samskipti
ríkjanna fyrir utan það að
Bandaríkjamenn kölluðu sendi-
herra sinn heim. Ekki opnuðu
þau heldur landamæri sín fyrir
ofsóttum gyðingum, þótt mark-
mið nasista hafi á þessum tíma
frekar verið að hrekja þá burt
en að myrða þá.
Þetta kann að hljóma
grimmilega og auðvelt að for-
dæma athafnaleysi umheims-
ins. En hefur eitthvað breyst?
Enn er fólk víða ofsótt og kúg-
að og ríki heims halda að sér
höndum þótt allar upplýsingar
liggi fyrir.
Mörg ríki vissu
hvernig ástandið var
en brugðust ekki við }
Ofsókna nasista minnst
S
ú ákvörðun forystu Vinstrihreyfing-
arinnar – græns framboðs að
leggja blessun sína yfir umsókn
um inngöngu í Evrópusambandið
eftir þingkosningarnar 2009
reyndist flokknum dýrkeypt eins og flestir
þekkja. Flokkurinn logaði stafna á milli meira
eða minna allt síðasta kjörtímabil og stór hluti
þingflokks hans hvarf á braut ekki sízt vegna
þeirrar ákvörðunar og þess sem á eftir fylgdi.
Kjörtímabilinu lauk síðan með stórfelldu fylg-
istapi VG jafnvel þó miðað sé við kosning-
arnar 2007 en ekki 2009. Um tíma virtist jafn-
vel mögulegt að flokkurinn þurrkaðist nánast
eða alfarið út af þingi en á endanum var því
bjargað sem bjargað varð með því að skipta
um formann.
Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi for-
maður VG, hefur nú gefið út bók þar sem meðal annars
er fjallað um það hvernig umsóknin um inngöngu í Evr-
ópusambandið kom til. Þar hafnar hann því meðal ann-
ars að staðið hafi verið að málinu í andstöðu við stefnu
flokksins. Með öðrum orðum að unnið hafi verið að mál-
inu af síðustu ríkisstjórn í samræmi við hana. Eðlilega
hlýtur þá meðal annars að vakna sú spurning hvers
vegna hafi þá þurft sérstakar viðræður við Samfylk-
inguna um þessi mál eftir kosningar þar sem ítrekað var
haft eftir forystumönnum vinstriflokkanna tveggja að
óbrúuð gjá væri á milli flokkanna í þessum efnum enda
stefna þeirra á öndverðum meiði.
Eins vaknar sú spurning hvers vegna VG
hafi á endanum þurft að gera „erfiða mála-
miðlun“ vegna málsins, eins og Steingrímur
orðaði það meðal annars á Alþingi 10. júlí
2009, ef niðurstaða málsins var í samræmi við
stefnu flokksins. Sú málamiðlun fólst í því að
Össur Skarphéðinsson, þáverandi utanríkis-
ráðherra, lagði fram þingsályktunartillögu
um að sótt yrði um inngöngu í Evrópusam-
bandið en ekki formlega í nafni ríkisstjórn-
arinnar. Hvers vegna þurfti slíkt fyrirkomu-
lag ef framhald málsins eins og það síðan
varð var í samræmi við stefnu VG? Hver var
þá tilgangurinn með því? Vitanlega var
ástæðan sú að stefna flokksins heimilaði alls
ekki slíka umsókn. Því þurfti krókaleiðir.
Steingrímur lét þess ennfremur getið í áð-
urnefndri ræðu á Alþingi að ríkisstjórnin með
Samfylkingunni hefði ekki verið mynduð án þessarar
málamiðlunar. Þar stendur hnífurinn vitanlega í kúnni,
nokkuð sem ítrekað hefur komið fram og alltaf legið fyr-
ir. Tilgangurinn var fyrst og síðast að tryggja áfram-
haldandi ríkisstjórnarsamstarf vinstriflokkanna. And-
stöðu VG við inngöngu í Evrópusambandið var einfald-
lega fórnað í þágu þess, enda sagði Steingrímur í títt-
nefndri ræðu sinni að sumir myndu kalla málamiðlunina
við Samfylkinguna fórn. Væntanlega hefur hann sann-
fært sjálfan sig um að nauðsynlegt væri að færa þá fórn
fyrir ráðherrastólana. En það voru bara ekki allir reiðu-
búnir til þess. hjortur@mbl.is
Hjörtur J.
Guðmundsson
Pistill
Steingrímur og ESB-umsóknin
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Öryggi notenda vefsíðnaundir íslenska höfuðléninu.is kemur til með aðaukast á næstu misserum
en Internet á Íslandi hf. (ISNIC)
hefur nú virkjað svonefnd
DNSSEC-öryggiskerfi. Að sögn
Jens Péturs Jensen, framkvæmda-
stjóra ISNIC, verða væntanlega all-
ar síður með viðkvæmt efni á borð
við banka, tryggingafélög og heil-
brigðisstofnanir komnar með kerfið
á næstu mánuðum og árum.
Í einfölduðu máli tryggir
DNSSEC-kerfið að þegar netnot-
andi slær inn slóð vefsíðu þá fái hann
upp síðu frá réttmætum eiganda
hennar. Brögð eru að því að óprúttn-
ir aðilar trufli leitarferli að vefsíðu
þannig að í stað þess að birta raun-
verulegu síðuna komi upp síða sem
líti jafnvel nákvæmlega eins út og sú
rétta, sem þeir stjórna þá. Tilgang-
urinn er yfirleitt að komast yfir not-
endanöfn, lykilorð og kortanúmer
fólks, til dæmis í heimabanka, vef-
verslunum eða öðru í þeim dúr.
Jens segir að DNSSEC-kerfið
sé í raun næsta kynslóð öryggiskerfa
fyrir lén og notendur muni ekki taka
eftir breytingunni. Hann segist ekki
þekkja til þess að íslensk lén hafi
verið sérstök skotmörk fyrir vef-
þrjóta en það geti þó breyst. ISNIC
býður þjónustuna ókeypis til þess að
breiða kerfið út sem hraðast og var
það virkjað á fyrstu .is-lénunum fyrr
í vikunni.
Þjált og mikið laust
Lén undir .is-höfuðléninu eru nú
rétt rúmlega 46 þúsund talsins og
segir Jens að það sé það langminnsta
sem hafi tekið upp DNSSEC-
öryggiskerfið. Af þeim eru um ellefu
þúsund rétthafa með aðsetur erlend-
is, eða tæpur fjórðungur allra rétt-
hafa .is-léna. Flestir þeirra eru í
Bandaríkjunum, rúmlega 3.500.
Jens segir þetta ekki nýja þróun
því erlendir aðilar hafi átt .is-lén
nánast frá upphafi. ISNIC hafi þó
enga sérstaka greiningu á hvers kon-
ar aðilar eigi lénin erlendis. Hann
hefur þó ýmsar getgátur um hvers
vegna útlendingar sækist eftir .is-
lénum.
„Punktur is svæðið er nánast
óskrifað og það er svo mikið laust af
góðum heitum undir því,“ segir Jens.
Þá nefni menn að það sé öruggt og
ekki spilli fyrir að endingin sjálf sé
svo þjál að hægt sé að lesa hana og
búa til orð með henni. Til dæmis
nefnir Jens bandarískan mann að
nafni Willis sem eigi lénið will.is.
Auk þess gæti verið að menn
telji að réttindi séu betur tryggð með
.is-léni en t.d. .com.
Skilar sér til Íslendinga
Þessi kaup erlendra aðila á .is-
lénum skila Íslendingum gjaldeyr-
istekjum að sögn Jens en um fjórð-
ungur tekna ISNIC kemur af út-
flutningi. Þær nemi tæpum 57
milljónum króna það sem af er ári.
Lénum undir .is-höfuðléninu
fjölgar um um það bil 10% á ári og
segir Jens að vöxturinn sé mestur
hjá erlendum rétthöfum. Þetta komi
íslenskum rétthöfum til góða.
„Ég get fullyrt að ef það
hefði ekki komið til útflutnings
þá hefðum við ekki getað lækk-
að árgjald léna og fellt niður
stofngjaldið sem við gerðum
fyrir nokkrum árum,“ segir
Jens sem telur vaxtar-
möguleika höfuðlénsins gríð-
arlega. Ekkert sé því til
fyrirstöðu að milljón
.is-lén gætu heyrt
undir það í framtíð-
inni.
Útlendingar eiga
fjórðung allra .is-léna
Heimild: ISNIC
Ísland
35.037
Bandaríkin 3.576
Þýskaland 1.243
Bretland 985
Noregur 845
Svíþjóð 514
Danmörk 498
Annað* 2.479
*Önnur lönd: Sviss: 354, Holland: 347, Kanada: 306, Frakkland: 275, Ástralía: 216,
Finnland: 170, Spánn: 152, Austurríki: 142, Belgía: 134, Ítalía: 121, Brasilía: 106,
Rússland: 104, S-Kórea: 52
Rétthafar .is-léna eftir aðsetri
76%
24%
Fyrsta deilumálið um .is-lén á
milli erlendra aðila var tekið
fyrir hjá óháðri úrskurð-
arnefnd á vegum ISNIC nú í
október. Þar hafði erlendur
aðili skráð lénið zoet.is og
boðið bandaríska dýraheilsu-
fyrirtækinu Zoetis það til
sölu. Fyrirtækið gerði þá kröfu
um að lénið væri umskráð til
þess á þeirri forsendu að það
ætti vörumerkið Zoetis hér á
landi.
Úrskurðarnefndin féllst ekki
á þá kröfu þar sem lénið
hefði ekki verið sam-
hljóða vörumerkinu. Ekki
væri hægt að telja höf-
uðlénið hluta af léninu.
Stjórn ISNIC skipar
nefndarmennina þrjá.
Guðmundur Ragnar Guð-
mundsson, Tryggvi Þór-
hallsson og Erla S.
Árnadóttir sitja í
nefndinni.
Erlendir
aðilar deila
ÚRSKURÐARNEFND
Jens Pétur
Jensen