Morgunblaðið - 08.11.2013, Page 40
40 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2013
Smáauglýsingar
Ýmislegt Tískuverslunin Smart
Grímsbæ/Bústaðavegi
NÝKOMIÐ - Leðurskór
Litir: Svart, vínrautt. St. 37-42.
Sími 588 8050.
- vertu vinur
!
Silki silki silki
Pasmínur í 12 litum
úr silki og ull.
Verð kr. 2.900.
Skarthúsið,
Laugavegi 44.
Sími 562 2466.
FERLEGA FLOTTIR PUSH UP
Teg. LIDIA - push up á kr. 6.850,
buxur við kr. 2.680.
Teg. AURORA - push up á kr. 6.850,
buxur við á kr. 2.680.
Teg. AIDA - push up á kr. 6.850,
buxur við á kr. 2.680.
Teg. ROKSANA - push up á kr.
6.850, buxur við á kr. 2.680.
Laugavegi 178, sími 551 3366.
Opið mán.-fös. 10-18.
Opið á lau. 10-14.
Þú mætir - við mælum
og aðstoðum.
www.misty.is
- vertu vinur
Teg. 99504 Mjúkir og vandaðir
dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir.
Vatnsheldur sóli. Stærðir: 36-40.
Verð: 16.500.
Teg. 1001 Vandaðir dömuskór úr
leðri, fóðraðir. Góður sóli.
Stærðir: 36-42. Verð: 16.500.
Teg. 99405 Vandaðir dömuskór úr
leðri, fóðraðir. Vatnsheldur sóli.
Stærðir: 36-42. Verð: 16.700.
Teg. 8783 Vandaðir dömuskór úr
leðri, fóðraðir. Vatnsheldur sóli.
Stærðir: 36-40. Verð: 18.700.
Teg. 804502 Sérlega vandaðir
dömuskór úr mjúku leðri og
gæruskinnsfóðraðir. Góður sóli.
Stærðir: 36-42. Verð: 23.750.
Teg. 802501 Sérlega vandaðir
dömuskór úr mjúku leðri og
gæruskinnsfóðraðir. Góður sóli.
Stærðir: 36-42. Verð: 24.750.
Komdu og líttu á úrvalið
hjá okkur!
Sími 551 2070.
Opið mán. - fös. 10 - 18,
laugardaga 10-14.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.mistyskor.is
Erum einnig á Facebook.
Bíldudalur er lítill
fallegur dalur við
lygnan vog í Arnar-
firði. Á Bíldudals-
eyri var löngum lög-
giltur
verslunarstaður. Á
síðari hluta nítjándu
aldar urðu miklar
breytingar og á
Eyrinni reis heilt
þorp upp úr jörðu á
undraskömmum
tíma. Hvellurinn sem fylgdi þess-
um umbyltingum var svo mikill
að hann heyrðist um allt land og
til Bíldudals flykktist fólk alls
staðar að sem vildi taka til hend-
inni í þeirri viðleitni að afla sér og
sínum betra viðurværis. Menn-
ingin blómstraði í þorpinu og
strax fyrir aldamót var búið að
setja upp nokkrar leiksýningar í
Bryggjuhúsinu og þar á meðal
Skugga-Svein sem hefur verið
leikin fjórum sinnum á Bíldudal.
Til marks um þessa viðleitni til
menningarlífs má segja frá því að
leiktjöld voru send suður til
Reykjavíkur að styðja við nýtt
leikfélag sem þar hafði verið
stofnað. Það kallaðist Leikfélag
Reykjavíkur.
Þann 8. nóvember 1913 fædd-
ist á Bíldudal sveinbarn sem
hlaut nafnið Bjarni Þórarinn.
Foreldrar hans, Jónfríður
Bjarnadóttir og Valdimar
Bjarnason, stóðu eins og margir
á þeim tíma með annan fótinn í
hinu forna bændasamfélagi en
hinn í nýfenginni kaupstaða-
menningu. Bjarni var elstur níu
systkina og að auki ólu foreldrar
hans upp barn föðurbróður hans
svo alls voru börnin tíu. Fjöl-
skyldan bjó í Sælundi á Bíldudal.
Tvær ungar manneskjur eru á
leiðinni ofan í Sælund í heimsókn
með móður sinni. Þau eru bæði
spennt og hlakka til. Ekki veitir
heldur af upplyftingunni því
nokkru áður höfðu þau misst föð-
ur sinn í hörmulegu sjóslysi. Í
Sælund var gaman að koma. Þar
var spilað, leikið á ýmis hljóðfæri
Bjarni
Valdimarsson
og sungið og hús-
bóndinn var annál-
aður fyrir frásagn-
arlist sína. Bjarni
var auðvitað þar og
lagði sitt af mörkum
ásamt systkinum
sínum.
Um þrítugt fer
Bjarni til Akureyr-
ar. Þar var starfandi
húsamálari, Haukur
Stefánsson, en hann
hafði numið málaralist við lista-
skóla í Chicago. Bjarni nemur
listmálun hjá honum og heim-
kominn til Bíldudals eftir nokkur
ár á Akureyri fetar Bjarni í fót-
spor hans. Hann gerist húsamál-
ari og listmálari í frístundum,
teiknaði og málaði með olíu- og
vatnslitum, gerði veggmálverk í
hýbýlum fólks og varð fljótlega
leiktjaldamálari staðarins. En á
Bíldudal var oft ekki vinnu við
húsamálun að hafa og þá var um
fátt annað að ræða en bregða sér
í fiskistíurnar í frystihúsinu og
oftar en ekki vann Bjarni þar. En
þau voru ófá leiktjöldin og leik-
munirnir sem Bjarni málaði og
skipti þá engu hvort það voru
fullorðnir sem voru að sviðsetja
eða börnin. Einnig smíðaði hann
smáhluti úr tré og brenndi og
málaði, smíðaði litlar skútur og
kúttera og svo klippti hann hár
karla og drengja. En mestan
áhuga hafði hann á málara-
listinni. Opinberlega má sjá tvö
verk Bjarna á Bíldudal, annað er
stórt olíumálverk í anddyri fé-
lagsheimilisins Baldurs af þorp-
inu og nánasta umhverfi þess.
Bjarni gaf félagsheimilinu það í
kjölfar endurreisnar eftir bruna
sem þar varð. Hitt er veggmál-
verk í forkirkju Bíldudalskirkju
yfir innganginum í kirkjuskipið,
bogadregið að ofan, sýnir tré til
hvorrar handar og leiðir áhorf-
andann áfram inn í kirkjuskipið. Í
þessum tveim verkum Bjarna má
segja að sjá megi það sem skipti
marga miklu máli; heimahagana
upphafna og vísun til einhvers
sem er æðra og ofar manninum.
Á þessum tíma gengu margir
karlmenn með sixpensara fyrir
höfuðfat, sumir voru jafnvel með
kaskeiti og einhverjir áttu hatta
en ekkert af þessu hentaði
Bjarna. Hann valdi sér baska-
húfu fyrir höfuðfat og fóru gár-
ungarnir upp frá því að kalla
hann Senjorinn.
Eftir að Bjarni kom aftur til
Bíldudals frá Akureyri bjó hann í
Sælundi hjá foreldrum sínum en
fékk lítið steinhús við höfnina
undir vinnustofu. Húsið kallaði
hann Dimmalimm eftir ævintýri
Muggs. Þar vann hann fyrst um
sinn að list sinni en síðar færði
hann vinnustofuna yfir í lítið hús
sem nefndist Sæból og stóð
skammt frá Sælundi. Húsið
nefndi hann uppá nýtt eftir höf-
uðborg málaralistarinnar. Sauð-
svartur almúginn kunni hins veg-
ar ekki réttan framburð svo húsið
var í daglegu tali kallað París.
Hirðskáld Bílddælinga og góð-
vinur Bjarna, Hafliði Magnússon,
eða Skáldið eins og hann var oft
nefndur, tók að sér að kenna al-
múganum réttan framburð og í
frægum brag sem hann samdi um
Bjarna rímaði hann saman lista-
mannaskapið sem Senjorinn
„vanalega var í“ við hið nýja heiti
hússins. Seinna átti Skáldið
reyndar eftir að setja saman nó-
vellu um listug ævintýri sín og
Senjorsins og fleiri skrautlegra
karaktera á Bíldudal.
Það er erfitt að sjá að það hafi
verið mikið annað en áhuginn
sem dró Bjarna að málaralistinni.
Ungur maður úr barnmargri
verkamannafjölskyldu gat varla
átt von á miklum stuðningi við þá
hugmynd að leggja málaralist
fyrir sig. Á Akureyri hefur hon-
um gefist tækifæri til að læra
eitthvað í málaralist, tækifæri
sem hann hefur sjálfsagt gripið
fegins hendi. Bjarni lést á Bíldu-
dal þann 2. júlí 1972, 58 ára gam-
all, og er hans sárt saknað af
mörgum.
Helgi Hjálmtýsson
og Jón Kr. Ólafsson,
söngvari, Bíldudal.
Aldarminning
✝ Haukur Jóns-son fæddist á
Haugum í Skriðdal
24. apríl 1947.
Hann lést á heimili
sínu 27. október
2013.
Hann var sonur
hjónanna Bergþóru
Stefánsdóttur frá
Mýrum í Skriðdal
og Jóns Hrólfs-
sonar frá Hall-
bjarnarstöðum í
Skriðdal. Haukur ólst upp á
Haugum ásamt sex systkinum,
þau eru: Þorgerður búsett á
Seyðisfirði, Ingifinna, b. á
Hvanná í Jökuldal, Sigrún, b. í
Noregi, Jóna Björg, b. í Kópa-
vogi, Stefán, b. á Haugum og
Freyr, b. í Reykjavík.
Haukur stundaði nám við
Bændaskólann á Hvanneyri og
útskrifaðist þaðan sem búfræð-
ingur árið 1967. Haukur stund-
aði búskap á Haugum allt til árs-
ins 1988, en þurfti þá að láta af
störfum vegna veikinda. Árið
1994 slitu Haukur og Anna sam-
vistir og flutti þá Haukur til Eg-
ilsstaða. Þar var hann m.a.
starfsmaður hjá Kaupfélagi
Héraðsbúa og Fóðurblöndunni.
Haukur hætti að vinna árið 2011
en nýtti sér dagvistarúrræði í
Hlymsdölum á Egilsstöðum til
dauðadags. Sambýliskona
Hauks síðustu 19 ár ævi hans
var Ragnhildur Þórhallsdóttir
frá Langhúsum í Fljótsdal.
Útför Hauks fer fram frá Eg-
ilsstaðakirkju í dag, 8. nóv-
ember 2013, kl. 14. Jarðsett
verður í Þingmúlakirkjugarði.
Hrólfur Árni, b. í
Fellabæ.
Árið 1971 kvænt-
ist Haukur, Önnu
Guðbjörgu Gunn-
laugsdóttur frá
Heiðarseli í Hróars-
tungu. Börn Hauks
og Önnu eru: Berg-
hildur Fanney, b. á
Vopnafirði. Dætur
hennar eru Anna
Guðný og Marta.
Viðar Gunnlaugur,
b. á Egilsstöðum, kvæntur Kol-
brúnu Nönnu Magnúsdóttur.
Börn þeirra eru Markús Máni og
Gígja Rún. Sigrún Jóna, b. í
Fellabæ, gift Óttari Orra Guð-
jónssyni. Börn þeirra eru Emilía
Anna og Ari Jökull. Bjarki
Haukur er dáinn. Mín fyrsta
hugsun var hvort virkilega væri
komið að því að fyrsta systkinið
okkar sé látið. Haukur var stóri
bróðir annarrar okkar og litli
bróðir hinnar. Sem litli bróðir
eins og samloka við mig. Við
systkinin vorum leikfélagar og
vorum stundum öll saman í bíla-
leik í bílabúinu eða í hornabúinu
okkar. Þarna vorum við oft dag-
langt þegar hlé var á vinnu
heima við. Sú yngri okkar erfði
stóra trébílinn hans Hauks þeg-
ar hann hætti að leika sér með
hann. Bíllinn var með þeim
flottari, smíðaður af honum
sjálfum. Við bústörfin má segja
að Haukur hafi verið sem hægri
hönd pabba. Þeir áttu gott skap
saman og gekk vel samvinna
meðan sá búskapur varði.
Tíminn leið og Haukur náði
sér í konu, hana Önnu og þau
byrjuðu að búa í Haugum í tví-
býli við foreldra okkar. Hann
var duglegur og natinn bóndi og
átti fallegt fé. Hann stækkaði
fjárhúsin, lagaði gömul hús og
bætti vélakostinn en þá voru ný
og fullkomnari tæki að koma til
allra bústarfa. Eftir um átján
ára búskap dundu yfir tvö áföll
yfir. Heilsu föður okkar hafði
hrakað og í lok október greind-
ist hann með krabbamein og
hann var frá vegna veikindanna
um lengri tíma. Réttum mánuði
seinna varð annað stórt áfall.
Haukur fékk heilablæðingu og
var fluttur á spítala í Reykjavík.
Hann dvaldi eftir þetta lang-
dvölum á spítala og í endurhæf-
ingu fyrstu árin og náði aldrei
fullri heilsu. Anna hélt áfram að
búa með hjálp barna sinna. Rétt
er þó að minnast mikillar hjálp-
ar vina, nágranna og sveitunga í
þessum erfiðleikum. Árið 1993
ákváðu þau að hætta að búa og
byggðu hús á Egilsstöðum.
Fljótlega eftir þetta skildu
Anna og Haukur og hann flutti í
litla íbúð. Hann hitti Ragnhildi
og saman örkuðu þau veginn
síðustu árin. Þau keyptu sér
íbúð og hjálpuðust að við að
halda heimili og hlúa hvort að
öðru. Eftir áfallið fannst Hauki
betra að hafa skipulag á hlut-
unum. Við sögðum stundum að
hann lifði eftir stundaskrá.
Búðaferðir voru á vissum dög-
um, sundferðir á vissum tímum
og einnig gönguferðir. Egils-
staðabúar kannast vísast við
það að sjá þau Ragnhildi á
göngu í bænum á vissum tím-
um.
Mér eru mjög minnisstæðar
ýmsar stundir á síðustu 25 ár-
um. Þá er nú fyrst að telja alla
litlu sigrana í átt til heilsu, sér-
staklega fyrstu árin eftir áfallið.
Ég minnist þess að eitt sinn
þegar ég kom upp á gjörgæslu
þegar hann var að vakna eftir
þriggja vikna svæfingu og hann
gat ekki talað vegna erfiðleika
við öndun að ég sá hann mynda
nafnið mitt með vörunum. Ég
gat með gleði sagt fjölskyldunni
að hann hefði þekkt mig. Ég
man eftir óöryggi hans ef
breyta þurfti út af stunda-
skránni. Það er einstakt hvað
heilsugæslulæknar á Egilsstöð-
um gátu gert mikið fyrir hann.
Það er þakkarvert hvað Anna
og börn þeirra voru dugleg að
berjast með honum í gegnum
veikindin. Síðan tók Ragnhildur
við og bjó honum gott heimili til
hins síðasta. Þau eiga öll miklar
þakkir skildar. Fjölskyldu hans
vottum við samúð á erfiðum
stundum.
Guð blessi minningu Hauks
og ástarþakkir fyrir allt, kæri
bróðir.
Jóna Björg og Ingifinna.
Haukur Jónsson
Allar minningar á einum stað.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
M
O
R
48
70
7
01
/1
0
Minningar er fallega innbundin bók sem hefur að
geyma æviágrip og allar minningargreinar sem birst
hafa um viðkomandi í Morgunblaðinu eða á mbl.is.
Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar
Um leið og framleiðslu er lokið er bókin send í pósti.
Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem
birst hafa frá árinu 2000 og til dagsins í dag.