Morgunblaðið - 08.11.2013, Side 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2013
Hin spaugsama, húsvíska hljóm-
sveit Ljótu hálfvitarnir heldur síð-
ustu tónleika sína á árinu í kvöld og
annað kvöld kl. 22 á Café Rosen-
berg við Klapparstíg í Reykjavík.
Helgina 15. og 16. nóvember munu
Ljótu hálfvitarnir leika á Græna
hattinum á Akureyri en að þeim
tónleikum loknum munu þeir snúa
sér að öðrum verkefnum og taka
þráðinn upp að nýju með vori.
Ljótu hálfvitana skipa níu ljótir
hálfvitar og sendu þeir frá sér sína
fjórðu breiðskífu í sumar, 17. júní,
og er hún án titils líkt og fyrri plöt-
ur þeirra. Nafn hljómsveitarinnar
er ritað í appelsínugulu á kápu plöt-
unnar og hefur hún því verið nefnd
„appelsínugula platan“, til aðgrein-
ingar frá fyrri þremur.
Hress Þorgeir Tryggvason er einn
af níu Ljótum hálfvitum.
Hálfvitar á
Rosenberg
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Með þessari uppfærslu langar mig
að þakka formlega fyrir mig, enda er
ég mjög þakklátur fyrir að hafa
fengið tækifæri til að sinna leiklist-
inni öll þessi ár og fengið að gefa af
mér. Einnig langar mig að þakka
Þorvaldi Þorsteinssyni sem lést
langt fyrir aldur fram fyrr á þessu
ári,“ segir Arnar Jónsson leikari sem
frumsýnir einleikinn Sveinsstykki
eftir Þorvald Þorsteinsson í leik-
stjórn Þórhildar Þorleifsdóttur á
Stóra sviði Þjóðleikhússins sunnu-
daginn 10. nóvember kl. 20.
Verkið er sett upp á þeim tíma-
mótum þegar Arnar kveður Þjóð-
leikhúsið eftir langan og farsælan
feril við húsið en Arnar varð nýlega
sjötugur. „Formlega séð er þetta því
kveðjuverkefnið samtímis því sem
verið er að minnast þess að hálf öld
er síðan ég steig á þetta sama svið í
Þjóðleikhúsinu í Gísl,“ segir Arnar
og tekur fram að hann sé þó alls ekk-
ert að setjast í helgan stein strax.
„Ég er til dæmis að fara í mjög stórt
hlutverk á útmánuðum í Eldrauninni
eftir Arthur Miller. Næsti vetur er
enn alveg óráðinn, en mig langar að
halda áfram að leika meðan ég hef til
þess bæði þrek og úthald. Ég er í
fínu formi og get greinilega enn
munað texta úr því að þessar 40 blað-
síður hafa síast inn,“ segir Arnar og
vísar þar til handritsins að Sveins-
stykki.
Ánægjulegt símtal
Þorvaldur skrifaði Sveinsstykki
árið 2003 fyrir Arnar að beiðni Þor-
leifs Arnar Arnarssonar í tilefni af
tvöföldum tímamótum Arnars, þ.e.
40 ára leikafmæli hans og sextugs-
afmæli, og leikstýrði Þorleifur Örn
föður sínum í frumuppfærslunni. Í
samtali við Morgunblaðið í desember
2003 sagði Þorvaldur að símtalið frá
Þorleifi hefði verið „eitthvert
ánægjulegasta símtal“ sem hann
hefði fengið lengi. Aðspurður sagði
Þorvaldur það mikil forréttindi að fá
að skrifa einleik með ákveðinn leik-
ara í huga. „Sérstaklega þegar leik-
arinn heitir Arnar Jónsson. En því
fylgja líka ákveðnar hættur. Arnar
er ákaflega tilfinningaríkur og sterk-
ur leikari og hefur gefið mörgum eft-
irminnilegustu persónum sem sést
hafa á íslensku leiksviði nánast eilíft
líf. Það var þess vegna ákveðin ögrun
fyrir mig að skrifa fyrir hann heils
kvölds sýningu án þess að reyna að
toppa Þorleif Kortsson, Don Kíkóta,
Galdra-Loft og Bjart í Sumarhúsum.
Niðurstaðan varð þessi tiltölulega
látlausi, hljóðláti karakter sem þó er
að takast á við nokkurn veginn sömu
tilvistarspurningar góðbændurnir,“
sagði Þorvaldur.
Líf manns í rjúkandi rúst
Í Sveinsstykki segir af reglu-
manninum, íslenskumanninum og
lagerstarfsmanninum Sveini Krist-
inssyni sem á bæði stórafmæli og
starfsafmæli og fagnar þessum tíma-
mótum með því að bjóða til veislu.
Hann er að halda upp á það að hafa
alla sína ævi aldrei gert annað en það
sem rétt getur talist. En fyrst allt lít-
ur svona vel út á pappírnum, hvernig
stendur þá á því að líf þessa blíða,
greinda og framsýna manns er rjúk-
andi rúst á þessum hátíðisdegi? Er
hægt að gera allt svo rétt að það
verði rangt?
Spurður hvernig sé að koma aftur
að texta Þorvaldar tíu árum seinna
segir Arnar það dásamlegt. „Þessi
texti er alveg einstakur. Hann er svo
djúpur, fullur af innsæi og skilningi,
enda var Þorvaldur öflugur texta-
smiður,“ segir Arnar og tekur fram
að Þorvaldur fari alla leið inn að
kviku. Að sögn Arnars nálgast þau
Þórhildur verkið á nýjum for-
sendum. „Enda verða áherslurnar
alltaf aðrar með nýjum leikstjóra.
Mér fannst ég alltaf skulda Þorvaldi
það að klára þetta dæmi almenni-
lega,“ segir Arnar og þegar blaða-
maður hváir heldur hann áfram til
útskýringar: „Mér fannst ég aldrei
ná þeim tökum sem ég vildi á hlut-
verkinu á sínum tíma. Mér fannst ég
aldrei ná að fara alla leið, því ég
þorði á þessum tíma ekki alveg yfir
sársaukamörkin, en þori núna.“
Þroskaðasta verk Þorvaldar
Við þessi orð Arnars rifjast upp
fyrir blaðamanni lofsamlegur dómur
Þorgeirs Tryggvasonar, leiklist-
argagnrýnanda Morgunblaðsins, en
hann skrifaði á sínum tíma: „Af
Sveinsstykki að dæma getur Arnar
Jónsson allt. […] Þó svo tæknin og
færnin fari aldrei á milli mála er það
einlægnin, samúðin og hlýjan sem
leikarinn hefur lagt til persónunnar
sem gerir þennan fráhrindandi
mann að vini okkar þessa tvo tíma.
Arnar leikur sér að því að sýna okk-
ur Svein á öllum æviskeiðum, við
ýmsar aðstæður, og brunar af
óskeikulum krafti hins þrautþjálfaða
listamanns inn í ólíkustu tilfinningar
og aðstæður. Ég minnist þess ekki
að hafa verið jafn snortinn af leik
Arnars Jónssonar og í þessari af-
mælissýningu.“ Um verkið sjálft
skrifaði Þorgeir: „Sveinsstykki er
við fyrstu kynni besta og þrosk-
aðasta verk Þorvaldar fram að
þessu.“
Þórhildur hefur alla tíð verið
minn besti gagnrýnandi
En telur Arnar að Þorvaldur hafi
meðvitað skrifað einleikinn þannig
að í því fælist mikil áskorun fyrir
hann sem leikara? „Ég er ekkert viss
um að hann hafi hugsað það þannig.
En það varð þannig vegna þess að
þessi persóna er töluvert ólík flest-
um þeim persónum sem ég hef glímt
við,“ segir Arnar og rifjar upp að á
tímabili hafi Þorvaldur verið kominn
á fremsta hlunn með að hætta við
leikritaskrifin.
„Hann var í öngum sínum vegna
þess að hann var að reyna að skrifa
mikið glæsiverk og hringdi í Þorleif
og tjáði honum að hann gæti ekki
gert þetta og yrði að gefast upp. Þor-
leifur lagði bara áherslu á að við
hefðum ekki verið að biðja um eitt-
hvað sem væri langt fyrir ofan allt.
Við værum bara að biðja um ósköp
venjulegt verk. Og svo læddist
Sveinn Kristinsson hljóðlega inn í
tölvuna hans, eins og Þorvaldur orð-
aði það við okkur, og úr varð þetta
frábæra verk.“
Að lokum er ekki úr vegi að spyrja
aðeins um samstarfið við Þórhildi
sem leikstýrir eiginmanni sínum.
„Samstarf okkar á sér langa sögu og
hefur verið bæði farsælt og gott. Ég
hugsa að ég hafi verið svolítið erfiður
lengi framan af, svona eins og ungir
menn oft eru. Leikari sem hefur
góða rödd, útlit og hreyfigetu getur
freistast til þess að halda að hann
komist nógu langt á þessum hlutum
og þurfi ekkert að fara neitt mikið
dýpra í hlutina. Þórhildur hefur alla
tíð verið minn besti gagnrýnandi og
aldrei gefið neinn afslátt í kröfum
sínum, sem aftur hefur þvingað mig
til að fara út úr þægindaramm-
anum,“ segir Arnar að lokum.
Fer nær sársaukamörkum
Arnar Jónsson tekst á við Sveinsstykki Þorvaldar Þorsteinssonar í annað sinn á leikferli sínum
Kveður Þjóðleikhúsið formlega eftir 50 ára farsælt starf en segist þó alls ekkert hættur að leika
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sveinsstykki „Mér fannst ég alltaf skulda Þorvaldi það að klára þetta dæmi almennilega,“ segir Arnar Jónsson.
Meistaranemar í
hagnýtri menn-
ingarmiðlun við
Háskóla Íslands
standa fyrir
nemendaráð-
stefnunni Menn-
ingarbræðingi
ásamt málfræð-
ingnum Margréti
Pálsdóttur í dag
milli kl. 9 og 16 í fyrirlestrasal
Þjóðminjasafnsins. Þar verða flutt
37 ólík og fróðleg erindi. Allar nán-
ari upplýsingar eru á vefnum nem-
endafelog.hi.is/hmm. Aðgangur er
ókeypis og öllum heimill.
Menningarbræð-
ingur við HÍ
Margrét Pálsdóttir
Einrúm
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi · Sími 535 4300 · axis.is
Opnunartími: mán. - fös. 9:00 - 18:00
Sófi úr hljóðísogsefni sem býr
til hljóðskjól í miðjum skarkala
opinna skrifstofurýma, auk
þess að bæta hljóðvist rýmisins
Sturla Már Jónsson
Húsgagna- og
innanhússarkitekt
hannaði Einrúm
Tvennir tón-
leikar til heiðurs
Black Sabbath
verða haldnir nú
um helgina. Þeir
fyrri eru í kvöld
á Græna hatt-
inum kl. 22, en
seinni á Gamla
Gauknum kl. 23.
Heiðurssveitina
skipa söngvarinn Jens Ólafsson,
Franz Gunnarsson á gítar, Flosi
Þorgeirsson á bassa og Hallur Ing-
ólfsson á trommur. Efniviður tón-
leikanna er fenginn að mestu úr
lagasarpi sveitarinnar sem Ozzy
Osbourne syngur
Black Sabbath
heiðurstónleikar
Ozzy Osbourne